Morgunblaðið - 13.01.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.01.1983, Qupperneq 22
22 Deildu um sjónvarpsþátt: Stakk son sinn til bana llaasdonk, Belciu, 12. jan. Al*. Belgískur heimilisfaöir, 45 ára gam- all, grandadi 18 ára syni sínum í gær, er þeir deildu um hvaöa sjón- varpsþátt á skyidi horft. Þannig var mál með vexti, að sá eldri sat í stofu sinni og horfði á kvikmynd með Alain Delon í aðal- hlutverki. Kom þá sonurinn inn og hafði enginn umsvif, heldur skipti um sjónvarpsstöð án þess að yrða á föður sinn. Því vildi sá eldri ekki una og réðist á strákinn. Hófust miklar sviptingar sem enduðu með því að faðirinn þreif hníf og stakk piltinn. Lést hann á sjúkra- húsi, en faðirinn hefur verið ákærður fyrir manndráp. Deilt um heiðurs- borgaranafn- bót Hitlers Trier, Vestur-I»yskalandi, 12. jan. AI*. Borgarráösmenn í þýsku borginni Trier deila mjög um þaö þessa dag- ana hvort að Adolf Hitler teljist enn heiöursborgari borgarinnar. Hann var geröur að heiðursborgara Trier 18. apríl 1933, tveimur dögum fyrir 44 ára afmæli hans og tveimur og hálfum mánuði eftir valdatöku hans í Þýskalandi. Minnihlutinn í borgarráðinu, sósíaldemókratar, vildi halda upp á að 50 ár væru liðin frá valdatöku Hitlers með því að svipta hann heiðursborgaranafnbótinni. Borg- arstjórinn, kristilegi demókratinn Felix Zimmermann, sagði hins vegar, að allt karpið væri út af engu, þar sem Hitler hefði misst nafnbótina þegar veldi nasista var kollvarpað árið 1945. Minnihlut- inn í borgarráðinu heimtar fund til að ræða málið, en Zimmer- mann á eftir að gera upp hug sinn hvort þetta þurfi nokkuð að ræða. Amman fékk metvinning í grísku getraununum Aþonu, 11. janúar. AP. HÍJN DATT heldur betur í lukku- pottinn á sunnudaginn hin 66 ára gamla amma, Dimitra Zogopoulou. Hún nældi sér í langhæstu upphæð sem um getur í knattspyrnugetraun- unum í Grikklandi á sunnudag, 49 milljónir drakma. Upphæðin svarar til um 10,3 milljóna íslenskra króna. Dimitra, sem vinnur við skúr- ingar á sjúkrahúsi, var eini þátt- takandinn að þessu sinni með alla leiki seðilsins rétta, en úrslit urðu víða mjög óvænt í grísku deilda- keppninni, að sögn talsmanns grísku getraunanna, sem eru ríkisreknar. „Ég fyllti bara seðilinn ein- hvern veginn út, eins og ég hef gert undanfarin 10 ár,“ svaraði Dimitra er fréttamenn spurðu hann hvað lægi að baki þessari óvæntu velgengni. „Ég ætla að nota peningana handa börnum mínum og barnabarni og ætli við byggjum ekki fallegt hús við ströndina," sagði Dimitra, sem verið hefur ekkja hálfa ævina. Fyrri metvinningur í grísku getraununum nam 15,2 milljónum drakma og vannst árið 1981. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 Mynd þessi sýnir lögreglulið í Kaupmannahöfn að störfum í morgun, en þá voru rýmd fimm hús á Norrebro, þar sem atvinnuleysingj- ar höfðu hreiðrað um sig. Einhverjar stórtækustu aðgerðir lögreglunnar í Kaupmannahöfn: Rúmlega 1000 lögreglumenn ruddu íbúðir í Norrebro Kaupmannahófn, 12. janúar. Krá Ib Björnbak, fréltaritara Morgunblaósins. LÖGREGLAN handtók í dag 15 ungmenni eftir að tekist hafði að flæma þau út úr húsnæði, sem þau höfðu sest að í í Nörrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn, án þess að til átaka kæmi. Lögreglan hefur upp- lýst, að bensínsprengjur hafi fund- ist í húsnæðinu. Eftir handtökurn- ar bar á ókyrrð á nokkrum stöðum í Nörrebro-hverfinu. Handtökurnar í dag áttu sér stað í kjölfar einhverra stórtæk- ustu aðgerða lögreglunnar í Kaupmannahöfn, sem um getur, í gær þegar borgaryfirvöld leit- uðu á náðir hennar til þess að fá hjálp til að ryðja fjölda húsa, þar sem ungt fólk hafði sest að. Um 1000 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þessum og þótt þær hafi verið stórtækar er ekki laust við að þær hafi orðið dálít- ið broslegar. Unga fólkið hafði í margar vikur undirbúið sig und- ir það að þurfa að yfirgefa hús- næðið fyrirvaralítið. A meðan lögreglan beitti kranabílum til að ryðjast til inn- göngu á fjórðu hæð eins hússins, skreið unga fóikið út úr húsinu í gegnum göng, sem það hafði grafið undir götuna, og kom upp á verkstæði pípulagningamanns, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Því miður tóku unglingarnir til við gripdeildir síðar um dag- inn og í nótt og mölvuðu rúður í ráðhúsinu og ýmsum verslunum. Einnig kveiktu þeir í bifreið, sem lagt hafði verið þversum á eina götuna. Vandræðin í Nörrebro-hverf- inu stafa af því að verið er að hreinsa til í því og endurskipu- leggja. Hluti unga fólksins, sem tekið hefur sér búsetu í gömlum, niðurníddum húsum í hverfinu, er án atvinnu. Það krefst fleiri íbúða fyrir ungt fólk og húsa, þar sem það getur komið saman, og séð um sjálft. Hreinsunarverkamennirnir eru þeirrar skoðunar, að mörg þeirra húsa, sem unglingarnir hafa hreiðrað um sig í, séu alls , ekki hæf sem mannabústaðir eftir margra ára umhirðuleysi og niðurníðslu. Vegna þessa hef- ur unga fólkið tekið sér bólfestu í þessum húsum og lagt kröfur sínar fram til að sýna svart á hvítu hversu bágborið ástandið í húsnæðismálum þeirra er. Líkur eru taldar á áframhald- andi ókyrrð í hverfinu úr því borgaryfirvöld gripu til þess ráðs að kalla lögregluna til liðs við sig. Bankarán Myndin er frá mislukkuðu bankaráni í Köln í Vestur-Þýskalandi, en sjálfvirkar mynda- vélar í bankanum festu atburðinn á filmu. Ræninginn er lengst til vinstri á myndinni, en hinir tveir sem byssur munda eru lögreglumenn. Til skotbardaga hefur komið og hefur ræninginn sært lögreglumanninn sem næstur honum er. Sá slapp þó vel, þvi talstöðvar- tæki sem hann hélt á tók mestan kraftinn úr skotinu. Lögreglumaðurinn lengst til hægri hleypir af skotum á ræningjann. Ferja fórst 102 saknað Sandakan, Malaysiu, 12. jan. Al*. ALLSTÓRRI ferju hvolfdi skammt frá Tambisaneyju, 125 kílómetra suður af Sandakan í S-Kínahafi í gær og er 102 farþcga saknað. Fjög- ur lík höfðu fundist síðast er fréttist, en 120 farþegum var bjargað. Sterk- ur monsúnvindur geysaði og var öldurót mikið. Alls voru 216 farþeg- ar um borð auk 10 manna áhafnar. Allir sem um borð voru, voru Filipps- eyingar. Fréttamenn ræddu við nokkra þeirra sem sluppu heilir á húfi. Björguðust þeir flestir með því Að hanga í spýtnabraki. Flestir heyrðu mikil óp og óhljóð í drukknandi fólki, en gátu ekki rönd við reist vegna hins mikla sjávargangs. Leit er haldið áfram, en yfirvöld eru vondauf um að fleiri finnist á lífi úr því sem kom- ið er. Monsúnvindarnir í Suður-Kína- hafi hafa verið með sterkara móti að undanförnu og umrædd ferja er þriðja haffarið sem ferst á þessum slóðum á þremur vikum. 992 tonna flutniilgaskip fórst þann 28. des- ember, en mannbjörg varð. Hins vegar fórust fjórir skipverjar er breskt 113 tonna flutningaskip fórst eigi all fjarri daginn eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.