Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
Útgefandi stHiifrift hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið.
Nafnnúmer ömmunnar
og oddatalan
að þykja ekki tíðindi á
líðandi stund þó að undir-
stöðuatvinnuvegir, sem lífs-
kjör þjóðarinnar og efna-
hagslegt sjálfstæði hvíla á,
séu reknir með bullandi tapi.
Það er heldur ekki saga til
næsta bæjar þótt opinberar
stofnanir ríkis og sveitarfé-
laga eyði langt um tekjur
fram. Það má nefnilega ná
endum saman með erlendri
skuldasöfnun og velta vand-
anum yfir á framtíðina!
Heimilin í landinu stefna
nú hraðbyri í sömu skulda-
súpuna. Skattbyrði eigna-
skatta hefur nærri tvöfaldast
síðan 1977 sem hlutfall af
tekjum greiðsluárs. Skatt-
byrði tekjuskatta hefur auk-
izt um 50% á sama mæli-
kvarða mæld. Á sama tíma
hefur vörugjald verið hækkað
um 6% og söluskattur um
2%, auk þess sem orkujöfn-
unargjald, sem í raun er 1,5%
nýr söluskattur, hefur komið
til. Þessir hækkunarþættir
ríkisvaldsins í almennu verð-
lagi hafa öðru fremur hækk-
að útgjöld heimilanna í land-
inu. Hér við bætist að stjórn-
völd hafa skert verðbætur á
laun, samkvæmt almennum
kjarasamningum, 13 sinnum
frá og með ríkisstjórnaraðild
Alþýðubandalagsins 1978.
Samtals nemur þessi verð-
bótaskerðing nálægt 50%.
Alþýðubandalagið, mönd-
ullinn í ríkisstjórninni, hefur
hinsvegar hannað hagstjórn-
arleið í þágu hinna lakar
settu í þjóðfélaginu, svokall-
aðar „láglaunabætur", í
framhaldi af bráðabirgðalög-
um ríkisstjórnarinnar frá því
í ágúst sl., sem enn eru að
velkjast í meðförum Alþingis.
Jón Kjartansson, formaður
verkalýðsfélags Vestmanna-
eyja, segir um þessar „lág-
launabætur" í viðtali við
Morgunblaðið:
„Ég verð nú að játa að ég
skil hvorki upp né niður í
þessu, mér finnst þetta hálf-
gerð skrípamynd. Mér hefur
fundizt skásta skilgreiningin
sem maður á skattstofunni
hér kom með, þegar ég spurði
hann eftir hvaða regium þeir
færu við útreikning bótanna.
Hann sagði að þeir legðu
nafnnúmer ömmu viðkom-
andi við nafnnúmer hans. Ef
út kæmi oddatala þá fengust
bætur, annars ekki.“
Háukur Friðriksson segir í
lesendabréfi til Morgunblað-
sins: „Það sem Jón segir kem-
ur heim og saman við reynslu
okkar hér í Sjálfsbjargarhús-
inu. Við fengum að sjálfsögðu
ekki eyri. Bæturnar háfa að
sjálfsögðu farið til þeirra sem
meira hafa þurft á þeim að
halda en við, samkvæmt rök-
réttum reglum yfirvalda," en
Jón Kjartansson hafði látið
að því liggja að „bæturnar"
væru einskonar höfundar-
laun fyrir skondnustu skatta-
framtölin.
Ef lesa má einhverja niður-
stöðu út úr opinberri stjórn-
sýslu í atvinnu- og efna-
hagsmálum síðustu árin sýn-
ist hún helzt sú, að afkoma
atvinnuvega og heimila í
landinu skipti engu höfuð-
máli, heldur sú skömmtunar-
skrifstofa, sem ríkisstjórnin
hefur gert sig að. Það er sum
sé miðstýringin sem blívur.
„Láglaunabæturnar" eru síð-
an prófmálið á réttlætið og
árangurinn!
Aðförin að
Reykjavík
Borgarstjórn Reykjavíkur
hefur ákveðið að greiða
fargjöld SVR niður um 50
m.kr 1983. Jafnframt að
hækka fargjöldin þann veg,
að reksturinn standi undir
sér með þessari meðgjöf. Hér
var gerð tilraun til að koma
skaplegri skikkan á afkomu
þessarar borgarstofnunar.
Þegar hér er komið rís
ríkisvaldið upp á afturfætur,
ekki af umhyggju fyrir far-
þegum SVR, heldur kaup-
gjaldsvísitölunni, sem m.a.
tekur mið af fargjöldum
SVR. Reynt er að koma lög-
banni á ákvörðun borgar-
stjórnar. Skylda á reykvíska
skattgreiðendur til að borga
niður kaupgjaldsvísitölu í
ríkara mæli en ákvörðun
borgarstjórnar stendur til.
Hér er um beina aðför að
sjálfsforræði Reykjavíkur
sem sveitarfélags að ræða.
Ríkisvaldið á ekki að geta
ákveðið rekstrarhalla á fyrir-
tækjum Reykjavíkurborgar.
Það er óskemmtileg uppá-
koma fyrir fyrrverandi borg-
arstjóra í Reykjavík og þing-
mann Reykvíkinga að þurfa
sem forsætisráðherra að láta
slíkan yfirgang ríkisvaldsins
gagnvart Reykjavíkurborg
yfir sig ganga.
Umhverfid kannad og súrefnis aflað. Sólmundur bað um að fram kæmi, að rostungar séu yfirleitt friðsamir, en ef þeir verða
Rifsrostungurinn er ungur að árum og því kannske ekki til stórræðna, Sólmundur bað þó fólk að sýna honum tillitssemi bæði hi
Rostungurinn í Rifshöfn:
„Gæti verið Val
—réttur aldur, stærð ogseins tennur, segir Sólmund
ROSTUNGURINN í Rifshöfn tók
Morgunblaðsmönnum og fylgdarliði
á Suðurgarðinum í gærmorgun með
stóískri ró og lét hvorki myndavélar
né spígspornadi forvitna tvífætlinga
trufla sig frá gómsætum skelfiski og
hressandi morgunleikfimi í gárum
morgungolunnar. Hann stakk sér
með mjúkum hreyfingum undir yfir-
borðið við enda hafnargarðsins,
þrátt fyrir 600—700 kílóa þyngd,
birtist síðan á ný eftir tvær til þrjár
mínútur. A milli köfunarferða lét
hann sig fljóta nokkra stund, fnæsti
svolítið, safnaði súrefni og kannaði
umhverfið með heimspekilegum
svip.
„Þessi rostungur er mjög vel á
sig kominn og ekkert að honum,
eins og talið hefur verið. Hann er
augsýnilega í góðu matarbúri
þarna, það sézt á því hversu oft
hann fer niður á sama stað. Hann
gæti átt eftir að dvelja hér svo
vikum, jafnvel mánuðum skiptir,
ef hann verður ekki fyrir áreitni,"
sagði Sólmundur Einarsson, fiski-
fræðingur og sérfræðingur um
lifnaðarhætti sela, er hann hafði
virt rostunginn fyrir sér skamma
stund í sjónauka. Sólmundur
fylgdist með Morgunblaðs-
mönnum vestur, þá var í förinni
vigtarmaðurinn á Rifi, Sæmundur
Kristjánsson, en hann varð fyrst-
ur var við rostunginn í fyrradag,
þar sem hann lá á kletti við flæð-
armálið á Suðurgarði. Sæmundur
taldi hann vera útsel sem biði
dauða síns, enda koma þeir ekki
upp í landsteina í byggð á þessum
árstíma, nema þeir séu illa farnir.
Sæmundur sótti skotvopn og ætl-
aði að binda enda á kvalir skepn-
unnar. Er hann mundaði skot-
vopnið brá skepnan hreifunum
undir sig og kom þá í ljós mynd-
arleg rostungstönn, en aðeins ein,
því hægri tönnin er brotin, alveg
eins og í Valla víðförla, sem ís-
lendingum er að góðu kunnur frá
sögulegu ferðalagi hans frá aust-
urströnd Bretlands til Grænlands,
síðla árs 1981.
- O -
Við fylgdumst með rostungnum
fram undir hádegi af Suðurgarð-
inum, en hann stundaði köfunar
íþróttina stöðugt af mikilli list.
Dýralíf í höfninni á Rifi er fjöl-
breytt. Auk rostungsins voru að
minnsta kosti fjórir selir liggjandi
á klettum Norðurgarðs og aragrúi
fugla, æðarfugla og sjófugla, ým-
ist á sundi eða flugi. Sæmundur
benti okkur á einn sundfuglinn,
sem hann sagði vera Toppgoða,
sjaldgæfan flækingsfugl. Topp-
goðinn birtist í Rifshöfn skömmu
fyrir komu rostungsins.
Minnug þess að Sæmundur kom
að rostungnum liggjandi uppi á
klettum laust fyrir hádegi daginn
áður, ákváðum við að yfirgefa
staðinn um stund, ef nærvera
okkar truflaði hann frá því að
taka sér hvíld. Um klukkutíma
síðar vitjuðum við hans aftur, en
gengum þá út Norðurgarðinn.
Hann virtist þá hafa tekið
ákvörðun um að láta alla hádeg-
ishvíld lönd og leið þennan daginn
og hélt uppteknum hætti: kafaði,
hvarf og birtist á ný, en nú við
enda Norðurgarðsins þar sem við
höfðum komið okkur fyrir.
Eftir að hafa fylgst með honum
— og hann með okkur — í nokk-
urn tíma fundum við út, að sá tími
sem hann var í kafi hverju sinni
skakkaði örsjaldan meiru en
nokkrum sekúndum frá tveimur
og hálfri mínútu. Þá mátti nokk-
urn veginn jafnnákvæmlega
reikna út hvar hann kæmi upp, því
athafnasamur sundfugl elti hann
á röndum. Að sögn Sólmundar
naut hann góðs aÞróti rostungsins
á botninum sér til fæðuöflunar.
- O -
Skilaboð bárust okkur, er við
tókum hvíld frá „yfirsetunni", frá
brezkum blaðamanni á Daily Mail,
sem að beiðni Mbl. hafði samband
við náttúruverndarmennina
brezku, sem beittu sér fyrir flutn-
ingi Valla viðförla á sínum tíma,
til að forvitnast um hvort og þá
hvernig Valli hefði verið merktur.
Skilaboðin sögðu að hann hefði
verið merktur með gulri máln-
ingu, — stafurinn hefði verið
málaður á hægri hlið hans.
Sólmundur fór á sínum tíma, að
beiðni Landhelgisgæzlunnar, með
varðskipinu Tý frá Keflavík til
þess staðar sem Valla var sleppt á
undan ströndum Grænlands.
Hann sagðist minnast þessarar
málningar, en taldi lítið gagn að
henni nú. Ef þetta væri Valli,
hefði hann með því að fella hár
tvívegis á þessu tímabili sam-
kvæmt lögmáli náttúrunnar, losað
sig við merkinguna. Við spurðum
hann í framhaldi af þessu hversu
miklar líkur hann teldi á að hér
væri Valli víðförli enn á ferð.
Hann svaraði því til að þessi
rostungur væri 3—4 ára, en á