Morgunblaðið - 13.01.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
25
fyrir mikilli áreitni geta þeir svarad fyrir sig og fullvaxnir geta þeir verið illvígir.
ins venga og annarra.
li víðförliu
ur Einarsson fiskifræðingur
þeim aldri ætti Valli að vera. Þá
sagðist hann hafa trú á því, eftir
að hafa séð rostunginn eigin aug-
um og hversu útlit hans er gott, að
fyrri dvalarstaður hans hafi verið
við Grænlandsstrendur, en þar
var Valli einmitt settur frá borði.
Hann sagði síðan: „Þetta gæti ver-
ið Valli. Þetta er rétta stærðin,
tannsettið svipað, en merkinguna
er ekki hægt að treysta á. Þetta er
mjög líklega karldýr, eins og Valli
en hann hefur ekki gefið tækifæri
til að komast að því svo öruggt sé.
Mjög líklega karldýr, segi ég, því
undanvillingar, þ.e. dýr sem flækj-
ast frá hjörð sinni, eru svo til und-
antekningarlaust karldýr. Þá er
og eftirtektarvert að hann telur
sig ekkert hafa að óttast af hendi
vkar.
- O -
Aðdáendum rostungsins fjölg-
aði ört á Norðurgarðinum. Að
dreif heimamenn og gesti. Sjón-
varpsmenn klöngruðust einnig á
staðinn klyfjaðir tækjum og bún-
aði, en eftir því sem hópurinn í
klettaklungrinu stækkaði, þeim
mun forvitnari virtist vinur okkar
í sjónum verða og hann færði sig
stöðugt nær, þó ekki vildi hann á
land.
Aður en við Morgunblaðsmenn
yfirgáfum Rif, ákváðum við að
reyna að komast í návígi við vin
vorn í kveðjuskyni og fengum því
báteiganda til að skjótast með
okkur út í hafnarmynnið. Þrátt
fyrir vélarhávaðann lét rostung-
urinn sér fátt um finnast. Hann
hélt aðeins áfram að kýla vömb
sína, enda þarf skrokkur af hans
stærðargráðu á milli 20—30 kíló
matar á sólarhring, að sögn Sól-
mundar, og fæðið mestmegnis
skelfiskur. Það síðasta sem við
sáum til hans var að hann tók
sundsprett inn í höfnina, þannig
að allt stímabrakið í gær virtist
hvorki hræða hann né styggja.
Þess má geta í lokin, að menn
ræddu sín á milli í gær, að ef þetta
væri Valli víðförli sem nú nýtur
gestrisni Rifshafnarbúa, þá hefði
forsætisráðherra og brezkir nátt-
úruvendarmenn líklega gert hon-
um bjarnargreiða, er þeir fluttu
hann með viðhöfn og mikilli fyrir-
höfn áleiðis til Grænlands. Valli
hafði líklega verið á leið til sól-
arstranda er honum var skyndi-
lega kippt á land í Bretlandi og nú
þyrfti hann „greyið" að synda alla
þessa leið til baka.
F.P.
Sæmundur Kristjánsson vitavörd-
ur, sem varð fyrstur var við rost-
unginn. Hann hafði þá samband
við Sólmund, sem reyndar er ná-
frændi hans. Sólmundur ráðlagði
honum að bezta vörnin fyrir rost-
unginn væri að segja frá tilvist
hans í fjölmiðlum.
Sólmundur Einarsson fiski-
fræðingur til vinstri og Sig-
urbjörn skipstjóri á Hamri
SH, sem tók að sér að s igla
'I rostungsins.
Ljósm. Mbl. KAX.
Mesta hlutfallslega
mannfjölgun frá 1967
Mesta fólksfjölgun í Reykjavík frá 1963
Islendingar 234.980 1. desember sl.:
MANNFJÖLDI á landinu var eftir bráðabirgðatölum 1. desember 1982
234.980 og nemur fjölgunin á einu ári 3.372 eða 1,46%. Þetta er mesta
hlutfallslega mannfjölgun síðan 1967, ef frá eru talin árin 1972 og 1974, en
þá var mikið um heimílutning íslendinga frá útlöndum. Tölur um fólksflutn-
inga milli Islands og útlanda 1982 liggja ekki fyrir, en svo virðist sem tala
aðfluttra til landsins umfram tölu brottfluttra hafi verið með því hæsta er
gerst hefur, ef ekki hæst, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands.
Búast má við að endanlegar tölur leiði í Ijós örlítið meiri mannfjölda, eða um
235,400.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar var mannfjölgunin í
Reykjavík 1982 sú mesta frá 1963,
þar sem Reykvíkingum fjölgaði á
árinu um 1.313 eða 1,55%. Árin
1972 til 1982 var meðalfjölgunin í
Reykjavík 0,2%, en þar fækkaði
fólki 1976, 1977 og 1978. Samtals
voru reykvíkingar 85.782 hinn 1.
desember sl.
Þá varð hlutfallslega meiri
mannfjölgun á höfuðborgarsvæð-
inu 1982 en utan þess, og er það
annað árið í röð sem það á sér
stað. Fjölgunin ræðst þó ekki
nema að hluta til af flutningi fólks
milli landssvæða, samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofunnar, þar sem
millilandaflutningar snerta höf-
uðborgarsvæðið miklu meira en
önnur landssvæði. Samtals búa á
höfuðborgarsvæðinu tæp 130 þús-
und manns.
Samkvæmt tölum Hagstofunn-
ar varð fólksfjölgun í öllum kjör-
dæmum landsins nema á Vest-
fjörðum. Vestfirðingum fækkaði
um 61, eða 0,58%. Síðast fækkaði
á Vestfjörðum 1974, en fjölgaði
um 0,5% árlega 1972 til 1982 og
voru Vestfirðingar 1. desember sl.
10.457 talsins.
I öðrum sveitarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu en Reykjavík fjölg-
aði um 3,2% 1982, miðað við 3,1%
meðaltalsfjölgun árin 1972 til
1982. Á Suðurnesjum og Kjalar-
nesi og í Kjósarsýslu fjölgaði um
1,8% (2,1%), á Vesturlandi fjölg-
aði um 1,0% (1,2%), á Norðurlandi
vestra fjölgaði um 0,5% (0,9%), á
Norðurlandi eystra fjölgaði um
0,7% (1,4%), á Austurlandi fjölg-
aði um 0,9% (1,3%) og á Suður:
landi fjölgaði um 0,7% (0,8%). í
svigum eru meðaltalstölur áranna
1972 til 1982.
í sveitarfélögum með yfir 1000
íbúa varð mest fjölgun í Mos-
fellshreppi, 6,6%, í Garðabæ 6,1%,
á Blönduósi 5,5%, á Egilsstöðum
5,3%, á Seltjarnarnesi 5,3%, í
Garði 4,8%,-í Sandgerði 4,6%, í
Ölfushreppi 4,1%, í Hveragerði
4,0%, í Borgarnesi 3,9%, á Sauð:
árkróki 3,3% og á Dalvík 3,2%. í
þremur þessara sveitarfélaga
fækkaði fólki, í Neskaupsstað um
1,2%, í Vestmannaeyjum um
1,9%, og á Siglufirði um 2,1%. Að
frátöldum árunum eftir gos 1973
hefur svona mikil fólksfækkun
ekki orðið í Vestmannaeyjum síð-
an 1946. Á Siglufirði hafa íbúar
ekki verið færri síðan 1929.
I öðrum sveitarfélögum, sem í
eru þéttbýlisstaðir með 200 íbúa
eða fleiri, fjölgaði fólki mest í
Bessastaðahreppi, um 13%, í
Rangárvallahreppi (Hella) um
8%, í Suðurfjarðarhreppi (Bíldu-
dalur) um 7% og í Vatnsleysu-
strandarhreppi (Vogar), um 4%.
Mest fækkun í þessum sveitarfé-
lögum varð í Hrísey, 4%, í
Hvammshreppi (Vík í Mýrdal), á
Hofsósi og á Raufarhöfn 5% og á
Suðureyri 11%. Um helmingur
fækkunar á Suðureyri mun stafa
af brottflutningi erlends verka-
fólks til útlanda.
Fjölgun í sýslum varð mest í
Kjósarsýslu 6,9%, í Gullbringu-
sýslu 3,8%, í Austur-Skaftafells-
sýslu 2,2%, og í Mýrarsýslu 2,1%.
Fækkun varð mest í Norður-
Þingeyjarsýslu 1,8%, í Austur-
Barðastrandarsýslu 3,7% og í
Vestur-ísafjarðarsýslu 4,5%.
Á eftir höfuðborginni kemur
Kópavogskaupstaður næstur að
mannfjöida með 14.259 íbúa. Á
Akureyri bjuggu 13.748 manns, í
Hafnarfirði 12.463, í Keflavík
6.737, í Garðabæ 5.427, á Akranesi
5.339, í Vestmannaeyjum 4.647, á
Selfossi 3.542, á Seltjarnarnesi
3.485 og á ísafirði 3.386, á Húsavík
2.481, á Sauðárkróki 2.284 og í
Njarðvík 2.145 manns. Fámenn-
asti kaupstaðurinn er Seyðisfjörð-
ur með 1.002 íbúa.
„Sjáum oft ekki út svo dög-
um skiptir vegna illvidrisu
— segir Jóhanna S. Einarsdóttir veðurathugunarmaður á Hveravöllum
„V EÐRAHAMURINN hefur ekki farið framhjá okkur frekar en öðrum
landsmönnum, og hér hefur nú verid langvarandi leiðindaveður,“ sagði
Jóhanna Sigríður Einarsdóttir í samtali við blaöamann Morgunblaðsins í
gær, en hún dvelur nú annað árið á Hveravöllum ásamt manni sínum, Ólafi
Jónssyni.
Jóhanna kvað veður hafa verið
slæmt í nóvember, og eftir örfáa
betri daga í desemberbyrjun, hefði
verið slæmt veður, mikill skaf-
renningur en að vísu minni ofan-
koma. „Við höfum því varla farið
út í margar vikur nema til
nauðsynlegra starfa," sagði Jó-
hanna, „enda getur verið óvarlegt
að hætta sér nokkuð frá þegar
svona viðrar, er dögum saman sést
varla nokkuð frá húsunum. Fann-
fergi er hér þó ekki meira en eðli-
legt getur talist, eða um 60 sm
jafnfallinn snýór. Þetta slæma
veður hefur að sjálfsögðu gert það
að verkum að óvenjulítið hefur
verið um mannaferðir hingað í
vetur. Mikill snjór kom þegar í
september og kom í veg fyrir
ferðalög þá, en hann tók að vísu
upp aftur. V.ið fengum heimsókn
fyrrihluta októbermánaðar, en
síðan sáum við ekki nokkurn
mann fyrr en þyrla Landhelgis-
gæslunnar kom hingað með póst
og ýmsan varning þremur dögum
fyrir jól. Nú með hækkandi sól og
vonandi betra tíðarfari eigum við
svo von á að einhverjir snjósleða-
menn leggi leið sína hingað upp-
eftir. — Ökkur leiðist hins vegar
ekkert, — ef hætta hefði verið á
því værum við ekki hér — og ekk-
ert amaði að okkur þó enginn
kæmi fyrr en í vor. En það væri
vissulega gaman að.fá einhverja
gesti í kaffi.
Hér höfum við nóg fyrir stafni,
lesum mikið og vinnum við eitt og
annað innandyra, og svo er mikið
að gera við veðurathuganirnar,
vakt allan sólarhringinn og tals-
vert að gera við tækin, ekki síst er
veðrið er svona slæmt. Veðurofs-
inn hefur oft verið mikill, 8 og 9
vindstig ekki óalgeng vindhæð og
við höfum varla séð út í langan
tírna."
— Verðið þið vör við eitthvert
dýralíf þarna, og eruð þið með
húsdýr?
„I fyrravetur höfðum við tvo
hunda, og í vetur erum við með
einn, og vissulega er það mjög gott
að hafa hann hér. Af dýralífi hér í
kring er það að segja að rjúpur
sjáum við oft í hrauninu, en þó í
mun minni mæli en í fyrra. Tveir
hrafnar halda oft til hér og höfum
við gefið þeim út á skafl, en þeir
hverfa langtímum saman þegar
veðrið er sem verst. Þá eru hér nú
snjótittlingar, talsverður hópur af
þeim, sem við gefum korn út í
snjóinn. Aðra fugla sjáum við
varla, og refur hefur ekki sést hér
í mörg ár, ekki síðan fólk fór að
hafa hunda hér á Hveravöllum að
okkur er sagt.“
Frá Hveravöllum. — Hús veðurathugunarmanna í fjarska.