Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
37
að sjálfsögðu verið þungbær fólki
sem var að byrja búskap við lítil
efni. Sú kynslóð, sem þá var í
blóma lífsins var starfsöm og
kjarkmikil og þekkti ekki annað
en að duga í hverri raun og treysta
á sjálfa sig og guð sinn í baráttu
lífsins.
Sjósókn var að sjálfsögðu megin
atvinnuvegur fólksins þar, sem í
öðrum sjávarþorpum. Fleyturnar
voru smáar og sjóslys tíð. Þá
munu árabátar eingöngu hafa ver-
ið notaðir. Að vísu var á tímabili
gerð þar tilraun með útgerð vél-
báta, sem fljótlega var hætt sök-
um hafnleysis. Vera kann, að sú
útgerð hafi þó verið rekin að ein-
hverju leyti.
Þau hjón voru að eðlisfari létt-
lynd og lífsglöð og hafa eflaust
verið, þrátt fyrir erfiðleikana,
bjartsýn á framtíðina, sem ungt
fólk er oftast sem betur fer.
Reykjavík var þá í sárum eftir að
spænska veikin hafði lagt hundruð
bæjarbúa í gröfina 1918 og þar við
bættist, að sá vetur var jafnframt
mikill frostavetur. Eftir að hinni
skæðu drepsótt var lokið í höfuð-
stað landsins, var hún lengi á eftir
að stinga sér niður út um lands-
byggðina. Þar á meðal barst hún
til Ólafsvíkur. Árið 1921 tekur
Hermanía þessa veiki, þá komin á
leið með 3. barn þeirra hjóna. Hún
og hennar ófædda barn urðu fórn-
arlömb þessarar skæðu veiki. Var
þá mikill harmur kveðinn að Ög-
mundi, er hann hafði misst sína
ungu og lífsglöðu konu og stóð nú
einn uppi með tvö smábörn, Jó-
hönnu 2ja ára og Brand bróður
hennar á 1. ári.
Sem dæmi um hörku lífsbarátt-
unnar á þeim tíma, má þess geta,
að strax og jarðarför Hermaníu
var lokið, varð Ögmundur að fara
á sjóinn vegna þess að hann var
skipstjóri á bátnum, sem beið
brottfarar á skipalegunni.
Oft var það svo, er þannig stóð á
að slíkur harmleikur gerðist sem
hjá þessum unga manni, að ætt-
ingjar reyndu að rétta hjálpar-
hönd. Sólveig Einarsdóttir, móðir
Ögmundar, sem bjó í Stykkis-
hólmi tók Brand litla í fóstur og
hjá henni ólst hann upp og er nú
sjómaður í Reykjavík. Jóhanna
var tekin um stundarsakir af
frændfólki hennar, Kristínu Sig-
urðardóttur og Stefáni Jónssyni,
sem var móðurbróðir Jóhönnu.
Síðar var hún tekin í fóstur af for-
eldrum Kristínar, Kristjönu
Helgadóttur og Sigurði Jónssyni,
sem bjuggu í Látravík í Eyrar-
sveit. Hjá þeim mætu hjónum ólst
hún upp við gott atlæti, uns hún
fór til föður síns í Ólafsvík, árið
1929, en þá hafði hann kvænst
öðru sinni og var kona hans Þórdís
Ágústsdóttir og hjá þeim átti hún
heimili sín unglingsár. Jóhanna
fór þá að sjálfsögðu í barnaskól-
ann í Ólafsvík. Er Jóhanna hafði
aldur til, fór hún til Reykjavíkur
til starfa þar í bænum. Á þeim
árum var algengt, að stúlkur utan
af landsbyggðinni fóru þangað til
að vinna á heimilum í bænum, „að
vera í vist“ eins og það var kallað,
a.m.k. var mikið um slíkar vetr-
arvistir hjá stúlkum. Var það
mörgum þeirra, sem unnu á
myndarheimilum, gagnleg
reynsla, er þær sjálfar stofnuðu
heimili.
Á fyrstu vetrum Jóhönnu, sem
hún var í Reykjavík, þurfti faðir
hennar að ganga undir uppskurð
vegna gallsteina, sem hann hafði
þjáðst af. Þá mun Jóhanna hafa
verið 16—17 ára. Nú þætti þetta
hvorki mikil né hættuleg aðgerð,
enda orðin algeng þá, en þó fór
svo, að hann andaðist stuttu eftir
uppskurðinn. Ögmundur var þá á
besta aldri og virtist heilsugóður
að öðru leyti. Þetta var Jóhönnu
sár harmur og óvænt vonbrigði,
þar sem aðgerðin virtist hafa
heppnast vel.
Þegar ég var barn, heyrði ég oft
þær mæðgur, móður mína og móð-
urömmu, minnast Hermaníu, sem
var systir móður minnar og ætíð
minntust þær hennar með sökn-
uði. Sérstaklega töluðu þær um
það, hversu léttlynd hún hefði ver-
ið og hláturmild, full af glaðværð
og gáska, en jafnframt blíðlynd.
Ótímabær dauði hinnar ungu rós-
ar hafði orðið þeim það harmsefni,
sem þær minntust æ síðan með
ljúfsárum trega. Ögmundur hafði
einnig verið gleðimaður og söngv-
in. Vafalaust hefir oft verið glatt á
þeirra heimili í þeirra stutta
hjónabandi, þó að eflaust hafi ver-
ið við erfiðleika að etja hjá þeim,
sem öðrum þá.
Þessa eiginleika foreldra sinna
erfði Jóhanna, hún var glaðlynd
og blíð stúlka, sem ekkert aumt
mátti sjá og þeir góðu eiginleikar
fylgdu henni æfina á enda.
Þann 6. september 1941 giftist
Jóhanna Runólfi Kristjánssyni,
dugmiklum og glaðlyndum manni.
Er mér í minni frá mínum ungl-
ingsárum, hversu hánn var glað-
lyndur og hláturmildur. Þau
stofnuðu heimili sitt þar í þorpinu
og bjuggu fyrst í húsi, er hét
Lækjarmót, en í þá tíð hétu húsin
bæjarnöfnum, en götunúmer voru
ekki notuð. Var oft gaman að vera
gestur þessara ungu og glaðlyndu
hjóna. Þorpið var þá í örum vexti
og afkoma fólks góð. Þetta hús
eyðilagðist í eldi, er hótel staðar-
ins brann, en það stóð rétt hjá
Lækjarmóti. Eftir það byggðu þau
myndarlegt steinhús á sama stað
og gamla húsið þeirra stóð á, og
árið 1961 byggðu þau nýtt hús að
Sandholti 9.
Þar bjuggu þau, uns þau fluttu
frá Ólafsvík til Reykjavíkur, að
Karfavogi 35 í júní 1970. Hjóna-
band þeirra var einstaklega far-
sælt og þau voru ákaflega sam-
hent og áttu indælt heimili hvar
sem þau bjuggu. Þau eignuðust 4
drengi, sem allir eru nú búnir að
stofna heimili og búa í Reykjavík
og nágrenni og eru allir hinir
mætustu menn. Þeirra nöfn eru:
Ögmundur Hermann, Kristján
Lárus, Hörður og Sigurður Krist-
ján.
Þegar þau fluttu frá Ólafsvík
var heilsa þeirra tekin að bila. í
Reykjavík voru þau nærri góðri
læknaþjónustu og svo voru dreng-
irnir þeirra farnir þangað og trú-
lega hefir það dregið þau mest
þangað. Oft mun hugur þeirra
hafa leitað til æskustöðvanna,
heim í þorpið, þar sem vinir og
vandamenn bjuggu, enda voru
margar ferðirnar sem þau fóru
þangað til þess að heimsækja sína
gömlu vini. Sérstök var þeirra
ræktarsemi við gamla vini og
venslamenn, sem þau heimsóttu
oft, bæði þar vestra og einnig hér
syðra.
Þau fluttu síðar að Kjarrhólma
26 í Kópavogi og á þeirra fallega
heimili þar vorum við hjónin gest-
ir á sl. vori. Þar voru staddir tveir
synir þeirra, sem reyndust við-
ræðugóðir sem foreldrar þeirra.
Greinilegt var, að þeir höfðu feng-
ið að erfðum hina góðu eiginleika
foreldranna. í návist þessarar
góðu fjölskyldu var gott að vera,
þar ríkti andi góðvildar og gest-
risni.
Um það leyti sem þau flytja frá
Ólafsvík, eða skömmu síðar,
kenndi Jóhanna þess sjúkleika,
sem mun hafa dregið hana til
dauða. Um það vildi hún lítið ræða
og gerði jafnan lítið úr, ef um var
rætt. Þrátt fyrir grun minn um að
hún væri haldin hættulegum
sjúkdómi, kom hið skyndilega
fráfall hennar mér mjög á óvart.
Hún varðveitti ávallt sína lífs-
gleði, þrátt fyrir veila heilsu og
var jafnan hressileg í viðmóti.
Margar eru minningarnar um
Jóhönnu frænku mína, og þau
hjónin, sem voru svo nátengd
hvort öðru í hugum okkar, vina
þeirra. Ætíð voru þau góðir gestir
meðal vina og kunningja, því að
hvar sem þau fóru fylgdi gleðin
þeim. Nú hefir skjótt um skipast,
er hin lífsglaða og kærleiksríka
kona hefir kvatt lífið svo snögg-
lega í byrjun þessa nýja árs.
Við fráfall hennar kemur mér í
hug hið fornkveðna: „Þar sem góð-
ir menn fara eru guðs vegir."
Slíkra er gott að minnast, þeirra
er flytja með sér ljós kærleika og
mannúðar. Ég bið gjafara allra
góðra hluta að veita Runólfi styrk
í sorg sinni eftir hið snögglega
fráfall hans góðu konu, sem hon-
um var svo nátengd í löngu og far-
sælu hjónahandi. Drengjunum
þeirra og öðrum vandamönnum
sendi ég mínar samúðarkveðiur.
O.B.
Jón Eiríksson
skipstjóri - Minning
Fæddur 20. júlí 1893
Dáinn 30. desember 1982
Jón Eiríksson var fæddur í
Tungu í Örlygshöfn við Patreks-
fjörð árið 1893 og hefði því orðið
níræður á þessu ári.
Jón á „Lagga“ eins og hann var
oftast nefndur hóf ungur sjó-
mannsferil sinn eða 14 ára, sem
hálfdrættingur á árabát sem gerð-
ur var út frá Kollsvík.
Jón segir svo frá, að hann hafi
alla tíð verið sjóveikur þau 55 ár
sem hann stundaði sjóinn, svo það
hefur ekki verið af hugsjón einni
saman að hann valdi sér þetta
lífsstarf. Það var neyðin sem
knúði dyra á heimili hans.
Hann missti föður sinn 4 ára
gamall en systkinin voru 7 og
móðir hans vildi reyna að búa
áfram og halda börnunum saman.
Því varð hver og einn að fara að
vinna svo fljótt sem verða mátti,
enda voru þá engar tryggingar
fyrir einstæðar mæður né munað-
arlaus börn til þess að sjá þeim
farborða. Það varð annaðhvort að
duga eða drepast.
Þessi harði skóli lífsins setti
óneitanlega sín mörk á Jón. Hann
gat verið hrjúfur í framkomu, og
gerði miklar kröfur til sinna sam-
starfsmanna, en mestar kröfur
gerði hann til sjálfs sín, enda
hraustur maður og sterkur, með
stærri mönnum, svo eftir honum
var tekið hvar sem hann fór.
Jón sá fljótt, að hann yrði að
afla sér menntunar, ef nokkuð
ætti að hafast út úr sjómennsk-
unni, og fór því í Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík árið 1913, og lauk
þar farmannaprófi árið 1914.
Hann sigldi síðan til Danmerkur,
og fór þar á Stýrimannaskólann á
Bogö árið 1916, með það fyrir aug-
um að gerast farmaður, enda réð-
ist hann til Eimskipafélags ís-
lands árið eftir, og þá á Lagarfoss
I. Hann sigldi hjá því félagi ætíð
síðan eða þar til hann fór í land
vegna aldurs árið 1959, þá 66 ára
gamall.
Jón var mikill Eimskipafélags-
maður og vann því félagi allt það
sem hann mátti og vildi hag þess
sem mestan.
Borgardómur
Reykjavíkur:
Afgreidd
mál 1982
voru 8611
AFGREIDI) mál hjá Borgardómi
Reykjavíkur á síöastliðnu ári voru
alls 8611. Dómar voru kveðnir upp í
1009 málum hjá hjá dómstólnum,
þar af voru 818 flutt skriflega. Sættir
voru 658. Þingfestingar voru 8660,
samanborið við 6805 árið áður.
Hjónavígslur voru 168. Leyfi til
skilnaðar frá borði og sæng voru
173, samanborið við 176 árið 1981
og skilnaðarmál voru 521, sam-
anborið við 531 árið áður. Sifjamál
vegna slita á óvígðri sambúð voru
83. Málum var áfrýjað til Hæsta-
réttar í 65 tilvikum.
Jón sigldi mikið hér á strönd-
inni og þá aðallega á austur-
landshafnir og gátu það verið hin-
ar erfiðustu siglingar, enda þokur
tíðar þar og landtaka því oft erfið-
leikum háð. Jón varð því, eins og
aðrir skipstjórar á þeim tímum, að
standa mikið uppi í brú, og gátu
það oft orðið kaldsamar nætur og
langar, en kjarkurinn og dugnað-
urinn hjá þessum mönnum var
ódrepandi, enda illu vanir. Það er
erfitt að gera sér í hugarlund nú á
dögum, þvílík karlmennska sjó-
mennska var á þessum tímum,
siglingatæki fábrotin og vitar og
önnur hjálpartæki af skornum
skammti. En þessum aldamóta-
mönnum sem lögðu grunninn að
þeirri velsæld sem við búum við í
dag, verður seint þökkuð braut-
ryðjendastörfin bæði til sjós og
lands. Það er illt til þess að vita að
þessi kynslóð sem nú er óðum að
hverfa, skuli ekki hafa fengið að
njóta ávaxta verka sinna t.d. í líf-
eyrissjóðsmálum.
Þrátt fyrir að Jón væri öll sín
manndómsár til sjós, þá gaf hann
sér tíma til að sinna félagsmálum
fyrir starfsfélaga sína. Hann var
einn af stofnendum Skipstjórafé-
lags Islands, og varð tvívegis for-
maður þess, og fórnaði þvi félagi
miklu af sínum frítíma, sem að
sjálfsögðu var allt ólaunað að
þeirra tíma hætti, enda vann hann
að félagsmálum af hugsjón en
ekki af framagirni. Skipstjórafé-
lagið gerði Jón að sínum fyrsta
heiðursfélaga fyrir vel unnin störf
í þess þágu, einnig var hann
sæmdur heiðursmerki Sjómanna-
dagsins og hinni íslensku Fálka-
orðu.
Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Herþrúður Hermanns-
dóttir frá Þingeyri, og síðari kona
hans var Guðbjört Einarsdóttir
frá Rauðasandi. Jón átti 5 börn, en
2 eru látin.
Skipstjórafélag Islands vill
minnast Jóns með þessum fáu orð-
um og þakka honum fyrir vel unn-
in störf í þess þágu og votta eftir-
lifandi ættingjum hans innileg-
ustu samúð.
Með félagskveðju,
Skipstjórafélag fslands.
+
Alúðar þakklr fyrir auösýnda samúð og virðingu viö andlát og
útför,
SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR,
myndhöggvara.
Fyrir hönd barna, barnabarna og annarra aöstandenda,
Birgitta Spur Ólafsson.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróður
okkar,
SAKARÍASAR DANÍELSSONAR
frá Bjargshóli.
Systkini.
+
Þökkum innilega öllum þeim er auösýndu okkur samúö og vinar-
hug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar,
STEINGRÍMS GUDJÓNSSONAR,
Hétúni 8.
Jóna E. Guömundsdóttir,
Rósa S. Steingrímsdóttir,
Eiður Steingrímsson.
+
Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
JÓNS EÐVARÐSSONAR,
múrara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans
fyrir góöa hjúkrun.
Svo sendum við bestu óskir um blessunarríkt ár.
Guöbjörg Hjartardóttir,
Harpa og Andrea Jónsdætur,
Helga Lára Jónsdóttir, Sigurrós B. Eðvarðsdóttir,
Ásta B. Eövarðsdóttir og fjölskylda.
«4
Höfóar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
+
Öllum þeim nær og fjær, einstaklingum sem og félögum sem
sýndu okkur samúö og vinarhug vegna fráfalls eiginmanns míns,
fööur okkar, tengdafööur og afa,
HELGA S. JÓNSSONAR,
Keflavik,
sendum viö innilegar þakkir. Sérstakar þakkir viljum viö færa
Skátafélaginu Heiðarbúum. Keflavík.
Þórunn Ólafsdóttir,
Guörún Sigríöur Helgadóttir,
Ingibjörg Helgadóttir,
tengdasynir og dætrabörn.