Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
39
fclk í
fréttum
Margrét
sneri sig í
ballett
+ Fólk beitir hinum ýmsu adferöum
við að halda sér í góöu formi eins og
það er kallað. Sumir láta sér nægja að
glugga í nokkrar bækur, sem lúta að
heilsurækt, en aðrir eru róttækari og
iðka leikfimi af cinhverju tagi.
Margrét Danadrottning kvað
stunda ballettæfingar nokkrum
sinnum í viku og láta vel af. Hún
varð hins vegar fyrir því óhappi
fyrir skömmu að snúa á sér annan
fótinn við iðkanirnar skömmu áður
en hún átti að taka á móti sendi-
nefnd frá Helsingjaborg. Eigin-
maður hennar hljóp í skarðið fyrir
hana, en henni hefur verið ráðlagt
af læknum sínum að halda kyrru
fyrir í nokkra daga a.m.k. áður en
hún helduntil opinberra starfa
sinna að nýju.
Skál fyrir Nóbels-
verðlaunahafanum!
+ Betty Williams, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1976, sést hér
hin kátasta eftir að hafa gengið í það heilaga í síðastliðinni viku. Betty
Williams barðist ötullega fyrir friði á Norður-írlandi á sinum tíma, en
hinn heppni kvað heita Jim Perkins og vera Bandaríkjamaður.
Kátína hjá dönskum jafnaðarmönnum ...
+ l'að var kátt hjá dönskum jafnaðarmönnum nú í byrjun janúar þegar „krónprins" þeirra, Knud Ileinesen gekk í
það heilaga með Karen Vilhjelmsen i ráðhúsinu í Kaupmannahöfn. I'au hafa búið saman nokkur undanfarin ár, en
bæði hafa þau verið gift áður og koma hvort um sig með þrjú börn i þetta nýja hjónaband ...
Ástæðuna fyrir hjónabandinu nú segja þau vera einskæra ást, sem þau beri hvort til annars, en ekki sé um neinar
hagkvæmnisástæður aö ræða.
Meðfylgjandi mynd sýnir Anker Jörgensen óska hinum nýgiftu alls hins besta, undir rauðum fána.
COSPER
— I»u getur vel sofiö á sófanum í stofunni í nótt.
Hvernig
Harris
hætti aó
drekka
+ Leikarinn Richard Harris hefur
nýverið látið hafa eftir sér hvernig
honum tókst að láta af drykkju sinni
þegar dagskammturinn var kominn
upp í tvær vodkaflöskur og hann
gerði sér skyndilega Ijóst, að hann
yrði að hætta þegar í stað eða vínið
kæmi honum i gröfina á skömmum
tíma.
„Égfyllti húsið af áfengi og það
var vodki í hverju herbergi —
jafnvel í baðherberginu. Freist-
ingin var mikil, en mér tókst að
halda aftur af mér og snerta ekki
dropa," sagði hann og bætti við að
hann hefði látið af fleiri nautna-
lyfjum, þar sem hann sagði einnig
skilið við fimm grömm af kókaíni
á dag. ...
Endurskoðun og
rekstrarráðgjöf
Hef opnaö endurskoöunar- og ráðgjafarskrifstofu aö
Suðurlandsbraut 12, Rvk. Sími: 33650.
Starfsemi: Bókhald, endurskoðun og skattskil (skattfram-
töl).
Rekstrarhagfræöiþjónusta.
Rúnar Bj. Jóhannsson, rekstrarhagfraeöingur og löggiltur
endurskoöandi.
TJÁSKIPTI, NÁIN TENGSL
& LÍKAMLEG VELLÍÐAN
Námskeið í líkamssálfræði Wilhelm Reich
Breski sállæknirinn Terry Cooper heldur hér á
landi:
A. Helgarnámskeið (14. —16. jan.)
þar sem kenndar veröa aðferöir
sem losa um spennta vöðva,
leiðrétta ranga öndun, bæta
tjáningaraðferðir og auka lík-
amlega vellíðan.
B. Fyrirlestur í Norræna húsinu,
fimmtudaginn 13. jan. kl. 20.30
sem fjallar um kynlífskenningu
Wilhelm Reich. Aögangseyrir
30 kr.
Upplýsingar og skráning á nám-
skeiöið er i Miögaröi Bárugata 11,
sími: 12980 kl. 10—19.
/MÐG/4RÐUR
mmmmm^^ammmmmá
^Dale .
Carnegie
námskeiðið
Kynningarfundur
Kynningarfundur veröur haldinn í Sjálfstæðishúsinu
Njarðvík kl. 20:00, fimmtudaginn 13. janúar.
Allir velkomnir.
★ Námskeiðiö getur hjálpaö þér aö:
★ Öölast HUGREKKI og meira
SJÁLFSTRAUST.
★ Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staö-
reyndir.
★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri
sannfæringarkrafti í samræöum og á
fundum.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér
VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU.
★ Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni
sé komin undir því, hvernig þér tekst
aö umgangast aöra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima
og á vinnustaö.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga
úr kvíöa.
Fjárfesting í menntun gefur þér arö æfilangt.
Innritun og upplýsingar í síma
[ög 82411
r,r f.u k.»lr>yfi ,V IslurnJjv
M// órnunarskólin
a Konráð Adolphsson
STJÓRNUNARSKÓLINN,
GILJALANDl 7,108 REYKJAVÍK.
Vinsamlegast sendu mér 10 BOÐORÐ VEL
GENGNINNAR, mér aö kostnaðarlausu.
Nafn: ________________________________
Heimili: _____________________________