Morgunblaðið - 13.01.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
45
i 'A 1« / i 1» í* *
| ? j 11S 5
^^I^KAfiDr
SVARAR í SÍMA
■'íl 10100 KL. 10—12
Jí FRÁ MÁNUDEGI
% nV^ „
Þessir hringdu .. .
Hverjir borga
svo á endanum?
Helga Þorsteins hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Mig lang-
aði bara til að lýsa stuðningi við
hann Davíð Oddsson að því er
varðar strætisvagnana. Eg er
nefnilega strætisvagnakona og
ferðast ævinlega með strætisvögn-
um um borgina okkar. Ég hef
aldrei getað skilið, hvernig
Reykjavík hefur getað haft
almenningsfargjöld að því helm-
ingi lægri en allar borgir í Vest-
ur-Evrópu.
Annað mál hefur legið mér lengi
á hjarta: Hvers vegna í ósköpun-
um getum við ekki borgað raf-
magn og hitaveitu. Vitum við yfir-
leitt hvað við eigum gott að njóta
hvors tveggja. Og þó eru fyrirtæk-
in, sem þessa þjónustu veita svelt
svo að þau geta ekki einu sinni
staðið undir brýnustu viðhalds-
framkvæmdum, hvað þá meira, og
látin fjármagna taprekstur sinn
með botnlausri skuldasöfnun. En
hver borgar svo á endanum? Engir
aðrir en við Reykjvíkingar auðvit-
að.
Víkingsstúlk-
urnar voru byrj-
aðar að æfa
Hrefna Birgitta Bjarnadóttir
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Ég las grein ísfirðings í
dálkunum hjá þér í dag (þriðju-
dag), þar sem hann er öðrum
þræði að svara greininni minni,
sem birtist í Velvakanda 6. þ.m.,
um upphaf kvennaknattspyrnunn-
ar hér á landi. Mig langaði aðeins
til að benda ísfirðingi á fyrri
hluta málsgreinar þeirrar sem
hann hefur orðrétt eftir úr grein
minni: „En hér á undan hef ég gef-
ið örlitla mynd af því sem ég veit
um upphaf kvennaknattspyrnu á
íslandi. Ef rangt er með farið
vona ég að sá sem betur veit láti
til sín heyra.“
Um leið og ég þakka ísfirðingi
fyrir tilskrifin, vil ég láta þess
getið, að skömmu eftir að ég skrif-
aði fyrrgreinda grein, frétti ég, að
Víkingsstúlkur hafi verið byrjaðar
að æfa knattspyrnu á undan
okkur.
Þakkir til snjó-
mokstursmanna
Ó.H. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langar að
koma á framfæri þakklæti mínu
til þeirra sem sjá um skipulag og
framkvæmd á snjómokstri hér í
borg, fyrir lipurð og hjálpsemi við
borgarana og dugnað og mynd-
arskap í starfi. Mér finnst fyllsta
ástæða til að þakka fyrir sig.
Ég hlustaði á spurningaþáttinn
þeirra Akureyringa á sunnu-
dagskvöld. Þar var spurt um höf-
uðborg Texas-fylkis í Bandarikj-
unum og rétt svar talið Dallas. En
höfuðborgin heitir Austin, að því
sem ég best veit.
Itrekaðar fyrir-
spurnir til SVR
og Kirkju-
garðanna
Anna Guðmundsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég
hef aldrei fengið svar við spurn-
ingu minni um lagalegan rétt
Strætisvagna Reykjavíkur til að
taka alla afsláttarmiða úr umferð,
áður en borgarstjórn hafði sam-
þykkt hækkun á fargjöldum. Ég
leyfi mér að itreka þessa beiðni
mína og álít að stjórn fyrirtækis-
ins beri að sýna þá kurteisi að
svara svona fyrirspurnum. Einnig
bar ég upp fyrirspurn til Kirkju-
garða Reykjavíkur varðandi jóla-
lýsingu í kirkjugarðinum í Foss-
vogi, en henni hefur heldur ekki
verið svarað.
Alveg stór-
kostleg
D.L. skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að þakka öllum
þeim er komu fram í áramóta-
skaupi sjónvarpsins fyrir góða
skemmtun. Sérstakar þekkir til
Eddu Björgvinsdóttur. Hún er al-
veg stórkostleg.
Gleðilegt ár.“
hér sjálfur hornsteinn lýðræðis-
ins, sem er leynilegur kosninga-
réttur almennings og mætti á
sama hátt halda því fram, að
niðurstöður leynilegra kosninga
séu ekki marktækar og ekki
ástæða til að fara eftir slíku rugli.
Enda gert óspart í þeim löndum
sem það þjóðskipulag ræður ríkj-
um, sem sumir starfsmenn frétta-
stofu ríkisútvarpsins vinna að
leynt og ljóst að á verði komið hér
á landi með linnulausum komm-
únistaáróðri og annarri
moldvörpustarfsemi.
Vel kemur í ljós tvískinnungur-
inn, í gagnrýni starfsmanna
fréttastofu útvarpsina á nafnlaus
lesendabréf, ef athugað er að eft-
irfarandi .var lesið í fréttatíma
sjálfs Ríkisútvarpsins þann 2.
janúar, 1983: „Samkvæmt nafn-
lausri grein í Pravda" ... og svo
kom einhver áróðurslestur ætlað-
ur „friðarhreyfingunni". Þurfa
menn lengur vitnanna við?“
Hugað að hneykslanlegu athæfi nágrannans: Sigurður Sigurjónsson og Edda
Björgvinsdóttir í áramótaskaupi Sjónvarpsins.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Konur í íran hylja andlit sín með blæjum.
I»etta er erlend setningargerð.
Rétt væri: Konur í íran hylja andlitið með blæju. (Nema
hver kona hafi fleiri en eitt andlit.)
SIG6A WöGA «
1*»» W M£. £>
Notaðar vinnuvélar
til sölu
Komatsu D45 A jaröýta 90 hö. árg. 1981.
Case 1150 jarðýta 105 hö. árgerö 1978.
Komatsu FD 30 diesellyftari 3 tonna meö snún-
ingsbúnaöi og húsi árg. 1981.
Hino KB 422 vörubifreið árg. 1979, ekinn 95.000 km.
Allar nánari upplýsingar veitir
sölumaður Véladeildar
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99
Alltaf á fóstudögum
Mannalúsin
skýtur ennþá upp
kollinum
Vélsleöarnir
hafa opnað hálendiö
Hverjir eru möguleikarnir
hvað varöar
fjárfestingu og
ávöxtun einkafjármagns?
•
Aö segja NEI
getur verið vandamál
Föstudagsblíidid ergott forskot á helgina
AUGIYSINGASTOFA KRISTlNAR HF