Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 3

Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 3 - - Matthías Bjarnason Þorvaldur Garðar Kristjánsson Einar K. Guöfinnsson Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum ákveðinn: Tillaga kjörnefndar um skipan listans samþykkt FRAMBOÐSLISTI Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi var ákveðinn á fundi kjördæmisráðs flokks- ins sem haldinn var um helg- ina, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Engilbert Ingvarssyni, formanni kjör- dæmisráðsins. Listinn er þannig skipaður: 1. sæti: Matthías Bjarnason alþing- ismaður, 2. sæti: Þorvaldur Garð- „ÞAÐ er auóvitaö kjörinna fulltrúa aö ákveöa með hvaöa hætti fram- boðslistinn er lagöur fram og ákveð- inn og það hefur komið í Ijós aö meirihlutinn lagðist gegn prófkjöri og síðan fór kjördæmisráöið í það að skipa listann,** sagði Matthías Bjarnason alþingismaður í samtali við Morgunblaðið. Matthías skipar efsta sæti ar Kristjánsson alþingismaður, 3. sæti: Einar K. Guðfinnsson út- gerðarstjóri, 4. sæti: Hilmar Jónsson sparisjóðsstjóri, 5. sæti: Engilbert Ingvarsson bóndi, 6. sæti: Sigrún Halldórsdóttir skrifstofumaður, 7. sæti: Guð- mundur Jónsson bóndi, 8. sæti: Anna Pálsdóttir meinatæknir, 9. sæti: Sigríður Harðardóttir hreppsnefndarmaður og 10. sæti: Asgeir Guðbjartsson skipstjóri. A fundinum kom fram tillaga um að viðhafa prófkjör í kjör- dæminu, en hún var felld með 26 framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi. „Fyrir mitt leyti fagna ég úrslitum kosn- ingarinnar í kjördæmisráðinu og ég hef ekkert nema gott að segja um allt það fólk sem listann skip- ar og vona að hann nái sem best- um árangri fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og þar með fyrir þjóðina alla,“ sagði Matthías Bjarnason. atkvæðum gegn 17. Kosið var um menn í nokkur sæti listans. í fyrsta sætið var kosið um Matthí- as Bjarnason og Sigurlaugu Bjarnadóttur og fékk Matthías 34 atkvæði, en Sigurlaug 4. í annað sæti var sjálfkjörið. í 3. sætið fékk Einar K. Guðfinnsson 33 at- kvæði, en Sigurlaug Bjarnadóttir 6 atkvæði. I fjórða sætið fékk Hilmar Jónsson 27 atkvæði, en Sigrún Halldórsdóttir 14 at- kvæði. í 5. sætið fékk Engilbert Ingvarsson 29 atkvæði og Anna Pálsdóttir 12 atkvæði. Kjörnefnd gerði tillögu um skipan framboðslistans og var hún studd í öllum atriðum en á fundinum voru gerðar tillögur úr sal. í kjörnefndinni eiga 13 manns sæti, en þar varð enginn ágreiningur, samkvæmt upplýs- ingum Engilberts. Engilbert gat þess að kjörnefnd hefði óskað þess að á fundinum yrði tekin af- staða til prófkjörs, þar sem engin tillaga lá fyrir um hvort það skyldi viðhafa. Tillaga um próf-' kjör var síðan felld með 26 at- kvæðum gegn 17, eins og áður gat. Enga ósk kvað Engilbert hafa komið fram um að fresta fundinum. Morgunblaðið ræddi við þrjá efstu menn framboðslistans, auk Sigurlaugar Bjarnadóttur, og fara viðtölin hér á eftir. Matthías Bjarnason alþingismaður: Fagna úrslitum fyrir mitt leyti Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþm.: Vona að aflasæld fylgi þessum framboðslista „ÉG ER ánægður með það að skipa 2. sætið á framboðslistanum og þakklátur fyrir það traust sem kjör- dæmisráðið sýndi mér,“ sagði Þor- valdur Garðar Kristjánsson alþingis- maður í samtali við Mbl., en hann skipar 2. sæti framboðslista Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum. „Þá vil ég lýsa ánægju minni með að Matthías Bjarnason skipar áfram fyrsta sæti listans, og eru því tvö efstu sæti hans óbreytt frá síðustu kosningum. Það er og ánægjulegt að í tveimur næstu sætum sitja ungir og dugandi menn, sem eru þeir Einar K. Guðfinnsson og Hilmar Jónsson. Þá er það einnig gott að hafa Eng- ilbert Ingvarsson í 5. sæti listans, en hann hefur verið kjölfestan í flokksstarfinu á Vestfjörðum á undanförnum árum og unnið þar ómetanlegt starf," sagði Þorvald- ur. „Sú breyting er á listanum frá síðustu kosningum að Sigurlaug Bjarnadóttir á þar ekki sæti og það er að sjálfsögðu sjónarsviptir að henni, því hún hefur unnið flokknum vel. Á listanum er samt sem áður mikið kvennaval, þar - sem eru Sigrún Halldórsdóttir, Anna Pálsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Mér þykir gott að á þessum framboðslista skuli vera bóndi úr Árneshreppi, Guðmund- ur Jónsson, úr þessari jaðarbyggð Vestfjarða, sem er mikilvægt að styðja og efla, svo ekki fari fleiri byggðir í eyði í kjördæminu. Þá má heldur ekki gleyma því, að heiðurssæti listans skipar hinn kunni og vinsæli aflaskipstjóri, Ásgeir Guðbjartsson, og það er von mín að aflasæld fylgi þessum framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Einar K. Guðfinnsson útgerðarstjóri: Ríour á miklu að sýna samstöðu, virkni og baráttuhug „MÉR er efst í huga á þessari stundu þakklæti til félaga minna og flokks- systkina í kjördæmisráðinu fyrir það traust og þann trúnað sem þau sýndu mér með því að velja mig til setu í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins við næstu alþingiskosningar," sagði Einar K. Guðfinnsson, útgerðar- stjóri, í samtali við Morgunblaðið, þeg- ar hann var spurður álits á úrslitum kosningarinnar i kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. „Mér er engin launung á því, að þegar ég kom til kjördæmisráðs- fundarins, bjóst ég frekar við því að prófkjör yrði viðhaft og var sann- arlega reiðubúinn að taka þátt í því af einurð og einlægni. Þegar ljóst varð að ekki myndi viðhaft prófkjör að þessu sinni, þá var kölluð saman kjörnefnd og þar kom fram ótvíræð- ur vilji til endurnýjunar á þriðja sæti listans og með það í huga að ég skipaði 4. sæti listans við síðustu alþingiskosningar, býst ég við að ekki hafi verið talið óeðlilegt að leit- að yrði til mín. Ég vil taka það fram, m.a. af gefnu tilefni, að ég sóttist ekki eftir því að skipa þetta sæti nú, en vil endurtaka þakkir mínar til kjördæmisráðsins, fyrir að hafa sýnt mér þennan trúnað," sagði Ein- ar. „Ég vil svo að lokum brýna það fyrir sjálfstæðismönnum á Vest- fjörðum, að þrátt fyrir að nú liggi fyrir framboðslisti sjálfstæð- ismanna í kjördæminu, þá er sjálf baráttan eftir. Hún verður mjög erfið og háð við annarlegar og und- arlegar kringumstæður, kringum- stæður sem ég hygg að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi ekki staðið frammi fyrir áður. Þess vegna ríður á miklu að við sjálfstæðismenn á Vestfjörð- um sýnum samstöðu, virkni og bar- áttuhug, þegar út í sjálfan kosn- ingaslaginn kemur," sagði Einar K. Guðfinnsson. legum hætti. Þau þröngsýnis- og hræðslusjónarmið, er þar hafa yfir- höndina, skaða flokkinn stórlega og því meir sem þau fá lengur að ráða. Hér er beinlínis boðið upp á sundr- ungu og jafnvel klofning innan flokksins. Þingmenn kjördæmisins sem bak við tjöldin halda þarna í taumana, þó þeir segi annað, mættu hafa þetta í huga. Það er ekki nein byltingarlöngun, sem ræður ósk manna um prófkjör. Fólk vill einfaldlega fá að hafa sitt að segja í þessu máli, skýra línurn- ar og hreinsa um leið andrúmsloftið innan flokksins. Prófkjör hafa vissulega sína galla, það hefur reynslan sýnt. Mergurinn málsins er þó auðvitað sá, að gildi þeirra stendur eða fellur með fram- kvæmdinni, að frambjóðendur og aðrir hlutaðeigandi aðilar gangi til verks af hófsemi og drengskap. Við finnum trúlega aldrei þá að- ferð við ákvörðun framboðs, sem geti fyrirbyggt það baktjaldamakk, bolabrögð og ógeðfellt persónupot, sem nú tröllríður íslensku stjórn- málalífi og kyndir um leið undir vantrú og lítilsvirðingu almennings á stjórnmálamönnum. Siðgæði og virðing fyrir heiðarlegum leikregl- um er það sem hér skiptir megin- máli. Að lokum vil ég segja: Ég álít ekki að mér hafi nú verið hafnað af Vestfirðingum, heldur af klíku- meirihluta innan kjördæmisráðs undir þrýstingi frá áhrifaöflum bak við tjöldin," sagði Sigurlaug Bjarnadóttir. Nýr mazoa sýndur um næstu helgi! BÍLABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.