Morgunblaðið - 18.01.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. JANÚAR 1983
5
Doktorspróf í
læknisfræöi
Alþýðubandalagið á Suðurlandi:
Tuttugu og tveir fram-
bjóðendur í forvali
UM HELGINA lauk í Suðurlandskjördæmi talningu úr fyrri umferð forvals
Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi, og hefur Morgunblaðið fengið til
birtingar nöfn þeirra er taka þátt í síðari umferð. Tilnefndir eru tveir frá
hverju félagi í kjördæminu og bætt við þingmanni og öðrum er hlutu flest
atkvæði samanlagt úr heildaratkvæðagreiðslu. Atkvæðatölur úr fyrri umferð
eru ekki gefnar upp. Þessir eru í framboði í forvalinu í Suðurlandi:
f OKTÓBER síðastliðnum lauk Stef-
án Karlsson, læknir, doktorsprófi
frá Lundúnaháskóla.
Doktorsritgerð Stefáns nefnist
á ensku „Biochemical and Genetic-
al Aspects of Glycopróteins in
human tissues" og fjallar um
byggingu sykurkeðja próteina og
hvernig þeirri byggingu er stjórn-
að erfðafræðilega. Slíkar sykur-
keðjur eru mjög mikilvægar, eink-
um utan á frumum til að taka við
hvers kyns „skilaboðum" frá einni
frumu til annarrar og gegna m.a.
mikilvægu hlutverki í byggingu
A,B,0 blóðflokkaefna. Keðjur
þessar eru óeðlilegar að byggingu í
ýmsum sjúkum frumum t.d.
krabbameinsfrumum. Stefán
Karlsson rannsakaði einkum sam-
eind í þvagi, sem hann uppgötvaði
ásamt samstarfsmönnum í Lond-
on og París. Jafnframt var bygg-
ing sykurkeðju rannsökuð í ýms-
um sjúkdómum, einkum cystic
fibrosis, arfgengum efnaskipta-
sjúkdómi, sem veldur alvarlegum
sjúkdómseinkennum frá lungum
og meltingarfærum.
Stefán hefur notið styrkja til
rannsóknanna frá eftirtöldum að-
ilum á íslandi og í Bretlandi: Vís-
indasjóði íslands, Heilbrigðis-
ráðuneytinu og Ríkisspítölum og
Blóðgjafafélagi íslands, British
Council og Cystic Fibrosis Re-
search Trust.
Dr. Stefán Karlsson lauk kandi-
datsprófi í læknisfræði frá lækna-
deild Háskóla íslands árið 1976.
Hann var námskandidat á Borg-
arspítala, Vífilsstöðum og Land-
spítala 1976—1977 og gegndi
störfum heilsugæslulæknis á Fá-
skrúðsfirði og Bolungarvík.
Hann hóf sérnám í læknisfræði-
legri erfðafræði við Blóðbankann,
Reykjavík, 1977—1979 og eftir það
Keflavík:
Hótelbygging
í athugun
„JÚ, ÞAÐ er rétt, við erum að athuga
möguleika á því að reisa hótel hér I
Keflavík. Hér vantar tilfinnanlega
hótel, það er ekkert hótel hér á Suður-
nesjum," sagði Steinþór Júlíusson
bæjarstjóri í Keflavík i samtali við
Morgunblaðið.
„Eg er að vinna í því þessa stund-
ina að reyna að safna saman aðilum
hér á Suðurnesjum til að leggja fé i
bygginguna, en sú bygging sem við
erum með í huga í bili, kostar milli
15 og 20 milljónir á núverandi verð-
lagi. Ég geri ráð fyrir því að þegar
við erum komnir að niðurstöðu, sem
hér erum, munum við leita til fleiri
aðila, þar sem við erum ekki sér-
fræðingar í hótelrekstri.
Forsaga málsins er sú, að hér í
bæ er verið að byggja samkomuhús.
Það er Karlakór Keflavíkur sem
hefur í raun og veru byggt það á sitt
eindæmi. Búið er að steypa allt upp
og húsið orðið fokhelt, en það er á
tveimur hæðum. Karlakórinn er að
vinna í efri hæðinni, en leggur ekki
í neðri hæðina, þar sem er aðalsalur
með leiksviði, hliðarsalir og eldhús.
Kórinn hefur óskað eftir að bærinn
tæki við samkomuhúsinu eins og
það er og kláraði það. Þetta hafa
bæjaryfirvöld fallist á að gera.
I tengslum við þetta datt
mönnum í hug að heppilegt væri að
byggja minni háttar hótel, með um
40 til 50 rúm, á lóð sem bærinn á við
hliðina á þessu húsi. Þar yrði um að
ræða hótel með veitingaaðstöðu og
eldhúsi, sem gæti þjónað bæði hót-
eli, veitingasal og samkomusal.
Ég hef verið að kanna möguleik-
ana á því að fá einhverja fjársterka
aðila til að leggja fé í hlutafélag til
að byggja húsið, en það er ekki
komið langt áleiðis. Gerðar hafa
verið hugmyndateikningar að hót-
elinu til að gefa mönnum hugmynd-
ir um hvernig þetta liti út og hvern-
ig fyrirkomulag yrði, en engar end-
anlegar teikningar eru til,“ sagði
Steinþór.
á Calton Laboratory, University
College, London, 1979—1982.
Hann var viðurkenndur sérfræð-
ingur í læknisfræðilegri erfða-
fræði í nóvember 1982. Það er
fyrsta viðurkenning af þessu tagi
hérlendis.
Stefán Karlsson er sonur Ólafar
Stefánsdóttur og Karls Ómars
Jónssonar, verkfræðings. Stefán
er kvæntur Sigurborgu Ragnars-
dóttur, þau eiga tvo syni.
Dr. Stefán hefur unnið í Blóð-
bankanum síðustu 4 mánuði, en er
nú á förum til Bandaríkjanna til
frekari rannsókna í erfðafræði,
einkum á sviði erfðatækni (erfða-
verkfræði). Hann mun starfa við
Clinical Hematology Branch, Nat-
ional Institutes of Health í Mary-
land. Hann mun vinna með Dr.
Arthur W. Nienhuis, sem sagt var
Dr. Stefán Kartwoa.
frá í tímaritinu Times Magazine
20. desember síðastliðinn. Sá
læknir og samstarfsmenn hans
vöktu mikla athygli vegna rann-
sókna á arfgengu blóðleysi og
nýrra aðferða sem þeir beittu til
lækninga á slíkum sjúkdómum.
Ármann Ægir Magnússon húsa-
smiður Selfossi, Baldur Óskarsson
framkvæmdastjóri Reykjavík,
Dagný Jónsdóttir verkamaður
Selfossi, Dóra Kristín Halldórs-
dóttir kennari Landsveit, Edda
Tegeder bréfberi Vestm., Garðar
Sigurðsson alþm. Vestm., Guð-
mundur Birgir Þorkelsson bóndi
Laugardal, Guðmundur J. Al-
bertsson kennari Hellu, Gunnar
Stefánsson bóndi Mýrdal, Gunnar
Sverrisson bóndi Biskupstungum,
Halla Guðmundsdóttir húsmóðir
Gnúpverjahreppi, Hansína Á.
Stefánsdóttir skrifstofumaður
Selfossi, Inga Dröfn Ármanns-
dóttir skrifstofum. Vestm., Kol-
brún Guðnadóttir kennari Sel-
fossi, Magnús Á. Ágústsson líf-
fræðingur Hveragerði, Margrét
Frimannsdóttir oddviti Stokks-
eyri, Margrét Gunnarsdóttir hús-
móðir Laugarvatni, Ragnar
Óskarsson kennari Vestm., Sveinn
A. Snæland garðyrkjubóndi Bisk-
upstungum, Úlfur Björnsson
kennari Hveragerði, Þorvarður
Hjaltason kennari Selfossi, Þór
Vigfússon kennari Ölfusi.
Hagkvæmir flutningar
í höndum fagmanna.
Meó beinum tengslum vió erlenda flutningamiðlara
hefur FLUTNINGSMIÐLUNIN á nokkrum árum gert
flutninga erlendis þægilegri og öruggari.
Sækjum sem fyrr vörur viö verksmiójuvegg og
sjáum um flutning og skylda þjónustu
til áfangastaöar.
Fljótari flutningar
Öruggari flutningar
Hagkvæmari flutningar
Gámaflutningar
Trukkflutningar
Járnbrautarflutningar
Skipa- og
flugflutningar
Frá Norðursjávarhöfnum
getur þú valið um fjölmargar
áætlunarferðir hjá þremur
skipafélögum auk flugferða.
Meginland Evrópu —
til Norðursjávarhafna
Nokkur dæmi:
Frá MÍLANÓ
Feröir alla virka daga.
Frá PARÍS — 3-4 feróir á viku.
Frá TORINO — 2-4 feróir á viku.
Frá BASEL — 2-4 ferðir á viku
Frá VÍN — 2-4 ferðir á viku.
Frá LINZ — 2-4 ferðir á viku.
Frá BARCELÓNA — 1-2 ferðir á viku.
Frá VALENCIA — 1-2 ferðir á viku.
Frá LISSABON — 1-2 ferðir á viku.
Frá OPORTO — 1-2 feröir á viku.
Frá AÞENU — 1-2 ferðir á viku.
Frá MARIBOR (Júgósl.) 1 -2 feröir á viku.
Auk ferða frá fjölmörgum borgum í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu flesta virka daga.
Samstarfsaðiiar í Stóra Bretlandi,
Eina íslenska fyrirtækið
| N-Ameríku og víðar. ^ fM
mss FLUTNINGSMIÐLUNIN ^ KLAPPARSTÍG 29 — 101 REYKJAVÍK SÍMAR 29671 — 29073 REYNSLAN TRYGGIR GÆÐIN