Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
13
Uppsögn blaðafulltrúa ASÍ:
Ræða málið ekki fyrir
miðstjórnarfund ASÍ
— segir Asmundur Stefánsson
„HAUKUR hefur sagt í samtali við
Morgunblaðið, að hann vilji ekki tjá
sig frekar um málið þar til eftir mið-
stjórnarfund ASÍ, sem væntanlega
verður á fimmtudaginn og ætli þaö
sé ekki rökrétt að ég bíði einnig og
raunar hef ég engu við það að bæta
sem ég sagði í útvarpinu um þetta
mál.“ Þetta sagði Ásmundur Stef-
ánsson, forseti Alþýðusambands ís-
lands, i samtali við Morgunblaðið,
er hann var spurður hvort hann vildi
eitthvað segja um deilumálið sem
upp kom milli Búlandstinds hf. á
Djúpavogi og kanadískra stúlkna er
þar unnu, og eftirmál þeirra innan
ASÍ.
Eins og áður hefur komið fram í
Morgunblaðinu, taldi Haukur Már
Haraldsson, blaðafulltrúi ASÍ, í
útvarpsviðtali, að ýmislegt væri
við málstað Búlandstinds í málinu
að athuga. Siðar kvað Ásmundur
hins vegar upp úr með að svo væri
ekki og framkvæmdastjóri Bú-
landstinds hefur sagt opinberlega,
að forseti ASÍ hafi beðist afsökun-
ar á ummælum blaðafulltrúans.
Það leiddi svo aftur til þess að
Haukur Már sagði upp störfum
sem blaðafulltrúi Álþýðusam-
bandsins.
Keflavík:
Þriðja áfanga sjúkra-
hússins flýtt með
aðstoð sparisjóðsins
„VIÐ höfum mikinn áhuga á að (lýta
þriðja áfanga sjúkrahúss Keflavík-
urlæknishéraðs eins og unnt er, þar
sem mikill skortur er hér á sjúkra-
rými fyrir langlegusjúklinga, sér-
staklega fyrir aldrað fólk. Við höfum
verið að athuga möguleika á því að
hraða verkinu með því að útvega til
þess bráðabirgðafjármagn. Spari-
sjóður Keflavíkur hefur gefiö vilyrði
fyrir því að fjármagna verkið til
bráðabirgða ef við fáum samþykki
heilbrigðisyfirvalda fyrir því að fara
þessa leið. Það leyfi erum við ekki
búnir að fá, og munum við óska eftir
viðræðum við heilbrigðisráðherra
um þessi mál allra næstu daga,“
sagði Steinþór Júliusson bæjarstjóri
í Keflavík er Morgunblaðið innti
hann fregna af áformum bæjaryfir-
valda um að flýta byggingu þriðja
áfanga sjúkrahússins með því að fá
til þess utanaðkomandi fjármagn, í
stað þess að vinna verkið eftir þvi
sem skammtað yrði á fjárlögum
hverju sinni.
„Samkvæmt athugun fyrir árið
1982 var hér talin bráð þörf fyrir
30 langlegurúm, en læknar halda
fram að hún sé miklu meiri. Þess
Tæp 8 kíló af
kannabisefnum
tekin í fyrra
TÆP ÁTTA kíló af kannabisefnum
voru tekin á síðastliðnu ári og lætur
það nærri að vera sambærilegt við
árið á undan. Mest var tekið af
hassi, rúm 6 kíló, og liðlega V/í kiló
af marijúana. Tekin voru liðlega 342
grömm af hassolíu, sem er meira en
á undanförnum árum, en hassolían
er um fjórum sinnum sterkari en
hassið.
Þá voru tekin 73 grömm af amf-
etamíni og 7 grömm af kókaíni.
Ekki mikið magn en sýnir, að efni
þessi eru í vaxandi mæli á íslenzk-
um fíkniefnamarkaði. Þá má geta
þess, að 57 kannabisplöntur voru
gerðar upptækar á árinu.
Langstærsta fíkniefnasending-
in, sem til landsins barst, voru að
sjálfsögðu þau 200 kíló af marijú-
ana, sem tekin voru í Bandaríkj-
unum og send áfram hingað í von
um að málið upplýstist. Enn hefur
ekkert komið fram, sem gefur
vísbendingu um hverjir stóðu að
baki þeirri sendingu, sem var stíl-
uð á Eimskipafélag íslands og
send frá Jamaica.
vegna erum við með öll spjót úti
að reyna leysa þetta sem fljótast.
Þar sem við erum að byggja
heilsugæzlustöð, annan áfanga
sjúkrahússins, sem við vonumst til
að geta klárað á árinu, eru fram-
kvæmdir við þriðja áfangann enn
ekki hafnar, en þar er gert ráð
fyrir rúmum fyrir 60 langlegu-
sjúklinga, auk ýmissa stoðdeilda,"
sagði Steinþór.
Steinþór sagði litla möguleika á
að fá bráðabirgðahúsnæði til að
leysa þennan vanda nema þá með
því að setja fé í hluti sem ekki
nýttust í framtíðinni. Framtíðar-
lausnin væri að koma þriðja áf-
anganum upp, og teldu bæjaryf-
irvöld viturlegast að flýta honum
með' því að útvega bráða-
birgðafjármagn.
„Við höfum ekkert komizt
áfram með þennan áfanga þar
sem fjárveitingar til heilbrigðis-
mála í landinu eru ekki í samræmi
við þarfirnar, sem fyrir hendi eru.
Við hyggjumst útvega bráða-
birgðafé til að gera áfangann
fokheldan og taka eina hæð í notk-
un strax undir legurúm. Hitt
myndum við byggja eftir því sem
fjárveitingar fengjust á fjárlög-
um,“ sagði Steinþór.
Steinþór sagði bæjaryfirvöld í
Keflavík telja sig búin að fá viður-
kenningu fyrir að mega fara þessa
leið þar sem fengist hefði fjárveit-
ing til hönnunar. „En þetta eru
viðkvæm mál, samanber deilu
Reykjavíkurborgar við ríkið um
endurgreiðslur á þeim peningum
sem borgin er búin að setja í spít-
alann. Við viljum tryggja okkur
þannig að öruggt verði að við
fáum 85% byggingarkostnaðar frá
ríkinu, eins og lög kveða á um, og
þá með fjármagnskostnaði. Ef far-
in verður sú leið sem við erum að
undirbúa er von til þess að hægt
verði að taka fyrsta hluta þriðja
áfangans í notkun síðast á árinu
1984,“ sagði Steinþór Júlíusson að
lokum.
Sólborg Guðbrands-
dóttir - Leiðrétting
FYRIRSöGN á minningargrein
um Sólborgu Guðbrandsdóttur, sem
birtist hér í blaðinu á laugardag-
inn, misritaðist, en þar stóð Guð-
mundsdóttir. Biður blaðið að-
standendur hennar og greinarhöf.
afsökunar um leið og það leiðréttir
þessi mistök.
Núeru
skíðaferðimar
til Austumlds
hafnar!
Uppselt 13. febrúar
örfá sæti laus 30. janúar,
27. febrúar og 13. mars:
Verð frá 10.625.00 krónum !*
Þátttakan í skíðaferðunum hefur sjaldan verið meiri en
nú, -aðeins fáein sæti laus í beina leigufluginu til
Innsbruck. Þess vegna bendum við sérstaklega á þann
möguleika að fljúga til Luxemborgar og aka þaðan
í bílaleigubíl til skíðastaðanna.
Austurrfska skíðaparadísin bfður þfn:
Kitzbúhel, Zillertal, Lech eða Badgastein.
Fyrsta flokks hótel, vinaleg „pensjónöt", litlir bjálka-
kofar, stór þakskegg, gluggahlerar, bitar í loftum,
vingjarnlegt fólk,
- hlýlegt andrúmsloft!
T-lyftur, stólalyftur, svifbrautir, skíðaskólar, kennarar í
rauðum úlpum, brautir merktar miðað við getu skíða-
mannsins, barnabrekkur, safarileiðir
- endalaus skfðasvæði!
Veitingahús í miðjum brekkum, pylsur, fjallabrauð,
heiður himinn, gúllassúpa, Jágertee, tært fjallaloft, öl,
sólstólar, Obstler, útsýni
— Gluhwein!
Gufuböð, sundlaugar, sleðaferðir, matsölustaðir, róman-
tískar gönguferðir, dans, kaffihús, söngur
- austurrísk stemning!
Skíðaferðirnar til Austurríkis eru draumaferðir fyrir alla.
öll aðstaða er frábær og hentar jafnt skussum sem
skíðameisturum
— skíðakunnáttan verður eiginlega
að aukaatriði!
‘Miðað er við gistingu í 2ja manna herbergi með morgunmat I 2 vikur.
Miðað er við gengi 14.1. 1983.
ÚTSÝN URVAL FLUGLEIDIR