Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 Ekifjörður: Sáu til sólar í fyrsta sinn á árinu Kskifjörður, 14. janúar. í I)AG sáum við á Kskifirði sólina í fyrsta skipti á árinu og það á réttum dcgi því að það er einmitt 14. janúar sem hún sést fyrst, er hún gægist upp fyrir Suðurfjöllin, sunnan við Keyðarfjörð, en þá hefur sólin ekki sést í rúman mánuð frá bænum. Það verða því víða pönnukökur á borðum í dag. Veður er gott, hægviðri og bjart og hiti um frostmark. Við höfum að mestu sloppið við óveður þau sem herjað hafa víða. Snjór er ekki mikill á jörðu. Til dæmis hefur skíðalyftan í Oddsskarði ekki verið opnuð enn vegna snjóleysis. Ævar Gaukur Jörunds- son settur hæsta- réttardómari PRÓFESSOR Gaukur Jörunds- son hefur verið settur hæsta- réttardómari til júníloka næst- komandi. Hann tekur við stöðu Guðmundar Jenssonar, sem var settur hæstaréttardómari, en skipaður 1. janúar síðastliðinn. Gaukur er 48 ára að aldri, út- skrifaðist frá Háskóla Islands 1959 og stundaði framhaldsnám í Noregi, Danmörku og Þýzka- landi. Gaukur Jörundsson Sigfús Schopka, fiskifræðingur: Búast má við svipaðri vertíð og á síðasta ári „AFLAMAGN á komandi vetrar- vertíð mun ráðast mikið af því hvernig þorskárgangurinn frá 1976 kemur inn á vertíðinni. Helmingur árgangsins verður kynþroska í ár svo hann ætti að ganga á vertíðina í nokkrum mæli. Verði svo má bú- ast við að veiðin á komandi vertíð verði nokkru meiri en á síðasta ári, en þá varð hún um 140.000 (170.000) lestir við Suðvesturland eða 215.000 (280.000) á landinu öllu á tímabilinu janúar til maí,“ sagði Sigfús Schopka, fiskifræð- ingur, meðal annars er Morgun- blaðið ræddi við hann um hugsan- legt aflamagn á komandi vetrar- vertíð. Bandalag jafnaðarmanna: Ríkisstjórninni ber að sitja áfram — þrátt fyrir getuleysi og mistök, segir ! stjórnmálaályktun í stjórnmálaályktun Bandalags jafnaðarmanna, sem stofnað var sl. laugardag, segir, að miðstjórn bandalagsins líti svo á, að það sé frumskylda Alþingis að kynna þjóð- inni drög að nýrri stjórnarskrá og kjördæmamál að undangenginni umræðu í þjóðfélaginu. Af þeim ástæðum beri ríkisstjórninni, „þrátt fyrir getuleysi og mistök" að sitja eitthvað áfram. Segi hún af sér engu að síður, beri Alþingi að setja á lagg- irnar minnihlutastjórn eða jafnvel utanþingsstjórn meðan fundin sé lausn á stjórnarskrár- og kjördæma- málum. Miðstjórn Bandalags jafnað- armanna skipa 34, formaður er Vilmundur Gylfason, ritarar Guð- mundur Einarsson og Kristín S. Kvaran, gjaldkerar Lára H. Einars- dóttir og Þórður H. Ólafsson. Þá egir í stjórnmálaályktuninni að úr því sem komið sé, skipti það engu höfuðmáli, hvort ríkisstjórn- in situr mánuðinum lengur eða skemur. Þá leggur miðstjórnin áherslu á, að ekki sé verjandi fyrir núverandi stjórnarandstöðu að bregða fæti fyrir fiskverðsákvörð- un, sem tekin hafi verið „þrátt fyrir hið úrelta verðlagskerfi sjáv- arútvegsins“. Miðstjórnin segir fiskverðsákvörðun eiga að vera samningsmál kaupenda og selj- enda, án afskipta ríkisvaldsins og segir fiskverðsákvörðunina um áramótin táknræna fyrir þær ógöngur sem núverandi fyrir- komulag leiði til. Þá segir, að enn dæmigerðari sé hótun sjávarút- vegsráðherra um að samþykki Al- þingi ekki hliðarráðstafanir og komi til stöðvunar og verkfalla, þá verði þjóðin að fara þegar í stað i kosningar í skugga verkfalla og jafnvel atvinnuleysis. „Þessar yf- irlýsingar undirstrika gjaldþrot og getuleysi, ekki aðeins núver- andi ríkisstjórnar, heldur þess stjórnmálakerfis sem hún byggir á,“ segir í stjórnmálaályktuninni. Eftirtaldir skipa miðstjórn Bandalags jafnaðarmanna: Agúst Guðjónsson matsveinn, Amalia Sverrisdóttir skrifstofumaður, Árni Sigurbjörnsson deildarstjóri, Ásdis Matthíasdóttir skrifstofu- maður, Bolli Þór Bollason hag- fræðingur, Eggert Þór Bern- harðsson nemi, Frosti Bergsson tæknifræðingur, Garðar Sverris- son nemi, Guðmundur Einarsson lektor, ritari, Guðmundur Páll Jónsson nemi, Guðni Baldursson viðskiptafræðingur, Guðrún Ragnarsdóttir þjóðfélagsfræðing- ur, Helga G. Guðmundsdóttir for- ritari, Hulda Lilliendal læknarit- ari, Ingi B. Jónasson bifvélavirki, Karítas Gunnarsdóttir nemi, Karl Th. Birgisson nemi, Kristín S. Kvaran fóstra, ritari, Lára H. Ein- arsdóttir skrifstofumaður, gjald- keri, Lilja Kristjánsdóttir versl- unarmaður, Loftur A1 Þorsteins- son verkfræðingur, Óðinn Jónsson nemi, Sigurjón Skæringsson bankamaður, Sonja Berg húsmóð- ir, Stefán Benediktsson arkitekt, Stefán Ólafsson lektor, Valdimar Unnar Valdimarsson sagnfræð- ingur, Vilborg Halldórsdóttir nemi, Vilmundur Gylfason alþing- ismaður, formaður, Þórður H. Ólafsson tæknifræðingur, gjald- keri, Þorsteinn Einarsson verk- fræðingur, Þorsteinn Valur Bald- vinsson verkamaður, Þröstur Guð- laugsson iðnnemi, Ögmundur Kristinsson prentari. „Það er nú svo, að ekki bólaði eins mikið á þessum árgangi á liðnu ári og við höfðum reiknað með. Hann var í veiðinni fyrri- hluta ársins, en kom minna fram í sumar og haust og töldum við því, að sá árgangur hefði getað verið ofmetinn hjá okkur. Einnig leidd- um við líkur að því, að skýringin gæti verið sú, að þar sem lítið var um æti á þessum slóðum, hefði hann ekki þéttst nægilega til að verða veiðanlegur. Ef við gerum ráð fyrir því, að hann sé ekki eins stór og upphaflega var ætlað, þá má reikna með, að vertíðin, sem fer í hönd, verði svipuð og vertíðin í fyrra, en ef hann skilar sér má búast við nokkru betri vertíð. Fremur ólíklegt að hún verði lak- ari. Þá má geta þess, að vertíðarnar 1980 og 1981 voru mjög góðar og þá fengum við viðbót í göngufiski frá Grænlandi og það hefur alltaf talsverð áhrif á gang vertíða hér, hvað þaðan kemur. Útlitið við Grænland er þannig nú, að einn stór árgangur er að verða kyn- þroska við Vestur-Græniand á þessari vertíð, 1977 árgangurinn, en það er mjög sjaldan að eitthvað af sex ára fiski komi hingað yfir, þannig að ekki er hægt að búast við viðbót þaðan nú. Ef eitthvað kæmi frá Grænlandi, þá yrði það frekar á vertíðinni 1984. Þá skiptir máli hve mikil loðnugengdin aust- ur með landinu verður nú því gera má ráð fyrir að þorskurinn þéttist i henni á leið sinni til hrygningar," sagði Sigfús. 4 Sendibilar / sérflokki 4 Sendibílarnir frá MITSUBISHI eru í algjörum sérflokki, hvaö viökemur verói, gæöum og útliti. Þú getur valió um þrjár mismunandi útfærslur. Komió, sjáið og sannfærist. Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.