Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
15
Samanburður á rekstri togara
BÚR og Útgerðarfélags Akureyringa:
Kostnaður togara BUR
fór 3% fram úr tekjum
- sami kostnaður ÚA 82% af tekjum togaranna
TEKJUR Útgerðarfélags Akureyringa voru rúmlega 3% hærri en tekjur Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur árið 1981, þrátt fyrir að BÚR hafi verið með einum togara
fleira hálft það ár, en þá var BÚR með 6 togara en ÚA með 5. Breytilegur
kostnaður togara BÚR fór 3% fram úr tekjum þeirra á árinu, en sami kostnaður
ÚA var aðeins 82% af tekjum. Á sama tímabili var löndunarkostnaður ÚA 45%
lægri en BÚR og viðhaldskostnaður 35,5% lægri hjá ÚA en BÚR.
Þetta kemur fram í skýrslu frá
Rekstrarstofunni, en hún bar sam-
an tekjur og breytilegan kostnað
hjá togurum þessara fyrirtækja
fyrir árið 1981.
í skýrslu Rekstrarstofunnar
kemur ennfremur fram að heildar-
afli BÚR sé nokkru meiri en ÚA, en
hins vegar hafi þar verið um verð-
minni fisk að ræða, vegna óhag-
stæðari aflasamsetningar. Togarar
BÚR öfluðu 26.579 tonna á árinu, en
togarar ÚA 24.947 tonna. Hins veg-
ar er afli hvern úthaldsdag ivið
meiri hjá ÚA, eða 17,93 tonn, en hjá
BÚR 17,13 tonn. Olíunotkun miðað
við hvern úthaldsdag er 13.428
krónur hjá BÚR en 13.946 krónur
hjá ÚA, en viðhaldskostnaður er
hins vegar 35,5% lægri hjá Útgerð-
arfélaginu, en togarar þess brenna
gasolíu en togarar BÚR svartolíu.
Þá má nefna að launagreiðslur eru
nokkuð sambærilegar hjá fyrirtæk-
inu, 33,3% af tekjum togara BÚR,
en 32,4% af tekjum togara ÚA.
Olíukostnaður er 25,5% af tekjum
BÚR, en 23,0% af tekjum ÚA. Hins
vegar er veiðarfærakostnaður mið-
að við hvern úthaldsdag 43,4%
lægri hjá ÚA en BÚR, en veiðarfæri
vega 8,4% af tekjum togara BÚR,
en 4,1% hjá ÚA. Þá er fæðiskostn-
aður hærri hjá BÚR en ÚA, 75,05
kr. á úthaldsdag á móti 66,81 kr.
Þá sýnir samanburðurinn að
breytilegur kostnaður togara BÚR
er 103% af tekjum þeirra, þ.e.
kostnaður fer 3% fram úr tekjum,
en sami kostnaður Útgerðarfélags-
ins er 82,0% af tekjum togaranna.
Breytilegur kostnaður BÚR var á
þessu ári, 1981, 84.463 milljónir, en
hjá ÚA var hann 69.076 milljónir.
„Á þessum samanburði sést að
það er nauðsynlegt að gera þegar í
stað verulegar skipulagsbreytingar
á rekstri fyrirtækisins í heild,"
sagði Ragnar Júlíusson formaður
útgerðarráðs BÚR í samtali við
Mbl. „Ég tel að allir sem að fyrir-
tækinu starfa, á einn eða annan
hátt, verði að taka höndum saman
um að snúa þessari óheillaþróun við
og gera BÚR að sjálfstæðu fyrir-
tæki,“ sagði Ragnar Júlíusson.
Samanburóur á tekjum og breytilegum kostnaói togara I 3.Ö.R. 22
O.A. fyrir 1981.
Tekjur BÖR þús.kr. ÖA þús.kr.
Seldur afli hérlendis 75 723 81 332
Seldur afli erlendis 2 849 1 020
Aórar tekjur 3 059 1 864
Samtals 81 .631 100% 84 216 100%
Laun 27 205 33,3% 27 251 32,4%
Launatengd gjöld 4 131 5,1% 2 702 3,2%
Oliur 20 841 25,5% 19 399 23,0%
Veiöarfæri 6 867 8,4% 3 482 4,1%
Löndunarkostnaður 5 525 6,8% 3 129 3,7%
Tryggingar 3 411 4,2% 1 628 1,9%
K*óiskostnaður 2 348 2,9% 1 980 2,4%
Annar breytil. kostnaður 2 127 2,6% 2 561 3,0%
Viðhald 12 008 14,7% 6 944 8,2%
Breytilegur kostnaður samt. 84 463 103% 69 076 82,0%
Fjöldi úthaldsdaga 1 552 1 391
Afli tonn 26 597 24 947
Afli pr. úthaldsdag tonn 17,13 17,93
sem % 100 104,7
Olia pr. úthaldsd. kr/dag 13 428 13 946
Veiðarf. pr. úth.d. kr/dag 4 425 2 503
Viðhald pr. útli.d. kr/dag 7 737 4 992
Olia 1. pr. úthaldsdag 6 619 5 402
Kostnaöur á fæöisdag 75,05 66,81
KLÚBBAR FÉLAGAS AMT ÖK FYRIRTÆKI
Amarhóll býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem
einstakra og einnig einkasamkvæma.
ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR:
Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla virka daga(í koníakssal).
____EINKASAMKVÆMI
Stórar veislur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefnið er, brúðkaup, afmæli,
fermingar, próflok, Amarhóll annar öllu.
ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR:
Stærri samkvæmi (allt að 100 manna matarveislur og 200 manna hanastél
til kl. 18.00) hádegi laugardaga og sunnudaga.
Gestir utan af landi - Ópera - Leikhús ______________________
AmarhóII tekur á móti hóppöntunum óperu- og leikhúsgesta utan af landi.
Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og
fjölbreyttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur
AmarhóII enn við umsvif sín. Við hinn almenna veitingarekstur hefur
berlega komið í Ijós að margir afviðskíptavinum Amarhóls hafa brýna þörf
fyrir aðstöðu til Iokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts
við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita
þessa þjónustu og eins og alltaf þegar AmarhóII er annars vegar situr
fjölbreytnin í fyrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum
veitingastaðarins getur Amarhóll nú boðið fjölbreyttum hópí viðskiptavina
sinna margvíslega þjónustu.
Aukín
KENWOOD
/ eldhúsið B
Eigum fyrirliggjandi:
Kæliskápa, frystiskápa
og eldhúsviftur
Á GAMLA VERÐIIMU
RAFTÆKJADEILD
LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 11687 • 21240
PRISMA
1