Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
Upp með lýðræðið
Nýlega tóku hundruö Korsíkubúa þátt í friðsamlegum mótmælaaðgerðum
sem haldnar voru til að knýja á um frið á eyjunni, en róstusamt hefur verið
þar að undanfómu, sprengjutilræði og skotbardagar stríðandi afla, sem
annars vegar vilja slit á tengslum við Frakkland og hins vegar vilja halda
þeim böndum. A boröanum stendur eitthvað á þessa leið: Stöðvið ofbeldið,
upp með lýðræði og efnahags- og menningarlegar framfarir. símamynd ap.
Kaþólskur dómari
myrtur á götu úti
Itelfast, 17. janúar. AP.
KUNNUR norður-írskur dómari var veginn á götu í Belfast á
sunnudaginn. Hann hét William Doyle og var hann skotinn er hann
hugðist setjast upp í bifreið sína eftir að hafa hlýtt á messu í
rómversk-kaþólskri kirkju. Fjöldi manns varð vitni að ódæðinu, en
banamenn Doyles, sem voru tveir, hurfu inn í mannþröngina og
komust undan.
Vitni sögðu að byssumennirnir hefðu gengið í hægðum sínum fast
að Doyle er hann nálgaðist bifreið sína og hleypt af fimm skotum af
stuttu færi. Var hann látinn er í sjúkrahús kom. Oidruð kona varð
einnig fyrir skoti, en hún særðist ekki lífshættulega.
írski lýðveldisherinn lýsti sagði m.a. í yfirlýsingu, að Doyle
ábyrgðinni á hendur sér í gær og
Jarðskjálftar
í Grikklandi
Aþenu, 17. janúar. Al*.
JARÐSKJÁLFTI sem mældist 6,5
stig á Richters-kvarða varð í Suð-
vestur-Grikklandi á hádegi í dag og
olli miklu öngþveiti og hræöslu á
götum úti.
Ekki er vitað til þess að slys
hafi orðið á mönnum, en nokkrar
skemmdir munu hafa orðið á hús-
um.
Talsmaður jarðskjálftastofnun-
arinnar í Aþenu sagði að jarð-
skjálftinn hafi orðið um klukkan
12.45 og hafi hann átt upptök sín á
hafsbotni, um 300 kílómetra suð-
austur af Aþenu.
Jarðskjálftans varð einnig vart
á Suður-Ítalíu, en ekki var kunn-
ugt um slys á mönnum eða
skemmdir á mannvirkjum þar.
hefði verið „líflátinn vegna þess að
hann væri einn hlekkur í breskum
yfirráðum á Norður-írlandi og
þau yfirráð hefðu á sér heims-
valdasinnaðan blæ“. Doyle var
kaþólskur, eins og flestir félagar
IRA, en í yfirlýsingu lýðveldis-
hersins var þess getið að trú Doyl-
es hefði verið aukaatriði. Hann
hefur tekið fyrir mál öfgamanna
úr báðum trúarhópunum og sitja
margir inni fyrir hans tilstilli. í
tilkynningu IRA var þess einnig
getið að þrátt fyrir að Doyle hafi
verið kaþólskur hafi hann verið
stuðningsmaður mótmælenda-
valdsins á Norður-írlandi og allir
slíkir séu nánast réttdræpir að
þeirra áliti.
Þrátt fyrir að tveir aðrir dómar-
ar hafi verið felldir á Norður-
írlandi síðustu tvö árin og setið
hafi verið um aðra, vildi Doyle
aldrei hafa um sig sveit lífvarða
eins og margir af kollegum hans
gera. Hann taldi sér óhætt.
Aður óþekktar Chaplin-
myndir fundust í Sviss
Lundúnum, 17. janúar. AP.
í BRESKA sjónvarpinu er ver-
ið að sýna þessa dagana þrjá
klukkustundarlanga þætti með
grínmyndakóngnum Charlie
Chaplin; kvikmyndaspólur sem
aldrei hafa komið fyrir manna
sjónir fyrr, enda eyðilagði
Chaplin nær undantekninga-
laust allar þær spólur sem
hann notaði ekki.
Það voru bresku kvikmynda-
áhugamennirnir Kevin Brown-
low og David Gill, sem fundu
myndirnar í læstum peninga-
skáp á heimili Chaplins heitins i
Sviss. Fundurinn kom mjög á
óvart, einnig ásigkomulag
þeirra, en þær voru í mjög góðu
ástandi. Ekkja Chaplins, Oona,
gaf þeim Brownlow og Gill leyfi
til þess að gera úr spólunni þrjá
klukkustundarlanga þætti og
það er Thames-sjónvarpsstöðin
sem hefur þættina til sýningar.
„Þetta var sambærilegur fundur
og ef við hefðum fundið upp-
kastsmyndir Rembrandts," sagði
Gill upphafinn.
Vinsældir Chaplins hafa dvín-
Charlie Chaplin
að mikið síðan að andlát hans
bar að á jóladag 1977, þá 88 ára
gamall, en margir telja að þess-
ar nýju myndir muni blása lífi í
vinsældaglæðurnar. Hann hafði
aldrei handrit í höndunum til að
vinna eftir og vildi aldrei að
starfshættir sínir yrðu gerðir
opinberir, taldi það myndi svipta
Hómanum af grínmyndum hans.
I umræddum, áður óþekktum
myndum má m.a. sjá Chaplin að
störfum, æfandi skopleg atvik og
endurtaka þau hvað eftir annað
til að fullkomna þau. Hann
endurtekur sama atvikið allt upp
í 300 sinnum.
Sem dæmi um þetta má nefna
er hann vann að gerð myndar-
innar „Klondike". Hann fór þá
með allt kvikmyndalið sitt norð-
ur til Alaska, til Klondike, og
dögum saman sat flokkurinn að-
gerðarlaus og skalf í kuldanum
meðan Chaplin velti fyrir sér
hvernig best væri að fram-
kvæma hlutina. Hann notaði
fleiri þúsund metra af filmu, en
henti síðan megninu og tók allt
upp á nýtt í kvikmyndaveri sínu.
Blaðamenn breska blaðsins The Sun:
„Framkoma Díönu jaðr-
ar vid ofsóknarbriálæði"
liondon. 17. ianúar. AP.
l>ondon, 17. janúar. AP.
ENN HEFUR kuldinn milli breskra
blaðamanna og krúnuarfshjónanna
bresku aukist og bresk blöð hafa sak-
að Díönu um að hafa neitað að af-
henda verðlaun veitt af breskum
blöðum, en segja hana áður hafa gef-
ið vilyrði fyrir því. Talsmenn krún-
unnar hafa neitað því að Díana hafi
svikið blaðaheiminn með þessum
hætti, segja hana aldrei hafa skuld-
bundið sig til að veita umrædd verð-
laun. „Prinsessan einbeitir sér að
þeim mannamótum sem hún hefur
fyrir löngu ákveðið að koma fram á,
hún hefur aldrei þegið aö veita blaða-
verðlaunin og því ekki um það að
ræða að hún hafi hætt við eitt eða
neitt slíkt,“ sagði í tilkynningu frá
Buckinghamhöll.
Þessar skærur koma í kjölfarið á
reiði kóngafólksins í garð frétta-
manna, sem eltu Díönu og Karl á
röndum í skíðaferðalagi hjónanna í
Austurríki. Fór það svo í taugarnar
á Díönu að hún neitaði að sitja
fyrir á fréttamyndum og neitaði
einnig að ræða við blaðamenn, sem
hreinlega renndu sér á skíðum við
hlið hennar niður brekkurnar.
Voru blaðamennirnir sakaðir um
að eyðileggja frí þeirra hjóna, sem
er hið fyrsta síðan að þau eignuð-
ust ríkisarfa. Eftir ákúrur frá
Buckingham-höll drógu blaða-
mennirnir sig mjög í hlé, 40 þeirra
fluttu burt af hóteli því sem ríkis-
arfarnir bjuggu á og ekkert blað
ritaði lengri frétt um skíða-
mennsku þeirra en upp á 20 línur.
Aðeins blaðamenn „The Sun“ halda
eftirförinni áfram, og þeir hafa
sakað Díönu um að þjást af
ofsóknarbrjálæði. Fríi hjónakorn-
anna lauk í gær, en síðustu dagana
bjuggu þau í Vaduz, hjá Franz Jos-
ef II. þjóðhöfðingja Lichtenstein.
45 manns fórust í
flugslysi í Ankara
Ankara, Tyrklandi, 17. janúar. AP.
TYRKNESK þota af gerðinni Boeing
727, á leið frá Istanbul til Ankara,
fórst í snjóstormi í gær í lendingu á
flugvellinum í Ankara og létu 45
manns lífið, aö því er segir í opinber-
um heimildum í dag.
Margaret Thatcher:
„Vesturlönd mega ekki minnka
kjarnorkuvopnabirgðir sínar“
Lundúnum, 17. janúar. AP.
„SOVÉTMENN eru klókir og harðir í horn að taka,“ sagði
Margaret Thatcber forsætisráðherra Breta m.a. í klukkustundar
löngu viðtali sem við hana var tekið í breska sjónvarpinu í gær
þar sem hún hvatti Vesturlönd til að treysta varnir sínar gegn
hugsanlegum árásum Sovétríkjanna. Hún sagði einnig, að þrátt
'fyrir andstöðu fjölmargra og mótmælaaðgerðir, myndu Bretar
koma fyrir stýriflaugum í Bretlandi. „Að annar aðilinn sé veikur
fyrir eykur hættuna á því að hinn sterkari láti til skarar skríða
og því eiga Vesturlönd ekki að gefa eftir,“ sagði frú Thatcher
enn fremur.
Thatcher sagði einnig: „Ég skil
ekki þá sem heimta skilyrðis-
lausa afvopnun Vestur-Evrópu.
Ég get með góðri samvisku sagt
að ég sé afvopnunarsinni og ég
held frið, frjálsræði og réttlæti.
Ef Sovétmenn hafa áhuga á því
að hefja afvopnun, verða þeir að
sanna það fyrir okkur á áþreif-
anlegan hátt, þeir verða að sýna
vilja sinn í verki. Þeir vilja að
Vesturlönd séu veik fyrir svo
þeir virki ógnvekjandi. Þeir hafa
viljandi til þessa tafið afvopnun-
arviðræður með því að krefjast
þess af okkur að við endurnýjum
ekki okkar kjarnorkuvopn. Þeir
hafa sagt okkur að þeir vilji ekki
ræða afvopnun nema við göng-
um að þessu, en á sama tíma
Margaret Thatcher.
auka þeir hernaðarmátt sinn
eins og þeim sýnist. Þetta er
dæmigert fyrir Rússana og það
var ekki fyrr en við höfðum gert
þeim fyllilega skiljanlegt að við
myndum aldrei fallast á slíka
kosti, að þeir drógu í land og
virðast nú tilbúnir til viðræðna."
Thatcher var einnig spurð að
því hvers vegna hún kysi að
Bretar bættu hinum umdeildu
stýriflaugum við safn sitt þar
sem andstaðan væri jafn mikil
og raun er. Hún svaraði því til að
hér væri alls ekki um eldflauga-
fjölgun að ræða. „Fyrir hverri
stýriflaug, sem við komum fyrir,
víkur önnur eldri. Við erum ein-
ungis að endurnýja vopnabúrið,
ekki að stækka það,“ svaraði
Thatcher.
Sextíu farþegar voru um borð í
þotunni og sjö manna áhöfn og lifðu
fimmtán farþegar slysið af ásamt
allri áhöfninni.
Forsætisráðherra Tyrklands, Bul-
end UIusu, sem aðstoðaði við stjórn-
un björgunaraðgerða, sagði frétta-
mönnum að orsök slyssins væri
ókunn og væri þegar hafin opinber
rannsókn á aðstæðum og öllu sem
að málinu sneri.
Vélin mun hafa hrapað í lendingu
og brotnað í tvennt eftir að stélið
snerti flugbrautina, en hinn svokall-
aði „svarti kassi" sem geymir sam-
töl áhafnar og flugturns, sem og
upplýsingar um tæknileg atriði,
fannst í kvöld og er þess vænst að
það flýti fyrir rannsókn slyssins.
Kreppu-
lok 1984?
Kuwait, 17. janúar. AP.
FRÉTTASTOFA í Kuwait, hefur það
eftir A.W. ('lausen, bankastjóra Al-
þjóðahankans, að árið 1984 gæti vel
farið svo að Evrópa rísi upp úr kreppu
þeirri sem steöjar að um þessar
mundir.
„Þróunarlöndin gætu þó sett
strik í reikninginn, það verður mun
erfiðara fyrir þau að rífa sig upp úr
kreppunni," segir Clausen í um-
ræddu viðtali.
Clausen ræddi fyrir skömmu við
Jabbar A1 Sabha, þjóðhöfðingja
Kuwait. Eftir þann fund tjáði hann
fréttamönnum að Alþjóðabankinn
myndi fara fram á vaxandi sam-
skipti bankans og OPEC-landanna
á næstu misserum.