Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 19
1
I
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
19
Mynd þessi sýnir Frank Bough, sem er kynnir í hinni nýju morgunverðardagskrá BBC, skenkja samstarfs-
mönnum sínum í þættinum kampavín eftir aö velheppnaðri útsendingu lauk í morgun.
Bretland:
Fjölbreytni í morgun-
útsendingum sjónvarps
Lundúnum, 17. janúar. AP.
BRETUM var boðið upp á ör-
lítinn skammt af sjónvarps-
efni, sem gjarnan hefur verið
kennt við Bandaríkin á und-
anförnum árum, með ristaða
brauðinu og sultunni í morg-
un.
Hingað til hafa sjónvarpsút-
sendingar í Bretlandi að morgni
ekki vakið mikla athygli og það
er þess vegna sem margir telja
dagskrá þá sem hófst í morgun
— og er keimlík því sem Banda-
ríkjamenn hafa haft fyrir aug-
unum í þrjá áratugi — vera bylt-
ingu á sviði fjölmiðlunar þar í
landi. Aðstandendur sjón-
varpsstöðvanna, sem hafa slíka
„morgunverðardagskrá" í huga,
vonast til að geta lokkað sem
flesta frá útvarpstækjunum að
skjánum ef vel tekst til með efn-
isval.
BBC-sjónvarpsstöðin reið á
vaðið í morgun með „morgun-
verðarþætti" sínum sem stóð frá
6.30 til 9. Þar var boðið upp á alls
kyns efni af léttara taginu, en
skeytt var inn í fregnum hvað-
anæva ásamt fréttum af veðri og
færð.
Aðrar sjónvarpsstöðvar, aug-
lýsingastöðvarnar, hefja útsend-
ingar á þessum sama tíma þann
1. febrúar næstkomandi.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Beirut
Berlín
Brussel
Buenos Aires
Chicago
Dublin
Feneyjar
Frankfurt
Genf
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Madrid
Malaga
Mallorca
Mexico City
Miami
Moskva
New York
Nýja Delhf
Ósló
París
Peking
Reykjavík
Róm
San Francisco
Stokkhólmur
Tókýó
Toronto
Vancouver
Vfn
Þórshöfn
-13 hálfskýjaö
6 skýjað
11 heiöskírt
14 heiöríkt
13 rigning
8 rigníng
11 skýjaö
24 rigning
-4 skýjaö
10 heiðskýrt
2 þoka
7 rigning
8 skýjaö
1 skýjað
20 skýjaö
9 rigning
4 rigning
19 skýjaö
11 skýjaö
15 heiöskfrt
16 heiöskírt
15 lótt
15 heióskfrt
20 skýjaö
1 skýjaó
1 snjókoma
19 skýjaó
-5 skýjaó
11 skýjað
3 heíðskírt
-7 skýjaö
13 heiðskírt
14 skýjaö
-2 snjókoma
12 heiöskfrt
-6 skýjaö
8 skýjaö
7 skýjaó
0 snjókoma
Kjarnaofninn stefn-
ir inn í gufuhvolfið
um miðjan febrúar
Moskvu, 17. janúar. AP.
SOVÉSK yfirvöld tilkynntu á
laugardag að kjarnaofn hins
kjarnorkuknúna gervitungls, sem
stefnir nú stjórnlaust til jarðar,
komi inn í gufuhvolf jarðarinnar
um miðjan febrúar.
Sovéskur yfirmaður tilkynnti
að geislavirkir hlutar verði að
mestu brunnir upp í efri lögum
gufuhvolfsins og ekki sé um
neina hættu að ræða frá öðrum
hlutum sem hugsanlega falli til
ERLENT
jarðar. Geislavirkni þeirra
myndi ekki fara yfir alþjóðleg
hættumörk.
Tilkynning þessi var lesin í
aðalfréttatíma sovéska. sjón-
varpsins á laugardagskvöld og
var einnig dreift af sovésku
fréttastofunni TASS. Einnig
kemur fram að „aðalhluti"
gervitunglsins Cosmos komi
inn í gufuhvolfið síðla í janúar
og annar hluti þess hafi brunn-
ið upp í gufuhvolfinu 30. desem-
ber síðastliðinn.
Tilkynningin á laugardag var
önnur tilkynning Sovétmanna
um erfiðleika gervitunglsins
síðan bandaríska varnarmála-
ráðuneytið tilkynnti um gervi-
tunglið, sem stefnir nú stjórn-
laust til jarðar.
Liðsandi lélegur
meðal sovéskra?
Moskva, 17. janúar. AP.
HART er lagt að óbreyttum afgönsk-
um verkamönnum þessa dagana að
þeir stofni varðliðasveitir til varnar
verksmiðjum og bóndabýlum, eftir
því sem sovéska fréttastofan Tass
segir. Varðliðasveitir þessar eiga að
sporna við árásum og áreitni „skæru-
Kirsten Thorup fær
„dönsku gullberin“
DANSKA skáldkonan Kirsten Thorup
fékk verðlaun samtaka danskra gagn-
rýnenda og bóksala, „Gyldne laur-
bær“, nú fyrir helgina. Verðlaunin
hlýtur hún fyrir tveggja binda skáld-
verk sitt „Himmel og helvede" sem
sagt var frá í þættinum Erlendar bæk-
ur í Mbl. í sl. viku. Þetta var í 34.
skipti sem laurberjunum er úthlutað.
Meðal höfunda sem hafa hlotið þau
eru flestir þekktustu höfundar I)an-
merkur.
Fram að þessu hefur verkið verið
gefið út í fimmtán þúsund eintök-
um og væntanlega mun nú koma
hressilegur kippur í söluna að sögn
blaða. Suzanne Brögger fékk verð-
laun þessi í fyrra fyrir „Tone“, þar rp,
áður Tage Schou Hansen og 1980 Klrslen Thorup
fékk Johannes Möllehave þau.
Kirsten Thorup hefur áður sgnt leikritagerð. Hún vakti fyrst veru-
frá sér nokkrar ljóðabækur og lega athygli með skáldsögunni Baby
skáldsögur og hún hefur fengizt við sem kom út 1973.
Langlífir tvíburar
ÞEIM ER ekki físjað saman þessum gömlu á meðfylgjandi mynd. Ef einhver
væri spurður um líkurnar á því að tviburar myndu báðir lifa til 100 ára
aldurs, yrði honum sennilega svarafátt. En að þeir yrðu báðir 101 árs? Það er
raunin með þessar systur, tvíburana Lucy Brown Coleman og Lizzy Brown
English, en 13. janúar síðastliðinn héldu þær upp á 101 árs afmæli sín í
McRae í Kaliforníu.
Nakasone væntanleg-
ur til Bandarlkjanna
liða“, eins og Tass orðar það.
Þessar þreifingar þykja benda til
þess að vaxandi óánægja sé í röðum
hinna áætluðu 100.000 sovésku her-
manna sem þátt taka í stríðinu,
liðsandinn sé ekki upp á það besta.
Tass gat þess ekki hversu marg-
ar varðliðasveitir af þessu tagi
hefðu sprottið upp, né heldur
hversu öflugar þær væru. Eitt
dæmi var þó tiltekið, í tengslum við
Textil-fyrirtæki í Begrami. Þar
skipa varðliðasveitina 360 starfs-
menn fyrirtækisins og vinna þeir á
vöktum eftir að vinnu lýkur á
kvöldin. „Sveitunum hefur verið
séð fyrir vopnum svo þær geti stað-
ist heimsvaldasinnana og uppþots-
mennina, svo ekki sé minnst á
málaliða þeirra í andbyltingar-
flokkunum," segir Tass.
Washington, 17. janúar. AP.
JAPANSKI forsætisráðherrann,
Yasuhiro Nakasaone, er væntanlegur
í opinhera heimsókn til Bandaríkj-
anna i kvöld þar sem George P.
Schultz mun taka á móti honum.
Hann mun síðan ræða við Ron-
ald Reagan Bandaríkaforseta á
morgun og er þess vænst að hann
reyni að fá bandarísk stjórnvöld
ofan af þeirri áætlun sinni, að
koma í veg fyrir atvinnuleysi í
Bandaríkjúnum með því að setja
hömlur á innflutning frá Japan.
Bandaríkjaforseti mun hins veg-
ar leggja áherslu á að fá fram til-
slakanir varðandi viðskipta- og
varnarmál, en bandarískir yfir-
menn hafa látið í ljós þá skoðun að
heimsókn Nakasaone nú muni ekki
koma til með að leysa deilumál
þjóðanna tveggja, til þess þurfi
frekari umræður.
Mikil reiði hefur ríkt í Banda-
ríkjunum að undanförnu vegna
„innrásar" japanskra vörutegunda
á bandarískan markað, sem taki
atvinnuna frá fjölda Bandaríkja-
manna og valdi tekjuhalla sem
nemur allt að 20 milljörðum doll-
ara á ári.
Bretar sáttir við Koo?
Lundúnum, 17. janúar. AP.
BRETAR hafa gefíð grænt ljós á
ástarsamband Andrews prins og
Koo Stark ef marka má niðurstöður
skoðanakannanar sem birt var þar í
landi í dag.
Sjö af hverjum tíu karl-
mönnum og sex af hverjum tíu
konum sögðu það ágætt ef Andr-
ew, sém er 22ja ára gamall, tæki
sig til og bæði Koo Stark, sem er
26 ára gömul bandarísk leikkona
og lék á sínum yngri árum í
nokkrum klámmyndum.
Skoðanakönnun þessi, sem náði
til 525 manns, var gerð fyrir blað-
ið Sun.
Norðaustur-Bandaríkin:
Ofsaveður yfir helgina
New Vork. 17. janúar. AP.
NOKKRAR borgir í Norðaustur-
Bandaríkjunum urðu illa úti í stór-
hrið um helgina og var sums staðar
allt að sextíu sentimetra jafnfallinn
snjór yfír öllu. Hann skóf síðan í
skafla og truflanir urðu jafnt á um-
ferð og rafmagni.
Margir íbúar Nýja Englands,
sem minntust blindbyls frá árinu
1978, voru viðbúnir hinu versta og
héldu sig heima, en þrátt fyrir það
urðu mörg slys á mönnum sökum
veðurs.
Maður frá Massachusetts
drukknaði snemma á sunnu-
dagsmorgun í nánd við Boston, en
hann var þar ásamt félögum sín-
um á strönd, sem ber nafnið Nan-
tasket. Sviptist hann var svipt
með vindhviðu á haf út.
I Albany var 56 sentimetra
jafnfallinn sjór yfir öllu og er það
mesti snjór sem þar hefur mælst
frá upphafi mælinga þar, fyrir
einni öld.
i
i
i
i
i
(
I
<
<
<
<
i
i
\
i
i
\
i
I
1
I
i
\
i
\