Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 Útgefandi nlilnb ií» hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. : | Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, . i Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. i Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. „Máttarspýtur falla frá“ Nýr stjórnmála- flokkur Hinn nýi flokkur Vilmund- ar Gylfasonar, Bandalag jafnaðarmanna, var stofnaður laugardaginn 15. janúar með því að kynnt var um 30 manna sjálfskipuð miðstjórn flokks- ins og lögð fram drög að mál- efnagrundvelli. Vilmundur hefur setið á þingi fyrir Al- þýðuflokkinn en sagði skilið við hann með bréfi dagsettu 18. nóvember 1982 og sama dag lýsti hann því yfir á al- þingi, að í undirbúningi væru ný samtök, Bandalag jafnað- armanna. Þá lagði hann fram þingsályktunartillögu um að- skilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds og beina kosn- ingu forsætisráðherra. Annað málið sem Bandalag jafnað- armanna lagði fram á þingi er um það, að fiskverð skuli gefið frjálst: „Burt með oddamann- inn, burt með ríkisvaldið," sagði Vilmundur í þingræðu 23. nóvember, þegar hann kynnti stefnu flokks síns og viðhorf. Og hann komst einnig svo að orði: „Alþingi er skylt að gera tvennt áður en næstu alþingiskosningar fara fram. Koma því skikki á efnahags- mál sem hægt er, þó það sé auðvitað þolinmæðisverk sem tekur tíma, og ganga frá frum- varpi til nýrrar stjórnarskrár. Það væri pólitískt óhæfuverk að efna til kosninga í skynd- ingu áður en slíku verki er lok- ið. Þess vegna á að kjósa í vor, þó svo að hið þrönga valda- kerfi sé nú ótt og uppvægt að efna í skyndingu til kosninga þegar það finnur hina þungu undirstrauma samfélagsins, hina hljóðlátu og ábyrgu upp- reisn gegn því sjálfu." í hinum tilvitnuðu orðum lýsir formaður Bandalags jafnaðarmanna þeirri stefnu sem hann ætlar að fylgja í bráð á alþingi og lengd gagn- vart kjósendum. Vilmundur Gylfason vill ekki að kosið verði til alþingis strax, af þeim sökum ætlar hann til dæmis að styðja framgang frumvarps Steingríms Her- mannssonar sem hann flytur vegna ákvörðunar um fiskverð nú um áramótin. Vilmundur veit, að það flýtir fyrir kosn- ingum að fella frumvarpið. Svo virðist sem aðeins tveir menn á alþingi, Gunnar Thoroddsen, formaður stjórn- arskrárnefndar, og Vilmundur Gylfason, geri sér enn vonir um það, að hugmyndir um nýja stjórnarskrá verði höfuð- mál þingsins næstu vikur og mánuði og vegna þess dragist á langinn að efna til kosninga. Fyrir Gunnari vakir að sitja sem lengst á stóli forsætis- ráðherra en Vilmundi að vinna tíma til að geta boðið fram í öllum kjördæmum eins og hann hefur lofað. Vilmund- ur situr einmitt í neðri deild þar sem ríkisstjórnina vantar eitt atkvæði og nægir að hann sitji hjá til að mál stjórnar- innar nái þar fram og hún geti í krafti þess setið til næsta hausts eins og forsætisráð- herra hefur lofað. Á síðari árum hefur enginn verið jafn sannfærður tals- maður þess að prófkjör ættu að ráða vali manna á fram- boðslista og Vilmundur Gylfa- son. Hann taldi til dæmis mega rekja góðan sigur Al- þýðuflokksins í alþingiskosn- ingunum 1978 til prófkjörs flokksins þá. Bandalag jafnað- armanna sýnist hins vegar ekki ætla að efna til prófkjörs, en nú er þess beðið hvaða frambjóðendur hin sjálfskip- aða miðstjórn velur. Frumlegt ábyrgöarleysi Nýjasta efnahagsúrræði Steingríms Hermanns- sonar og ríkisstjórnarinnar er að nota eigi gengishagnað af óseldri skreið til að halda úti skipum þeirra útgerðarfyrir- tækja sem rekin eru með botn- lausu tapi. Þetta er svo sann- arlega frumlegt ábyrgðarleysi. í því felst einnig að tekið er fé frá þeim útgerðarfyrirtækjum sem enn lafa fyrir ofan núllið og veitt til hinna sem eru und- ir núllinu. Þetta er ekki ábyrgðarleysi heldur aðför að eignarréttinum. En sjávarút- vegsráðherrann, formaður Framsóknarflokksins, ypptir bara öxlum þegar hann talar um ráðstöfun á pappírshagn- aðinum af óseldu skreiðinni og glottir við tönn þegar eignar- réttinn ber á góma. Meðal þeirra fyrirtækja sem njóta eiga góðs af þessum ráðstöfun- um er Búlandstindur á Djúpa- vogi. Til þess fyrirtækis hefur ómældum fjármunum verið veitt undanfarið í því skyni að íbúarnir hefðu nóg fyrir stafni — en nú er Búlandstindur í fréttum vegna deilna út af að- búnaði kanadískra verka- kvenna hjá fyrirtækinu. — eftir Kára Jónsson, Sauðárkróki Á gamlársdag birtist að venju í Morgunblaðinu grein eftir for- mann Sjálfstæðisflokksins er hann nefnir „Áramót“. Þar er fjallað um málefni lands og þjóð- ar, helstu atburði liðins árs á sviði stjórnmála, og dregnar ályktanir af þeim. Geir Hallgrímsson skrif- ar um þessi mál af raunsæi og gjörhygli, sem hann er þekktur fyrir. Að sönnu kemur þar fátt á óvart, myndin sem hann dregur upp af ástandi þjóðmála er öllum mæta vel kunn. Eftir þriggja ára „stjórn" Gunn- ars Thoroddsen og meðreiðar- manna hans er svo komið, að at- vinnuvegir landsmanna eru að stöðvast, stórfellt atvinnuleysi vofir yfir, verðbólga er meiri en áður hefur þekkst, virðing Alþing- is sjaldan verið minni — þjóðfé- lagið í uppiausn. Þannig er um- horfs þegar komið er að skulda- dögum Gunnars, Pálma og Frið- jóns. Vinur þeirra og samstarfs- maður, Svavar Gestsson, boðar neyðaráætlun til að „bjarga" þjóð- inni eftir snilldartök þeirra kump- ána á vandamálum íslensku þjóð- arinnar. En forsætisráðherrann klórar í bakkann. í áramótaávarpi á gaml- árskvöld (sem reyndar var lítið annað en falleg orð, raðað saman af smekkvísi) sagði hann í lokin: .Landinn hefur um aldir þraukað, lifað og sigrað. Á hinum dimm- ustu dögum hefur hann alltaf eygt einhverja von. í sínu mikla and- streymi og þrengingum orti snill- ingurinn Bólu-Hjálmar: „Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgaröldum af upp renna vonardagur." Já, vel er ort, rétt er það. En ég held að önnur vísa Hjálmars gamla hefði átt betur við á þessari stundu þegar hinn rómaði „snill- ingur“ íslenskra stjórnmála skilar af sér. Hún er svona: Máttarspýtur falla frá, fárra nýtur gæða, hvar sem lítur augað á yfir flýtur mæða. Þess er ekki að vænta, að „fagur vonardagur" renni upp í þjóðlífi íslendinga fyrr en dáðlaus ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen hefur hrökklast frá völdum. Sem betur fer er sá dagur ekki „fyrir handan haf“, enda málum svo komið að nú duga ekki lengur áferðarfallegar ræður um allt og ekki neitt, ekki heldur óstöðvandi vaðall Svavars Gestssonar eða marklausar yfir- lýsingar Steingríms Hermanns- sonar. Þaðan af síður erum við í þörf fyrir menn, sem hugsa aðeins um eigin frama, láta sér í léttu rúmi liggja málefni og hugsjónir, sem þeim var trúað til að fylgja fram en glepjast af stundar upp- hefð. Ef til vill eru þeir síðasttöldu lakastir. Við núverandi aðstæður er freistandi að bera saman tvo stjórnmálamenn, annars vegar Gunnar Thoroddsen, þreyttan og ráðþrota, og hins vegar Davíð Oddsson, borgarstjóra, ungan og heiðarlegan stjórnmálamann, sem tekur á vandamálum líðandi stundar af festu og raunsæi og leggur sig fram við að leysa þau í stað þess að sópa þeim undir gólf- teppið. í öllu gerningaveðrinu, sem yfir gengur gefa menn, á borð við hinn unga borgarstjóra, fylgis- mönnum Sjálfstæðisflokksins vonir um betri tíð — ósvikna von- ardaga. Um áramót eru menn oft spurð- ir, hvað þeim sé minnisstæðast frá Jiðnu ári. Af því sem tengist Kári Jónsson „Formanni Sjálfstæðis- flokksins, Kjördæmisráði (sem samkvæmt reglum ákveöur endanlega fram- boð til Alþingis), og öðrum sem hlut eiga að máli, skal á það bent, að til þess að stuðningsmenn flokksins í kjördæminu líti á það sem sjálfsagðan hlut að greiða lista hans atkvæði í kom- andi kosningum með Pálma Jónsson í fyrsta sæti, þarf eitthvað það að gerast, sem endurvekur traust þeirra á honum.“ stjórnmálum er mér efst í huga grein, sem Pétur Kr. Hafstein rit- aði í Morgunblaðið 17. desember sl. og bar yfirskriftina „Um sátt- fýsi og tillitssemi". Að vísu er grein Péturs aðeins ein af mörg- um, sem birtust á sl. ári og fjöll- uðu um átökin í Sjálfstæðis- flokknum, en hún sker sig úr að því leyti, að þar er sonur að bregða skildi til varnar minningu föður síns, Jóhanns Hafstein, fyrrver- andi forsætisráðherra og ' for- manns Sjálfstæðisflokksins, þess dáða og virta drengskaparmanns. Tilefnið var grein, sem birtist í Mbl. skömmu áður og skrifuð var af einum stuðningsmanna Gunn- ars Thoroddsen, en margir þeirra hafa verið ólatir að rita í blöð til að upphefja persónu Gunnars, og þá gjarnan á kostnað annarra. Flest eiga þessi skrif það sameig- inlegt, að í þeim er í sífellu tönnl- ast á sáttfýsi Gunnars, Pálma og Friðjóns en í sömu andrá stendur grjóthríðin á „Geirs-liðið", en svo eru þeir gjarnan kallaðir einu nafni, sem vilja hafa í heiðri rétt- ar leikreglur og lýðræðisleg vinnu- brögð. Lokaorðin í grein Péturs eru þessi: „Þótt Gunnar Thoroddsen hafi að vísu verið umdeildur á margan veg, verður hann seint grunaður um sáttfýsi í Sjálfstæð- isflokknum". Ég þekki ekki Pétur, en mér er sagt af kunnugum að hann sé gagnvandaður maður, hófsamur og yfirvegaður í skoðun- um. Hann mun lítið hafa haft sig i frammi í stjórnmálum, þó tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, og þekkir þar trúlega vel til mála. Þegar slíkur maður finnur sig knúinn til að taka sér penna í hönd til að verja minningu föður síns fyrir svokölluðum samherjum hans, er ekki að undra þótt marga sjálfstæðismenn setji hljóða. Þeim verður nú ljóst að ódrengskapur, undirferli og slægð hafa fylgt flokki þeirra lengur en þá grunaði. .Þess vegna er grein Péturs í Morg- unblaðinu 17. desember sl. mér minnisstæð, hún sýnir í hnotskurn vanda Sjálfstæðisflokksins. í áramótagrein sinni í Morgun- blaðinu segir Geir Hallgrímsson m.a.: „Nú hefur Pálmi Jónsson verið valinn frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins í prófkjöri og Friðjón Þórðarson ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Vesturlandskjör- dæmi. Sjálfsagt (leturbr. mín) er því að þeir heyi kosninga- baráttu á vegum Sjálfstæðis- flokksins en ekki við hlið and- stæðinga hans, sem vilja veg Sjálfstæðisflokksins sem minnstan.“ Þegar við kjósendur Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra kusum Pálma Jóns- son á þing í síðustu kosningum fannst okkur meira en sjálfsagt að hann skipaði sér í raðir skoðana- bræðra á Alþingi en „ekki við hlið andstæðinga" okkar. Sú varð þó raunin. Þótt Pálmi Jónsson hafi nú „verið valinn frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins í prófkjöri" má um það segja, að ekki sé sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Hætt er við, að ekki uni allt sjálfstæðisfólk því, að yfir- lýstir andstæðingar okkar ráði röðun frambjóðenda á lista flokksins, en eins og alþjóð veit tóku hundruð þeirra þátt í þessu dæmalausa prófkjöri. Enn síður er ástæða til að sætta sig við, af holl- ustu við Sjálfstæðisflokkinn, að kjósa þegjandi og orðalaust mann, sem sýnt hefur, að hann svífst einskis þegar metorð og völd eru annars vegar. Þegar Pálmi Jóns- son hljópst undan merkjum og tók þátt í myndun stjórnar með erki- féndum Sjálfstæðisflokksins 1980 var það hnefahögg í andlit okkar kjósenda flokksins. Sjálfbirgings- legar yfirlýsingar hans, nú síðast að loknu prófkjöri, draga ekki úr sársaukanum né vekja vonir um, að hann muni ganga heilshugar tii liðs við sjálfstæðismenn á þingi, að kosningum loknum. Hjáseta hans í atkvæðagreiðslu við sam- þykkt stjórnmálayfirlýsingar flokksráðsfundarins í byrjun des- ember sl. talar einnig sínu máli. Formanni Sjálfstæðisflokksins, Kjördæmisráði (sem samkvæmt reglum ákveður endanlega fram- boð til Alþingis), og öðrum sem hlut eiga að máli, skal á það bent, að til þess að stuðningsmenn flokksins í kjördæminu líti á það sem sjálfsagðan hlut að greiða lista hans atkvæði í komandi kosning- um með Pálma Jónsson í fyrsta sæti, þarf eitthvað það að gerast, sem endurvekur traust þeirra á honum. í haust skrifaði ég að gefnu til- efni stutta grein í Morgunblaðið sem ég nefndi „Að sækja stjórn- málamenn til ábyrgðar." Þar vitnaði ég til orða formanns flokksins, Geirs Hallgrímssonar, á fundi í Landsmálafélaginu Verði nokkru áður. Þau segja raunar hvernig við skuli bregðast þegar upp kemur vandi líkur þeim, sem við höfum orðið að búa við hér í kjördæminu. Geir sagði: „Við eigum aðeins eitt svar við þessu, að kjósendur geri ákveðnar og strangar kröfur til stjórnmálamanna hvar í flokki sem þeir standa, að stjórn- málamenn séu samkvæmir sjálfum sér, að þeir segi ekki eitt fyrir kosningar og fram- kvæmi annað eftir kosningar, að þeir standi og falli með gjörðum sínum“. Er ekki sjálfsagt að hlíta þessum hollu ráðleggingum?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.