Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 21 • Ásgeir Sigurvinseon, sem hér leikur á einn al varnarmönnum Fortuna DUsseidorf, hefur mikið skánað af meiðslunum sem háá hefa honum undanfama mánuði, en segist þó ekki orðinn alveg nógu góður. Stuttgart-liöið er nýkemið úr erfiöri æfingaferð frá Frakklandi, og þá lék liðið einn leik við Bayern MUnchen og tapaöi með einu marki gegn engu. Ásgeir segist aldrei vilja fara til Bayern aftur, en mikið hefur verið skrifað um það í blöðum ytra, að hann hafi veriö seldur of snemma frá félaginu. i.jósmjnd skaptí Haiigrímsson Asgeir leikur meö a laugardaginn: „Færi aldrei aftur tii Bayern Munchen“ STUTTGART-liðið er nýkomið heim úr langri og strangri æfingaferð. Liðið dvaldi í Cannes í Frakklandi og lék þar þrjá æfingaleiki og æfði stíft, síðan var haldið til Sviss og þar var leikinn vináttuleikur gegn Bayern MUnchen. Ég spilaði alla þessa leiki og var inná ailan tímann, þrátt fyrir að ég sé nú ekki orðinn alveg nægilega góður ennþá eftir uppskurðinn, sagði Ásgeir Sigurvinsson er Mbl. spjallaöi við hann í gærkvöldi. — Ég á svolítiö erfitt meö aö taka stutta og snögga spretti, þá fæ ég verk í nárann. En ég verö betri meö hverjum degi og finn aö ég er alveg aö ná mér af þessu, sem betur fer. í augnablikinu er ég þreyttur eftir æfingabúöirnar og æfingaleikina, enda ekki spilaö og æft í langan tíma. Þaö tekur alltaf tíma aö komast í gang aftur. En ég á samt ekki von á ööru en aö ég leiki fyrsta leikinn í síðari umferö- inni sem hefst á laugardaginn. Viö eigum þá aö mæta Dortmund á heimavelli. Ég er bjartsýnn á aö Stuttgart gangi vel í síöari umferöinni. Viö eigum aö geta náö UEFA-sæti og ég hef trú aö viö náum langt í bik- arkeppninni. Nú hefur verið rætt um þaö í blöðum og sjónvarpi í V-Þýska- landi aö þú hafir verið seldur of fljótt frá Bayern, hvaö vilt þú segja um þau mál? — Já, ég hef heyrt um ummæli bæöi Breitners og Rummenigge og séö greinar um þaö í blööum aö ég hafi veriö seldur of fljótt frá Bayern. En þaö er alltaf hægt aö segja svona eftir á. Ég er mjög feg- inn því aö vera farinn frá Bayern og myndi aldrei fara þangaö aftur. Eitt ár var meira en nóg. Mér líkar afarvel hér hjá Stuttgart-liöinu og vona bara aö mér gangi jafn vel núna þegar ég byrja aö leika aftur og í upphafi keppnistímabilsins, sagöi Ásgeir sem ef að líkum lætur veröur mættur í slaginn aftur næsta laugardag meö liöi sinu, Stuttgart, eftir langt hlé vegna slæmra meiðsla. — ÞR. Pétur lagöi upp þrjú markanna PÉTUR Pétursson kom heldur bet- ur viö sögu um helgina er lið hans Antwerpen sigraöi Gent 5—1. Framan af leiknum var Antwerpen í hálfgeröum vandræðum og hvorki gekk né rak. Antwerpen tókst þó aö ná forystunni í leikn- um, 2—1. Pétur var ekki í byrjun- arliöinu, en þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum var Pétur settur inn á í framlínuna. Pétur hefur eflaust veriö fariö aö langa aö komast í snertingu viö boltann, því aö hann fór hamförum á vellinum. Geröi mikinn usla í vörn Gent. Splundr- aöi henni hvaö eftir annaö og lagöi upp þrjú mörk fyrir liö sitt. Ant- werpen náöi því stórum sigri, 5—1, þó svo aö hann kæmi á síö- ustu stundu. — ÞR • Pétur Pétursson fagnaði stórsigri um hslgina sr lið hans, Antwerp- en, sigraöi 5—1. Pétur átti stóran þátt Iþremur síðustu mðrkunum. Júlíus Hafstein: „Páll hefur ekki næga yfirsýn“ nÉg tel ástæðulaust að vera að fjalla nokkuð um bréf það sem Páll Eiríksson skrifaði stjóm HSÍ, að svo komnu máli.“ Ég tel að Páll Eiríksson geðlæknir hafi ekki þá yfirsýn yfir stðrf stjórnar HSÍ og landsliðsnefndar aö hann geti gagnrýnt hana eins og hann gerði í Morgunblaðinu síðasta laugar- dag. Stjórn HSÍ og landsliösnefnd vinna eins vel og samviskusam- lega að undirbúningi landsliösins fyrir B-keppnina eins og nokkur kostur er, sagöi formaður HSÍ, Júlíus Hafstein er hann var inntur álits á gagnrýni þeirri, sem Páll Eiríksson læknir setti fram í blað- inu í viðtali á laugardaginn. Bréf Páls til stjórnarinnar hefur ekki enn veriö tekið formlega fyrir á stjórnarfundi hjá HSÍ en ætlunin var að fjalla um það í gærkvöldi. — ÞR. Stökk yfir 1,80 m án atrennu: Glæsilegt met hjá Sigurði • Sigurður Matthíasson, há- stðkkvarinn ungi og efnilegi, bætti eigið met í hástðkki án at- rennu. DALVÍKINGURINN kraftmikli Sig- urður Matthíasson setti nýtt fs- landsmet í hástðkki án atrennu síöastliðið föstudagskvðld. Sig- urður stökk 1,80 metra sem er glæsilegur árangur og átti Sig- urður sjálfur gamla metið sem var 1,77 metrar. Siguröur átti mjög góöar tilraun- ir við 1,86 metra en felldi naum- lega. Veröur þess varla langt aö btða aö hann stökkvi yfir þá hæö. Sigurður býr yfir geysilega miklum stökkkrafti, og er jafnframt fjöl- hæfur íþróttamaöur. Hann stundar nám viö íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Siguröur mun keppa á meistaramóti íslands í atrennu- lausum stökkum um næstu helgi, og þá veröur fróölegt að sjá hvern- ig honum tekst upp. — ÞR. Þjálfarinn kynnist leikmönnum fyrst í gegn um myndbandió RÚSSNESKI knattspyrnuþjálfar- inn Gennady Logofet sem Vík- ingar hafa ráöið til starfa er vænt- anlegur til landsins í lok janúar. Eitt fyrsta verk hans þegar hann kemur til starfa er að fara yfir alla knattspyrnuleikí meistaraflokks Víkings i knattspyrnu á síöasta keppnistímabili. Leikirnir eru allir til á myndseg- ulbandi. Þaö mun taka Logofet í kringum 50 klukkustundir aö horfa á leikina á myndböndum. En hann verður væntanlega fróöari um leikmenn Víkings og liðiö í heild. Hans fyrstu kynni af leikmönnum veröa því í af myndþandi. Er þetta gott dæmi um þær miklu breyt- ingar sem hafa átt sér staö, og tæknina sem knattspyrnufélögin hafa tekiö í sína þjónustu. — ÞR. Litlar líkur á að HM-keppnin verði í Brasilíu GIULITE Coutinho var í gær endurkjörinn formaður brasilíska knattspyrnusambandsins og er talið aö það verði til þess að minnka verulega líkurnar á því að Brasilía haldi næstu HM-keppni í knattspyrnu. Coutinho og Joao Havelange, forseti FIFA, eru ekkert allt of góö- ir vinir, en Havelange er einnig Brasilíumaður. Þeir hafa deilt harölega undanfariö á opinberum vettvangi, og Havalange sagöi ný- lega aö Cautinho væri ekki sterkur leiötogi. Kólombía, sem ætlaöi aö halda keppnina, hætti viö nýlega, eins og við höfum sagt frá, og talið var aö Brasitía kæmi til greina í staöinn. FIFA fer fram á margar og strang- ar kröfur viö það land sem halda mun keppnina, og hann sagöi ný- lega, aö „án styrks frá ríkisstjórn- inni“ gæti Brasilía ekki haldið keppnina. Þjóöin er hins vegar mjög illa fjárhagslega stödd og Cautinho hefur ekki getaö kynt undir áhuga forráðamanna aö halda keppnina. Þær þjóöir sem koma nú helst til greina eru þvi Bandaríkin, Kanada og Mexikó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.