Morgunblaðið - 18.01.1983, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
Fólk og fréttir í máli og myndum
Búningur numer 9 er
Englendingum heilagur
MEÐ PAUL MARINER sem markaskorara í 1—0,
sigri yffir Ungverjalandi, ruddi England sér braut til
HM-keppninnar á Spáni síðastliðið sumar. En hinn
28 ára gamli framherji frá Ipswich fékk ekki að
dvelja lengi í sjöunda himni þrátt fyrir markið.
Ákúrunum rigndi yffír hann og stór spurningamerkí
voru sett við það hvort Mariner væri rétti maðurinn
til að bera treyju númer 9.
Mariner rak í rogastans er hann fann þessar mót-
bárur. „Á einn eöa annan máta reyna þessir menn
að ýta mér til hliðar, en þetta minnir mig aðeins á
að það bíður alltaf einn reiðubúinn, ef ég virkilega
bregst. Það er opinber staðreynd, að sá sem í
landsliðinu hleypur um í peysu númer 9 má gera
svo vel að þola sérstaklega harðar ákúrur. Ég man
hvernig Bob Latchford spílaði hvern úrvalsleikinn á
fætur öðrum með landsliðinu í framlínunni með
Kevin Keegan sér við hlið. Engu að síður heimtuðu
menn að annar maður yrði settur fram.“
Hin sígilda númeraniöurrööun
leikmanna, eftir því hvar þeir sþila
á vellinum, hefur haft mikið að
segja gegnum árin. Sérstaklega þó
sem afleiöing breyttra leikskipu-
laga, og af því aö liöin þyggja spil
sitt á föstum númerum — aöallega
í heims- eöa Evrópumeistara-
keppnum.
Þessar merkingar hafa samt
sem áöur ekki náö aö afmá þaö
mikla aðdráttarafl sem fylgir hverju
ákveöna númeri. Til aö mynda á
maðurinn sem byggir upp spiliö á
miöjunni búning nr. 10 í mörgum
löndum. í Vestur-Þýskalandi var
það auka álag að spila sem leik-
maöur nr. 5 í landsliðinu og Bayern
Munchen eftir að Beckenbauer fór
til Bandaríkjanna. Þar var staöa
„libero” (sú staöa sem Beckenbau-
er spilaöi) sett í samband viö þann
sem spilaði best af öllum.
Þaö sama má segja um töluná
9, enda þótt í hinu útbreidda
4—4—2-leikkerfi sé ekki alltaf
pláss fyrir miðframherja sem
stjórnanda. Þessi uppstilling bygg-
ist á því aö tveir menn eru í því
sem kalla má aö ydda sóknina
(kallaöir yddarar erlendis), spanna
þveran völlinn og reyna aö komast
í skotfæri, og ekki síður aö búa til
pláss fyrir þá sem eru á miöjunni.
Allavega viröist þaö vera rótgróin
skoöun aö leikmaður númer 9
skuli vera meö í því aö skora mörk.
Standi hann sig ekki i því er hann
um leið einskis nýtur. Þetta kemur
hvergi eins skýrt fram og i Eng-
landi. Þar hafa á undanförnum 10
árum verið miklar mannabreyt-
ingar hvað þessa stöðu varöar
undir stjórn landsliösfram-
kvæmdastjóranna Alf Ramsey,
Don Revie og Ron Greenwood.
Síðan áriö 1976 hafa 11 leikmenn
klæðst treyju númer 9 og 6 af þeim
spiluöu aöeins 8 leiki og þar undir.
Paul Mariner hefur veriö rúmlega 4
ár aö ná 18 leikjum, og getur stát-
aö sig af 6 mörkum í landsliöinu.
Þaö er enginn vafi aö Mariner er
sá maöur sem Greenwood hefur
mestar mætur á sem miðfram-
herja. Það að segja aö hann sé
frábær, væri þó ekkert annað en
vanmat á öörum leikmönnum.
Hvaö þá með Trevor Francis
kunna menn að spyrja. Það er um
hann að segja að hann á frekar
erfitt meö aö skapa sér tækifæri,
þ.e.a.s. viss skilyröi veröa aö vera
uppfyllt. Hans spil kemur best út
þegar hann fær tækifæri til aö vera
afturliggjandi sóknarleikmaður,
þaöan sem hann getur bæöi út frá
breidinni og lengdinni rokiö fram
Molar
*
Enski boxarinn Dave Green fór
að skæla þegar framkvæmda-
stjóri hans Andy Smith þreif
hljóónemann í hléi í leik á móti
Reg Ford og tilkynnti almenningi
að þetta væri síðasta keppni
Green. Þetta var þegar fimmtu
lotu var lokiö og Green allur út-
ataður blóði og þrábarinn. Andy
Smith tók ákvörðunina. Dave
Green keppti í sjö ár, samtals 41
leik sem atvinnumaður og tapaði
aöeins fjórum. Það var á móti
Jergen Hansen á rothöggi í þriðju
lotu í Evrópukeppni, Carlos Pal-
omino á rothöggí í elleftu lotu,
Sugar Ray Leonard á rothöggi í
fjóröu lotu. Fjórða tap hans var
svo í síðustu keppni hans á móti
Reg Ford.
— O —
Hinn stórkostlegí langhlaupari
frá Ástralíu, Ron Clarke, gekkst
nýverið undir stórvægilega
hjartaaðgerð. Það var Clarke sem
árið 1956 tendraöi ólympíueldinn
í Melbourne, en varö fyrir því
óhappi aö brenna sig alvarlega er
hann hugðist bera eld að kerinu.
Eftir það setti hann samt 17
heimsmet, eins og t.d. í 5000 m
og 10000 m hlaupum, auk þess
sem hann hirti bronsverðlaunin á
Ólympíuleikunum í Tokyo 1964.
— O —
Ameríska íþróttatímaritið
„Sports lllustrated", sem viku-
lega selst í 2.250.000 eintökum,
valdi sem kunnugt er Sugar Ray
Leonard íþróttamann ársins 1982.
Það voru ekki aðeins sigrar hans
á Ayub Kalule og Thomas Hearns
í keppninni um heimsmeistaratit-
ilinn í létt-þungavigt sem réðu
valí blaðsins. Það var einnig
táknræn og einstaklega fáguö
framkoma utan boxhringsins
sem gerði þaö að verkum að
hann varð fyrir valinu.
Enginn hefur sótt um að fá að
halda heimsmeistarakeppnina í
hnefaleikum áhugamanna árið
1986. Áhuginn er sagður lítill
vegna þess hversu illa Þjóöverjar
fóru út úr leikunum í MUnchen,
en þar var hallinn á mótinu um
fimm og hálf milljón króna.
— O —
Slagsmál með berum hnúum
er einn þáttur í því aö spila sem
atvinnumaður í íshokký í Kanada
og Ameríku. Thomas Gradin, Svíi
sem spilar meö Vancouver Cank-
us í „The National Hockey
League“ fínnst þessar aðfarir í
stakasta lagi. „Þetta er langt frá
því að vera jafn hættulegt og
þegar menn eru barðir með
spöðunum og sparkað í þá með
skautunum, eins og mjög algengt
er í Evrópu-íshokký — vel að
merkja þegar dómarinn snýr baki
í þá.“
— O —
Wojtek Fibak, pólskur tennis-
leikari á heimsmælikvarða, hefur
engan veginn gleymt hinu nauð-
studda heimalandi sínu, þótt
hann dvelji lengst af árinu úti í
heimi við æfingar og keppnir.
Þegar tími gefst, kemur Fibak til
Póllands og dvelur þá í heimabæ
sínum Poznan, auk þess sem
hann legur mikla rækt við mál-
verkasafn sitt, sem krefst mikilla
peninga og tíma. Fibak segir að
landar sínir tveir, Jóhannes Páll
páfi annar og Lech Walesa, séu
þeir menn sem hann virði mest
utan íþróttaheimsins. „Þegar ég
hætti aö spila tennis gæti ég vel
hugsaö mér að verða fulltrúi Pól-
lands í hinum vestræna heimi,“
segir Fibak. „Ég myndi verða
stoltur af því að kynna land mitt
og menningu þess, Þaö yrði gam-
an að geta veriö með í því að brúa
bilið á milli Póllands og vestur-
þjóða, en það verður best gert
með listum, kvikmyndum og
bókmenntum.“
— O —
Steve Edwards, 20 ára gamall,
var á árinu 1980 dæmdur í fang-
elsi í eitt og hálft ár fyrir þjófnaö,
en fékk hins vegar að losna 6
mánuðum fyrr vegna góðrar
hegðunar. Þrem dögum síöar var
hann búinn aö skrifa undir samn-
ing við Bristol Rovers í þriöju
deild. Á meðan Steve afplánaöi
dóm sínum lék hann þegar tæki-
færi gafst í áhugamannaliði, þökk
sé fangaverðinum Don Morgan
sem er mikill áhugamaður um
fótbolta. Þegar framkvæmda-
stjóri Bristol Rovers, Bobby
Gould, frétti af þessum unga
hæfileikamanni setti hann sig í
samband við hann og bauð hon-
um aö leika prufuleik. Það varð
úr, og í jafnteflisleik, 2—2 á móti
Newport, skoraði Steve eitt mark
og átti hörkuleik. Þetta varð til
þess að Gould fór á fund fangels-
ísstjórans og bað um að dómur-
inn yrði mildaður — gegn því aö
Gould tæki ábyrgð á Steve út
reynslutímabililö.
— O —
Gillian Gilks, sem er númer eitt
á metoröalistanum yfir badmin-
tonleika í Englandi, afþakkaði
boð um að taka þátt í alþjóðlegu
meistarakeppninni. Ástæðan var
sú að hún var höfð númer 3.
„Keppnisnúmer sem þetta skað-
ar mannorð mitt,“ segir Gillian
Gilks.
• Hinn marksækni og eitilharði Paul Mariner í kröppum dans á
knattspyrnuvellinum.
og tvístrað vörninni. Þetta spil
hans krefst hins vegar mikils pláss
til aö hann geti athafnað sig.
Paul Mariner átti engan stórleik
á móti Ungverjum þrátt fyrir mark-
ið. Hann vantaöi ró og yfirvegun á
afdrifaríkum augnablikum sem
jafnvel varð þess valdandi aö sig-
urinn varö ekki enn stærri. Alla-
vega gekk mikið á eftir leikinn og á
íþróttasíðum dagblaðanna var
heimtaö með stórum fyrirsögnum
aö Paul Mariner yrði látinn fjúka.
„Ég átti viö meiðsli aö stríöa í
nára og átti í miklum erfiðleikum
með magavöðvana," segir Paul
Mariner. „Það þýddi að ég varð að
taka mér hvíld eftir leikinn viö
Ungverja. Þegar ég kom aftur var
ég orðinn fullkomlega góður í
fyrsta skipti I heilt ár. Nú gildir það
aö ná toppnum eitt tímabil meö
Ipswich og sýna jafnframt fram á
það að ég er númer eitt hjá lands-
liðinu hvað miöframherja varöar.
Ég er ekkert sér á báti hvað þessar
mótbárur varðar. Allir verða aö
berjast fyrir sæti sínu í landsliö-
inu.“
Peter Shilton, landsliðsmark-
maðurinn frægi, segir Paul Mariner
hafa alla eiginleika góðs sóknar-
ieikmanns, mikla skothörku og
mjög útsjónarsamur, auk þess
sem hann nær alltaf mjög góöu
sambandi viö aöra samherja á
vellinum.
Mariner þarf síöur en svo að
vera haldinn nokkurri minnimátt-
arkennd, þegar hann rennir yfir
lista þeirra manna sem borið hafa
treyju með „töfratölunni 9“. Bún-
ingur númer 9 er Englendingum
nokkurn veginn heilagur að því
leyti að enginn fær að nota hann
ætli hann sér aö haga spili liösins
eftir sínu höfði. Það sýndi sig best
árið 1965 þegar Alf Ramsey lét
Nobby Stiles leika númer 9, þegar
England vann Vestur-Þýskaland
1—0 á Wembley. Þetta var hans
fyrsta og síðasta skipti í þeim bún-
ingi.
Brasilíska knattspyrnufélagiö
Vasco da Gama var lengi vel á
árinu 1978 á höttunum eftir mið-
vallarleikmanninum Carlos Al-
berto. Áður en skrifaö var undir
samninga kom fram hjartagalli
hjá Carlos í læknisskoöun. Vasco
da Gama þakkaöi aö vonum fyrir
sig með þeim orðum aö hann yröi
aö hætta aö spila fótbolta þar
sem hann ætti á hættu aö láta
lífið, ef hann héldi áfram.
Carlos Alberto lést nýverið, 28
ára að aldri, í knattspyrnuleik
með Sport de Recife þegar tutt-
ugu og sex mínútur voru liönar af
leiknum. Haföi hann fengiö
hjartaáfall, og allar lífgunartil-
raunir reyndust árangurslausar.
Carlos var alls ómenntaöur, og
gat því ekki snúið sér aö neinu
ööru starfi. Hann tók því áhætt-
una og hélt áfram á fótboltavell-
inum til aö framfleyta sér og fjöl-
skyldu sinni.
— O —
Hvaö skyldu heimsins bestu
tennisieikarar aðhafast á milli
móta? Peter McNamara eyddi frí-
tíma sínum fyrir „World Team
Cup“ í DUsseldorf með konu
sinni og syni. Þar haföi fjölskyld-
an þaö náöugt, sótti skemmti-
staöina, og keypti sér nýjan
BMW-bíl til aö feröast á milli.
Þegar keppnin var afstaöin, var
bíllinn sendur heim til Ástraliu
með skipi.