Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 27

Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 27 „Gladdi mig mjög að vera heióraóur af Liverpool" — segir Rafn Hjaltalín, sem nú hefur lagt flautuna á hilluna • Rafn Hjaltalín mað knöttinn góöa sam honum var gefinn at Liver- pool, — áritaðan af öllum iaikmönnum félagsins. Á borðinu við tilið hans stendur skjöldur sam honum var vaittur ar hann dæmdi úrslita- leik bikarkeppni KSÍ fyrir nokkrum árum. Ljósmynd Krístján q. Amgrímsson. Þór átti þeim heiðri aö fagna á síðasta sumri að eiga þrjá dóm- ara í 1. deíldinni. Rafn Hjaltalín, Þóroddur Hjaltalín og Kjartan Tómasson dæmdu þar fyrir félag- ið og er þetta í fyrsta akipti sem Þór á svo marga háttskrifaða knattspyrnudómara. Einn þess- ara manna stendur á miklum tím- amótum þar sem hann nú leggur flautuna á hilluna sökum aldurs. Það er aö sjálfsögðu Rafn Hjalta- lín, sem staðiö hefur í eldlínunni fyrir félagið í mörg ár. Rafn hefur víöa farið í sambandi viö dómgæsluna og hefur frá mörgu aö segja. Hann var tekinn tali á dögunum og fyrst spuröur aö því hvenær hann heföi byrjað aö dæma. — Ja, í fyrsta sklpti sem óg skipti mér af dómgæslu var ég sjö ára. Þór og KA voru aö leika í meistaraflokki og dæmt var horn á Þór. Mér líkaöi ekki dómurinn og tók mig til og sparkaði boltanum í burtu. Þórsurunum austan viö völl- inn líkaði þetta ekki og ráku mig heim, segir Rafn. — Segja má aö þetta hafi veriö minn fyrsti dómur. „Átti stóra skíðaskó...“ Varst þú eitthað í knattspyrn- unni sjálfur? — Já, ég var svolítiö meö í yngri flokkunum hjá Þór. Ég þótti liötækur bakvöröur af því aö ég átti svo stóra skíöaskó. Þaö þótti gott í þá daga. Svo var ég einu sinni næstum orðinn Akureyrar- meistari. Óli Fossberg, sem átti aö vera í markinu, mætti ekki á rétt- um tíma þannig aö ég var settur í markiö — á vaöstígvélum. Nú, Óli kemur nokkrum mínútum síöar og vill fara inn á. En í þá daga var ekki leyft aö skipta um leikmenn nema ef menn meiddust og óg var eitt- hvaö tregur til aö koma út af. — En þaö kom ekki til aö ég næöi í Akureyrarmeistaratitil. Haukur Jakobsson var fyrlrliöi KA í leiknum og einhverju sinni var dæmt á KA. Honum líkaði ekki dómurinn og gekk þá bara útaf meö allt liöiö. Hvenær byrjaðirðu svo að dæma fyrir alvöru? Ég fékkst dálítiö viö þjálfun yngrl flokka hjá Þór áriö 1945 og byrjaöi þá aö flauta svolítiö. En 1953 tók ág próf og varö þar meö alvörudómari þrátt fyrlr aö hafa dæmt nokkuö áöur. — Ég læröi fyrst reglurnar fyrlr alvöru er Hannes Þ. Sigurösson gaf mér sænskar myndskreyttar reglur. Ég fór meö Þór tll Siglu- fjaröar til aö sjá þá leika og þar kynntist ég Hannesi. En ég skynj- aði fyrst hvað þaö er aö dæma knattspyrnu er ég haföi kynnst Höskuldi Markússyni, þýskum manni sem flutti hingaö, og haföi dæmt á Ólympíuleikunum í Amst- erdam 1928. Hann byggöi mig upp sem dómara eftir þaö og gaf mér mest allra í sambandi viö þetta. „Rak takkana í lærið á Tryggva Gorra...“ — Fyrsti stórleikurinn sem ég dæmdi var leikur ÍBA viö Spora, llö frá Luxembourg sem kom hór I heimsókn. Þá geröist nú margt í einu. T.d. þaö aö allir leikmenn Spora mættu til leiks á ólöglegum skóm. Takkarnir voru oddhvassir plasttakkar, stórhættulegir, en þá var nú ekki venjan aö skoöa skóna fyrir leik þannig aö ég komst ekki aö þessu fyrr en einn þeirra rak takkana i læriö á Tryggva Gorra. En ég varö aö stööva leikinn og láta menn skipta um skó. Flutti tillöguna um tvöfalda umferð í 1. deild — Síöan fór ég aö fara suöur til aö dæma og ég man aö í einum fyrsta leiknum mínum þar, sem var í 1. flokki, var Magnús V. Péturs- son á línunni hjá mér. Þaö var nú oft vont aö vera einl maöurinn utan af landi í þessu, og fékk ég oft strangari dóma en sunnanmenn- irnir. Þaö þótti dýrt aö fá menn aö norðan á leikina, en nú er þaö mál búiö og leyst. — Eg byrjaöi sem landsdómari 1956 og fékk þar meö leyfi til aö dæma Islandsmótsleiki í meistara- flokki, en hann var sambærilegur viö 1. deildina núna. — Meöan ég var í skóla í Reykjavík sat ég oft KSl-þlng fyrir Þór. Ég man aö vlö vorum tveir Þórsarar, ég og Halldór Bóas Jónsson, sem fluttum tillöguna um aö leikin yröi tvöföld umferö I 1. deildinni og þá átti ég tillöguna um stofnun 2. deildar. Þaö gekk nú ekki átakalaust fyrir sig en haföist samt. Hvenær fórstu svo fyrst út fyrfr landsteinana að dæma? — Ég fékk milliríkjadómara- réttindi 1963 og fór fyrst út sama ár. Fyrsti leikurinn sem ég starfaöi aö eriendis var leikur Manchester City og Linfield frá írlandi, sem fram fór í Manchester. Ég var línu- vöröur, en meö mér í feröinni voru Hannes Þ. og Guömundur Har- aldsson. Þú hefur væntanlega komið vföa? — Ég hef farið geysimargar feröir sem línuvöröur og einnig sem dómari, og hef ég komiö til sjö landa: Skotlands, Englands, Danmerkur, Þýskalands, Póllands, Noregs og Svíþjóöar. — Stærsta feröin var til Pól- lands 1978 er ég fór á Evrópumót unglingalandsliða. Þar var ég í hálfan mánuö í Krakow og Kato- wice. Þarna voru 20 dómarar til aö byrja meö og svo var óg einn þeirra sex sem valdir voru í sjálfa úrslitakeppnina og tel ég þaö tví- mælalaust þann mesta heiöur sem ég hef hlotiö á dómaraferli mínum og jafnvel mesta heiöur sem ís- lenskum dómara hefur hlotnast. — Þetta var allt valiö af erlend- um mönnum og þarna voru margir frægir knattspyrnufrömuölr meöal áhorfenda, t.d. sir Stanley Rouse fyrrverandi forseti FIFA. Hvernig er tekið á móti dómur- um er þeir eru við störf erlendis? — Það er tekiö alveg sérstak- lega vel á móti dómurum og mat á starfi þeirra er allt annaö en oft er hér heima. — Þessar feröir sem viö höfum verið aö fara eru aö vísu allar í sambandi viö milliríkjaleiki eöa í Evrópukeppni og alls staöar hefur veriö tekiö mjög viröulega á móti manni. Boðiö er upp á allt þaö besta en án nokkurs íburöar. Heiðraður af Liverpool í síðasta leiknum — Ég hef tvisvar veriö á Anfield Road í Liverpool og fyrri leikurinn var nokkuö sögulegur og línuvarsl- an í honum var mjög erfiö. Soun- ess og Dalglish og þessir karlar voru alls 13 sinnum rangstæðir í leiknum — þeir voru alltaf svo fljótir fram. Þeir voru aö leika viö finnskt liö og unnu 10—1. — Minn siöasti lelkur erlendis var svo í Liverpool er þeir léku gegn írsku meisturunum Dundalk nú í haust og því heiöruöu þeir mig sérstaklega. Mér var gefinn knött- urinn sem ieikiö var meö, áritaöur af öllum ieikmönnum Liverpool, og þetta þótti mér ákaflega vænt um. Hefur gagnrýni á dómara ekki breyst í gegnum tíðina? — Jú, hún hefur mikiö breyst. Hér áöur fyrr fylgdi þaö alltaf aö dómarinn var tekinn í gegn af áhorfendum eftir leikinn, og þar var alltaf svona hálftíma törn hjá honum. Og hann fór náttúrulega alltaf halloka. En meö árunum hafa orðiö mun meiri skrif um dóm- gæsluna og þetta veröur alltaf al- vartegra og alvarlegra. „Vísindagrein“ Hvað um gagnrýni í blöðum? — Hún byggist því miöur oft meira á tilfinningu en þekkingu. Svo hefur mér einnig fundist aö þegar menn koma inn í þetta ungir og fá góöa dóma þá haldi þeir sín- um góöu dómum. — Það er ekki nægur almennur skilningur á því aö dómgæslan er sérstakt fag, sérstök „vísinda- grein“. Þaö er margt sem þarf aö kunna, skilja og átta sig á. Þaö tekur mörg ár aö átta sig á hlutun- um ef vel á aö vera. Þá er þaö einnig algengt aö knattspyrnu- menn kunni ekki reglurnar og veld- ur þaö oft misskilningi, og þá falla stundum orö sem ekki heföu falliö eUa. Hvernig fínnst þér að vera nú að hætta dómgæslu? — Ég skil viö þetta meö sökn- uöi þar sem ég hef haft af þessu mikla ánægju og ég er viss um aö næsta vor verö óg sem vængbrot- inn fugl er hinir byrja aö fljúga. En ég sætti mig viö þaö sem oröinn hlut aö mínum leik sé lokiö. Ég vonast til aö geta unniö aö þessum málum áfram og er fús til aö miöla minni reynslu meö námskeiöahaldi og ef til vill störfum innan Knatt- spyrnudómarasambandsins. — Ég hef veriö með ýmsar ráöstefnur fyrir dómara og í vor var maöur frá UEFA á einni slíkri sem sagöi aö hún heföi veriö eins vei skipulögö og annars staöar í Evrópu þar sem hann heföi komiö. „Rós í hnappagatið fyrir Þór“ Hvernig stendur dómgæslan hér í dag? — Hún stendur vel aö mínu mati. Viö eigum nokkra góöa dóm- ara og einnig mörg góð efni, og þaö er eins meö knattspyrnudóm- ara og leikmenn aö þeir þurfa þjálfun, kunnáttu og auömýkt. — Dómgæslan á Akureyri er í mjög góöu lagi. Þór á nú 5 lands- dómara og þar af 2 í 1. deild. Ég tel þaö rós í hnappagatiö fyrir Þór aö hafa átt þrjá dómara í 1. deild í sumar. Viö vorum eitt sumar tveir, ég og Arnar Einarsson, og þá var Páll Magnússon eitt sumar í 1. deild. En lengst af hef ég dólaö einn í þessu. Nú virðist dómarastarfið oft fremur óvinsælt. Er ekki erfitt aö fé unga menn til að taka þetta að sér? — Það er rétt. Það er erfitt aö fá unga menn í þetta og hefur þaö sýnt sig aö mikil afföll eru af nám- skeiöunum. Kannski eru 4 af hverj- um 10 sem halda áfram. En þetta er mikiö aö breytast og er ofar kemur í dómgæsluna veröur aö leita aö mönnum meö bæöi kunn- áttu og persónuleika. Þaö veröur aö gera í þvi aö velja menn í þetta alveg eins og valiö er í liöln. Er einhver leikur þér minnis- stæðari en annar? — Þetta eru nú orönir um 1850 leikir í allt, þannig aö margir eru mér auövitaö minnisstæðlr. En minnisstæöastur held ég sé leikur Rússlands og Júgóslavíu, úrslita- leikurinn á Evrópumótinu í Pól- landi, sem ég sagöi frá áöan. „Besti dómari á íslandi“ — Annars eru ótal margir leikir mér minnisstæöir. T.d. leikur Hafn- firöinga og Akureyringa er okkur Albert Guömundssyni lenti saman. Hann ætlaöi út af meö liöiö vegna dómgæslunnar, en þaö þóttu tíö- indi aö þessi litli polli á Akureyri skyldi bera hærri hlut. Annars hef- ur Albert alltaf reynst mér mjög vel og er hann var formaöur KSÍ fékk ég réttindi sem milliríkjadómari. Þó aö slest hafi upp á vinskapinn í einum leik. — Hann var í rauninni sá fyrsti sem vakti á mér athygli sem dóm- ara, og í Degi 1956 sagöi hann aö ég væri besti dómari á íslandi, svo aö ég grobbi nú svolítið, segir Rafn. — Þetta lyfti manni auövitaö mikiö. Þór á Rafni mikiö aö þakka fyrir störf hans í þágu knattspyrnunnar og leyfi óg mér aö koma örlitlu þakklæti til hans hér i lokin fyrir hönd félagsins. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.