Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 30

Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 Ný hárgreiðslustofa við Skeggjagötu NÝLEGA var opnuð hárgreiðslustofa að Skeggjagötu 2, á horni Snorrabrautar og Skeggjagötu, gegnt nýju Skátabúðinni. Eigandi hinnar nýju stofu er Guðrún Hrönn Einarsdóttir hárgreiðslumeist- ari og ber stofan hennar nafn. Guðrún starfaði áður á hárgreiðslu- stofunni Kristu. Hún hefur tekið þátt í íslandsmótum HMFI 1979 og 1981 varð hún Islandsmeistari í klippingu og blæstri. Með Guð- rúnu á myndinni er Svandís Pálína Kristjansen, en hún vinnur hjá Guðrúnu Hrönn. Hárgreiðslustofa Guðrúnar Hrannar veitir alla almenna hársnyrtiþjónutu, s.s. klippingu, permanent, blástur, lit- anir o.þ.h. Forval Alþýðubandalags á Norðurlandi eystra: Steingrímur Sigfússon efstur í fyrri umferð FYRRI umferð í forvali Alþýðu- bandalagsins i Norðurlandskjördæmi eystra fór fram um helgina. í gær- kveldi var verið að Ijúka talningu, og var Ijóst, að Steingrímur Sigfússon jarðfræðingur (og iþróttafréttamaður í sjónvarpi), Þistilfirði, varð efstur. í öðru sæti varð Svanfríður Jónasdótt- ir, kennari á Ilalvík, Soffía Guð- mundsdóttir, tónlistarkennari á Ak- ureyri, varð i þriðja, fjórði varð Helgi Guðmundsson, trésmiður á Akureyri og fímmti varð Kristján Asgeirsson, útgerðarstjóri á Húsavík. Síðari umferð forvalsins fer fram að þremur til fjórum vikum liðnum, samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið fékk í gær hjá Ráðstefna SUS í kvöld um stjórnar- skrármálið SAMBAND ungra sjálfstæóismanna gengst í kvöld fyrir stuttri ráðstefnu um stjórnarskrármálið, þar sem rædd- ar verða ýmsar hliðar þess. Ræðumenn á ráðstefnunni verða Sigurður Líndal prófessor, sem fjalla mun um hlutverk stjórn- arskrárinnar, Ragnar Halldórsson forstjóri, sem fjalla mun um stjórn- arskrána og atvinnulífið, Friðrik Sophusson alþingismaður, en hann mun taia um kjördæmamálið og Haraldur Blöndal lögfræðingur, sem fjalla mun um heimildir til út- gáfu bráðabirgðalaga og þingrof. Ráðstefnustjóri verður Geir H. Haarde, formaður SUS. Að sögn hans er búizt við fróðlegum umræð- um um þessi mál á ráðstefnunni, ekki sízt í ljósi tillagna stjórnar- skrárnefndar, sem fram voru lagð- ar í gær. Ráðstefnan hefst í Valhöll klukkan 20.30 og er opin öllu áhuga- fólki. skrifstofu Alþýðubandalagsins á Akureyri. F’rambjóðendur verða þeir fimm er hér eru nefndir að framan, auk þriggja þeirra næstu, og tveimur til viðbótar er kjör- nefnd gerir tillögu um. í gærkveldi var ekki unnt að fá nöfn þeirra er urðu í 6.-8. sæti, þar sem ekki hafði náðst til þeirra til að segja þeim úrslitin. Atkvæðatölur úr for- valinu voru ekki gefnar upp. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni FRANSKI orgelleikarinn Jacques Taddéi heldur tónleika í Dómkirkj- unni, miðvikudaginn 19. janúar kl. 20.30, á vegum menningardeildar franska sendiráðsins. Á tónleikunum leikur hann verk eftir Couperin, Liszt, Franck og Vierne og ennfremur tilbrigði við stef úr íslenzkri tónlist. Miðar eru seldir við innganginn. Jacques Taddéi fæddist í Nice árið 1946. Hann lagði fyrst stund á píanóleik en sneri sér síðar að orgelleik. Hann hefur unnið til margra verðlauna fyrir list sína. Helga Guðmundsdóttir keypt til Stykkishólms Slykkishólmi, 17. januar. ÚTGERDARFÉLAGIÐ Þórsnes í Stykkishólmi hefur nýlega keypt hingað til bæjarins 169 lesta stálskip frá l'atreksfírði, sem áður bar nafnið llelga Guðmundsdóttir. Fyrir skömmu var farið að sækja skipið og er þegar farið að útbúa það til netaveiða. Skipstjóri verður Kristinn Ó. Jónsson. FrétUriUri Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi: Jóhann Einvarðsson alþing- ismaður varð í fyrsta sæti Markús Á. Einarsson ekki kosinn á listann Á KJÖRD/EMISMNGI Framsókn- arflokksins i Reykjaneskjördæmi um helgina, var valið í þrjú efstu sæti á framboðslista flokksins við næstu al- þingiskosningar. Á fundinum voru 269 fulltrúar og kosið var um þrjú efstu sætin, þó þannig að kosið var i hvert sæti sérstaklega. Áður höfðu sex fulltrúar af tíu verið valdir til þátttöku i prófkjörinu á fundinum. Atkvæði féllu þannig að í fyrsta sæti varð Jóhann Einvarðsson alþingis- maður kjörinn með 245 atkvæðum; en Markús Á. Einarsson fékk 10. I annað sætið var kjörinn Helgi H. Jónsson með 130 atkvæðum, Markús fékk 85 atkvæði og Arnþrúður Karlsdóttir fékk 45, en aðrir færri. í þriðja sætið var Arnþrúður kosin, en hún hlaut 95 atkvæði, Markús 91 at- kvæði og Inga Þyri Kjartansdóttir 70 atkvæði en aðrir færri. „Eg er afskaplega þakklátur fulltrúum á þinginu fyrir að veita mér það mikla traust sem þeir sýndu mér með því að endurkjósa mig með svona miklu atkvæða- magni í fyrsta sætið," sagði Jó- hann Einvarðsson alþingismaður í gær. „Ég hlýt að lýsa ánægju minni með það. Staðreyndin er sú að ég er afskaplega kátur og hlýt að meta það svo, að þó auðvitað séu umræður um einstök mál, þá séu menn a.m.k. ekki mjög óánægðir með mín störf," sagði Jó- hann. „Ég er mjög ánægður með þessi úrslit og þakka öllum þeim sem mig studdu," sagði Helgi H. Jóns- son í gær. „Ég naut stuðnings góðra manna víðsvegar úr kjör- dæminu og er þakklátur þeim öll- um,“ sagði Helgi. Helgi var spurð- ur um framtíð sína hjá ríkisút- varpinu, en hann er fréttamaður þar. Hann sagði að samkvæmt reglum, þá yrði hann að hætta að koma fram í útvarpi nokkrum vik- um fyrir kosningar, en aðrar regl- ur giltu ekki. „Ég segi ekki mörg orð, en ég er ánægð með þessi úrslit og vona að þau komi flokknum til góða,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir í gær. „Ég gaf kost á mér í þetta prófkjör i fullri alvöru til þess að takast á um baráttusætið innan listans. Ég fann það að ég hafði stuðning og þá gat ég allt eins átt von á þessum úrslitum," sagði Arnþrúður. Varð- andi framtíð sína í ríkisútvarpinu sagði hún aðspurð að hún yrði að hætta að koma fram mánuði fyrir kosningar, en að öðru leyti væri það mál óljóst. „Á tímabili ætlaði ég ekki að taka þátt í þessari skoðanakönnun og hef haft mig lítið í frammi," sagði Markús Á. Einarsson í gær. „Eftir á að hyggja er ég hins vegar mjög feginn að ég skyldi vera með. Ég hef þar með fengið til umhugs- unar val þingfulltrúa á mér og störfum mínum," sagði Markús Á. Einarsson. GRÉTAR Þorsteinsson varð efstur i forvali Alþýóubandalagsins í Reykja- vík um helgina, fékk 91 atkvæði. Samtals kusu 203 i forvalinu að sögn Arnmundar Backmann, formanns kjörnefndar, og sagði hann það vera um 25% kjörsókn. Flokksbundnir al- þýðubandalagsmcnn höfðu atkvæðis- rétt. Siðari umferð forvalsins fer fram að hálfum mánuði liðnum, og þá verður valið milli þeirra er urðu í tólf efstu sætunum nú, og þingmanna flokksins i kjördæminu. Jóhann Einvarðsson Arnþrúður Karlsdóttir BANDARÍSKI pianóleikarinn Yvar Mikhasoff mun halda tónleika að Kjarvalsstöðum miðvikudagnn 19. jan. kl. 20.30. Efnisskráin verður bandarísk píanótónlist frá þessari öld, og mun hann flytja skýringar með. Mikhasoff er þekktur píanóleik- ari víða um lönd, einkum fyrir túlkun sína á samtímatónlist. Hann kom fyrst fram opinberlega í New York 14 ára, en auk píanóleiks hefur hann einnig verið atkvæða- mikill kennari og tónskáld. Mörg þekktustu tónskáld vorra daga hafa samið verk sérstaklega fyrir hann. Hingað kemur hann eftir umfangsmikla tónleikaferð um Evrópu (þar sem hann m.a. kom 30 sinnum fram á hollensku listahá- tíðinni). í öðru sæti í forvalinu nú varð Guðrún Hallgrímsdóttir með 70 at- kvæði, Guðjón Jónsson hlaut 66, Margrét Björnsdóttir 63, Álfheiður Ingadóttir 52, Guðrún Ágústsdóttir 44, Vilborg Harðardóttir 38, Ás- mundur Stefánsson 37, Adda Bára Sigfúsdóttir 30, Arnór Pétursson 23, Ragna Ólafsdóttir 22 og Þröstur Ólafsson hlaut einnig 22 atkvæði. Að sögn Arnmundar var dreifing atkvæða mikil, og fengu fleiri tugir mapna tvö og þrjú atkvæði og litlu fleiri. Helgi H. Jónsson, Markús Á. Einarsson Eftir tónleika Yvars Mikhasoff á Louisiana-safninu í Danmörku, lýsti eitt blaðanna því svo, að það hefðu verið tónleikar ársins i Danmörku. Þá mun hann hafa leik- ið svipaða efnisskrá og hann mun flytja hér nk. miðvikudagskvöld. /Kréiuiilkrnnini) Yvar Mikhasoff Aðstaða — ekki afstaða í VIDTALI í sunnudagsblaði við Gunnlaug Pétursson varð prentvilla, sem hrcnglaði merkingu. Þar átti að standa aðstaða, ekki afstaða. Setn- ingin átti að vera: „En að vísu hafði eini ópólitíski borgarstjórinn allt aðra aðstöðu til framkvæmda." Alþýðubandalagið í Reykjavík: Grétar Þorsteinsson efstur með 91 atkvæði Kjörsókn um 25% \ fyrri umferð forvals Píanótónleikar á Kjarvalsstöðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.