Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 31

Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 31 Þingflokkar fjölluðu um kjördæmamálið Dagskrármál tekin út: Alþingi kom saman til starfa í gær. Gunnar Thoroddscn, forsætisráð- herra, las upp, eins og venja stendur til, forsetabréf, er kvað á um að Alþingi komi saman til framhaldsfunda. Forseti sameinaðs þings, Jón Helgason, gat þess, að fram væru lögð í lestrarsal þingsins erindi frá Æðstaráði Sovétríkj- anna og hreppsnefnd Mosfells- sveitar. Eina dagskrármál þessa fund- ar í sameinuðu þingi var tillaga til þingsályktunar um stefnu- mörkun í landbúnaði. Það var tekið út af dagskrá. Fundir vóru settir í báðum þingdeildum. í efri deild var eitt mál á dagskrá, önnur umræða um stjórnarfrumvarp um efna- hagsaðgerðir (bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar frá í ágúst- mánuði sl.). í neðri deild var og eitt mál á dagskrá, stjórnar- frumvarp um olíusjóð fiskiskipa, sem sagt var frá í baksíðufrétt í Mbl. sl. sunnudag. Bæði málin vóru tekin út af dagskrá. Ástæða þess að ekkert dag- skrármála þessa fyrsta starfs- dags Alþingis, eftir fjögurra vikna þinghlé, fékk umfjöllun, var sú, að þingflokkar þurftu tíma til að fjalla um kjördæma- málið, sem formenn stjórnmála- flokkanna hafa þingað um síð- ustu vikur, en líkur eru taldar á því að stutt sé í sátt í því máli, þ.e. að draga úr misvægi at- kvæða kjósenda eftir búsetu þeirra. í dag verða fundir í báðum þingdeildum og fyrir tekin þau mál er að framan greinir. Þess er vænzt að frumvarp um olíu- sjóð verði afgreitt til þingnefnd- ar í dag, en búast má við nokkr- um umræðum um málið, enda skiptar skoðanir um „upptöku sjóðakerfis" í sjávarútvegi á ný og millifærslu fjármuna til „tapfyrirtækja". Hinsvegar má gera ráð fyrir að bráðabirgða- lögin þurfi aftur til þingnefndar í efri deild, bæði vegna þess að sjávarútvegsráðherra hefur boð- að breytingartillögu við frum- varpið og vegna láglaunabóta, svonefndra, en framkvæmd þeirra sýnist hafa valdið megnri óánægju í þjóðfélaginu. Af þess- um sökum verður að telja ólík- legt að þetta mál verði afgreitt til neðri deildar í dag, eins og hugur ýmissa stóð til. Siggeir Björnsson, bóndi, tók sæti á Alþingi í gær, í fjarveru Eggerts Haukdal (S) vegna anna þess síðarnefnda. Stykkishólmur: Sæfell kaupir 150 lesta stál- bát, sem fer til netaveiða Stykkishólmi, 17. janúar. í FYRRAKVÖLD kom hingað til Stykkishólms 150 lesta stálbátur, sem útgerðarfélagið Sæfell hefur keypt frá Keflavík. Hét hann áður Ólafur Ingi og þar áður Sigurður Jónsson, og var gerður út frá Breið- dalsvík. Bátur þessi fer senn á netaveið- ar og er undirbúningur að því haf- inn og verður skipstjóri á honum Páll Guðmundsson. Með tilkomu þess báts hafa bætzt tvö ný skip í flota okkar hér í Stykkishólmi. — Fréttaritari. Ný byrjendanámskeið hefjast 17. janúar. NÝJUNG: Kodokan goshin jutsu sjálfsvarnartímar fyrir kvenfólk og karlmenn. Kennari er Yoshihiko lura, kodokan 5. Dan. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13—22. JÚDÓDEILD ÁRMANNS ARMÚLA 32. Gerið svo vel að líta inn Útsölu- markaður í Kjörgarði (kjallara) Góðar vörur á lágu verði Fatnaður ffyrir alla fjölskylduna Barnaúlpur verö frá kr. 390. Dömuúlpur verö frá kr. 490. Herraúlpur verö frá kr. 490. Flauelsbuxur verö frá kr. 195 stæröir 2—12. Flauelsbuxur stæröir 26—40 kr. 295. Barnapeysur frá kr. 90. Fulloröinspeysur frá kr. 150. Vynilstígvél verð frá kr. 295—395. Sokkar — vetlingar — húfur og margt margt fleira. Sendum í póstkröfu sími 28640 Útsölumarkaðurinn í kjallara Kjörgarös

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.