Morgunblaðið - 18.01.1983, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
Að skemmta
skrattanum?
— eftir Ágúst Sig-
urðsson, Geitaskarði
Ég hef undanfarnar vikur verið
að velta því fyrir mér hvað vakti
fyrir þeim Morgunblaðsmönnum,
þegar þeir fjölluðu um úrslit
prófkjörs Sjálfstaeðismanna í
Norðurlandskjördæmi vestra.
„Þad er síður en svo að ég
hafi á móti því að Moggi reki
garnirnar úr Ingólfi Guðna-
syni, en það væri skemmti-
legra að þær yfirheyrslur
fjölluðu um málefni sem Ing-
ólfi eru ofurlítið kunnug.“
Því hefur oft verið hreyft við
starfsmenn Morgunblaðsins, að
lítt væri haft samband við frétta-
ritara blaðsins. En í öndverðum
nóvember síðastliðnum var mér
tjáð að þetta stæði allt til bóta,
búið væri að skikka sérstakan
blaðamann, sem ætti að vera
tengiliður við landsbyggðarfrétta-
ritarana. Þetta þóttu mér góð tíð-
indi, vegna þess að fréttamat mitt
og Morgunblaðsins fer ekki alltaf
saman. En þrátt fyrir tengiliðinn
góða, þá hef ég ekki verið ónáðað-
ur verulega með símtölum frá
Mogga til þessa. Auðvitað getur
vel verið að Morgunblaðsmenn
telji að hér gerist aldrei neitt, eða
þá að aðrir séu Mogga meira að
skapi sem heimildarmenn.
Þegar Mogginn baslaði sem
mest við að koma framsóknar-
stimplinum á áðurnefnt prófkjör,
þá var ekki leitað frétta hjá mér,
og ég veit ekki til að aðrir frétta-
ritarar Mbl. hér um slóðir hafi
verið spurðir álits. Hins vegar var
Ingólfi Guðnasyni, framsóknar-
þingmanni, hlýtt vandlega yfir
varðandi tilhögun prófkjörsins.
Og sjá: Ingólfur upplýsir að sér
hafi verið tjáð að ekkert væri því
til fyrirstöðu að hann tæki þátt í
prófkjörinu. Þetta vissu allir sem
vildu vita, því að tvo fyrri próf-
kjörsdagana var öllum heimil
þátttaka, án nokkurra skuldbind-
inga. Hefðu Vestur-Húnvetningar
sagt Ingólfi eitthvað annað, þá
hefðu þeir um leið verið að
skrökva, og það er ljótt að
skrökva.
Mesta kjörfylgi D-listans hér er
1900 atkvæði. I fyrrnefndu próf-
kjöri tóku þátt um 1850 kjósendur,
en kjörfylgi listans við síðustu al-
þingiskosningar var rúm 1600 at-
kvæði. Til samanburðar er rétt að
geta þess, að við síðustu alþingis-
kosningar var kjörfylgi B-listans
rúm 2500 atkvæði, var áður tæp
1900 atkvæði.
Mogga þótti við hæfi að hafa
það eftir Ingólfi Guðnasyni, að í
þessu prófkjöri hefði Sjálfstæð-
isflokkurinn fengið talsvert af aU
kvæðum „að láni“ hjá Framsókn. í
þessar upplýsingar fyrrnefnds
Ingólfs var síðan þráfaldlega vitn-
að, bæði í leiðaraskrifum blaðsins,
svo og í Staksteinum. Þetta þótti
mér merkilegur málflutningur,
því vart var hægt að skilja annað
á Mogga, en að bæði Ingólfur og
Moggi væru sammála um að hæfi-
legt væri að D-listinn hér fengi
1600 atkvæði a.m.k. um fyrir-
sjáanlega framtíð. Allt þar fram
yfir væru lánsatkvæði. Ég minnist
þess ekki að Morgunblaðið hafi
áður haldið svona á málum.
Þá ætla ég að víkja aftur að
„upplýsingum" Ingólfs, þar sem
hann heldur því fram að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi fengið þessi
250 atkvæði „til láns“. Ég hélt að
góðir blaðamenn sannreyndu
heimildir sínar, áður en þær eru
notaðar til að búa til úr þeim stór-
frétt. Ef það hefði verið gert, þá
hefði komið í ljós að í síðustu al-
þingiskosningum fékk B-listinn
rúmlega 600 atkvæði að láni frá
góðviljuðum mönnum, og það voru
einmitt þessi lánsatkvæði, sem
fleyttu margnefndum Ingólfi inn á
þing.
Það er álitamál hvort kjósendur
hér um slóðir dást svo mjög að
afrekum Ingólfs Guðnasonar á
þingi, að ástæða þyki til að fram-
lengja lánið. Mér er ekki grun-
laust um að lánið verði allt gjald-
fallið þegar næst verður gengið að
kjörborðinu.
Það er síður en svo að ég hafi á
móti því að Moggi reki garnirnar
úr Ingólfi Guðnasyni, en það væri
skemmtilegra að þær yfirheyrslur
fjölluðu um málefni sem Ingólfi
eru ofurlítið kunnug. Ég get t.d.
upplýst Morgunblaðsmenn um, að
sú saga gengur hér fjöllunum
hærra, að títtnefndur Ingólfur af-
segi með öllu að taka sæti á fram-
boðslista Framsóknarflokksins í
komandi alþingiskosningum ef
Páll Pétursson, formaður þing-
flokks Framsóknar, verður þar í 1.
eða 2. sæti. Þetta ætti Ingólfur að
geta staðfest eða borið til baka, og
ef Mogginn innti hann eftir þessu,
þá stendur líklega ekki á svarinu.
Merkilegt þótti mér og, að þegar
Moggi birti viðtöl við frambjóð-
endur prófkjörsins, að afloknu
kjöri, þá var skotið þar inn inn-
rammaðri tilvitnun í séra Gunnar
Gíslason, formann kjörnefndar
Sjálfstæðisflokksins hér, þar sem
segir að prófkjör séu til þess eins
fallin að skemmta Skrattanum.
Ekki dettur mér í hug að rengja
það að séra Gunnar viti gjörla um
hvað má helst verða Skrattanum
til skemmtunar. Hitt veit ég, að
síðan ég fór að taka þátt í störfum
kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks-
ins hér, þá hefur séra Gunnar
aldrei legið á þeirri skoðun sinni
að prófkjör væri vond aðferð við
að velja fólk á framboðslista.
Þessi skoðun prestsins virðist þó
ekki verða fréttnæm fyrr en eftir
að úrslit prófkjörsins lágu fyrir.
Ég fæ ekki betur séð en að
Morgunblaðið hafi reynt, eins og
hægt var með góðu móti, að gera
úrslit þessa prófkjörs sem tor-
tryggilegust.
Það er mín skoðun að þessi
málflutningur blaðsins sé ekki lík-
legur til að stuðla að sáttum og
samheldni í flokknum, og lái mér
hver sem vill.
Athyglisvert er og, að niður-
stöður úr prófkjörinu hér lágu
fyrir um svipað leyti og niðurstöð-
ur voru birtar úr prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík. Öll-
um er í fersku minni hve rauna-
lega útreið formaður Sjálfstæðis-
flokksins fékk í því prófkjöri.
Það hefur meira en hvarflað að
mér að Morgunblaðið hafi notað
„Ingólfsfréttina", sem átyllu til að
þurfa ekki að fjalla nema sem
minnst um úrslitin í Reykjavík,
sem vissulega voru miklu frétt-
næmari en úrslitin hér.
Hvort heldur sem er, þá tel ég
að þessi umfjöllun Moggans hafi
ekki verið flokknum til góðs á
nokkurn hátt, og það er aðalatrið-
ið í þessu máli.
Jafnvel þó að Árvakur hf., eigi
Morgunblaðið, þá hef ég, til þessa,
álitið Morgunblaðið traustasta
málsvara sjálfstæðisstefnunnar,
og ég er ekki einn um þá skoðun.
Með ósk um gleðilegt nýár.
Geitaskarði 1. jan. 1983.
Einleikstónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Gunnar Kvaran cellóleikari hélt
tónleika í Bústaðakirkju sl. sunnu-
dag og lék tvær svítur eftir J.S.
Bach og Serenöðu eftir Hans
Werner Henze. Tónleikarnir hóf-
ust á fyrstu svítunni, þeirri í G-
dúr. Gunnar lék verkið mjög yfir-
vegað, með þungum og sterkum
tóni, án þess að ofgera verkinu
með of sterkum tilfinningum.
Annað verkið á tónleikunum var
Serenaða fyrir einleikscelló eftir
Hans Werner Henze. Henze lærði
hjár Fortner, Leibowitz og Rufer
og er ferill hans sem tónskálds
nokkuð fjölbreytilegur. Hann
byrjar sem ný-klassiker, tekur síð-
an upp tólftóna raðtækni, reynir
svolítið við jazz og snýst svo gegn
tólftóna raðtækninni og tekur upp
frjálsan stíl, jafnvel með tilvitn-
unum í eldri tónskáld og að lokum
hafnar hann stofnanakerfinu og
reynir að vinna tónlist sína eftir
marxistiskum hugmyndum og
notar til þess allt það sem nýtist
til hljóðmyndunar. Eftir Henze
liggja mjög mörg verk, m.a. sin-
fóníur, óperur, ballettar, óratoríó
og fjöldi smærri verka. Serenaðan
sem Gunnar flutti samdi Henze er
hann var tuttugu og þriggja ára
og líklega enn við nám. Verkið er í
áheyrilegum nýklassiskum stíl,
ekki tilþrifamikið en hljómþýtt
eins og vera ber í ástarljoði á næt-
urþeli. Síðasta verkið var svo önn-
ur svítan eftir Bach. Svo sem eins
og í fyrri svítunni var leikur
Gunnars sterkur og yfirvegaður.
Saraböndurnar eru með stystu
köflunum í svítunum en slegnar
þvílíkum galdri, hvað snertir feg-
urð, að fátt verður þar til saman-
burðar. Þennan kafla í annarri
svítunni lék Gunnar svo fallega að
Giinnar Kvaran
unun var á að hlýða. Vonandi
gefst hljómleikagestum tækifæri
til að heyra Gunnar leika allar
svíturnar áður en langt líður.
Tónlist
Úr Töfraflautunni.
íslenska óperan ársgömul
Egill Friöleifsson
Um þessar mundir er liðið
rúmt ár frá því að Islenska óper-
an hélt fyrstu frumsýningu sína
í eigin húsnæði, Gamla Bíói í
Reykjavík. Eitt ár er ekki langur
tími, en þó er ástæða til að
staldra við og gleðjast með þeim
framsæknu bjartsýnismönnum
sem af stórhug og áræði gerðu
óperudrauminn að veruleika. Is-
lensku óperunni hefur verið vel
tekið af almenningi. Á þessu
eina ári hafa um 47 þúsund
manns sótt sýningar hennar,
sem teljast verður mjög góður
árangur. Þessi jákvæðu viðbrögð
fólksins í landinu gefa ástæðu til
að ætla að raunverulegur grund-
völlur fyrir rekstri óperuhúss í
Reykjavík sé fyrir hendi, en það
drógu margir í efa fyrir rúmu
ári. Úrtölumenn fagurlista hafa
nú hægt um sig, enda gróskan í
menningarlífinu, og þá ekki síst
í tónlistinni, með ólíkindum. Nú
er bara að vona, að þegar nýja-
brumið fer að fölna og grámi
hversdagsins tekur við, reynist
hópur óperugesta, velunnara og
styrktarfélaga nægilega stór og
öflugur til að treysta grundvöll
óperunnar og tryggja henni
áframhaldandi lifdaga. Fjárveit-
ingavaldið mætti einnig gefa því
gaum, hvern hljómgrunn óperan
Hrönn Ingibjörg Hafliðadóttir
hefur hlotið hjá almenningi og
stuðla að vexti hennar og við-
gangi.
Undirritaður átti þess kost að
sjá Töfraflautu Mozarts sl.
sunnudagskvöld, en þá var árs-
áfanganum í eigin húsnæði
minnst. Hér í blaðinu hefur tví-
vegis verið fjallað um uppfærslu
óperunnar og því væri að bera í
bakkafullan lækinn að bæta þar
einhverju við. Þó er ástæða til að
■ iiiuiui iiouiuouutiui CI
nú tók við hlutverki þriðju
hirðmeyjar næturdrottningar-
innar af Önnu Júlíönnu Sveins-
dóttur. Hrönn kannast flestir við
frá því hún starfaði sem þulur
við sjónvarpið á sínum tíma.
Undanfarin ár hefur hún verið
við söngnám, fyrst hér heima, en
frá 1981 í Vínarborg, og er þetta
hennar fyrsta hlutverk á fjölun-
um í Gamla Bíói. Hlutverkið er
ekki stórt og því lítið af því ráðið
hversu Hrönn er megnug á
óperusviðinu, en hún gerði því
góð skil. Hún kom vel fyrir og
sómdi sér ágætlega við hlið
þeirra Sieglinde Kahmann og
Elínar Sigurvinsdóttur.
I hléinu ávarpaði Þorsteinn
Gylfason óperugesti og minntist
m.a. þeirra heiðurshjóna Sigur-
liða Kristjánssonar og Helgu
Jónsdóttur sem með höfðinglegri
dánargjöf sinni gerðu óperunni
kleift að eignast þetta ágæta
hús. Viðstaddir vottuðu minn-
ingu þeirra hjóna virðingu sína
með því að rísa úr sætum. Á eft-
ir var svo skálað fyrir öllu sam-
an í kampavíni.
Héðan eru Islensku óperunni
sendar bestu afmæliskveðjur
með ósk um áframhaldandi vel-
gengni.
I næsta mánuði er von á nýrri
óperu á fjalirnar, nefnilega
Mikado eftir Gilbert og Sullivan.
Óperugestir geta þegar farið að
hlakka til.
Egill Friðleifsson