Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
Minning:
Júníus Kristins-
son skjalavöröur
Fæddur 12. febrúar 1944
Dáinn 7. janúar 1983
Þá var lífið fullt af eftirvænt-
ingu, gleði og fyrirheitum. Tveir
æskumenn sem kynntust í skóla
bundust traustum vináttuböndum.
Báðir trúðu því að vináttan myndi
endast til æviloka og til þess að
innsigla hana gáfu þeir hvor öðr-
um loforð. I stað þess að ganga
undir jarðarmen og heita því að
hefna hvors annars, sem þá var
líka löngu komið úr tísku á ís-
landi, bundu þeir fastmælum að sá
sem lengur lifði skyldi rita eftir-
mæli eftir hinn. Slíkt loforð var
auðvitað óþarfi milli vina og
hugmyndin ber vott um það
áhyggjuleysi og jafnvel alvöru-
leysi sem oft einkennir viðhorf
æskumanna til lífsins — og dauð-
ans.
Hvor fyrir sig mun hafa hugsað
að það yrði ekki fyrr en eftir langa
viðburðaríka ævi að þetta ungæð-
islega heit yrði rifjað upp.
Reyndar gerði ég alltaf ráð fyrir
að það kæmi í hlut Júníusar vinar
míns að leysa verkið af hendi.
Alltaf fannst mér hann manna
líklegastur til þess að verða lang-
lífur og betur hefði hann kunnað
en ég að velja réttu orðin við slíkt
tækifæri. Síst af öllu varði mig að
hann myndi svo skamma hríð
dvelja meðal okkar sem dáðum
hann og nutum liðveislu hans.
I Menntaskólanum í Reykjavík
vakti hann strax á sér athygli
fyrir leiftrandi mælsku, þekkingu
á íslenskri tungu og bókmenntum
og einarðar stjórnmálaskoðanir
sem hann var ávailt tilbúinn að
kappræða.
Hann átti glæsilegan feril í fé-
lagslífi skólans sem ritstjóri,
ræðusnillingur og embættismaður
- er naut óvenjulegrar hylli meðal
nemenda. Er hann hafði lokið
menntaskólanáminu með sóma
bjuggust flestir við að hann myndi
j framvegis verða meðal þeirra sem
sviðsljósin beinast að í þjóðfélag-
inu. Június valdi sér annað hlut-
skipti, vafalaust af því að hann
taldi það betra: að vinna kyrrlátt
starf og að lifa einföldu ánægju-
ríku lífi, sem hann helgaði fjöl-
skyldu sinni öðru fremur. Aðrir
kunna betur en ég að greina frá
störfum hans í þágu sagnfræðinn-
ar, sem hann nam í háskóla og
gerði síðan að ævistarfi. Ég þykist
þó vita að þar hafi ýmsir af eðlis-
kostum hans notið sín vel, ekki
síst samviskusemin, nákvæmnin
og dugnaðurinn.
Júníus fæddist í sveit og sleit
þar barnsskónum. Hann var
kannski alltaf svolítið brot af
bónda. Hann unni náttúrunni,
þekkti flestar íslenskar jurtir,
hafði yndi af að fylgjast með lifn-
aðarháttum fugla og var glöggur á
veður, snjóalög og gróðurfar eins
og best gerist um bónda. Við
heimili sitt ræktaði hann ásamt
eiginkonu sinni fagran garð sem
er til vitnis um smekkvísina og
ræktunaráhugann.
Ef ég reyndi í alvöru að lýsa
mannkostum Júníusar eins og þeir
birtust mér og öðrum vinum hans,
yrði ég í jafnmiklum vanda að
byrja og að enda og þó má ég til að
bæta við nokkrum fátæklegum
orðum.
Hann tók karlmannlega afstöðu
til lífsins. I okkar augum var hann
ævinlega hinn sterki. Aldrei
heyrðist hann kvarta og aldrei
virtist hann sjálfur eiga við
vandamál að stríða. Þó var hann
gagnrýninn á þjóðfélagið, hafði
samúð með lítilmagnanum og var
ævinlega tilbúinn til að taka þátt í
vandamálum annarra og veitti ráð
að vandlega íhuguðu máli og sagði
þá vinum sínum stundum til
vamms ef honum fannst að það
yrði þeim til góðs.
Orð hans stóðu jafnan sem staf-
ur á bók og hann ætlaðist til þess
af vinum sinum að þeir létu ekki
óáreiðanleika í orðum verða til
vináttuspillis. Vel kunni hann að
vera með höfðingjum, enda var
hann kappsfullur í leikjum,
mælskur, söngmaður góður og
hrókur alls fagnaðar í góðum fé-
lagsskap, en þó hygg ég að hann
hafi best kunnað við sig innan um
alþýðufólk, en hvorki fals né sýnd;
armennska voru honum að skapi. I
viðskiptum kunni hann vel að sjá
hag sínum borgið, en aldrei vildi
hann ganga lengra en svo að kaup-
in væru sanngjörn á báða bóga.
Ekki var hann maður auðugur af
fé en þó var hann einn af örfáum
sem taldi sig ekki þurfa meira en
hann hafði, enda þarf annaðhvort
litla peninga eða enga til að kaupa
þau gæði sem hann sóttist eftir í
lífi sínu.
Nú eiga margir um sárt að
binda vegna fráfalls Júníusar: eig-
inkona hans og börn, foreldrar,
systkini, aðrir ættingjar og vinir;
þeir fjölmörgu sem áttu hjá hon-
um ást, vináttu, hald og traust.
Öllum þessum votta ég innilegustu
samúð mína. Það er einlæg ósk
mín að harmurinn víki og í stað-
inn komi þakklæti fyrir allt það
sem við fengum að njóta i sam-
skiptunum ið góðan dreng.
Arni Einarsson
Kr Jn'gar öflgir
ungir falla
s«-m sígi í ægi
sól á dagmálum.
Hjarni Thorarensen
í dag er gerð frá Bústaðakirkju
útför Júníusar Kristinssonar
skjalavarðar, sem andaðist á
heimili sínu að Sogavegi 206 hér í
borg aðfaranótt hins 7. janúar
1983, aðeins 38 ára að aldri. Eins
og nærri má geta, er andlát hans
þungt áfall, ekki aðeins fjölskyldu
hans, heldur einnig samstarfs-
mönnum hans og vinum.
Júníus var mikill hæfileikamað-
ur og fágætlega vel starfi sínu
vaxinn. Hann var hamhleypa til
allra verka, en um leið vandvirkur,
glöggur og gætinn. Þjóðskjala-
safninu var það mikið happ, þegar
hann réðst í þjónustu þess hinn 1.
desember 1972, fyrst sem stað-
gengill annars skjalavarðar, sem
var í orlofi, en síðan fastur starfs-
maður, þegar er fjárveiting fékkst
fyrir nýju embætti.
Eins og að líkum lætur vann
Júníus að röðun og skrásetningu
skjala, en sinnti afgreiðslustörf-
um aðeins í viðlögum eins og aðrir
skjalaverðir. Fyrst tók hann fyrir
skjalasöfn klausturumboða og
sáttanefnda, sem raunar hafði
verið sinnt nokkuð áður, en veitti
báðum þessum söfnum nýjan og
miklu betri umbúnað. Síðan réðst
hann í nýja röðun og skrásetningu
margvíslegra persónulegra skjala-
gagna, sem smám saman höfðu
borist safninu og mörg hver lágu í
lítt skipulögðum skjalabögglum,
sem sumum var gefið flokksheitið
„Varia", öðrum „Syrpa" og hinum
þriðju „Personalia". Frá öllu þessu
gekk hann í eina skipulega heild
og gerði yfir hana haganlega og
handhæga skrá. Að þessu loknu
réðst hann ótrauður í röðun,
skrásetningu og umbúnað sýslu-
skjalasafna, sem frá upphafi hafa
búið við bráðabirgðaskrásetningu,
sem dr. Jón Þorkelsson hafði lagt
grundvöllinn að af sínum alkunna
dugnaði og haldið hafði verið
áfram með sama hætti eftir hans
dag. Verk sitt hóf Júníus á skjala-
safni Norður-Múlasýslu og Seyð-
isfjarðarkaupstaðar og lauk við
þann hluta, en var fyrir ekki alls
löngu byrjaður á Suður-Múla-
sýslu, þegar hann féll frá.
Enn er eftir að telja eitt verk
Júniusar, sem hefur nokkra sér-
stöðu og þarfnast auk þess nokk-
urrar skýringar af minni hálfu.
Öllum þeim, sem leggja leið sína í
Þjóðskjalasafn, er vel kunnugt, að
næstum öll aðalmanntöl, sem tek-
in voru á árabilinu 1835—1930,
hafa verið vélrituð, ekki þó fyrst
og fremst notendum til hægðar-
auka, heldur framar öllu til að
hlífa frumritunum við frekara
sliti en orðið var. Aðalmanntalið
1801, hið næsta varðveitta og
óskerta manntal eftir 1703, var þó
ekki vélritað í sömu lotu og hin,
enda ritað á slitþolnari pappír.
Auk þess var það miklu erfiðara
til eftirritunar sökum orðmynda
og málfars, sem átti að heita
danska, þó að íslensku áhrifin
leyni sér ekki.
Ættfræðifélagið lauk við útgáfu
Manntals á íslandi 1816 árið 1974.
Stóðst þá á endum, að handrit
manntalsins 1801 var tekið að lýj-
ast og að félagið fékk augastað á
því manntali sem næsta útgáfu-
verkefni. Ég sá þegar í hendi mér,
að það væri ekki á færi nema sér-
hæfðs starfsmanns að gera af því
gott og gilt eftirrit. Taldi ég því
affarasælast, að Þjóðskjalasafnið
legði til traust eftirrit og ábyrgð-
ist texta þess, en Ættfræðifélagið
bæri fjárhagslegan veg og vanda
af útgáfunni. Við eftirgrennslan
kom í ljós, að Júníusi var það mjög
ljúft verk að gera slíkt eftirrit.
Réðst hann fljótlega í að gera því
sem næst stafrétt endurrit text-
ans (með smávegis tilslökunum,
t.d. um lítinn og stóran upphafs-
staf, auk þess sem af uppsetn-
ingarástæðum þurfti að grípa til
kerfisbundinna skammstafana um
hjúskaparstöðu fólks). Ég bar
þessa uppskrift Júníusar saman
við frumrit og aðstoðaði lítils
háttar við prófarkalestur. Satt að
segja undraðist ég bæði vinnu-
hraða og nákvæmni Júniusar við
verkið. Eg hef orðið þess lítið eitt
var, að ráðsmennska mín í þessu
útgáfumáli hafi sætt gagnrýni, en
ég á bágt með að trúa því, að ég
nái nokkurn tíma svo háum aldri,
að ég iðrist gerða minna í þessu
efni. Útgáfa manntalsins hefur
þegar sýnt, að ekki er þörf 'á að
nota frumritið nema í hreinum
undantekningatilfellum. Útgáfa
manntalsins 1801 er í þremur
vænum bindum, sem komu út á
árunum 1978—1980.
Að undanförnu höfum við Júní-
us unnið saman að útgáfu á
prestastefnudómum og bréfabók
Gísla biskups á Hólum Þorláks-
sonar. Sú bók er II. bindi í ritröð-
inni Heimildaútgáfa Þjóðskjala-
safns, og er bókin væntanleg úr
prentsmiðju nú á næstunni. Júní-
us bjó til prentunar bréfabók
Gísla (1666—1676), sem er meiri
hluti textans, og ritaði sagnfræði-
legan inngang að verkinu um
æviferil Gisla og stöðu hans í
þjóðarsögunni. Samvinnan við
Júníus við þetta verk var einstakl-
ega ánægjuleg, enda nutu hæfi-
leikar hans sín prýðilega á þessu
sviði.
Fyrir utan störf Júníusar í safn-
inu vann hann með öðrum íslensk-
um sagnfræðingum að rannsókn
Vesturheimsferða frá íslandi. Er
bráðlega von á skrá um íslenska
vesturfara á tímabilinu um
1870—1914, algerlega unnin af
Júníusi. Ekki leikur vafi á, að það
verður hið gagnlegasta verk frá
ýmsum sjónarmiðum séð.
Júníus var ritari Hugvísinda-
deildar Vísindasjóðs frá 1. mars
1982 til dauðadags.
Júníus var manna ljúfastur í
allri viðkynningu, skemmtilegur
og ræðinn, en þó dulur á sjálfs sín
hagi, jafnvel svo, að það gat villt
nánum samstarfsmönnum hans
sýn. Hann var sérstaklega vel lát-
inn af öllu starfsliði Þjóðskjala-
safns og mér er óhætt að segja
öllum þeim, sem störfum gegna í
Safnahúsinu. Það var hrein unun
bæði að taka þátt í störfum með
honum og fela honum verk. En
vegna þess hve dulur hann var,
gerði ég mér ekki ljóst fyrr en um
seinan að hann var sárþjáður
maður. Sannaðist á honum, að
enginn veit, hvað undir annars
stakki býr og
„Hugur einn það veit,
er býr hjarta n*r,
einn er hann sér um sefa",
eins og fornkveðið er.
Það er sárt að sjá á bak svo
ungum manni, svo vöskum og vel
gerðum, sem Júníus var. Astvinir,
samverkamenn og félagar eiga
miklu á bak að sjá. En árin segja
ekki allt um skammlífi og langlífi,
eins og Jónas Hallgrímsson hefur
fært okkur heim sanninn um í lífi
og ljóði:
„Hvaó er langlífi?
Lífsnautnin frjóa,
alefling andans
og athöfn þörf.“
Júníus var maður víðsýnn og
þroskaði vel með sér góðar eðlis-
gáfur. Hann vann hvert þarfa-
verkið öðru meira, meðan heilsa
og kraftar entust. Um meira verð-
ur enginn krafinn, þó að allir, sem
til hans þekktu, hefðu átt þá ósk
heitasta, að honum hefði enst ald-
ur til að ávaxta lengur hið góða
pund sitt.
Júníus Kristinsson var fæddur
12. febrúar 1944 að Rútsstöðum í
Flóa, yngsta barn hjónanna Krist-
ins Júníussonar og Margrétar
Guðnadóttur, sem bæði lifa son
sinn, búsett hér í borg. Júníus
fluttist með foreldrum sínum til
Reykjavíkur árið 1958. Hann lauk
stúdentsprófi við Menntaskólann í
Reykjavík vorið 1964 og kandí-
datsprófi í sagnfræði við Háskóla
íslands 1972.
A stúdentsárum sínum vann
Júníus fyrir sér með kennslu.
Einnig tók hann þátt í félagslífi
stúdenta og átti um hríð sæti í
stúdentaráði. Á menntaskólaárun-
um var hann einnig félagslyndur,
og síðasta ár sitt þar var hann
inspector scholæ, sem er mikil
virðingarstaða.
Eftirlifandi kona Júníusar (20.
júlí 1967) er Guðrún Guðlaugs-
dóttir, þjóðkunn sem fréttamaður
útvarpsins.
Börn þeirra eru: Ragnheiður,
gift Ævari Ágústssyni, á eitt barn.
Ásgerður, Móeiður, Kristinn, Guð-
laugur.
Ég votta Guðrúnu og börnum
þeirra, foreldrum Júníusar og
systkinum og öðru venslafólki ein-
læga samúð mína og bið þeim öll-
um styrks í sorg þeirra.
Vinarkveðjur mínar fylgja Júní-
usi yfir djúpið mikla. Hér í Þjóð-
skjalasafni verður hans jafnan
minnst þakklátum huga, með virð-
ingu og sárum söknuði.
Bjarni Vilhjálmsson
„Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama:
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.“
(Hávamál)
Af veikum burðum langar mig
að minnast með fáum orðum mágs
míns, Júníusar Hafsteins Krist-
inssonar, en útför hans fer fram í
dag frá Bústaðakirkju. Hann lést
á heimili sínu að Sogavegi 206,
hinn 7. janúar sl.
Júníus var fæddur á Rútsstöð-
um í Gaulverjabæjarhreppi, hinn
12. febrúar árið 1944, sonur hjón-
anna Kristins Júníussonar og
Margrétar Guðnadóttur, er þar
bjuggu þá. Hann ólst upp með for-
eldrum sínum og systkinum á
fögru alþýðuheimili. Fegurð
bernskuheimilis hans fólst ekki í
skartgripum eða ytra tildri. Hún
fólst í samhygð, trú og virðingu
fyrir þeirr^siðum og venjum sem
best hafa gefist íslenskri þjóð. Af-
inn og amman voru ekki á elli-
heimili. Þau deildu lífi sínu með
húsráðendum og æskufólkinu.
Þegar Júníus óx úr grasi varð þess
fljótt vart að hann var skýr í
hugsun og þyrstur í ömmu- og afa-
sögur og annað það er fullorðna
fólkið veitti honum vitneskju um.
Hann spurði af hógværð og at-
hygli. Með honum bjó fróðleiks-
fýsn.
Árið 1957 létu foreldrar hans af
búskap og fluttust til Reykjavíkur.
Á því aldursskeiði sem Júníus var
þá, var þessi breyting honum
áreiðanlega erfið, en hann gekk
mót viðfangsefnum sínum af festu
og áræði. Hann lauk tilskyldri
skólagöngu að fermingu lokinni og
settist siðan á skólabekk í
Menntaskólanum í Reykjavík og
lauk þaðan stúdentsprófi vorið
1%4. Námið var honum auðvelt og
kom þar vel fram hin augljósa
fróðleiksfýsn er vart varð í fari
hans á bernskuárum og áður er að
vikið. Á menntaskólaárum sínum
naut hann mikils trausts kennara
og nemenda. Að stúdentsprófi
loknu innritaðist hann í Háskóla
íslands og lauk frá þeirri stofnun
prófi í norrænum fræðum. En eft-
ir það réðist hann starfsmaður við
Þjóðskjalasafnið og vann þar til
dánardægurs.
Júníus giftist árið 1967 heitmey
sinni, Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Einarssonar hæstaréttarlög-
manns og Nönnu Elíasdóttur. Þau
eiga fimm börn sem eru: Ragn-
heiður, gift Ævari Ágústssyni,
Ásgerður 14 ára, Móheiður 10 ára,
Kristinn og Guðlaugur 6 ára.
I myrkri harms og trega lýsir í
huga mínum minningin um góðan
dreng, öðlinginn sem jafnt í
bernsku, æsku og á manndómsár-
um var ætíð hýr, kurteis og for-
dómalaus um hvaðeina sem hann
bar huga að. Hann var dulur í
lund, flíkaði ekki sínum innri til-
finningum og felldi ekki dóma um
atriði sem hann taldi sig ekki hafa
íhugað eða sá af skarpri greind
sinni að til lítils væri að ræða um.
í minningunni um hann lýsir hin
tæra fegurð trúmennskunnar við
hvert það verkefni sem hann
sinnti og breytti þar engu hvort
um var að ræða starf snúninga-
drengsins í sveitinni, nemandans
eða starf fræðimannsins, öll voru
þau leyst af hendi með heilum og
björtum huga.
Júníus var mikill heimilis- og
fjölskyldufaðir, umhyggjusamur
og skilningsríkur. Gestrisinn á
gamla vísu og hélt í heiðri hefðum
og siður fyrri kynslóða. Öldruðum
foreldrum sínum var hann traust
stoð og minnugur vel á þeirra um-
hyggju og hjálp í uppvexti sínum.
Og nú eru vegamót. Mikill ljúfl-
ingur er látinn langt um aldur
fram.
Fjölskylda mín vottar eiginkonu
hans og börnum þeirra, foreldrum
hans og vinum öllum einlæga
samúð. Víst gera orð mín enga
stoð í hinum mikla harmi þeirra,
en hljóðar bænir mínar um styrk
og handleiðslu Drottins allsherj-
ar, verða máske heyrðar.
Megi minningin um hinn látna
vin ætíð minna á heiðríkju him-
insins.
Gunnar Sigurðsson,
Seljatungu.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
VALTÝS SIGURDSSONAR
frá Geirmundarstööum.
Anna Hjartardóttir,
Gunnlaugur Valtýsson, Jóhanna Haraldsdóttir,
Geirmundur Valtýsson, Mínerva Björnsdóttir,
og barnabörn.