Morgunblaðið - 18.01.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
37
Susanne Guðmunds-
son — Kveðjuorð
Fædd 7. apríl 1930
Dáin 24. desember 1982
Þegar skammdegismyrkrið er
lýst upp með jólaljósum og allar
fjölskyldur eru að sameinast til að
halda jólahátíð, þá ber skugga á er
okkur berast þau hörmulegu tíð-
indi að góð vinkona og mágkona,
Susanne Guðmundsson hafi látist
á hinu heilaga kvöldi þann 24. des-
ember í Kiel í Þýskalandi, en þar
var hún stödd til að hjúkra fóst-
urmóður sinni í hennar veikind-
um.
Susanne Christa Marianne
Jungjohanm var fædd í Kiel í
Þýskalandi þann 7. apríl 1930.
Foreldrar hennar voru Sopie
Prigge og Emil. Föður sinn missti
hún ung og ólst þá upp hjá móð-
ursystur sinni Paulu og manni
hennar Gústaf og dvaldist hún hjá
þeim þar til hún tók þá stóru
ákvörðun 1948 að fara til íslands í
atvinnuleit, eftir að hafa alist upp
við hörmungar stríðsins. Kom hún
hingað ein, mállaus á íslenska
tungu.
Raunir hennar byrjuðu
snemma. Stríðið skall á er hún var
barn að aldri, og aðfangadags-
kvöld eitt var gerð loftárás á borg-
ina hennar, allir forðuðu sér í loft-
varnarbyrgi. Gústaf fósturfaðir
hennar var heima í fríi eftir
meiðsli á fæti, og hvatti alla að
flýta sér, en var sjálfur síðastur,
en hann kom aldrei, því hann fórst
í þessari loftárás.
Eftir að Sanny eins og við öll
kölluðum hana, kom til íslands,
gerðist hún ráðskona á Hellnum á
Snæfellsnesi, þar dvaldist hún þar
til hún fluttist í Voga á Vatns-
leysuströnd til Guðríðar Ás-
grímsdóttur og Guðmundar Jóns-
sonar er þar bjuggu. Þar kynntist
hún sínum manni er hét Kristján
Rósberg Guðmundsson en þar með
voru hennar örlög ráðin, því upp
frá því var hún sannur íslending-
ur.
Saga hennar hér er gleði- og
sorgarsaga eins og hjá mörgum en
þó kannski mun meiri. Sanny var
mjög vel gerð kona, hún var vel
ritfær enda skrifaði hún mikið um
ísiand í þýsk blöð og voru sögur
hennar til fyrirmyndar um land-
kynningu og fólk. Hún sótti hér
námskeið um ferðamál og var far-
arstjóri með þýskt fólk, þá er það
heimsótti ísland. Sanny var í
kirkjukór í Háteigskirkju og hafði
mikið yndi af söng. Nú síðari ár
fór hún með hópa fólks til Þýska-
lands til lækninga og er það víst
að það eru margir sem hugsa hlýtt
til hennar nú á þessari sorgar-
stund. Eins og fyrr segir var hún í
Kiel en þaðan ætlaði hún að koma
eftir jól, þar sem fósturmóðir
hennar var komin á gott vistheim-
ili. Enginn gat látið sér til hugar
koma að hún kæmi liðin. Lífið er
oft flókið umhugsunarefni.
Eins og fyrr segir gekk hún að
eiga Kristján, sómamann í hví-
vetna, reglumaður algjör. Hann
var meistari í pípulögnum og vél-
virkjun. Hann var mjög góður í
teiknun og lauk prófi í arkitektúr
með góðum árangri, enda starfaði
hann yfir 20 ár við verkfræði-
skrifstofu Varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli.
Þau hófu búskap í Vogum á
Vatnsleysuströnd. Þau voru ávallt
samhent. Þar áttu þau sína gleði-
og sorgarstundir, þar eignuðust
þau sína 3 syni.
Elstur var Björgvin Wilhelm,
fæddur 23. september 1950, hann
misstu þau er hann fórst af slys-
förum 13 ára gamall, þann 12. ág-
úst 1963.
Annar sonur fæddist þeim þann
7. júlí 1952. Hann hét Kristján
Gústaf, efnispiltur. Hann hóf
flugnám og tók próf sem einka-
flugmaður. Hann fórst af slysför-
um aðeins nokkra metra frá heim-
ili sínu í Vogum þegar flugvélin
hrapaði og dó hann 30. júlí árið
1971, aðeins 19 ára gamall.
Þriðji sonurinn sem þau eignuð-
ust er Guðmundur, fæddur þann 5.
febrúar 1957. Hann býr nú í
Reykjavík með unnustu sinni og
dóttur sem var skírð í höfuðið á
ömmu sinni. En sorgin hélt áfram
að sækja þau heim. Þau voru nú
flutt úr Vogunum og að Bólstað-
arhlíð 66 í Reykjavík. Þá veiktist
Kristján og var það erfitt ofan á
allt annað, þá sást best hvað Sus-
anne var dugleg þegar hún horfði
á sinn yndislega mann fara frá
sér, en hann dó 24. júlí 1975, þá
aðeins 56 ára.
Hér er stiklað á stóru. Hún bar
ekki tilfinningar sínar á torg, en
hún hlakkaði til að koma heim á
nýju ári og sjá börnin sín, litlu
nöfnu sína, og alla vini, því hér
átti hún vini, en enginn má sköp-
um renna. Við trúum því að hún
uni glöð við góða heimkomu til
ástvina sinna. Það er það eina sem
við getum reynt að hugga okkur
við.
Við biðjum góðan guð að styðja
soninn hennar eina, unnustu og
litlu dóttur, sem eftir eru í þeirra
mikla missi. Fari góð vinkona í
friði, friður guðs hana blessi.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Lína og Matti
Keflavlk.
Hún Sanný er dáin. Hvílík sorg-
arfregn. Hún sem rétt var ókomin
heim til Islands aftur, þar sem
hlutverki hennar í föðurlandinu
var nú að ljúka. Glöð og full til-
hlökkunar vegna heimkomunnar
talaði hún við son sinn frá Kiel í
Þýskalandi á aðfangadag. Stuttu
síðar kvaddi hún þennan heim.
Christa Marianne Susanne hét
hún fullu nafni og fæddist í Kiel í
Þýzkalandi. Hún kom til Islands í
atvinnuleit í apríl 1949 og eftir
það var hún íslendingur. íslenzk-
una talaði hún svo til lýtalaust og
allt íslenskt var henni kært. En
engu að síður var hún bundin
skyldmennum sínum í Þýzkalandi
órofaböndum. Hjá þeim lauk hún
lífsstarfi sínu.
Á aðfangadagskvöld lásum við
hjónin ásamt börnum okkar hlý-
legu jólakveðjuna hennar. Þar
sagði hún frá því, hvað hún hlakk-
aði til að koma heim í byrjun nýja
ársins. Enda hér heima sonur
hennar og tengdadóttir ásamt
litlu sonardótturinni. Samvistum
við þau hafði hún fórnað um sinn
vegna fráfalls bróður síns og móð-
ur, sem bæði létust fyrir um það
bil ári og síðan vegna veikinda
uppeldismóður sinnar, er nú í des-
ember fékk rúm á hjúkrunarheim-
ili. I jólakortinu segir Sanný frá
því, hve fegin hún sé því að hafa
annast gömlu konuna þennan
tíma. Og sú umönnun varð hennar
aðfangadagskvöld.
Sanný var kona, sem ekki er
unnt að gleyma. Og saga hennar
er engu lík. Hún er ekki eins og
hver önnur ævisaga — líklega
mundu flestir telja hana sorgar-
sögu öðru fremur. En ekki má
nefna hana eingöngu því nafni, því
að í henni eru líka margir sól-
skinsblettir.
Konan, sem á þessa sögu að baki
var einstök persóna. Og hana ber
hátt. Þegar rifjaðar eru upp
myndir úr ævi hennar er það hin
sterka, einbeitta, glaðlega, ósér-
hlífna Sanný, sem er svo fyrirferð-
armikil í mynd minninganna, að
allir skuggafletir dofna. Margar
myndir koma upp í hugann. Þegar
við hjónin kynntumst Sanný og
fjölskyldu hennar fyrir 15 árum
vantaði elsta soninn Björgvin
Wilhelm í fjölskyldurammann.
Hann hafði hrapað til bana aðeins
13 ára gamall er hann var í fjall-
göngu ásamt vini sínum skammt
frá heimili þeirra í Vogum á
Vatnsleysuströnd. Athygli okkar
vakti þegar hin einarða þýzka
kona, sem tók þátt í ýmsum störf-
um kvenfélagsins af eldmóði
ásamt því að fylgja vel eftir
tveimur sonum sínum, þá 10 og 17
ára gömlum. Og engum gat dulizt
að þau hjónin, Kristján Rósberg
Guðmundsson og Susanne elskuðu
og virtu hvort annað, enda bæði
sérlega einlægar og hreinlyndar
manneskjur. Sjálf sögðu þau
okkur að þau hefðu kynnzt á
Snæfellsnesi er þau voru þar í
kaupavinnu sitt á hvorum bænum
á sínum tíma. Þýzkur prestur gaf
þau síðan saman í hjónaband í
Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu-
strönd í júlí 1951.
Ekki höfðu kynni okkar af fjöl-
skyldunni staðið nema í tvö ár,
þegar myndin af henni breyttist
aftur. Kristján Gústav, sem nú
var eldri sonurinn, hrapaði til
bana í lítilli flugvél sem hann
flaug sjálfur. Hún féll til jarðar
aðeins örfáum metrum frá heimili
fjölskyldunnar að Sólbergi í Vog-
um. Rúmu ári síðar flutti fjöl-
skyldan til Reykjavíkur og bjó um
sig í notalegri íbúð. Yngsti sonur-
inn, Guðmundur Þór, átti nú einn
umhyggju foreldranna og fór ekki
varhluta af henni.
En myndin fékk ekki lengi að
vera þessi innan rammans. Nú var
tími eiginmannsins kominn. Hann
kvaddi þo ekki jafn snöggt og syn-
irnir. Og hin einarða, trygga kona
sinnti því hlutverki að hjúkra
honum helsjúkum mánuðum sam-
an. Sanný sagði okkur hjónum í
bréfi — þar sem við vorum búsett
erlendis er hún missti mann sinn í
júlí 1975: „Við fáum engu að ráða,
Guð ræður". Og hún laut þeirri
staðreynd. Hún treysti því að Guð
sæi tilgang með þessu öllu, og það
var ekki hennar að fetta fingur út
í stjórn hans. Með þessa fullvissu
og reynslu að baki héldu þáu
áfram lífsbrautina sonurinn ungi
og móðirin og létu engan bilbug á
sér finna.
Síðustu árin, eða þar til hún fór
til Þýzkalands, vann Sanný hjá
Álafossi. Þar sinnti hún af-
greiðslustörfum fyrst í stað en síð-
an skrifstofustörfum hjá fyrir-
Fæddur 25. október 1951
Dáinn 9. janúar 1983
Kallið er komið, komin er nú
stundin.
Þessi orð sálmaskáldsins var
eina svarið er í hug okkar kom,
þegar okkur bárust þau hörmu-
legu tíðindi, að Valur hefði hnigið
niður látinn í hópi félaga sinna,
þar sem þeir voru á íþróttaæfingu.
Við mennirnir sjáum svo
skammt fram á veginn og skiljum
því ekki tilgang skaparans, og eig-
um þar af leiðandi erfitt með að
sætta okkur við missi ástvina
okkar og ekki síst þegar kallið
kemur svo óvænt og í hlut á svo
ungur maður sem Valur var.
Hann var fæddur á Flateyri við
Önundarfjörð 25. október 1951,
sonur hjónanna Ástu Jónsdóttur
og Sigurmunds Þóroddssonar, en
þau hjónin eignuðust fjögur börn,
tvær dætur þeirra eru búsettar í
Svíþjóð, en sonur þeirra, Jón, býr í
um systkinahópi hjá ástríkum for-
eldrum enda þessi fjölskylda ein-
staklega samhent. Árið 1971 flutt-
ust þau til Reykjavíkur, en fjórum
árum siðar lést faðir hans, aðeins
46 ára gamall.
Það var ekki ætlun okkar að
fara að rekja hér ættir né æviferil
Vals. Við viljum heldur þakka
Guði fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þessum góða dreng, sem kom
eins og sólargeisli inn í líf dóttur
tækinu. En jafnhliða þessu lét hún
sig skipta 'erfiðleika og sjúkdóma
annarra. Hún fór nokkrar ferðir
héðan að heiman með sjúklinga til
lækninga í Þýzkalandi. Ekkert
taldi hún eftir sér í því sambandi,
undirbjó allt sjálf með bréfa-
skriftum og öðru nauðsynlegu.
Fjölskyldu sína í Þýzkalandi
heimsótti hún með jöfnu millibili.
Einnig var gott samband milli
hennar og yngri systur hennar,
Ritu, sem giftist hingað líka og er
búsett í Keflavík ásamt fjölskyldu
sinni.
Enn er myndin innan rammans
breytt. Eftir stendur sonurinn
Guðmundur Þór, sem ungur að ár-
um hefur þurft að lifa margar
sársaukastundir. Hann er sterkur
og einbeittur með góða eiginkonu,
Hörpu Hauksdóttur, sér við hlið.
Þau munu nú ásamt litlu dóttur-
inni Ingibjörgu Christu, halda
áfram lífsgöngunni. Og þeim er
ekkert að vanbúnaði. Mörg og
þung högg mega ekki veikja um of.
Og Guð, sem öllu ræður, gefur líka
styrk og von, þegar allt er myrkt
og erfitt.
Það er huggun í harmi að Sanný
skyldi geta haft tengdadótturina
og litlu sonardótturina hjá sér í
allt sumar, og að Guðmundur var
hjá henni líka í sumarleyfi sínu.
Án efa hefur það stytt henni
stundir og veitt birtu inn í annir
hversdagsins.
Guðmundur og Harpa. Við hjón-
in samhryggjumst ykkur. Þið haf-
ið misst mikið, en þið eigið líka
dýrmætar minningar, sem þurfa
að fá að rísa hæst í hugum ykkar.
Megi þær minningar mýkja sárs-
aukann og hreiða yfir sáran sökn-
uö.
Rúna Gisladóttir og fjölskylda.
Það var árið 1949 að ég var að
leita mér að atvinnu. Á hóteli einu
í Timmendorf rakst ég á bréfmiða
þar sem auglýst var eftir landbún-
aðarfólki til starfa á íslandi. Ég
hafði farið til Timmendorf vegna
þess að ég þekkti konu, sem rak
hótel þar. Hún tók mér mjög vel
og vildi taka mig til sín í vinnu, en
litli bréfmiðinn, sem ég hafði
fundið breytti öllum mínum
áformum. Þannig hófst sagan,
sem Susanne sagði, sagan sem
lauk á aðfangadag jóla. Það var
saga mikilla sviftinga, mikilla
harma en jafnframt mikils þreks
og hugrekkis.
Hún kom til íslands og vistaðist
að Hellnum á Snæfellsnesi. Hún
okkar, Sigurbjargar, og reyndar
okkar allra. Þau kynntust fyrir
fjórum árum og bjuggu síðastliðin
tvö ár hjá móður hans, enda var
Valur hennar stoð og stytta eftir
missi föður síns. Valur var búinn
að ákveða sitt starfssvið vel. Hann
var útvarps- og sjónvarpsvirki að
mennt, og lék allt í höndum hans.
Hann hafði sett á stofn fyrirtækið
„Sónn“, sem hann rak með öðrum
og gekk það allt að óskum, því
Valur hafði yfir frábærum stjórn-
unar- og skipulagshæfileikum að
ráða.
Hjálpsemi og góðvild hans voru
einstök og naut Sigurbjörg þess
sérstaklega, enda voru þau ákaf-
lega hamingjusöm. Gifting var
fyrirhuguð í vor og framtíðin
blasti við, mennirnir ákvarða en
Guð ræður.
En minning hans lifir og hana
fær enginn frá okkur tekið, megi
hún verða leiðarljós í hinni miklu
sagði að oft hefði hún gengið úti
og notið birtunnar og víðsýnisins,
þó landið virtist nakið og bert við
fyrstu sýn. Þar var þó ýmislegt að
sjá, sem undrun vakti.
Nokkru seinna flutti hún að
Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar
beið gæfan hennar, því þar kynnt-
ist hún mannsefninu sínu, Krist-
jáni R. Guðmundssyni, tækni-
fræðingi. Þau reistu þar heimili
sitt og bjuggu þar í tuttugu ár, en
fluttu þá til Reykjavíkur. Þau
eignuðust þrjá drengi, Björgvin
Vilhelm, sem fæddist 23. septem-
ber 1950, en lést af slysförum hinn
12. ágúst 1963, Kristján Gustaf,
fæddist 17. júlí 1952, hann lést
einnig af slysförum, 30. júlí 1971.
Bikarinn, sem hún Susanne varð
að bergja á, var þó ekki tæmdur.
Kristján Guðmundsson, maður
hennar, lést 24. júlí 1975, eftir löng
veikindi. Síðasta árið sem hann
lifði annaðist Susanne hann sjálf,
með nærfærni og einstakri elju.
Þriðji sonurinn, Guðmundur, er
kvæntur Hörpu Hauksdóttur og
eiga þau eitt barn, sem var sólar-
geisli Susanne. Það hefur orðið
þung byrði fyrir ungu hjónin, þeg-
ar harmafréttin barst frá Þýska-
landi á aðfangadag, að Susanne
væri látin.
Susanne hóf störf í Álafossbúð-
inni í Reykjavík, 3. maí 1976. 1.
október árið eftir varð hún aðstoð-
arverslunarstjóri, en síðustu árin
vann hún í söludeild á aðalstöðv-
unum í Mosfellssveit.
Susanne átti sér áhugamál og
eflaust góðar stundir. Hún söng í
kirkjukór Háteigskirkju og naut
góðrar tónlistar. Þó er ótalið það
sem hún lagði mesta alúð við. í
æsku hafði hana dreymt um að
verða læknir. Aðstæður hennar
komu í veg fyrir það. Hún reyndi
að bæta sér það upp með því að
læra í bréfaskólum bæði tungumál
og sálfræði. í Bremen í Þýskalandi
er kona, sem hefur tileinkað sér
ævaforna kínverska læknisfræði,
sem m.a. felst í svæða- og nálar-
stunguaðferð. Talið er að henni
hafi tekist að lækna mörg manna
mein. Susanne hafði milligöngu
fyrir þýska lækninn og fór margar
ferðir með íslenska sjúklinga
þangað. Það er talið að þeir hafi
verið fimmtíu til sextíu og margir
fengið bata. Susanne var síhjálp-
andi og síðasta verk hennar var að
hlúa að gamalli móður sinni í
Þýskalandi, sem var orðin ein-
stæðingur.
Hvíli hún nú í friði.
Starfsfólk Álafoss hf.
sorg Sigurbjargar, móður hans,
systkina og okkar allra.
„Yfir haf sem heima skilur
hédan leitar sálin þín.
Alvaldshöndin upp þig leidir
inn í dýröarríki sín.
Yertu sæll! ViA sjáumst aftur
saman öll, er lífid þver.
Far vel vinur! Frjáls úr heimi.
FriAur Drottins sé meö þér.**
— (Sálmur)
Fjölskyldan,
Stóragerði 19.
Lokað
í dag, þriöjudag, vegna jaröarfarar
VALS SIGURMUNDSSONAR.
Radíóverkstæöiö
Sónn sf., Einholti 2.
Valur Sigurmunds-
son — Minningarorð