Morgunblaðið - 18.01.1983, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
\
ást er ...
... að roðna þegar hann
hælir þér.
TM Rea U.S. Pat Off.—all rights rcserved
• 1982 Los Angdes Times Syndicate
Það er ánægjulegt að sjá þig, en ég
get ekki staðið nema stutt við, því
ég verð að vitja annarra sem eru
líka hér á spítalanum.
Vill enginn bjóða í framlengingar-
handlegginn?
HÖGNI HREKKVÍSI
„þVÍ /M\ÐUfí.,HEKtZA AUMM/ EW t(á 'A EKKl ZLÓ."
Einhvern veginn smásí-
aðist þetta inn í mig
„Aldrei hefir það orðið mér til vanuræva au iara mvw uurn í kirkju. Eg sé
heldur ekki annað en börn sitji þar yfirleitt hljóð og prúð, án þess að þar sé
talað eitthvert barnamál.**
Björg skrifar:
„Velvakandi.
I dálkum þínum 29. des. sl. birt-
ist fyrirspurn frá 7030—2306 um
það, hvort ekki væri hægt að hafa
aðra hverja helgistund í Sjónvarp-
inu fyrir börn. Orðalag presta
væri oft þannig, að börn skildu þá
ekki og hefðu þar af leiðandi ekki
áhuga á að hlusta. Spurt var,
hvort ekki væri mögulegt að beina
þessu í heppilegri farveg.
Á fyrstu árum Útvarpsins var
tekinn upp sá háttur að útvarpa
messum kl. 14 á sunnudögum. Það
þótti alveg sjálfsagt að allir sett-
ust niður og hlustuðu, ef kostur
var á. Ég var þá barn að aldri í
uppeldi hjá afa mínum og ömmu.
Mér eru minnisstæðir sunnu-
dagar að sumarlagi, þegar ekki
var sinnt um heyskap. Þá áttum
við börnin frí frá skyldustörfum
og máttum leika okkur að vild. En
samt máttum við aldrei fara langt
frá bænum, í berjamó eða þ.u.l.,
fyrr en eftir messutíma. Rétt fyrir
kl. 14 kallaði amma á okkur. Mess-
an var að byrja. Urðum við að
sitja grafkyrr og þegjandi í
klukkutíma og hlusta á Guðsorðið.
Ég man að mér þótti þetta oft
afar harður kostur, sérstaklega
þegar sólin skein úti. Ekki dettur
mér í hug að halda því fram, að ég
hafi skilið allt sem presturinn
sagði eða að athyglin hafi ekki
stundum beinst fullt eins mikið að
góða veðrinu fyrir utan. En ein- ■
hvern veginn smásíaðist þetta inn
í mig.
Þegar lengra leið á ævina átti ég
oft eftir að blessa hana ömmu
mína í huganum fyrir messuset-
urnar. Þegar ég fór sjálf að búa
opnaði ég útvarpið og hlutaði á
guðsþjónustu, meðan ég var að út-
búa sunnudagsmatinn. Annað,
sem mér skildist þá, var hvað
þessi agi hafði gjört mér gott, að
þurfa að hætta leik þá hæst fram
fór, setjast inn í bæ og hlusta í
heilan klukkutíma. Einmitt sá agi,
sem mér lærðist þarna, hefir
hjálpað mér mikið, þegar reglu-
lega hefir þurft á að halda þolin-
mæði í lífinu.
Aldrei hefir það orðið mér til
vandræða að fara með börn í
kirkju. Ég sé heldur ekki annað en
börn sitji þar yfirleitt hljóð og
prúð, án þess að þar sé talað
eitthvert barnamál. Ég get
ómögulega haft samúð með fólki,
ef það á annað borð hlustar á
helgistund í sjónvarpi, að það
reyni að fá börn sín til að sitja
með sér í kyrrð og fylgjast með
þessar fáu mínútur, sem helgi-
stundin stendur yfir. Þeir eru svo
ótalmargir, bæði aldnir og sjúkir,
um allt land, sem eiga þess ekki
kost að sækja kirkju. Útvarps-
messurnar eru alveg ágætar, en þá
sjá þeir sömu aldrei prestinn sem
predikar. í sunnudagshugvekjunni
birtist hann á skjánum, auk þess
sem allt form er þar mjög ánægju-
legt að öðru leyti. óskandi er að
það haldist, öllum til ánægju sem
með fylgjast.
Gleðilegt nýár.“
Skrýtið að matsmenn fari
að læstum sumarbústöðum
Kristín Bjarnadóttir skrifar:
„Ég þakka Héðni Emilssyni
deildarstjóra brunadeildar Sam-
vinnutrygginga fyrir svar til mín
þ. 13/1 ’83 í Velvaknada.
Héðinn talar um misskilning
hjá mér varðandi brunabótamat á
eignum.
Því langar mig að fá svar frá
Héðni varðandi eftirfarandi:
Hinn 26. júní 1962 flutti ég 12
fermetra sumarkofa í Vaðnesland
í Grímsnesi. Bað ég Samvinnu-
tryggingar um brunabótamat á
kofann, þar sem það tilheyrði
þeim að annast brunabótatrygg-
ingar í Grímsnesi.
Tiltekinn dag komu tveir ágæt-
ismenn til mín í kofann. Annar
var Ingileifur bóndi á Svínavatni
hinn var Magnús, faðir Ásgeirs
Magnússonar þáverandi forstjóra
Samvinnutrygginga, og kom hann
sem matsmaður frá þeim.
Því spyr ég? Hvers vegna var
hann sendur til mín ef tryggingar-
félaginu kemur ekki matið við? Ég
hef alltaf treyst Samvinnu-
tryggingum í því að hækka bruna-
tryggingu eftir vísitölu ár hvert.
Því varð ég undrandi yfir bréfi frá
þeim síðastliðið sumar, þar sem
mér var tilkynnt endurmat +
matskostnað.
Væri það ekki almenn kurteisi
að skrifa eigendum fasteigna bréf
og tilkynna að óskað væri eftir
endurmati fasteigna og eigendur
væru viðstaddir? Heldur finnst
mér það skrítið, að matsmenn fari
að læstum sumarbústöðum, líti
inn um glugga og endurmeti á
þann hátt; komi eins og þjófar að
nóttu.
Það má sjálfsagt deila um
brunabótamat og aðferðir við það,
en illa trúi ég því að hver hreppur
framkvæmi matið án samvinnu
við sitt tryggingarfélag.
Um vegaskattinn vil ég segja
þetta: Mér finnst sjálfsagt að við
sumarbústaðaeigendur greiðum
einhvern hluta í hreppsveginn en
mér finnst gjaldið alltof hátt.
Gjarnan mætti hreppstjóri
Grímsneshrepps sýna okkur í
blöðum hve há gjöld okkar eru til
samans og hvernig þeim er varið.
Vona ég að hreppstjórinn í
Grímsneshreppi líti stundum í
Morgunblaðið en lesi ekki bara
Tímann, svo við sumarbústaðaeig-
endur í Grímsnesi fáum svör við
þessum spurningum.
Virðingarfyllst."