Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 45

Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 45 AKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS •\y t/jjgrnivK'' aa'i Þessir hringdu . . . Hvad dvelur sameininguna? Jón Júlíusson hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Hvað ætli það sé helst sem dvelur samein- ingu Þýskalands, tæpum 40 árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar? Er einhver sem getur svarað því? Af hverju er sjónvarpsklukk- an ekki í lit? Siggi hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvers vegna klukkan í sjónvarpinu hefur orðið út undan í litvæðingunni. Af hverju er hún ekki í lit, heldur í svart-hvítu (líka nýja klukkan sem birtist fyrst á jólunum)? Fá ekkert betra A.K. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég er mjög mikill áhugamaður um fugla og las það hér í dálkunum, að ekk- ert fuglakorn fengist í Grinda- vík. Svo sá ég það einnig, að fyrirspyrjandanum var bent á að gefa fuglunum hrísgrjón, hafra- grjón, brauðmola og niðurbrytj- aða kjötfitu. Brauðmoiar eru ágæt fæða handa öndum, en ekki handa snjótittlingum, og þeir líta ekki við kjötfitu. Én í hverri einustu gæludýrabúð fást marg-. ar tegundir fuglakorns, t.d. handa páfagaukum og kanarí- fuglum, svo og finkukorn, og þetta má allt saman nota handa þeim litlu á hjarninu, þeir fá ekkert betra og borða það upp til agna. * Omenning- arlegt S.E. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég sé ástæðu til þess að vekja athygli á sérkenni- legu fréttamati sjónvarpsmanna í ársyfirliti þeirra um innlendar fréttir um áramótin, í svokölluð- um fréttaannál ársins 1982. Þar þótti það meiri frétt, að köttur hefði tekið andarunga í fóstur en að Ásmundur Sveinsson og Sig- urjón Ólafsson myndhöggvarar létust með hálfsmánaðar milli- bili síðla ársins. Þess var í engu getið í annálnum, það þótti víst ekki nógu fréttnæmt til þess að hafa það þar með, enda þótt Ásmundur væri jarðaður á kostnað ríkisins og þetta séu menn, sem hafa skilað miklu dagsverki og öll þjóðin þekkir. Mér fannst það ómenningar- legt og óviðeigandi að geta þess ekki einu sinni. Enn fremur sakna ég þess ævinlega þegar þjóðsöngurinn er leikinn á sunnudagskvöldum í dagskrárlok, að þá skuli íslenski fáninn ekki sjást í upphafi myndasyrpunnar. Sjónvarpið ætti að taka það til athugunar að hafa hann með. Hafa í engu gefið eftir Austurbæingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég sá það í dálkunum hjá þér, að verið var að þakka snjómoksturs- mönnum vel unnin störf og fannst mér það maklegt hrós. En ég vildi gjarna bæta sorphreins- unarmönnum borgarinnar við. Þeir hafa í engu gefið eftir við að þjóna okkur borgarbúum, enda þótt starfsaðstæður þeirra hafi nú verið hinar erfiðustu vikum saman, og sums staðar að óþörfu vegna slóðaskapar okkar borgar- anna. Óheyrilegt verð Guðbjörg Indriðadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Svoleiðis var að sonur minn, 14 ára gamall, keypti buxur á út- sölu hjá Adam á Skúlagötunni og kostuðu þær 390 krónur, þrátt fyrir að á þeim væri mikill og áberandi galli. Þetta fannst mér óheyrilegt verð fyrir vöru sem ekki er hægt að nota, nema leggja í það fé og fyrirhöfn að gera við hana. Þetta á ungling- urinn auðvitað erfitt með að meta, einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki vit á því. En mér finnst það ekki rétt að nota sér á þennan hátt óvitaskap unglinga. Hljóta að eiga að borga sem fóru fram á matið Gunnar Kristjánsson, Keflavík, skrifar: „Velvakandi. Ég vil nota þetta tækifærit il að þakka Jóhanni Guðmundssyni kær- lega fyrir að vekja máls á því, sem ég leyfi mér að kalla skattpíningu. Mér er ekki kunnugt um, hvernig málum sumarbústaðaeigenda er almennt háttað í hinum ýmsu sveitarfélögum landsins, en meðferðin á okkur sumarbústaðaeigendum í Gríms- neshreppi og Árnessýslu verður að teljast til skattpíningar, eins og áður segir, að ekki sé dýpra tekið í árinni. Við hjónin eigum 26 fermetra bústað, sem við vorum nokkur ár að koma í það ástand, að hann teldist íbúðarhæfur. Einnig höfum við gróð- ursett nokkur tré ásamt fjölærum plöntum til augnayndis fyrir okkur. I fyrstu vorum við með smíðatrygg- ingu, meðan við vorum að vinna við bústaðinn. Þegar hann var orðinn íbúðarhæfur, kom fljótlega maður, sendur frá Samvinnutryggingum. Hann skyldi mæla og skoða eignina, sem eftir hans umsögn var síðan metin. Smíðatryggingunni var sagt upp og okkur send tilkynning um að brunabótamat hefði farið fram á umræddri eign. Þetta mat hefur síðan verið á bústaðnum og hefur fylgt bygg- ingarvísitölu og þar af leiðandi hækkað á hverju ári samkvæmt henni. ’ Snemma árs ’82 fengum við rukk- un um iðgjald af umræddri trygg- ingu, sem við greiddum 1. mars sama ár. En hvað gerðist svo? Seinni part ársins fáum við viðbótarrukkun, ekki vegna byggingarvísitölu; hún hafði þegar verið greidd í fyrsta skiptið; nei, það hafði verið hækkað á bústaðnum brunabótamatið. En hver hafði farið fram á það? Ekki við sem vorum tryggingartakinn. Samkvæmt upplýsingum hjá Sam- vinnutryggingum ekki tryggingafé- lagið. Hver þá? Hver átti hagsmuna að gæta að okkar eign yrði endur- metin og jafnvel hærra en nýr bú- staður kominn á sökkul, 36 fermetr- ar með tvöföldu gleri og skilrúmum ásamt hurðum átti að kosta. Takið eftir: 10 fermetrum stærri. Eftir margra vikna stapp og pex til að fá það upplýst, hver það hefði verið, sem fór fram á endurmat, greindu Samvinnutryggingar frá því, að hér hefði verið að verki Grímsneshreppur, eða hans full- trúar. En í hvaða tilgangi og með hvaða rétti fór hann fram á endur- mat, ekki bara á okkar bústað, held- ur að líkindum öllum bústöðum í hreppnum? Hér verður að staldra við og spyrja: Getur verið að þetta sé gert í þeim tilgangi að ná fram hækkunum á þeim gjöldum til hreppsins og sýslunnar, sem reiknuð eru út eftir lögboðinni húsatryggingu, bruna- bótamati? Og nefni ég í því sam- bandi sýsluvegasjóðsgjald og fasteignaskatt. Lái mér hver sem vill, að ég spyrji. Rétt fyrir síðastliðin áramót fór ég og greiddi hjá Samvinnutrygging- um viðbótargjaldið. En viti menn. Hvað sé ég? Á skírteininu stendur orðrétt: „Samþykkur ofanskráðri af- greiðslu sem vátryggingartaki." Ég mótmælti orðalagi þessu, en greiddi gjaldið, svo að tryggingin væri ekki í vanskilum og eignin jafnvel ótryggð. Annar reikningur var fram lagð- ur. Það var rukkun um virðingar- gjald, að upphæð kr. 150 + akstur kr. 10. Þessum reikningi skilaði ég aftur án þess að borga hann, þar sem ég sem eigandi eignarinnar hafði ekki farið fram á endurmat. Þeir hljóta að eiga að borga, sem fóru fram á matið. Og þá vaknar enn ein spurning. Hverjir eru þessir virðingarmenn, sem verið er að rukka laun fyrir? Þá lá næst fyrir að fletta upp í síma- skránni. Og hvað kemur í ljós? Ann- ar þeirra er oddviti Grímsneshrepps. Senda Samvinnutryggingar launa- miða fyrir virðingargjörðir þessara manna, sem eru jú laun? Ég vona að svo sé, því að örugglega veitir hreppnum ekki af samkvæmt minni reynslu, frekar en öðrum hreppum þessa lands, að fá sín gjöld." GÆTUM TUNGUNNAR Að dingla merki að svciflast eða vingsa en EKKI að hringja. Leiðréttum börn sem flaska á þessu! BÓKHALD REKSTRARUPPGJÖR SKATTAFRAMTÖL Nýstofnað fyrirtæki sem annast bókhald, rekstraruppgjör og gerð skattframtala fyrir fyrirtæki og einstaklinga, getur bætt við sig verkefnum. REIKNINGSSKIL SF. fíORdARTÚNI2V 11)5 RI YKJA VtK SÍUI117-W NAINNR. 7MI7-14III Sverrir Örn Sigurjónsson, víðskiptafræóingur. VALLEY N F0RGEPLANK Amerísk Tennessee eik góifborð RiBack hönnun hindrar verpingu í erfiöu loftslagi. Hafið samband og látiö panta. 2—3 mán. af- greiöslufrestur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.