Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 B U R T MEÐ AUKAKILÓIN! STIGAKERFI Gildi helstu fæöutegunda í stigum FÆÐA MAGN STIG Hafragrautur % dl mjöl 1% Cheerios 3 dl 2 Sykraö morgunkorn 3 dl 3 Brauösneiö, þunn, ósmurö 1 stk. 1 Hrökkbrauö, lítil kexkaka 1 stk. % Smjör, smjörlíki, majones 1 tsk 1 Álegg: 26% ostur, pylsur, kæfa 15 g 1 Alegg: 11%ostur, magurt kjöt 20 g 1 Álegg: grænmeti, ávextir ótakmarkað — Mjólk, súrmjólk 2 dl 3 Léttmjólk 2 dl 2 Undanrenna 2 dl VA Skyr, sykrað lítil dós 4 Skyr, ósykraö litil dós 3 Jógúrt, sykraö lítil dós 3 Egg 1 stk. 1V4 Slátur 100 g sneið 6 Súpa, tær, ósæt 2 dl 1 Súpa, þykk eöa sæt 2 dl 2 Vellingur, ósykraöur 2 dl 5 Kjöt, magurt, soöiö/grillaö 100 g 3 Kjöt, feitt, steikt í feiti 100 g 5 Fiskur, soöinn/grillaður eöa bakaöur 200 g 3 Fiskur steiktur í feiti 200 g 5 Kartöflur 100 g (2 stk.) 2 Gulrætur, rófur, tómatar 200 g 1 Hvítkál, gúrka, paprika ótakmarkaö — Feiti (tólg, smjör, smjörlíki, majones) 1 tsk 1 Sósa, feit, súr rjómi 1 msk 1 Appelsína, epli, greip, pera 1 stk. 1 Banani 1 stk. 2 Sandkaka, jólakaka 1 sneið 3 Vínarbrauö 1 stk. 4 Rjómaterta 1 sneiö 6 ís 2 dl 6 Gos lítil flaska 3 Súkkulaðikex 1 stk. 50 g 5 Pilsner 1 flaska V/2 Vínglas 1 dl VA Sykur 2 tsk 1 vera of feitur eöa of feit. Eöa hverj- um dettur í hug að setjast niður og segja: „Nú hef ég tekiö þá ákvörö- un í lífi mínu aö safna á mig nokkr- um aukakílóum." En engu aö síöur er þaö staöreynd aö við höfum valiö okkur þetta hlutskipti hversu ómeövituð sem sú ákvöröun er. Og því ómeðvitaðri sem þessi ákvöröun er, því erfiöara er þaö fyrir okkur aö opna augun fyrir þessum staðreyndum. Síöan höld- um viö sjálfsblekkingunni áfram og látum sem viö tökum ekki eftir því aö viö bætum á okkur nokkrum kílóum. Þá kemur aö því aö viö stígum á vigtina og sjáum aö ein- hver kílóafjöldi hefur bæst viö, og ætlum bara aö fara í megrun á morgun eöa einhvern næstu daga. Hvers vegna þessi undanbrögð? Gott ráö fyrir þá sem taka eftir því aö þeir hafa veriö aö fara á bak viö sjálfa sig er aö skrifa syndir sínar niður á blaö. Þetta ráö hefur dugaö mörgum, en þaö er þó ástæöulaust aö líma miöana á ís- skápinn, þannig aö öll fjölskyldan geti yfirfariö syndalistinn þinn, þetta er eingöngu gert þér til aö- stoöar. Sestu nú niöur og vertu hreinskilin(n) viö sjálfa(n) þig, faröu yfir punktana hér að framan og skrifaðu niöur á blaö allar syndir þinar í sambandi viö mataræöiö. Athugaöu hvort þú hafir ekki hald- iö einhverjar þessara staöhæfinga réttar, hefuröu t.d. boröaö helm- ingi fleiri „megrunarkökur" vegna þess aö þær innihéldu svo fáar hitaeiningar. Athugaöu nú hvort þú hafir ekki eitthvaö slíkt á samvisk- unni og skrifaðu það niöur. Þetta er ágætis byrjun og þá er aö snúa sér aö matseölinum sjálf- um. Laufey Steingrímsdóttir, nær- ingarefnafræöingur hefur tekiö saman lista yfir helstu fæöuteg- undir og gefur þeim ákveöiö stig eftir því hve þær eru auöugar af hitaeiningum. Eitt stig samsvarar hér um 50 kilókalortum og þeim sem vilja leggja af er bent á aö boröa aö jafnaöi ekki nema því sem samsvarar 20—30 stigum. Eins má benda á aö Manneldísfé- lag íslands hefur fyrir skömmu gef- iö út næringarefnatöflu sem hægt er aö fá i flestum bókabúöum og stórmörkuöum, en hún er tilvalin til aö hafa uppi viö i eldhúsinu, þann- ig aö heimilisfólk geti fylgst meö því hvað þaö neytir margra hita- eininga daglega. Þar er einnig aö finna töflur um hæfilega líkams- þyngd miöaö viö hæð fyrir þá sen' eru 25 ára og eldri og daglega orkuþörf fyrir mismunandi aldurs- hópa kvenna og karla sem við lát- um fylgja hér meö. Og þar með er boltanum kastað til þeirra sem eru tilbúnir í barattuna gegn aukakíló- unum. GÖG OG GOKKE Gamalt vín á nýjum belgjum Undanfarna laugardaga hefur kunnuglegum andlitum brugöiö fyrir á skjánum, andlit- um sem eldri kynslóöin kannast viö undir nöfnunum Gög og Gokke. Þeir félagar heita nú Steini og Olli og segja þeir sem til þekkja aö mál hafi verió aö taka þessa dönskuslettur úr umferö auk þess sem flestum af yngri kynslóöinni hafi ekki verió nöfnin töm, sífellt ruglaö þeim félögum saman og enginn vitaö lengur hvor var Gög og hvor Gokke. En hér eftir er þessi ruglingur úr sögunni, Stan Laurel, sá minn^heitir hér eftir Steini og Oliver Hardy sá stærri ogjeitari berjiú nafniö Olli._______ En hvaðan komu þessir náungar og hvernig stóö á þvi aö þeir fóru aö vinna saman? Stan Laurel var fæddur í Englandi 1890 en fluttist ásamt Chaplín til Bandaríkjanna áriö 1910 og var búinn aö reyna tals- vert fyrir sér í kvikmyndum áöur en þeir félagar slógu í gegn. Stan Laurel þótti búa yfir talsveröum hæfileikum, en þaö var þó ekki fyrr en hann fór aö vinna meö félaga sínum Oliver Hardy aö þeir hæfi- leikar nýttust til fullnustu. Hardy var hinsvegar talinn hæfileika- snauöur og undruöust samtíma- menn hans jafnvel aö hann gæti rataö í kvikmyndaupptökurl Hardy var Bandaríkjamaöur og haföi einnig veriö aö þreifa fyrir sér í kvikmyndabransanum í 13 ár áöur en samvinna þeirra Laurels hófst. Þó haefileikarnir þættu ekki um- talsveröir haföi hann þó til aö bera stórvaxinn líkama, en sagt er aö 14 ára gamall hafi hann vegiö um 125 kíló. Báöir höföu leikiö í fjölda gam- anmynda og um tíma unnu þeir hjá sama kvikmyndafélaginu, og léku hvor um sig í nokkrum gaman- myndum. Síöar fóru þeir aö leika í sömu myndunum án þess þó aö um þann samleik væri aö ræöa sem síöar einkenndi myndir þeirra. Þar kom þó aö nýjar stjörnur vant- aöi og kvikmyndafélagiö hóf leit innan raöa leikara sinna. Fljótlega var Ijóst aö þeir félagar hæföu hvor öörum, enda þurftu þeir Htiö fyrir því aö hafa aö vekja hlátur áhorfendanna, Hardy nægöi aö keyra höfuöiö skömmustulega niöur í bringu og spruttu þá sam- stundis fram nokkrar velskapaöar undirhökur og Laurel átti auövelt meö aö setja upp skeifu og gráta fögrum tárum. Þaö tók þó nokkurn tíma fyrir þá aö finna þau gervi sem hæföu þeim best. í fyrstu myndum sínum var Laurel lítill og stjórnsamur náungi svipaður því sem hann var í rauninni, en Hardy hinsvegar utan viö sig og framtakslítill. En í einhverjum filmubút sem nú er ef- laust týndur snerust hlutverkin viö, Hardy klappaöi á öxl félaga síns og baö hann vinsamlega um aö fara sér hægt, hann skyldi ráöa fram úr málunum. Og Steini, eða Stan Laurel, vék til hliðar fyrir hin- um breiðvaxna félaga sínum og setti upp undrunarsvipinn sem fylgdi honum æ síöan. Eftir þaö var ekki aftur snúiö, þessi hlut- verkaskipan hentaöi þeim mun betur og eftir þetta fóru gæfuhjólin virkilega aö snúast þeim Steina og Olla í vil. Myndaflokkur sá sem nú hefur hafiö göngu sína í sjónvarpinu er eingöngu byggöur á þeim myndum sem þeir félagar léku í á tímum þöglu myndanna, eða á tímabilinu 1923—1929.1 þeim má einmitt sjá þá þróun sem hér hefur verið rak- in, í sumum myndunum leika þeir hvor í sínu lagi, í öörum leika þeir saman í myndum en eru ekki orön- ir aö þeirri samloku sem þeir síöar urðu, og í yngstu myndunum frá þessum tíma er gervi þeirra aö myndast eins og í myndinni um skoska frændann sem þarf aö láta sauma á sig buxur, „Putting pants og Philip“. Við höföum samband við Ellert Sigurbjörnsson þýöanda þáttanna og spurðum hann hvaöa ævintýr- um þeir lendi í á morgun. Og þaö er óhætt aö segja aö aödáendur geti unað glaöir viö sitt, því þeir berja aö dyrum hjá kolrugluöum vísindamanni sem er í leit aö lík- um. Hann sendir þá út í kirkjugarö en þar gerast ýmsir dularfullir at- buröir .. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.