Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Málsvörn fyrir Sovétríkin og Alþýðubandalagið Bækur Björn Bjarnason Fyrir hátíðarnar gaf Mál og menning út bókina Með storminn í fangið III eftir Brynjólf Bjarna- son. Hún hefur að geyma greinar, ræður og viðtöl frá árunum 1972—1982.1 rúma hálfa öld hefur Brynjólfur verið brautryðjandi og hugmyndasmiður þeirra, sem hafa undirtökin í Alþýðubandalaginu. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðybandalagsins, lýsti Brynjólfi svo í áramótagrein í Þjóðviljanum 31. desember 1982: „Fáir menn hafa um dagana undirstrikað skarpar nauðsyn samstöðunnar fyrir sjálfstæðishreyfingu íslend- inga og samtök launafólks en Brynjólfur Bjarnason." Á tyllidög- um Alþýðubandalagsins er Brynj- ólfi jafnan sýndur sómi og situr hann þar á sama bekk og Einar Olgeirsson, en þeir stofnuðu Kommúnistaflokk íslands saman 1930 og síðar Sósíalistaflokkinn, en til þessara flokka rekur Al- þýðubandalagið pólitískar ættir sínar. Af því sem Brynjólfur hefur að segja í hinni nýju bók, er vert að staldra við þrjú meginatriði: 1) Hann heldur uppi vörnum fyrir óhæfuverkin í Sovétríkjunum. 2) Hann setur traust sitt á friðar- ást Sovétríkjanna. 3) Það er bundið við Alþýðubandalagið að óskir hans um byltingarsinnaðan sósíalískan flokk á fslandi rætist. I. Vilmundur Gylfason ræddi við Brynjólf Bjarnason í útvarpi 24. ágúst 1973. Vilmundur spurði: Hreinsanirnar í Moskvu: Voru þær söguleg nauðsyn eða grimmd- arverk hrotta? Brynjólfur svaraði: „Á jæssum árum var barist upp á líf og dauða í Sovétríkjunum og það fór fram undirbúningur undir stríð við erlent ofurvald, þar sem um líf og dauða var að tefla. Það er augljóst, að á slíkum tímum, þar sem aðeins er um það spurt að lifa af, er andstæðingunum ekki sýnd nein miskunn. Og hér var vissulega meira í húfi en líf Sov- étríkjanna einna saman, heldur sigur eða ósigur fasismans í allri Evrópu og líf sósíalismans í heim- inum um langan aldur ... Það hafa verið skrifaðar margar bækur og kynstrin öll af lesmáli um hreisanirnar í Sovétríkjunum og það sem gerðist þar á hinu svokallaða Stalíntímabili á fjórða áratugnum... En langmest af þessum skrifum er áróður, órökstuddar fullyrðingar og get- gátur gripnar meira eða minna úr lausu lofti. Fyrir mér eru þessir hlutir alltof mikið alvörumál, til þess að ég vilji taka þátt í slíkum leik. Ég neita blátt áfram að fella dóma, sem ekki byggjast á neinni öruggri þekkingu heldur fullyrð- ingum, getgátum eða dylgjum. Ég hef reynt að hafa það fyrir reglu að rannsaka fyrst staðreyndirnar og reyna að komast að öruggri niðurstöðu og leggja síðan dóm á málin, en ekki fyrr.“ „Ég neita blátt áfram að fella dóma,“ sagði Brynjólfur Bjarna- son um hreinsanirnar miklu og í Helgarpóstinum í maí 1982 sagði Ingi R. Helgason, einn af mátt- arstólpum Alþýðubandalagsins og gullkistuvörður þess, þegar hann var spurður, hvort stefna Kreml- verja væri rétt: „Ég kveð ekki upp svoleiðis dóma.“ Ingi hefur kveðið upp dóma í mörgum málum fyrir flokk sinn, svo sem í súrálsmálinu, en hann dæmir ekki Kremlverja frekar en Brynjólfur Bjarnason. í grein, sem Alexander Solzhen- itsyn ritaði í tímaritið Foreign Af- fairs, sumarið 1980, kemst hann svo að orði, að aldrei hafi neinn „stalínismi" verið til, hvorki í orði né á borði. Þetta hugtak hafi verið fundið upp eftir 1956 af mennta- mönnum meðal evrópskra vinstri- sinna til að bjarga „hugsjónum" kommúnismans. Og aðeins af ill- girni sé hægt að kenna Stalín við „rússneska þjóðerniskennd" — þennan mann, sem drepið hafi 15 milljónir rússneskra bænda, brot- ið rússneska bændastétt á bak aft- ur og þar með Rússland sjálft, og fórnað lífi meira en 30 milljóna manna í síðari heimsstyrjöldinni, sem hann háði án minnsta tillits til undirstöðuatriða í herfræði og af mikilli mannfyrirlitningu. Solzhenitsyn heldur því fram, að hið kommúníska lögreglukerfi hafi svipt yfir 60 milljónir manna lífi frá því að Lenín lagði grund- völlinn að því. í greininni Viðvörun til Vestur- landamanna, sem birst hefur á ís- lensku í bókinni Frelsisbaráttan í Ráðstjórnarríkjunum, segir Alex- ander Solzhenitsyn: „Samkvæmt útreikningum hlut- lausra sérfræðinga úr ná- kvæmustu tölum, sem til eru um Rússaveldi fyrir byltinguna og ná yfir síðustu 80 ár keisaraveldisins — þegar lífi keisarans og fjöl- skyldu hans var ógnað, einn keis- arinn myrtur og hryðjuverka- samtök störfuðu — voru 17 menn teknir árlega af lífi. Á dögum hins illræmda spænska rannsóknar- réttar voru 10 menn teknir af lífi á mánuði, þegar þeir voru flestir. í Gulageyjaklasanum vitna ég í bók, sem leynilögreglan gaf út 1920. í henni er drýgindalega sagt frá því (en það afsakað, að tölurnar séu ekki tæmandi), að 1918 og 1919 hafi byltingarmenn drepið um 1.000 menn á hverjum mánuði án dóms og laga. Þetta var birt af leynilögreglunni sjálfri, áður en hún skildi, hvernig það liti út í sögulegu ljósi. Og árin 1937 og 1938, þegar ógnarstjórn Stalíns var verst, voru að minnsta kosti 40.000 menn skotnir á hverjum mánuði að meðaltali. Þessar eru tölurnar! 17 á ári, 10 á mánuði, að minnsta kosti 1000 á mánuði, að minnsta kosti 40 þús. á mánuði!" Andrei Y. Vyshinsky, saksókn- ari ríkisins í hreinsununum miklu hjá Stalín 1937, hreykti sér í sam- tali við pólska sendiherrann og sagði: „Við höfum skrá yfir alla, bæði lifandi og dauða." I bókinni Stalin’s Secret War — Leynistríð Stalíns — færir Nikolai Tolstoy rök að því, að ekki færri en 30 milljónir Rússa hafi týnt lífi í síð- ari heimsstyrjöldinni. Um þetta efni liggja engar opinberar tölur fyrir frá Sovétríkjunum. Sovéskir ráðamenn nefna yfirleitt töluna 20 milljónir til að sýna fram á, að þeir vilji ekki fleiri heimsstríð. Nikolai Tolstoy segir, að 7,5 millj- ónir rússneskra hermanna hafi fallið og 22,5 milljónir óbreyttra borgara, þar af hafi líklega 7 milljónir manna í Gulag-eyjaklas- anum verið drepnir á fyrsta ári styrjaldarinnar. I fyrri heimsstyrjöldinni, sem stóð álíka lengi og hin síðari, týndu 1,66 milljónir Rússa lífi. Bresku heimsveldislöndin misstu nálægt milljón menn í fyrra stríði, en innan við fjórðung þess fjölda í hinu síðara. 30. nóvember 1944 höfðu 1,419 milljónir Þjóðverja týnt lífi í Rússlandi frá því að inn- rásin í landið hófst og óvíst var um örlög 907 þús. manna. Líklegt er talið, að 2,5 milljónir Þjóðverja hafi fallið í átökum á austurvíg- stöðvunum í síðari heimsstyrjöld- inni. í bókinni The Totalitarian Temptation — Freisting alræðis- hyggjunnar — segir franski blaða- maðurinn og rithöfundurinn Jean- -Francois Revel: „Til að ganga í augun á almenningi lýsa sagn- fræðingar vestrænna kommúnista — á þeim augnablikum upplýs- ingarinnar, þegar þeir viðurkenna þó, að um glæpi hafi verið að ræða — glæpum Stalíns sem „slysum mannkynssögunnar" ... Hitt er óljóst, hvernig unnt er frá marx- ískum sjónarhóli að skýra svo mörg slys og frávik á mörgum áratugum án þess að skýringarnar sé að finna í efnahagskerfinu, þjóðfélagskerfinu eða stjornkerf- inu.“ Og hann segir einnig: „Aldrei hefur nokkurt kommúnistaríki verið annað en stalínskt." Brynj- ólfur Bjarnason sagði í sjón- varpsviðtali við Emil Björnsson í jólamánuði 1976, þegar Emil bað hann álits á þeim fullyrðingum, að útrýmt hafi verið tugmilljónum manna í Sovétríkjunum frá upp- hafi: „Það hafa verið nefndar svimháar tölur, hundruð þúsunda, milljónir og tugir milljóna, svo að hinir trúuðustu höfðu varla við að trúa. Þetta er þáttur í skipulögð- um hatursáróðri gegn Sovétríkj- unum, sem ekkert mark er takandi á. Hitt veit ég, að í þessu stríði létu margir lífið og það hafa verið framin mörg óhæfuverk í Sovét- ríkjunum. Engir harma það dýpra en við sósíalistar. Þegar illvirki eru framin í nafni hugsjónar, er það alltaf vatn á myllu andstæð- inga hennar og fylgjendum henn- ar til tjóns.“ Harmurinn er ekki vegna hinna föllnu, heldur vegna lakari áróð- ursstöðu þeirra sem eftir lifa! II. Brynjólfur Bjarnason skilar auðu fyrir Sovétríkin af því að hann neitar að fella dóma, sem ekki byggjast „á neinni öruggri þekkingu heldur fullyrðingum, getgátum eða dylgjum". En Brynj- ólfur byggir einmitt á dylgjum, þegar hann ræðir um sjálfstæði og öryggi íslands. Hann segir í ræðu um aðdraganda að inngöngu fs- lands í NATO, þegar hann for- dæmir herverndarsamninginn við Bandaríkin frá 1941, er allir flokk- ar samþykktu nema Sósíalista- flokkurinn, að þá hafi kommúnist- ar byggt afstöðu sína á því, að ekki mætti hverfa frá hlutleysinu og hætta væri á því, að Bandaríkjamenn kynnu að sitja sem fastast eftir stríð, þrátt fyrir hátíðleg loforð um hið gagnstæða. í greinargóðum ritdómi um bók Einars Olgeirssonar, ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, sem dr. Þór Whitehead ritaði í tímaritið Sögu 1981, segir: „Sósíal- istar greiddu ekki atkvæði gegn herverndarsamningnum 1941, vegna þess að þeir væru andvígir hervernd Bandaríkjamanna. Þeir kröfðust þess á hinn bóginn, að ráðstjórninni (þ.e. Stalín, innsk. Bj.Bj.) yrði boðið að ábyrgjast ör- yggi landsins ásamt Vesturveld- unum. Þegar þetta náði ekki fram að ganga, treystu þeir sér ekki til að greiða atkvæði með samningn- um.“ Og Þór vekur athygli á því, að enginn flokkur hafi gengið lengra fram í því en sósíalistar að eiga vingott við hernámsliðið og afneita hlutleysinu en Sósíalista- flokkurinn. Þjóðviljinn sagði: „Við þurfum varnir gegn hættunni, varnir og aftur varnir, eins full- komnar varnir og við verður kom- ið.“ Setuliðsvinnan var talin göfga manninn og kölluð „landvarnar- vinna" og Þór bendir jafnframt á það, að Einar Olgeirsson hafi á sínum tíma verið ákafasti formæl- andi þess, að íslendingar styrktu tengsl sín við Bandaríkjamenn. „Hann lagði það til fyrstur manna, að íslendingar kölluðu á Bandaríkjaflota sér til varnar og tækju upp samvinnu við Banda- ríkjamenn í öryggismálum," segir Þór Whitehead. Síðustu ræðuna, sem Brynjólfur Bjarnason birtir í bók sinni, flutti hann hjá stúdentum í Háskóla ís- lands 1. desember 1982. Þar kemst Brynjólfur að þessari niðurstöðu: „Af þessum augljósu ástæðum er það heitasta ósk allra andlega heilbrigðra manna þar í landi (Sovétríkjunum, innsk. Bj.Bj.), jafnt almennings sem valdhafa, að allsherjarafvopnun og þá fyrst og fremst kjarnorkuafvopnun, mætti takast. Þetta er líka í samræmi við margyfirlýstar tillögur Sovét- ríkjanna. Ef vilji væri hjá mótað- ilanum, væri hægt að byrja á kjarnorkuafvopnun strax á morg- un og losa sig við öll kjarnorku- vopn í heiminum á stuttum tírna." Þrátt fyrir þessa friðarást Sovét- ríkjanna sem stangast að vísu á við hervæðingu þeirra, telur Brynjólfur hættu á kjarnorku- stríði. Hvers vegna? „Fyrir yfirráðastéttir í hinum kapítalíska heimshluta er efna- hagsskipun þeirra, auðvaldsskipu- lagið, lífið sjálft. Það verður að leggja allt í hættu til að verja það. Þess vegna þurfa þær á slíkum yf- irburðum á sviði tortímingar- vopna að halda, að þær geti hótað Sovétríkjunum með tortímingu, ef mikið liggur við. Þetta hafa Bandaríkin gert hvað eftir annað. Samanber hótanir Trumans og Kúbudeiluna. Slíkar ógnanir yrðu gagnslitlar, ef þeir afsöluðu sér réttinum til að nota kjarnorku- vopn að fyrra bragði. Og þá skilst, hversvegna þeir vilja ekki fylgja dæmi Sovétríkjanna í því efni. Þeir trúa því sjálfsagt, að hótan- irnar dugi. En hótanir eru gagns- lausar, ef enginn trúir að þeim verði framfylgt. Þar í liggur hin mikla hætta. Þetta er hinn mikli vítahringur." Til að skilja þessa furðulegu röksemdafærslu verða menn í fyrsta lagi að hafa það í huga, að Brynjólfur Bjarnason trúir því, að vegna þeirra „hugsjóna" sem marxistarnir-lenínistarnir í Kreml standa vörð um, verði veldi þeirra að ná til allrar jarðar- kringlunnar. Hann viðurkennir ekki, að vald sitt inn á við sækja Kremlverjar til ógnar- og örygg- islögreglunnar KGB og út á við grípa þeir tækifærið til að beita hervaldi hvenær sem það gefst. Brynjólfur slær því föstu, að þau þjóðfélög, sem eru skildust hinu íslenska að menningu, kristilegu lífsviðhorfi og lýðræðislegum stjórnarháttum muni vegna „auð- valdsskipulagsins" hefja árás- arstríð á hendur Sovétríkjunum. Er ekki að efa, að Brynjólfur hafi styrkst í trú sinni á sigrandi mátt heimskommúnismans undir leið- sögn Sovétríkjanna, þegar hann var kallaður á fund háskólastúd- enta 1. desember 1982 til að flytja þeim þennan boðskap á sjálfum fullveldisdeginum. Og hvað um hinar sögulegu forsendur sem Brynjólfur gefur sér? Truman, forseti Bandaríkjanna, vildi halda Stalín í skefjum og koma í veg fyrir, að hann bryti undir sig fleiri lönd. í Kúbudeilunni vildi Kenne- dy, forseti Bandaríkjanna, koma í veg fyrir, að Sovétmenn settu upp kjarnorkueldflaugar á Kúbu. Og einmitt í þessum sama tilgangi var Atlantshafsbandalagið stofn- að. Það er ekki árásarbandalag eins og kommúnistar vilja vera láta, heldur varnarbandalag. Leið- togar allra Atlantshafsbanda- lagsríkjanna hittust síðast á fundi í Bonn í júní 1982 og ítrekuðu þar hollustu sína við það grundvall- arviðhorf, að bandalagsríkin muni ekki grípa til vopna nema á þau verði ráðist. Þau munu því hvorki beita venjulegum vopnum né kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Þessi yfirlýsing er mun víðtækari og meira virði en sú sem Sovét- menn vilja að gefin verði um notk- un kjarnorkuvopna. Verði á Atl- antshafsbandalagsríkin ráðist, munu þau verjast og það jafnvel með kjarnorkuvopnum ef ekkert annað dugar — að afsala sér rétti til að verjast með öllum tiltækum ráðum eins og málum er nú háttað væru svik við öryggi lýðræðisþjóð- anna. Valið er auðvelt fyrir Brynjólf Bjarnason. Hann setur allt traust á Sovétríkin, þau vilja frið, en auðvaldsheimurinn stríð undir forystu Bandaríkjanna. Menn verða að hafa þessa grundvall- arskoðun Brynjólfs ,í huga, þegar Carlos Fuentes og Gttnter Grass Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson ('arlos Fucntes: Distandt Relations. Translated from the Spanish hy Margaret Seyers l'eden. Secker and Warhurg 1982. Gtínter Grass: Headhirths or The Germans Are Dying Out. Translated hy Ralph Manheim. Secker and Warhurg 1982. Carios Fuentes skrifar þessa skáldsögu undir miklum áhrifum kenninga Supervielles, en hann bjó um tíma í Uruguay. Þetta franska skáld lifði tengsl mann- heima og náttúru af slíkri innlifun að hún varð honum tilefni ljóða. Hann var einnig skáld dauðans, og lifði hugarheima genginna kyn- slóða svo sterkt að hinir dauðu voru honum nákomnari en þeir lif- andi. Fuentes vitnar í ljóð hans í þessari skáldsögu, en þau falla mjög vel að frásagnarhætti hans sjálfs, einkum þegar hann fantas- erar, en í fantasíunni liggur snilld hans fyrst og fremst. Fantasíurn- ar úr höfuðverki hans „Terra Nostra" verða minnisstæðar og þær eiga sér vart hliðstæður í nú- tíma bókmenntum. Fantasíurnar skortir ekki í þessari skáldsögu þótt þær séu ekki eins viðamiklar og í „Terra Nostra". Sagan er sam- tal við franskan vin og frásögn hans af viðskiptum og i.amskipt- um við kynslóðir Nýja-heimsins og jafnframt eigin minningar. Branl greifi er sögumaðurinn, sem hefur lifað tvo heima, heim Evr- ópu fyrir fyrri heimsstyrjöld og þá heima sem mótuðu álfuna milli styrjaldanna og eftir þá síðari. Vinur Branlys er ekki nafngreind- ur fyrr en síðast í sögunni, en það er Fuentes sjálfur. Sagan er víð- feðm og tveim heimum teflt hvor- um gegn öðrum í frásögn greifans af nýliðnum atburðum, sem gerð- ust meðan hann dvaldi í húsi fjar- skylds ættingja síns í París. Þessi ættingi er dæmigerður uppskafn- ingur og plebeii, skoðanir hans og greifans stangast á í öllu og svipir fortíðarinnar lifa í þeim báðum. Fuentes er sjáifur maður tveggja heima, mexíkani, sem dvaldi lengi í Argentínu en býr nú í París og er „meiri Frakki en nokkur Frakki", eins og Branly segir í lokin. Gúnter Grass er meðal þeirra snjöllustu sem nú skrifa á þýska tungu, hann hefur haft mikil af- skipti af þýskum stjórnmálum, sbr. baráttu hans gegn Strauss á sínum tíma. Þessi saga hans er ákaflega írónísk. Aðalpersónurn- ar, sem mætti jafnvel kalla fórn- arlömb Grass, eru velmeinandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.