Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 ást er... k?„ ... að fá álit hans á nýju hárgreiðsl- unni. TM R«a U.S. Pat. Off — all rlflhts reserved • 1982 Los Angeles Times Syndtcate Náðuga frú hringduð þér? Með morgnnkaffinu I*að er kominn alvarlegur aftur- kippur í framleiðsluna! HÖGNI HREKKVISI Verð á hrúts- pungum mið- ast við verð á erlendum mörkuðum Jóhannes Gunnarsson skrifar f.h. Verðlagsstofnunar: „í Velvakanda Morgunblaðsins 28. janúar sl. gerir Arnór Ragn- arsson athugasemd við hátt verð á hrútspungum og beinir þeirri fyrirspurn til Verðlagsstofnunar, hvort eðlilegt sé að selja kílóið af þessari vöru á 200 kr. Verðiagning á landbúnaðarvör- um er í höndum Framleiðsluráðs landbúnaðarins (sex manna nefndar) en ekki Verðlagsráðs eða Verðlagsstofnunar. Framleiðslu- ráðið hefur hins vegar ekki talið ástæðu til þess að verðleggja hrútspunga og hefur það verið í höndum sláturhúsanna að annast það. Hámarksálagning er þó á þessari vöru í smásölu. Vegna athugasemdar Arnórs gerði Verðlagsstofnun athugun á heildsöluverði á hrútspungum. Það reyndist í desember 1981 vera „Enda kostar það ekki nema 36 aura á hvert þúsund af brunabótamati húss að tryggja það gegn eldsvoða í eitt ár. Frá þessum 36 aurum dregst sérstakur afsláttur vegna opinberra eldvarna í sveitarfélögunum og hann er frá kr. 0, þar sem engar eldvarnir eru og upp í 35%, þar sem þær eru bestar, eins og t.d. á Keflavíkurflugvelli. Reykjavík er með 30% afslátt frá þessum töxtum. Algengt er að sveitahreppar, eins og t.d. Grímsneshreppur, séu með 15% afslátt vegna opinberra eldvarna á svæðinu." Brunatryggingariðgjöld hér á landi: Trúlega einhver þau lægstu í heiminum kr. 56 kílóið, en var hækkað í kr. 150 hinn 1. nóvember sl. og hafði því hækkað um nær 170% á einu ári. Sláturhúsin gefa þá skýringu helsta á þessari miklu hækkun, að þau miði nú verð sitt á þessari vöru við það verð sem þau fá fyrir hana á erlendum mörkuðum. Eft- irspurn eftir hrútspungum er það mikil erlendis, að hægt er að flytja alla framleiðsluna út og þess vegna telja sláturhúsin eðlilegt að verðið á innanlandsmarkaði sé sambærilegt við útflutningsverð- ið. Þetta eru þær upplýsingar, sem Verðlagsstofnun fékk hjá hlutað- eigandi aðilum um verðlagningu á hrútspungum, en stofnunin verður að öðru leyti að vísa Arnóri til þeirra um frekari upplýsingar." Héðinn Emilsson, deildarstjóri skrifar: „í Velvakanda 27. janúar beindi Jón Guðmundsson, Hafnarfirði, nokkrum spurningum til okkar, jafnframt því sem hann var að skrifa um sýsluvegasjóðsgjöld og brunatryggingagjöld og okur I sambandi við hvort tveggja. Hann spyr í framhaldi af því, hversu margir sumarbústaðir hafi brunn- ið í Grímsnesinu, án þess þó að tiltaka ákveðið tímabil. Það er bæði ljúft og skylt að segja Jóni Guðmundssyni frá því, að í Grímsneshreppi hafa ekki orðið nein umtalsveð brunatjón á sumarhúsum á síðastliðnum tveimur árum, þar sem félagið tryggir. Þar hafa húseigendur reynst vera góðir og gætnir og hafa getað varið húseignir sínar gegn eldsvoða. Aftur á móti hafa ekki allir verið svona heppnir og það hafa nokkrir sumarbústaðir brunnið í nálægum sveitarfélög- um, eins og í Þingvallahreppi og Grafningnum, og félagið hefur einnig tekið ábyrgð á þeim húsum. Varðandi þessa meintu okur- starfsemi sem Jón minnist á má geta þess, að frá því að Samvinnu- tryggingar höfðu möguleika á því að skipta sér af lögboðnum bruna- tryggingum, eða frá árinu 1955, með nýjum lögum þar að lútandi, hefur félagið hvað eftir annað beitt sér fyrir verðlækkunum á þessum tryggingum. T.d. bauð fé- lagið landsmönnum 50% lækkun árið 1955. Árið 1973 lækkuðu Sam- vinnutryggingar þessi iðgjöld um 25%, og 1978 lækkaði félagið þessi sömu iðgjöld um 40%. Þannig eru brunatryggingaiðgjöld á lögboðn- um brunatryggingum húsa hér á landi trúlega orðin einhver þau lægstu í heiminum. Enda kostar það ekki nem 36 aura á hvert þús- und af brunabótamati húss að tryggja það gegn eldsvoða í eitt ár. Frá þessum 36 aurum dregst sér- stakur afsláttur vegna opinberra eldvarna í sveitarfélögunum og hann er frá kr. 0, þar sem engar eldvarnir eru, og upp í 35%, þar sem þær eru bestar, eins og t.d. á Keflavíkurflugvelli. Reykjavík er með 30% afslátt frá þessum töxt- um. Algengt er að sveitahreppar, eins og t.d. Grímsneshreppur, séu með 15% afslátt vegna opinberra eldvarna á svæðinu. Þesslr hringdu . . Ekki einar um hituna Borgnesingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri leiðréttingu við frétt sem birtist á bls. 3 í blaðinu á fimmtudag (3.2.), um vörulyftara- stúlkurnar. Það er ekki rétt, sem þar er haldið fram, að karlmenn hafi hingað til verið einir um að gegna þessu starfi. Það er stúlka hér í Borgarnesi, sem er búin að starfa á vörulyftara í a.m.k. nokk- ur ár hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Er gert ráð fyrir því að fréttamenn taki afstöðu í fréttaflutningi? Útvarpshlustandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vil láta í ljós ánægju mína með breytt fyrirkomulag á kvöldfréttum útvarpsins. Mér finnst nýja skipulagið mjög skemmtilegt og tek þann frétta- þátt fram yfir sjónvarpsfréttirn- ar. Síðasti fréttaaukinn sem ég heyrði um löndin fyrir botni Miðjarðarhafs var mjög góður. Þar fannst mér gæta óhlutdrægni. Oft er fróðlegt að heyra frétt- irnar beint frá útlöndum, en sunnudaginn 6. febrúar hrökk ég við. í hádegisfréttum þann dag flutti fréttamaður útvarpsins í Helsinki þátt um umræður á þingi Finna um ný nafnalög. Greindi hann í stuttu máli frá því, hvaða venjur hefðu ríkt um ættarnöfn og í hverju frumvarp um breytingar væri fólgið. En allt í einu fer fréttamaðurinn að lýsa eigin áliti á málflutningi þingmanna og seg- ir að sumir þeirra hafi „málað skrattann á vegginn", að því er virðist er þeir véku að ýmsum sið- gæðisvandamálum í þjóðlífi Finna. Nú væri fróðlegt að vita: Er gert ráð fyrir því, að fréttamenn taki afstöðu til manna og málefna í fréttaflutningi sínum og það með svo smekklegum hætti sem lýst var? Þá vildi ég óska, að þeir sem ráða Morgunorðum sæju til þess, að þar kæmi fólk sem hefur kristi- legan boðskap að flytja, þó að það sé ekki endilega að prédika. „Komdu með orð frá Kristi," segir í sálmi einum. Það ætti að vera höfuðreglan í öllum kristilegum málflutningi. Almenn mannleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.