Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983
67
fclk í
fréttum
Marilyn Monroe-verslunin í París.
Marilyn-æðið
+ í Tókíó um þessar mundir er maður að nafni
Shunichi Mizuno gluggaskreytingarmaður í
stórverslun einni að hanna Marilyn Monroe í
eðlilegri líkamsstærð en hún á að vera eletrón-
ísk.
Hún er klædd í kabaretfatnað þ.e.a.s. eitt-
hvað í líkingu við leikfimibol með tilheyrandi
blúndum og pífum, og háhælaöa skól.
Þessi róbot af Marilyn opnar og lokar aug-
unum, og brosir þessu sérstaka Marilyn brosi,
auk þess em Mizuno lætur hana spila á raf-
magnsgítar. En Mizuno er ekki sá eini sem
hefur trú á aö Marilyn dragi að sér athygli og
viðskiptavini, því að í latínuhverfinu í París er
að finna sér verslun, sem hefur á boðstólum
meir en tvöhundruö og fimmtíu mismunandi
hluti tileinkaöa Marilyn. Þar má finna bækur,
lampa, skyrtuboli, og úr og síöast en ekki síst
dagatal með Marilyn og þá geta aðdáendur
hennar horft á hana í hverjum mánuði.
Dustin
Hoffmann
+ Dustin Hoffmann leikur konu í
sinni nýjustu kvikmynd,
„Tootsie“. í raun og veru er hann
þó alls engin kona eöa hvernig
ætti þá líka konan hans aö vera
jafn háólétt og raun ber vitni?
Sjálfur segir Dustin Hoffman,
aö kvenhlutverkiö hafi ekki haft
nein slæm áhrif á karlmennskuna
og þá ekki á bankabókina. Hann
fékk nefnilega nærri 100 milljónir
króna fyrir það aö varalita sig og
klæðast nokkrum kvenkjólum.
Geri aðrir betur.
Art
Garfunkel
+ Art Garfunkel er nú ástfanginn
uppfyrir allar sínar krullur og
segist meira aö segja vera til-
búinn til aö borga fyrir þaö. Þaö
er heldur engin hætta á ööru því
aö konan hans segist ekki munu
sleppa gullfuglinum sínum fyrir
minna en 60 milljónir ísl. kr. Þær
fær hún líka meö skilum þvi aö
Garfunkel hefur nú þegar lofaö
því aö giftast konu númer tvö,
leikkonunni Penny Marshall, sem
sést hér meö honum.
Shirley
MacLaine
+ Shirley MacLaine segist nú
vera orðin leið á sínu einmana-
lega lífi. Hún er aö vísu gift og
hefur verið í mörg ár en hún og
maöurinn hennar, kvikmynda-
framleiöandinn Steve Parker,
hafa ekki búiö saman frá því
skömmu eftir brúökaupið. Á
þessum tíma hefur Shirley átt
vingott viö margan manninn en
ekkert ævintýranna hefur veriö
svo ákaft, aö henni hafi fundist
taka því aö skilja viö mann sinn.
„Karlmenn vilja ekki binda
sig," segir Shirley. „Þeir eru bara
aö sækjast eftir skemmtuninni
en þegar alvaran kemur í spilið
hlaupa þeir eins og byssu-
brenndir. Ég sé því enga ástæöu
til aö vera aö standa í skilnaöi."
Shirley MacLaine segist hins
vegar veröa aö viðurkenna aö
þaö er ekkert sniöugt viö þaö aö
vera bæöi gift og ógift í senn.
Henni finnst þaö heldur dapur-
legt aö hafa engan til aö deila
meö gleöi og sorgum lífsins en til
mannsins vill hún ekki flytjast.
„Allt, sem viö eigum saman, er
æskuást, sem er löngu dauð,“
segir hún.
Lisa Minelli
aö veröa móðir
+ Liza Minelli er nú á leiöinni meö aö veröa
móöir. Hún og maöur hennar, Mark Gero,
hafa nefnilega ákveöiö aö ættleiöa þýskt
barn. Liza hefur lengi vonast til aö geta átt
sitt eigið barn en hefur hvaö eftir annaö
oröiö fyrir því óláni aö missa fóstur.
Liza Minelli er 36 ára aö aldri og þaö var
eftir vellukkaöa hljómleika í Þýskalandi,
sem hún sagöi frá tíðindunum. Segir hún
aö eftirvæntingin hjá þeim hjónunum sé
engu minni en þótt hún gengi sjálf meö og
undirbúningurinn fyrir komu barnsins á nú
hug þeirra allan.
COSPER
— Þakka þér kærlega fyrir, þú hefur læknað mig af
minnimáttarkenndinni.
HEÍCO
Vinnu
sloppar
Kjólar
Jakkar
Hvítt
Mislitt
Stærðir 34-
48
Bankastræti 3
s. 13635
Póstkröfusendum
Úr aftursæti
venjulegs fólksbfls
eru margar útgöngnleiðir
fyrirböm
án þess að nota dymar!
Öll viljum við tryggja sem best öryggi barnanna
okkar í umferðinni. Við vitum að það er ekki
nóg að Iáta þau sitja í aftursætinu, heldur er
mikilvægt að þau séu örugglega skorðuð, hvort
sem það er í bílstól, burðarrúmi eða bílbelti.
Við höfum sérhæft okkur í öryggisbúnaði fyrir
börnin,-búnaði sem hentar í flestar gerðir fólks-
bifreiða.
Barnastólar (fyrir 9 mán. - 6 ára)
verð frá kr. 1.077,-
Barnapúðar (fyrir 6-12 ára)
verð kr. 357,-
Burðarrúmsfestingar (fyrir 0-9 mán.)
verð kr. 995,-
Beltastóll (fyrir 6-12 ára)
verð kr. 1.029.-
VELTIR HF
Simi 35200
Pfí»rpittMttt»í®>
Metsölubladá hwrjum degi!