Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 71 Það er e.t.v. ekki allt gott um lögboðnar brunatryggingar á hús- um hér á íslandi að segja, sbr. það sem kemur fram í sama tölublaði Morgunblaðsins og Velvakanda- grein Jóns Guðmundssonar: Þegar matsmenn eru að gera upp tjón á húsum á Patreksfirði, kemur í ljós að brunabótamatið færir eigend- um húsa ekki nema hluta þess tjóns sem þeir hafa orðið fyrir. Það sama hefur átt sér stað þar og í Vestmannaeyjum forðum, að ekki er nægilegt samræmi milli verðgildis húseigna og brunabóta- mats. Og það er þetta sem er fyrst og fremst að í sambandi við brunatryggingar húsa, miklu fremur en að þær séu of dýrar. Til upplýsingar má segja frá því, að iðgjöld Samvinnutrygginga sem tekin voru af landsmönnum vegna lögboðinna brunatrygginga húsa árið 1981 (uppgjör á því ári liggur fyrir), námu rétt liðlega 1,9 millj. króna; brunatjón af sömu áhættum urðu liðlega 2 millj. króna sama ár. En þátttaka fé- lagsins er ekki umtalsverð, eða innan við 10% af heildarviðskipt- um landsmanna á þessu sviði vegna mjög þröngra laga sem gilda þar um. Húsatryggingar Reykjavíkur hafa lögverndaðan einkarétt til þess að tryggja allar húseignir í Reykjavík, en Bruna- bótafélag Islands hefur svipaðan einkarétt til að tryggja alla kaup- staði og nánast öll önnur sveitar- félög í landinu. Þess vegna er kannski spurningin: Er ekki leiðin til að laga það sem er að fram- kvæmd á lögboðnum brunatrygg- ingum húsa að gefa þær frjálsar, eins og gert hefur verið í öllum nálægum ríkjum, og láta vátrygg- ingarþjónustuna um það að koma á þeirri vátryggingarvernd, sem löggjafinn ætlaðist til, þegar lögin um brunatryggingar húsa voru samin? Lögin eru að stofni til frá 1917, en tilgangur þeirra er auð- vitað sá að fólk gæti fengið hús sín bætt, ef þau yrðu ónýt vegna eldsvoða, og nú samkvæmt lögum um viðlagatryggingu íslands, líka vegna náttúruhamfara. Það, sem re að er, er sem sagt, að brunabótamatið er í ólagi, og þess vegna getur hver og einn orð- ið að þola það, hvenær sem er, að missa húseignir sínar annaðhvort vegna eldsvoða eða náttúruham- fara. Að hafa þær vantryggðar er að bera sjálfur ábyrgð á e.t.v. ein- um þriðja eða helmingi tjónsins. Og þetta er auðvitað alveg ófull- nægjandi framkvæmd á lögboð- inni vátryggingarefnd. Þess vegna gera Samvinnutryggingar tillögu um það, að þessar tryggingar verði gefnar frjálsar og sett lög um að viðkomandi tryggingar- stofnanir séu skyldaðar til að skila raungildi tjónanna þegar þau verða.“ Barnaskfrnin ekki byggð á Guðs orði Sóley Jónsdóttir, Akureyri, skrif- ar: „Velvakandi. Umsjónarmenn síðunnar „Á Drottinsdegi" í Mbl. segja í smá- grein 9. janúar, sem ber yfirskrift- ina „Ekkert skilyrði", að barna- skírnin sé „óverðskulduð gjöf haps“ (þ.e. Guðs). Þessu vil ég mótmæla, enda er þetta ekki kenning Biblíunnar. Það er raunar hvergi í Biblíunni getið um barnaskírn. Hvernig er þá hægt að segja að hún sé óverðskulduð gjöf Guðs? Bæði barnaskírn og ferming eru eingöngu manna boðorð og hvergi í Biblíunni er að finna fordæmi fyrir þeim athöfnum. Og hvað seg- ir Biblían um manna boðorð? „Og til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna lærdóm, sem eru manna boðorð." Mark 7.7. Vissulega er boðið í Biblíunni að skíra (Matt. 28.19.). En hverja er boðið að skíra? Svarið við þeirri spurningu fáum við í Matt. 28.19. „Skírið þá“, þ.e. lærisveinana. Get- um við ekki öll verið sammála um það, að ómálga ungbörn geti ekki talist lærisveinar? Hvernig skírnin fór fram (þ.e.a.s. hin biblíulega skírn), get- um við lesið um í Postulasögunni 8. 36.-39. Finnst ekki fleirum en mér furðulegt, að textinn í Markúsar- guðspjalli 10.13.—16. skuli vera lesinn upp við skírnarathafnir í þjóðkirkjunni, þar sem hvergi í þeim texta er minnst á skírn ungbarna? Textinn er þannig: „Og menn færðu börn til hans, til þess að hann skyldi snerta þau, en læri- sveinarnir ávítuðu þá. En er Jesús sá það, gramdist honum það og sagði við þá: Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það eigi, því slíkra er Guðsríkið. Sannlega segi ég yður, hver sem ekki tekur á móti Guðrsíki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma. Og hann tók þau sér í fang, lagði hendur yfir þau og blessaði þau.“ Eins og lesendur munu sjá, er hvergi minnst á skírn í þessum texta. Það finnst ekki, í allri Biblí- unni, eitt orð um það, að skíra eigi ungbörn. Barnaskírnin er því ekki byggð á Guðs orði, og þar sem barna- skírnin er forsenda fermingarinn- ar, er fermingin heldur ekki byggð á Guðs orði. Biblían segir að það sem ekki sé byggt á Guðs orði sé byggt á sandi. Er ekki kominn tími til að for- ystumenn þjóðkirkjunnar taki þau sannindi alvarlega?" viðhorf geta margir túlkað. En eiga Morgunorð ekki að vera eitthvað meira? Mér þætti vænt um ef ritningargrein kæmi í hverjum þætti. Ekki vanþörf á Guðmundur Gíslason, Kópavogi, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að senda kveðju til allra þeirra menningar- frömuða, sem standa að þessum frábæru dönskukennsluþáttum. Það er svei mér ekki vanþörf á að kenna ungu fólki á Islandi dönsku, ásamt drykkju og reykingum; í hverjum þætti hefur verið skálað allmyndarlega finnst mér — og þó allra mest í þriðja þætti. Hver greiðir kostnaðinn? Bjarney Olafsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að vita, hvað Freeport-ferð kostar, með öllum undirbúningi áður en lagt er af stað og alveg þar til komið er heim aftur. Hver borgar? Er uppihald viðkomandi að kostnaðarlausu eða greiðir hann hluta þess? Hver greiðir kostnað vegna þess sem fer með viðkomandi alkóhólista? Hvað kostar afvötnun og/ eða meðferð á a) Silungapolii, b) Sogni, c) Hlaðgerðarkoti eða þeim heimilum öðrum sem til staðar eru í þessu skyni hér innanlands? Og hvað kostar að reka þessi heimili? Væri ekki tilhlýðilegt, — með tilliti til sparnaðarsjónar- miða, sem svo sannarlega veitir ekki af, að stjórnmálamenn og forustumenn aðrir í þjóðfélaginu miði gerðir sínar við, — að afvötn- unarferðir alkóhólista greiðist með tilliti til þjóðfélagsstöðu þeirra, þ.e.a.s. að tekið verði mið af tekjum þeirra, og því hærri sem tekjur viðkomandi eru, því stærri hluta af kostnaðinum greiði hann sjálfur. I því sambandi mætti hafa ákveðna launaupphæð til viðmið- unar, t.d. þannig að þeir sem hefðu meira en 7—8 þúsund króna mán- aðarlaun, greiddu einhvern hluta og því stærri hluta sem tekjurnar færu lengra fram úr viðmiðunar- tekjunum. í sparnaði er það þann- ig, að margt smátt gerir eitt stórt, á þessu sviði sem öðrum. Og e.t.v. veitti þetta auk þess visst aðhald. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Bæði samtökin kusu full- trúa. Kétt væri: Hvortveggju samtökin kusu full- trúa. (Ath.: Orðið „samtök“ er ekki til í eintölu.) Vaxberið skíðin á staðnum vaxáburöartaekiö er einfalt í notkun Stingið í samband við sígarettukveikjarann. Berið á skíðin og jafnið úr. A 5- T A' UTIUF Glæsibæ, sími 82922. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR KOMA Át MORGUN Vikuskammtw af skellihlátri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.