Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Jón Þórsson atómljóóari. Á hurðinni við hliðina á Jóni er auglýsingavegg- spjaldi, sem Úlfur, einn nemenda, gerði til þess að auglýsa, hvenær jazz- kvöldin verði. En margs konar klúbbar eru starfandi í Skálholtsskóla. sig á þennan hátt hér á landi gætu gert það annars staðar en í Skál- holtsskóla. Mjúku gildin látin ráða Nú maetti ætla það, að nemend- ur fengju lítið út úr skóla, sem gæfi engin réttindi, þar sem í dag er alltaf spurt um það, hvaða próf viðkomandi hafi, ef hann er að sækja um vinnu eða skóia. Að sögn Gylfa skólastjóra er þetta ekki svo. I Skálholti væri hverjum og einum gefið tækifæri tii þess að sýna það sem í honum byggi. Það sé ekki alltaf sem próf og vottorð gefa viðkomandi það sem hann sé í raun að leita að, heldur hitt, að viðkomandi sé met- inn eins og hann er. Það séu hin mjúku gildi, sem ráði ferðinni. En nemendur fái nám í Skálholts- skóla metið inn í fjölbrautaskóla, svo að þrátt fyrir það, að mark- miðið með skólanum sé annað en venjulega er með skólarekstri, þá gætu nemendur fengið einingar fyrir það nám, sem þeir inna af hendi í Skálholtsskóla, og þannig þurfi þeir ekki að taka eins marga punkta, þegar farið er í einhvern fjölbrautaskólann. Enda hefðu á fjórða tug umsókna um skólavist borizt fyrir þennan vetur, en að- eins 18 hefðu komizt að og í viðbót, þá væru tveir skiptinemar í skól- anum, tvo mánuði í senn hver skiptinemi. Því væri brýnt mál, að byrja á nýjum heimavistaráfanga, sem fyrirhugað er að rísi við skól- ann, ásamt starfsmannahúsi. Allt öðruvísi skóli Þegar krakkarnir voru inntir eftir því, hvað það væri nú svo merkilegt við það að vera í Skál- holtsskóla almennt og yfirleitt, þá svöruðu þeir því til, að kennslan væri byggð upp á allt annan hátt en gerðist í venjulegum skólum. I Skálholtsskóla færi kennslan þannig fram, að ekki væri verið að troða einhverju ákveðnu í þau, sem síðan ætti að skila frá sér í formi prófa. Heldur væri þetta meira í samræðuformi. Ákveðinn texti væri lesinn, sem síðan væri rætt um. Það væri því litið út fyrir bókina og margt tekið með. En síðast en ekki síst það, að hver og einn hefur eitthvað fram að færa. Það væri öfugt við aðra skóla. í Skálholtsskóla hafa allir eitthvað fram að færa. Það eru ekki bara þeir frekustu, sem fá að segja eitthvað. Það er leitað til allra. Félagslífið væri miklu betra en í öðrum skólum. Þetta væri eins og ein stór fjölskylda. Það þyrfti að taka tillit til náungans, þar sem þetta væri heimavistarskóli og það hefðu margir lært á veru sinni í skólanum. Sumir töldu, að í Skálholtsskóla lærðu menn fyrir sjálfa sig, þar sem ekki væri verið að læra fyrir kennarann eða próf. Þannig lærðu þau að meta sig sjálf. Þau væru miklu jákvæðari út í kirkju og kristni eftir þessa dvöl sína í skól- anum. Mörgum fordómum væri eytt, og breytingin væri mikil á þeim frá því að þau komu í haust og þar til að fyrri önn lauk. Þegar önn bak jólum byrjaði, þá var gerð speglun á jólum og ára- mótum. Hvað það hefði verið, sem hefði gert hugarfar þeirra annað gagnvart tilgangi jólahátíðarinn- ar. Sögðust mörg skilja mun betur innihald jólanna eftir að hafa hugsað um tilgang þeirra, í stað þess að láta jólin koma með öllu auglýsingafarganinu um allt glit og glansdótið, sem virtist vera nauðsynlegur hlutur nú til dags. Þannig fengi skólinn nemendur til þess að hugsa um annað en það sem stæði í skólabókunum. Það væri svo margt nýtt, sem hann hefði opnað fyrir þeim. M.a. að núna væru þau miklu ákveðnari í því, hvað þau ætluðu sér að læra næsta vetur eftir veruna á fyrri önninni aðeins. Hvað þá í vor. Skáldskapargáfan leysist úr læðingi í þjóðfélaginu er það oft á tíðum lögmál frumskógarins sem ræður ríkjum, hverjir það verða, sem komast lengst. Þjóðfélagið gefur ekki öllum kost á því að sýna það, sem í þeim býr. En í Skálholts- skóla er reynt að ná til allra og veita öllum hlutverk. Þannig upp- götvaðist það í skólanum, að ljóðskáld var meðal nemenda. Heitir skáldið Jón Þórsson. Var hann tekinn tali og spurður hvern- ig það hefði viljað til. — Við áttum að taka hluti, sem okkur þótti vænzt um og yrkja um hlutinn atómljóð. Ég vissi ekki hvað atómljóð var eða að það væri til. Síðan baksaði ég við það að setja saman ljóð og þá fann ég að þetta var vel gerlegt. Síðan hef ég haldið áfram að gera ljóð og finnst það mjög gaman. Hafði þér aldrei dottið í hug að yrkja eitthvað smávegis áður en þú komst hingað í Skálholt? Mér hafði oft dottið í hug að yrkja rímuð ljóð. En fannst leið- inlegt að yrkja svoleiðis ljóð. En þegar ég kynntist atómljóðinu, þá fannst mér það allt annað. Ég ætla að halda áfram og sjá til hvernig gengur. Finnst þér að skólinn hafi sýnt þér, hvað bjó hið innra með þér? — Já, hætt er nú við. Mér finnst eins og að núna hugsi ég um aðra hluti en áður og þá frekar þá, sem hafa eitthvað að segja í lífinu. Ég er skólanum mjög þakklátur fyrir það að ég skyli hafa uppgötv- að sjálfan mig og fengið sjálfs- traust. Einfaldlega tekinn gildur eins og ég er. Og að ég tek aðra gilda eins og þeir eru. Ég var t.d. á móti pönkurum. Þótti lítið til þeirra koma. En þeg- ar maður skyggnist betur ofan í það, af hverju pönkarar eru til og úr hvaða jarðvegi þeir eru sprottnir, þá er ég miklu jákvæð- ari í þeirra garð núna. Skilningur minn á pönkurum sem fyrirbæri hefur aukizt að mun og það brýtur niður vegg fordóma. Að endingu þá birtum við tvö ljóða Jóns, sem hann setti saman fyrir skömmu eftir að hafa upp- götvað þessa náðargjöf sína. Stríð er aó koma HlómsturtíAin er aó koma, oj» fcr aó vinna á móti Áburóarverksmiójunni. haó stríó stendur ekki lengi. Kí aó hkimin hafa svo lítió þrek á móti strompinum. Ilann cr konunj»ur mcnj'unarinnar. Finnst þér gaman að vera til l»ú crt annaóhvort síhlæjandi (x nnan daginn c-óa síjrrcnjandi hinn daginn. Kj» mrina, aó lífió j'ongur upp oj{ nióur. Ilvaó finnst þér? Ilelduróu, aó þú jfelir lifaó cina a-vi ánæjróur? Kf þú treystir á (iuó, þá er meiri möj;uleiki. PÞ Smfóníutónleikar Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Bartók .................. Divertimento Schumann .................. Píanókonsert í a-moll Prókofjéff ................ Rómeó og Júlía, svíta nr. 2 Einleikari: Philip Jenkins Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat í Divertimento fyrir strengja- sveit snýr Bartók frá atónalstíl þeim er hann hafði náð full- komnu valdi á í þriðja kvartett- inum, sem hann samdi tíu árum fyrr en Divertimentóið. „Con- sertare“-form verksins er ekki bein stæling á því sem tíðkaðist á sautjándu öldinni. Því ein- leikskaflarnir eru tíðast mun styttri hjá Bartók og meira ofnir inn í samleik hljómsveitarinnar. Áhrifamikill ritháttur verksins, þar sem skiptast á tóntegunda- bundin stef, sterkar hryntiltekt- ir og margvíslegir „effektar", er töluvert viðfangsefni fyrir hljóðfæraleikarana, sem léku býsna vel á köflum, bæði einleik- arar og hljómsveitin í heild. Pí- anókonsertinn eftir Schumann er ein af perlum píanóbókmennt- anna, ægifagur en vandmeðfar- inn skáldskapur. Philip Jenkins Jean-Pierre Jacquillat er góður píanóleikari og lék konsertinn mjög vel og fallega, allt hárrétt, en án þess að ná fram þeim tilfinhingasveiflum, sem verkið er magnað upp með frá hendi skáldsins. í hæga kafl- anum var leikur Jenkins mjög fallegur. Tónlistin við baliettinn Rómeó og Júlía var samin 1935 (ekki 1938 eins og stendur í efnisskrá). Verkið var flutt á konsert í Moskvu, í október 1935 en ball- ettinn var fyrst sýndur 1938 í Tékkóslóvakíu og ekki sýndur í Rússlandi fyrr en 1940, við léleg- ar undirtektir áheyrenda. Leik- gerðin og sérstaklega niðurlag Philip Jenkins verksins var harðlega gagnrýnt og tónlistin sögð köld, hörð og ósamstæð „textanum". Svíturn- ar tvær (tónskáldið hafði ráð- gert að semja þá þriðju) voru fyrst fluttar 1936 og ’37. Önnur svítan, sem flutt var að þessu sinni, er í sjö köflum og eru sum- ir þættirnir fyrir löngu orðnir eins konar „patent“-merki fyrir Prókoffjeff, enda glæsileg tón- list og frábærlega rituð fyrir hljómsveit. Hljómsveitin var í heild mjög góð og var auðheyrt að Jacquillat lætur vel að stjórna hrynsterkri tónlist, svo sem vel mátti heyra í Bartók og Prókofjéff. Tónlist Myndlist Vladislav Guderna í Skruggubúð Bragi Ásgeirsson Þeir eru samir við sig í að- dáuninni á súrrealismanum, fé- lagarnir í Skruggubúð að Suður- götu 3A. Að vísu eru sýningarn- ar hjá þeim nokkuð óreglulegar, en ef það eru á annað borð sýn- ingar, þá tengjast þær nær alltaf þessari fyrir margt heillandi listastefnu. Máski mætti álykta, að þeir séu nokkuð seint á ferð- inni með þessa síbylju-kenningu á súrrealismanum og að svið þeirra sé einhæft og þröngt, — og einnig mætti giska á að hér sé á ferð hóflaus og tímabundin ástríða hjá hinum ungu mönnum. En hvort heldur er, tímaskekkja eða della, þá er framtakið óvenjulegt og í hæsta máta aðdáunarvert. Einhvernveginn skynjar mað- ur einlægan áhuga á bak við við- leitni hinna ungu manna og hvernig þeir fara að því að reka sýningarsalinn er mér hulin ráð- gáta. Þeir hafa auðsjáanlega ekki úr miklum sjóðum gulls að ausa en leitast þó við að gera sitt besta eins og t.d. með sýningu tékkneska listamannsins Vladi- slav Gudcrna, sem um þessar mundir og fram á sunnudags- kvöld er kynntur í Skruggubúð. Opnunartíminn er frá 15—21 um helgar en annars frá 17—21 nema mánudaga, sem er hvíld- ardagur. Vladislav Guderna (f. 1921) nam í tæknilistaskólanum í Bratislava og listaháskólanum í Belgrad. Hann var mjög fram- arlega í röð nútímalistamanna í Tékkóslóvakíu en fluttist þaðan og hefur verið búsettur í Kanada frá árinu 1968. Guderna hefur tekið þátt í fjölda sýninga víða um heim m.a. 24. Tvíæringinum í Feneyjum og þeim 4. í Sao u. iDISLAV SÝNING Á GRAFIK OG POSTLIST _ 22. 1.- 7. 2. i SKRUGGUBÚO, VJIUDERNA SUOURGÖTU 3A. Ein af myndum Ladislav Guderna í Skruggubúð, Suðurgötu 3A. Paulo, Brasilíu. Listamaðurinn nefnir verk sín gjarnan „póst- list“, hannar stimpla, póstkort og frímerki, — vinnur í grafík, teikningu, málun, ásamt því að gera klippimyndir. Þá gefur hann út blað og er þar í besta lagi sjálfhæðinn — hefur t.d. mikið yndi af að sjá nafn sitt á þrykki með frægustu nöfnum íiststefnunnar (súrrealismans). Vladislav Guderna sækir áberandi mikið til Max Ernst og afmarkaðs sviðs myndveraldar hans en Guderna skortir hér í senn dýpt og vídd hinnar miklu fyrirmyndar sinnar. Þó eru verk hans mörg hver þekkileg og það veitir nokkra ánægju að fletta tímaritum hans. Þau mættu þó frekar liggja á borðum en að vera rígnegld í veggina ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.