Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 58 Kjaryalsstaðir: Góð aðsókn að sýn- ingu ungra myndlistarmanna FJÖLMENNI lagði leið sína á KjarvalsstaAi um helgina, en þar var á laugardag opnuð myndlist- arsýningin „Ungir myndlistar- menn“ sem stendur til 20. febrúar. Kinar Hákonarson listmálari og stjórnarformaður Kjarvalsstaða opnaði sýninguna með ávarpi, og afhcnti við það tækifæri 30 þúsund króna viðurkenningu í formi ferða- styrks, til eins þeirra er verk eiga á sýningunni. Viðurkenninguna hlaut Kjartan Olason, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Á sýningunni á Kjarvalsstöð- um sýna samtals 58 listamenn verk sín, og eru þau 171 talsins. Vegleg sýningarskrá hefur verið gerð fyrir sýninguna, og eru þar birtar myndir af verkum eftir alla listamennina. Auk sjálfrar myndlistarsýn- ingarinnar verður efnt til fimm tónleika á sýningunni, sem Mus- ica Nova og nemendur Tónlist- arskólans í Reykjavík og Tón- skóla Sigursveins D. Kristins- sonar leika. Ljósm.: Emilía Bj. Björnsdóttir. Einar Hákonarson stjórnarformaður Kjarvalsstaða afhendir Kjartani Ólasyni 30 þúsund króna viðurkenningu frá Reykjavíkurborg, en hann er einn hinna 58 ungu myndlistarmanna, sem nú sýna á Kjarvalsstöð- um. rapp wmm RAPP-HYDEMA netaspil 3,5 tonn meö netaafdragara. Getum afgreitt beint af lager línuspil með netaafdrag- ara, sambyggt og tilbúiö til niðursetningar. Einnig fimm geröir af netaafdrögurum passandi fyrir þau neta- spil sem fyrir eru: HHM-002 meö togátaki 20 kg. HHM-005 meö togátaki 50 kg. HSA-01 meö togátaki 100 kg. HSM-01 meö togátaki 100 kg. HSA-015 meö togátaki 150 kg. Leitið upplýsinga hjá okkur um hvaöa netaafdragari hentar yöar bát best. Atlas hf Ármúla 7, sími 26755, Reykjavík. Skipuleggjendur eftirlitslausra ferða um óbyggðimar nota farartæki, sem gera engan blett öræfanna óhultan. Rall og landgæsla Omar Ragnarsson svarar landvörðum fslendingar hafa Landhelgis- gæslu sem notar flugvélar, þyrlur og skip til þess að hafa eftirlit á hafinu í kringum landið. Af sjáv- arafla höfum við gjaldeyristekjur, og eðlilegt er að eyða hluta þeirra til eftirlits með því, að farið sé að settum reglum, svo að þessari auð- lind sé ekki spillt. Nú skyldi maður ætla, að landið sjálft væri vart minni auðlind, og sjálfsagt að verja til þess fé að hafa eftirlit með umgegni við það. Hafa landgæslu. Þar er líka úr gjaldeyristekjum að spila, til að mynda um eða yfir milljarði króna, sem búast má við í beinar og duldar tekjur af erl- endum ferðamönnum. Eiginleg landgæsla er ekki til En viti menn: landgæsla, sem risið gæti undir því nafni, er ekki til. Engar þyrlur, flugvélar, eftir- litsbílar né viðurlög í líkingu við það, sem er á miðunum. Örfáir menn, svonefndir land- verðir, eru í nokkrar vikur á sumri hverju í nokkrum sæluhúsum, og komast varla yfir að sinna öllu því, sem sinna þarf í næsta ná- grenni þeirra. Á sama tíma og landhelgis- brjótar fá fyrir ferðina, minnast menn þess ekki, að neitt svipað hafi verið uppi á tengingnum, þeg- ar um umhverfisspilla hefur verið að ræða á landi, þegar undan eru skildir nokkrir seinheppnir fálka- og eggjaþjófar. Stórtíðindum sætti, þegar lögreglan á Hvolsvelli skyldaði umhverfisspilla til þess að græða upp og hreinsa svæði, sem þeir höfðu skemmt í Þórs- mörk. Spjöil, þegar landverðir eru ekki að störfum Við þetta bætist, að landverðir eru víðsfjarri, þegar verstu spjöll- in eru unnin. Áður en þeir koma til starfa í Landmannalaugum og öðrum unaðsreitum óbyggðanna, hafa harðsvíraðir torfærukappar, svartir sauðir í hópi ágætra drengja, brotist þangað og böðlast utan vatnsblautra vega og slóða eða fram hjá sköflum, sem loka leiðinni. Og eftir að landverðirnir eru farnir og ferðamannatíminn á enda, hefst snerra, sem þeir eru víðs fjarri. Það er rollurallið mikla. Um gervallar óbyggðir, hvar sem stingandi strá er enn að finna, fara herskarar gangnamanna, á „Ég á erfitt með að sætta mig við það, að vel heppnuð landkynning sé af hinu illa, vegna þess, að hún hafi í för með sér stóraukna umferð fólks á því svæði, sem kynnt er.“ jeppum, torfærutrukkum, drátt- arvélum og hestum og elta uppi hundruð þúsunda fjár, og tugi þúsunda hrossa til að koma þeim til byggða. Ég hef fylgst með smala- mennsku á nokkrum afréttum landsins, og veit, að þrátt fyrir ítr- asta vilja gangnamanna er útilok- að að allur þessi her manna og fararskjóta geti haldið sig ein- göngu á merktum leiðum, af þeirri einföldu ástæðu, sem hvert mannsbarn sér: Búfé fer ekki eftir reglum; það leitar uppi ónöguð strá, ef einhver eru eftir, að eigin geðþótta. Saga af fjallkóngi Fyrir nokkrum árum var ég á einum fegursta og viðkvæmasta afrétti landsins í fréttaferð fyrir sjónvarpið. Um sanda og mosa- þembur þeystu hestar og jeppar á eftir væntanlegri niðurgreiddri útflutningsvöru, sem skondraði um holt og hæðir. Niður eina öld- una kom á móti mér kappi á átta gata Skát-jeppa „með öllu“, pústflækjum, breiðum mykju- dreifaradekkjum. Ég stöðvaði hann og spurði, hvort hann vissi, hvar fjallkóngurinn væri, því að ég hefði ekki séð neinn líklegan, þið vitið, aldinn mann á gráum vekringi með kuldahúfu, tóbaks- horn og skorna svipu. Gæinn á átta gata tryllitækinu svaraði stuttlega: „Ég er ‘‘jall- kóngurinn." Breyttir tímar Nú er árið 1983. Ferðamenn, úti- vistarfólk, sportmenn og gangna- menn nota okkar tíma fararskjóta, jafnt í leik sem starfi. Skipuleggj- endur eftirlitslausra ferða um óbyggðirnar nota farartæki, sem gera engan blett öræfanna óhult- an. Erlendir safnarar sjaldgæfra fugla, eggja og steina fara ráns- hendi um dýrgripi íslenskrar nátt- úru. Það er löngu liðin tíð, að hægt sé að nytja landið og umgangast það, án þess að nota þessi tæki og án þess að kosta einhverju til raunverulegrar gæslu þess — með nútímatækjum. Það er of seint að segja: burt með útlendingana, fækkum ferðafólki. Með því fækk- um við aðeins hinum stóra meiri- hluta ferðafólksins, sem er prýðis- fólk, en þeir, sem hagnast á því að spilla náttúrunni koma eftir sem áður. Og notfæra sér það, að hér vantar gæslu. Jafnvel þótt við vildum minnka umferð og draga út ferðamannastraumi, kostaði það aukið eftirlit og gæslu, og lík- urnar fyrir því að fá fé til þess aukast ekki með því að draga úr tekjum af ferðamannastraumi, heldur þvert á móti með því að auka tekjur af ferðamönnum og nota hluta tekjuaukningarinnar til stórefldrar landgæslu. Er landkynning af hinu illa? Fegurð, sem menn fá ekki notið, er lítils virði. Fegurð lands er því meira virði sem fleiri njóta henn- ar, svo lengi sem hægt er að við- halda þessari fegurð óspilltri. Þess vegna eru menn að basla við að gera landkynningarmyndir og ferðaþætti. Ég á erfitt með að sætta mig við það, að vel heppnað- ar landkynningarmyndir séu af hinu illa, vegna þess, að þær hafi í för með sér stóraukna umferð fólks á því svæði, sem kynnt er. Setjum sem svo, að ein land- kynningarmynd yki ferðamanna- straum til landsins um helming. Það yrði um eða yfir milljarðs króna tekjuauki fyrir þjóðina á ári. Þó ekki væri veitt nema einu prósenti af þessum milljarði til landgæslu, væru það tíu milljónir króna, eða nær tvöfallt hærri upp- hæð, en ríkissjóður veitir á þessu ári til Náttúruverndarráðs! Þarna er íslenski veiðimannahugsunar- hátturinn lifandi kominn; að taka sem mest, en gefa sem minnst. Framlag ríkisins til verndunar náttúru landsins er um hálft prósent af tekjum okkar af erlendum ferða- mönnum! Auknar ferðamannatekjur — auknir möguleikar til landgæslu Fregnir berast af góðum land- kynningarþætti í Bretlandi. Stór- aukinn skipakostur mun flytja fólk og bíla til landsins í sumar. Þessu verður ekki breytt. Hug- myndir eru uppi um auknar gjald- eyristekjur og landkynningu með rallkeppni. í stað þess að hefja örvænt- ingargrát, væri ekki nær að nota tækifærið og veita, þó ekki væri nema litlum hluta aukinna ferða-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.