Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 ■ ■ Grein og viðtal um ferð til Hollywood, Los Angeles í boði American Film Institute ■ ■ ■ Hjáþeim„stóru“ ... menn eins og Laszlo Kovacs og Walter Murch. Kovacs, sem er ungverskur að uppruna, hefur unnið að kvikmyndum um 50 mynda í Bandaríkjunum s.s. „Easy Rider", „Paper Moon“, „Close Encounters of the Third Kind“ og nú síðast „Frances". Hann kynnti okkur fyrir ung- verskum vini sínum sem var í heimsókn þar, Lajos Koltai leik- stjóra sem hefur gert m.a. mynd er á ensku heitir „Time Stands Still" og sem Kovacs hælir á hvert reipi og lýsir eins og ... „ung- verskum Graffiti ..." Walter Murch sem var aðal- klippari við mynd Francis F. Coppola „Apocalypse Now“ og auk þess hljóðmeistari við sömu mynd skýrði okkur frá ýmsum þeim at- vikum og brögðuin sem notuð voru við töku og vinnslu þeirrar mynd- ar. Þegar við ræddum síðan fram- tíð kvikmynda í Bandaríkjunum þá spáði hann því að í lok þess áratugs sem nú er muni aðeins helmingur af þeim kvikmynda- húsum sem nú eru starfrækt verða í gangi. Myndbandaþróunin og kapalsjónvarp mun taka stökk fram á við á kostnað kvikmynda- húsanna og þess verður ekki langt að bíða að menn geti keypt sér nýjar kvikmyndir með hi-fi hljómgæðum á myndböndum. Þetta er nokkuð sérstakt þar sem kynslóðin sem fæddist á fimmta áratugnum hefur lagt gífurlegt fjármagn í kvikmyndaiðnaðinn, en nú eru það afkomendur þeirra sem eru að breyta þeim iðnaði. Rétt er að staldra hér við og minnast þess sem Charles D. Champlin ræddi um á einum fund- inum. Hann var listritstjóri og gagnrýnandi hjá Los Angeles Times og Time Magazine og virð- ist gjörþekkja sögu bandaríska kvikmyndaiðnaðarins. Hann sagði, að þegar sjónvarpið hóf inn- reið sína í Bandaríkin 1946, þá varð grundvallarbylting á sviði kvikmynda í Bandaríkjunum. Það sama ár fóru um 110 milljónir Bandaríkjamanna í kvikmynda- hús í viku hverri og var þá íbúa- tala landsins 160 milljónir. Á síð- asta ári sóttu kvikmyndahúsin 21 milljón manns og er þó íbúafjöld- inn orðinn um 225 milljónir. Árið 1946 voru framleiddar um 600 leiknar kvikmyndir til sýninga í kvikmyndahúsum — á síðasta ári voru þær færri en 100. Hann sagði jafnframt að sjálfstæð kvik- myndagerð fyrir kapalsjónvarp ætti eftir að færast í aukana og að sjálf kapalsjónvarpsfyrirtækin legðu fram töluvert fé í framleiðslukostnað kvikmynd- anna til þess að tryggja sér sýn- ingarréttinn. Nú, við hittum ýmsa aðra aðila, s.s. kvikmyndatökumanninn Kris Malkiewicz sem er næstum alvitur á allt er snertir kvikmyndatöku, tækni og efnasamsetningu filmu cg ljóss og Walter Hill leikstjóra sem hafði nýlega sent frá sér myndina „48 hours". Hann leik- stýrði jafnframt myndunum „Southern Comfort", „The Long Riders" og „The Warriors" svo eitthvað sé nefnt. Við sáum „48 hours" og ræddum um hana við hann og þótti sumum að sú mynd, svo jg aðrar af myndum hans, bæru þess keim að vera eingöngu framleidd til þess að hala inn sem mest af peningum, en ekki skal lagður neinn dómur á það hér ... Það þótti því mikill fengur að fá tækifæri til að spjalla við Hal Bartlett sem er sjálfstæður fram- leiðandi og leikstjóri. í Hollywood þýðir sjálfstæður að vera óháður stóru kvikmyndagerðarfyrirtækj- unum, þ.e. ekki samningsbundinn þeim. Hal Bartlett er búinn að vera í kvikmyndagerð í 23 ár og að því er hann segir sjálfur, þá gerir hann aðeins þær myndir sem hon- um finnst þess virði að koma frá sér og sem gætu komið öðru fólki til að njóta þeirra. Sem dæmi nefnir hann að frekar vilji hann stunda götusölu heldur en að gera álíka hasarmyndir og „48 hours" og fór hann ekki leynt með álit sitt á aðstandendum þeirrar myndar „ ... I wouldn’t spend two years of my creative life for that ... “ Hann áleit að aðeins ein af hverjum tíu myndum sem fram- ieiddar eru í Hollywood séu þess virði að vera unnar. Sjálfur hefur hann framleitt og leikstýrt 16 kvikmyndum, þeirra á meðal „Jon- athan Livingston Seagull", „The Saint of Generals", „All the young men“ og „Global Affaire" svo ein- hverjar séu nefndar. Hann var spurður hvernig gengi að fjármagna myndirnar því myndir vestanhafs kosta oftast milljónir dollara í framleiðslu og ekki er óalgengt að kostnaður hlaupi á tugum milljóna dollara. Hann svaraði því til, að um það giltu engar reglur. Til dæmis hefði eitt sinn forríkur aðili sem bjó með einum þekktasta stjörnu- spámanni í heiminum boðist til að fjármagna eina af myndum hans. Ekki var það af neinum sérstökum áhuga fyrir handritinu, heldur var ástæðan sú að hann taldi myndina borga sig, því Hal væri fæddur á tilheyrandi réttum degi og á ná- kvæmlega réttum tíma samkvæmt stjörnukenningunni!!! Þessi fyrsta vika okkar í Holly- wood var nú liðin. Þetta var mjög strembin vika — oftast var hópur- inn ræstur um klukkan hálf sjö á morgnana og síðan var okkur ekið í hópferðarbílum frá hótelinu okkar, sem var rétt við Sunset Boulevard, og upp í skóla. Kvöld- tímar voru alla skóladagana nema á laugardeginum og var ekki óal- gengt að skóladeginum lyki um tíu eða ellefu á kvöldin og voru þá flestir búnir að fá nóg. Þó gafst okkur íslendingunum tækifæri til þess að heimsækja ræðismann okkar, Höllu Linker. Hún bauð okkur til kvöldverðar heim til sín og var virkilega gaman að heim- sækja hana. Halla hafði áður fyrr látið mikið að sér kveða, ásamt manni sínum Hal Linker, í kvik- myndagerð og sýnt þætti sína um framandi þjóðir og dýralíf út um allan heim. Á heimili hennar mátti finna ýmsa sérkennilega muni frá ferðum þeirra um víða veröld og skemmtum við okkur vel þetta kvöld. Að auki gafst mér tækifæri til þess að heimsækja Árna Egilson þar sem hann býr uppi í Holly- woodhæðum ásamt fjölskyldu sinni. Hljóðupptökumeistari hjá Twenty Century Fox sagði mér er ég spurði hann um Árna, að „ ... Árni væri sá fjölhæfasti og skemmtilegasti bassaleikari sem hann þekkti og væru þeir ófáir sem hann hefði unnið með ..." Óneitanlega kitlaði þetta þjóðar- rembingsandann í mér að heyra þetta og gat ég ekki stillt mig um að tjá meistaranum að við Árni værum landar ... Nú hófst tími skoðunarferða til hinna „stóru", kynning á tveim háskólum í Los Angeles er kenna kvikmyndagerð, kynning á Kvikmyndaakademíunni er út- hlutar m.a. Óskarsverðlaununum ár hvert, og sýningar á kvikmynd- um frá Norðurlöndunum. Állir þátttakendurnir frá Norðurlönd- unum voru áður búnir að skuld- binda sig til að koma með filmu, sem þeir höfðu unnið að, því halda átti sýningu á þessum myndum í Los Ángeles. Við íslendingarnir lögðum fram 5 myndir — þrjár skólamyndir, auglýsingamynd fyrir tískuvöruverslun og mynd um selveiðar við Island. Persónu- lega, þá þótti mér Danirnir koma langbest frá þessari sýningu. Ég hafði hálft í hvoru búist við því að Svíarnir með Dramatiska Insti- tutet á bak við sig myndu „eiga“ sýninguna, en það var nú aldeilis ekki. Sýningarnar fóru fram í hús- næði Kaliforníuháskóla, sem er stærsti háskóli í Bandaríkjunum. Þeir hafa mjög góða aðstöðu til kennslu í kvikmyndagerð og upp- töku á sjónvarpsefni, en háskólinn í Suður-Kaliforníu sem við heim- sóttum einnig er að taka sig á hvað snertir aðstöðu til kennslu í þessum greinum og mun innan þriggja ára opna mjög fullkomna kennsluaðstöðu í nýju og rúmgóðu húsnæði. The Academy of Motion Picture Arts and Sciences (Kvikmynda- akademían) er sá aðili sem skoðar myndir og velur fyrir afhendingu Óskarsverðlauna. En þessi stofn- un gegnir einnig miklu fjölþætt- ara hlutverki. Aðilar að Kvik- myndaakademíunni eru um 4.500 og koma þeir úr hinum fjölmörgu greinum iðnaðarins, t.d. handrita- skrifarar, kvikmyndatökumenn, leikmyndagerðarmenn og leik- stjórar. Akademían heldur uppi margvíslegri þjónustu við meðlimi sína, t.d. í því formi að veita þeim upplýsingar um alla þróun í iðn- aðinum, tæknilega og vísindalega, sýna kvikmyndir hvaðanæva úr heiminum, gefa út uppsláttarrit þrisvar á ári yfir alla þá leikara í Bandaríkjunum sem eru starfandi og svona mætti lengi telja. Al- menningur á einnig kost á þjón- ustu frá stofnuninni t.d. í formi sýninga á kvikmyndum og öðrum listgreinum, auk þess geta allir sem þess óska fengið aðgang að filmusafninu sem stofnunin sér um og er stærsta filmusafn í heiminum og er með auk filma, safn handrita, ljósmynda, teikn- inga og annarra atriða í þúsunda tali. Þar geta kvikmyndagerðar- nemar hvar sem er í Bandaríkjun- um fengið afrit af þessum göngum og greiða þá aðeins fyrir afritun- arkostnað og burðargjald. Mér var sem snöggvast hugsað til vinar míns í Kvikmyndasafni íslands þegar ég rölti þarna um sali ... Á sviði 9 hjá 20th Century-Fox voru þeir að kvikmynda síðasta þáttinn um „M.A.S.H." sem við kynntumst hér í íslenska sjón- varpinu fyrir nokkrum árum. Þessir þættir, sem eiga rætur sín- ar að rekja til samnefndrar mynd- ar Robert Altman’s frá 1970, hafa notið gífurlegra vinsælda þau ell- efu ár sem þeir hafa verið í fram- leiðslu. Vinsældir „M.A.S.H." í Bandaríkjunum sjást best á því, að á hverjum degi eru sýndir ný- legir þættir víðsvegar um landið og endursýningar eldri þátta eru stöðugt í gangi. Síðustu dagana skoðuðum við svo hjá „þeim stóru", þ.e. Univers- al, Paramount og 20th Century- Fox. Það var stórkostleg upplifun að sjá þesasr „draugaborgir" sem byggðar hafa verið sem leikmynd- ir, forhliðin öll hin eðlilegasta, en þegar betur var að gáð þá voru það aðeins uppistöður og annað timb- urverk á bakhliðinni. Þessar leikmyndaborgir ná yfir geysi- stórt svæði og fjölbreytnin er mik- il. Þar mátti finna mexíkanskt smáþorp, götumynd frá gömlu London, aðalgötu úr villta vestr- inu, torgmynd frá tímum róm- versku keisaranna og fátækra- hverfi úr stórborg svo eitthvað sé nefnt. Oft var hluti af stórri leikmynd, t.d. svalir og gluggar á blokkarsamstæðu málaður á for- hliðina og virkaði það mjög eðli- lega séð úr fjarska. Þessu tók ég eftir þegar „þvottur úti á snúrum” hreyfðist ekki þrátt fyrir dálitla golu. Það er líka sagt hjá Univers- al, að þeir geti byggt um 500 ein- býlishús fyrir það timburmagn sem þeir nota á ári hverju í leik- myndina og hráfilman sem þeir nota árlega er að magni til það mikil að hana mætti vefja fimm sinnum í kringum miðbaug jarðar Ég vil að lokum þakka þeim er stóðu að þessari kynningu og gerðu það kleyft að þessi ferð varð að veruleika og þá sérstaklega Amerísku kvikmyndastofnuninni, Scandinavia Today-nefndinni og Kvikmyndasjóði íslands. Oli Örn Andreassen kvikniyndagerðarmaður. Þarsnýst ... á Norðurlöndunum. Hinsvegar varð ekki annað séð en danski ríkiskvikmyndaskólinn væri tek- inn við fyrsta sætinu, a.m.k. eftir verkunum að dæma. Þetta kemur líka heim og saman við fréttir af alþjóðakvikmyndahátíð kvik- myndaskóla, sem haldin var í Munchen á síðasta ári en þar rak- aði danski skólinn til sín verðlaun- unum. Að lokum var svo farið í kvik- myndaver „20th Century Fox“, „Paramount" og í stærsta kvik- myndaver í heimi, sem er „Uni- versal". Hjá „Paramount" hittum við leikstjórann Walter Hill, sem gerði handritið að „Getaway" og leikstýrði „The Warriors", sem sýnd var í Tónabíói og kvikmynd- ina „Southern Comfort", sem einnig hefur verið sýnd hér. Nýj- asta kvikmynd hans er 48 hours og er hún nú „smash hit“ í Banda- ríkjunum. Fjallar hún um lög- reglumann, sem fær afbrotamann lausan í 48 klukkustundir, til þess að leysa sakamál, fer Nick Nolte með aðalhlutverkið í myndinni. Við sáum einmitt þessa mynd hjá Paramount í sérstökum sýn- ingarsal, þar sem við létum fara vel um okkur í djúpum og mjúkum leðurstólum. Á eftir ræddum við við Walter Hill og spurðum hann meðal annars að því, hvers vegna svona mikið ofbeldi væri í mynd- um hans, sem raun ber vitni. Þá nefndi hann það atriði, sem öllu virðist stjórna i bandaríska kvikmyndaiðnaðinum, en það eru peningar. „Eftir því sem ofbeldið er meira í myndunum þvi fleiri sækja þær,“ sagði Hill. „Ég hugsa líka um það, að ég verði að fá áframhaldandi vinnu," bætti hann svo hreinskilnislega við. Þessi hugsunarháttur átti ekki upp á pallborðið hjá hópnum, sérstak- lega ekki hjá Svíunum." Ilvað fannst þér athyglisverðast er þið skoðuðuð kvikmyndaverin? „Það var hversu mikið af kvik- myndavinnunni fer fram innan sjálfra kvikmyndaveranna. Þarna hafa verið reist heilu draugaþorp- in eða borgarhlutar með háum byggingum, þar sem eingöngu er smíðuð framhliðin eða sú hlið sem snýr að tökuvélinni. Við þekkjum svipaða hluti héðan, en hluti af gömlu Reykjavík var reistur vegna töku á Brekkukotsannál en í Hollywood eru mannvirkin miklu stærri og meiri. Það er líka ótrúlegt að horfa á hvernig þeir beita hinum ýmsu tæknibrögðum. Við fylgdumst með upptöku á vandaðri sjón- varpskvikmynd. Eitt atriði úr henni var er flugvél með farþega innanborðs lenti í miklum veður- ofsa í háloftunum. Var þetta atriði tekið í „stúdíói" með skemmtilegri bakgrunnstækni og vönduðum vinnubrögðum tæknimanna, sem kalla greinilega ekki allt ömmu sína. En hápunktur ferðarinnar var er við Gústi og Edda fylgdumst með upptöku myndarinnar „Scareface" með A1 Pacino í aðal- hlutverki, en leikstjóri er Brian De Palma, sem leikstýrt hefur meðal annars kvikmyndunum „Dressed to Kill“ og „Blow Out“. Þarna sáum við virkilega stór- mynd í framleiðslu og fylgdumst með upptökum í heilan dag. Það sem kom mér virkilega á óvart við upptöku þessarar mynd- ar var hversu margir unnu við hana. Þarna voru rúmlega eitt hundrað manns, sem gegndu hin- um ýmsu störfum, allt frá því að pússa bílrúður eða sjá um að aðal- leikarinn fengi heitt te eftir þörf- um, upp í leikstjórann, sem er hæstráðandi við kvikmyndatök- una. En þegar við erum að vinna að kvikmynd hér heima, sem er gagnrýnd á sama grundvelli, þá erum við með hámark 18 manna starfslið. Við upptöku myndarinnar var greinilegt að A1 Pacino var þunga- miðja kvikmyndarinnar, ekki að- eins vegna þess að hann fer með aðalhlutverkið heldur virðist hann ráða miklu um vinnslu hennar. Enda kom það á daginn að myndin „Scareface" er gerð að hans frum- kvæði. Seinna um daginn kom svolítið óvænt fyrir. í upphafi töku með A1 Pacino og 5 öðrum leikurum, þá gerðist það, að Pacino gekk allt í einu út í miðri tökunni. Leikstjór- inn stökk á eftir honum og þeir töluðu saman í um 20 mínútur úti í kaffivagni, sem var þarna rétt hjá. Svo komu þeir aftur og tökur hófust að nýju. Það, sem olli brotthlaupi Pacinos, var, að hann var eitthvað óánægður með sjálf- an sig þar eð honum hafði mistek- ist tvisvar að fara með textann sinn rétt.“ En við megum ekki gleyma einu atriði og það var er hópurinn skoðaði „The Academy of Motion Pictures, Arts and Sciences", þá stófnun, sem úthlutar óskarsverð- laununum og þar býður kvik- myndin „Okkar á rnilli", eftir Hrafn Gunnlaugsson, eftir því að nefnd fjalli um hana. Var hópnum kynnt starfsemi þessarar stofnun- ar og saga Óskarsverðlaunanna, en að sögn Karls var einmitt mik- ið um að vera í Hollywood vegna væntanlegrar afhendingar Óskarsverðlaunanna. Hver voru svo áhrifin af því sem Karl sá og heyrði í þessari kynnisfór um kvikmyndaver, kvikmyndaskóla og aðra stofnanir, sem hýsa kvik- myndaiðnaðinn í Hollywood? „í heildina er ekki hægt að segja annað en þessi ferð hafi virkað bæði örvandi og upplýsandi, eins og gefur að skilja. Það sem mér fannst athyglis- vert er hve peningarnir skipta þarna miklu máli, því þeir virðast oftast vera númer eitt í umræðum um kvikmyndagerð, það er miklu fremur talað um að þessi eða hin kvikmyndin hafi gengið illa eða öðlast miklar vinsældir en að rætt sé um innihald þeirra eða hvað þær segja okkur. Strax í kvik- myndaskólum er nemendunum innrætt að þeir eigi að lúta kröf- um áhorfendanna, þeir verði að fá eitthvað fyrir sinn snúð, en kvikmyndagerðarfólkið eigi ekki að þjóna eigin sérvisku. Kvik- myndaiðnaðurinn í Hollywood virkar því á mann sem stór mask- ína, sem ekki nema sterkustu ein- staklingar geta brotist út úr, menn eins og Spielberg, Coppola, Cimino og fleiri. Eru mörg dæmi um það, að mjög skapandi menn hafa hreinlega verið étnir upp í Hollywood vegna þess að þeir þjónuðu ekki lögmálum markað- aritis. Við ókum um Beverly Hills og Bel-Air, þar sem þeir búa, sem hafa náð árangri í þessari stóru maskínu. Þar ríkir mikil sýndar- mennska, sem sést á klæðnaði fólksins, glæsilegum bílum og hús- um. En þegar við fórum þarna um var ég minnugur þess, sem einn framleiðandi sagði við okkur krakkana: „Þetta fólk sem lifir fyrir frægð og að því er virðist fánýta hluti er samt stöðugt leit- andi að einhverju sem því gengur erfiðlega að finna en það er ... kærleikur. En það er eitt af því, sem lítið er af í henni Hollywood."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.