Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 38
86 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 Félagsmiðstöðvar efna til danskeppni Félagsmiðstöðvarnar í Reykjavík efna til „freestyle“ danskcppni tvo fyrstu róstudagana í mars. I>ann 4. mars fer undankeppnin fram í Tóna- bæ, Bústöðum, Fellahelli, Þrótt- heimum og Árseli. Lokakeppnin verðu haldin í Tónabæ II. mars. „Freestyle“, eða frjáls aðferð Mezzoforte á Borginni Mezzoforte efnir til tónleika að Veitingahúsinu Borg á fimmtudag kl. 22. I*etta eru fyrstu opinberu tónleik- ar Mezzoforte um nokkurt skeið, eða frá því fyrir jól. Hljómsveitin virðlst nú smám saman vera að hasla sér vrill í Bretaveldi. Með Mezzoforte treður upp ung sveit jassrokkara, en hún hafði ekki enn fengið nafn. Sveitin er skipuð ungum tónlistarmönnum úr FÍH-skólanum, sém margir hverjir þykja meira en iítið efnilegir. Tónleikarnir hefjast kl. 22. KOS er ekki al- deilis aö hætta „Heyrðu, þetta er einhver mis- skilningur hjá þér á síðunni að við séum að hætta," sagði Þröstur Þór- Lsson, einn þremenninganna { KOS, er hann hafði samband við Járnsíðuna í vikunnL Sagði Þröstur hlé hafa verið gert á spilamennskunni yfir ára- mót eins og tíðkaðist gjarnan 1 þessum „bransa“, en nú væri tek- ið til á fullu við að halda tón- leika. Þá væri tríóið á leið til Grænlands tii að vera við vigslu nýs jökuls (!) þarlendis. Jónas R. meö „comeback" Hafi menn gleymt nafninu Jónas R. Jónsson er alls ekki úr vegi að fara að rifja það upp á nýjan leik. Jónas R., sem gerði garðinnn frægan hér á árunum áður með hljómsveitum á borð við Flowers, er nú um þessar mundir að vinna að sólóplötu í Hljóðrita. eins og það hefur verið útlagt á íslensku, felur í sér, að þátttak- endum er frjálst að dansa jass- dans, diskódans eða hvaða stíl sem er. Á undanförnum vetrum hefur ætíð verið boðið upp á nokkrar keppnir í Reykjavík. Keppni fé- lagsmiðstöðvanna mun hins vegar vera sú eina í vetur, sem stendur unglingum til boða. Þátttakendur í keppninni verða að vera á aldrinum 13—17 ára. Keppt verður bæði í einstaklings- og hópdansi. Vegna misskilnings, sem orðið hefur við kynningu á keppninni, er skýrt tekið fram að fleiri en tvo þarf til að mynda hóp. Keppendur hvaðanæva af land- inu eru boðnir velkomnir. Þátt- tökugjald er ekkert og hefur skráning þegar hafist í öllum fé- lagsmiðstöðvunum. Iss! og Haugur á Borginni Hljómsveitirnar Iss! og Haug- ur munu troða upp á Borginni annað fimmtudagskvöld, 3. mars. Haugur hefur vakið athygli fyrir skemmtilega sviðsframkomu og frumleg tilþrif á hljóðfæri. Iss! er sveit, sem Einar Örn, fyrrum Purrkur, stendur að. Menn koma víst ekki að tómum kofanum á þeim bæ. Sagt að fara bara á sjóinn Bágborinn fjárhagur íslenskra dægurtónlistarmanna er víst ekkert nýnæmi. Þeysarar eru ein þeirra sveita, sem á í miklum fjárhags- kröggum. Járnsíðan hafði fyrir til- viljun spurnir af því, að þeir hefðu leitað ásjár FÍH varðandi lögfræði- aðstoð. Það varð lítið um haidbæra að- stoð á þeim bænum. Finnur Torfi Stefánsson, sem sjálfur er lærður lögfræðingur og þekkir vafalítið vel þessa stöðu frá því hann var og hét með Óðmönnum, benti Þeysur- unum einfaldlega á að drífa sig á sjóinn. Tæpast hafa þeir verið að fiska eftir slíku svari. Ililmar Örn Hilmarsson, bassaleikari Þeys. Dire Straits, eins og hljómsveitin lítur út í dag. „Veit ekkert um tónlist“ — rabbaö viö Mark Knopfler, höfuöpaur Dire Straits ÞEGAR Járnsíðan birti grein um ('lash fyrir nokkru var því jafnframt lofað við það tækifæri, að Dire Straits yrðu gerð viðeigandi skil á síðunni við fyrstu hentugleika. Sá tími er nú runninn upp. Er farið var að leita að viðcigandi efni um þessa annars úrvalsgóðu sveit kom einkum tvennt til álita. Annars vegar grein, sem fjallar um uppruna og sögu flokksins fram til dagsins í dag og hins vegar splunkunýtt og jafnframt fágætt viðtal við Mark Knopflcr, höfuðpaur Dire Straits. Þar sem viðtöl við hann eru fáséð valdi umsjónarmaður síðunnar að birta vel valda kafla úr fróðlegu viðtali. Glefsur úr því fara hér á eftir. Einnig kemur umb,. ðsmaður hljómsveitarinnar nokkuð við sögu. „Eitt það versta, sem getur hent þig þegar frægðarljóminn leikur um þig, er að fyllast ótta um að allt sé að fara úr böndunum og þú getir ekki með nokkru móti haft stjórn á hlutunum. Þér líður eins og Ben Húr í vagninum sínum. Hefur ekki vald á ferðinni, en reynir ákaft að ná í aktygin. Hvernig sem þú reynir tekst þér það ekki vegna þess að fjöldi fólks, sem hefur ekki annað markmið en að auglýsa sjálft sig og koma sér á framfæri, reynir með öllum til- tækum ráðum að hindra að þú ná- ir í aktygin. Hvergi er þetta verra en í neysluríkinu Bandaríkjunum, þar sem menn verða bókstaflega að vera á varðbergi ef þeir vilja ekki láta gleypa sig með húð og hári.“ Það er Ed Bicknell, umboðsmað- ur og framkvæmdastjóri Dire Straits, sem mælir svo. Blaðamað- ur enska vikuritsins Sounds ræddi fyrir skemmstu við hann og Mark Knopfler. Ástæðan fyrir því að umbinn var hafður með í spjallinu var einfaldlega sú, að Mark er með eindæmum rólegur, óeigingjarn og lítillátur. Spjall við hann einan hefði því að likindum orðið býsna þurrlegt og þvingað, jafnvel þótt jafn reyndur blaðamaður og Dave Lewis hefði átt í hlut. Hógværóin uppmáluó Að láta múginn gleypa sig með húð og hári er nokkuð, sem Mark Knopfler er staðráðinn í að láta aldrei gerast. Þótt hann sé virtur og dáður um heim allan fyrir ómælda snilli sína á gítarinn er hann engu að síður hógværðin uppmáluð þegar úr sviðsljósinu kemur. Hann veitir afar sjaldan viðtöl og gerir allt til að forðast þann vítahring, sem menn á borð við Mick Jagger og Rod Stewart hafa sogast, viljandi eða óviljandi, inn í. Vítahring, sem að mestu byggist upp á stöðugri viðkomu í slúðurdálkum dagblaða og tíma- rita. „Ég held að það skipti miklu meira máli hvernig hlutirnir eru gerðir, en hver gerir þá,“ segir Mark er hann er spurður um hvort sá almenningur, sem kaupir plöt- ur hljómlistarmanna, eigi ekki rétt á að fá að vita eitthvað um einkalíf mannanna, sem að baki tónlistinni standa. „Þetta á að mínu viti um allt. Sjálfur hef ég t.d. aldrei haft neinn brennandi áhuga á að vita eitthvað um einka- iíf D.H. Lawrence (þekktur bresk- ur rithöfundur) þótt ég hafi inni- lega gaman af ritverkum hans. Ég viðurkenni hinsvegar, að það er heilmikill „slúður-iðnaður" til í heiminum, en mér virðist sem svo, að það fólk, sem mest er í slúður- dálkunum, sé fullt eins upptekið við það eitt að fá nafn sitt birt í þeim og að sinna starfi sínu, hvaða nafni sem það nefnist." Mark er einn þeirra tónlistar- manna, sem nýtur þess að geta gengið um götur án þess að ráðist sé að honum og hann krafinn eig- inhandaráritunar í hvert sinn, sem hann bregður sér út fyrir hússins dyr. Hann var beðinn að lýsa því hvernig manngerð hann væri. „Ég held ég sé bara eins og 99% fólks. Ég hef gaman að sömu hlut- um og venjulegt fólk og tel eina meginskýringuna á velgengni tónlistar minnar þá, að ég er bara eins og hver annar borgari."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.