Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 Húsið við Tjarnargötu II, sem byggt var 1906, stendur enn, og hefur verið gert upp. Svalir voru endurbyggðar, en kvistirnir eru seinni tíma viðbót, sem lýtir húsið. Hin húsin þarna í Tjarnarkrikanum eru horfin. Gamalt hús með ferskum svíp og koparslegnum tumí — viðtal við Leif Blumenstein Um þesar mundir er verið að Ijúka utanhússviðgerð og endurbyggingu á þekktu húsi í miðbæ Reykjavíkur eða rétt- ara sagt tveimur sambyggðum merkum húsum, gamla Iðn- skólahúsinu og gamla Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu. Viðgerðir hófust á árinu 1980 og í ár hefur borgarstjórn, sem er eigandi húsanna, veitt fé til að Ijúka viðgerðunum. Húsin eru orðin hátt í 80 ára gömul, byggð 1906, og áttu að rýma fyrir nýju ráðhúsi í Tjörninni þegar borgin keypti þau 1965. Sem betur fer varð ekki af því. Vegfarendum hefur orðið starsýnt á turninn á þessu merka húsi og kórónuna á honum, sem nú hefur fengið koparklæðningu, og veitt því athygli hve vel hefur verið staðið að viðgerðinni og af hve mikilli alúð. Sá sem séð hefur um viðgerðina á þessu gamla húsi, eins og reynd- ar fjölmörgum öðrum öldnum húsum í eigu borgarinnar, er Leif- ur Blumenstein, byggingarfræð- ingur á byggingadeild borgarverk- fræðings. Síðan 1970 hefur alltaf verið í gangi endurbygging á ein- hverju gömlu húsi hjá borginni, sem mörg hafa síðan verið löglega friðuð og eftirlit með því verið hluti af starfi hans. Eflaust hefur hann verið með hugann við það viðfangsefni líka utan vinnutíma, svo mikill áhugamaður sem hann er um varðveizlu slíkra húsa. Raunar lá við að verkefnið færi bókstaflega með hann í gröfina, því hann var einn þeirra fimm manna sem f-éllu 10 metra niður er pallarnir utan um Búnaðarfélags- húsið hrundu í nóv. 1980 og sá þeirra sem mest slasaðist. Hlaut skrokkskjóður vondar og gengur ekki síðan með báða fætur jafn- langa. Það lætur Leifur ekki á sig fá og er nú að sjá um verklok í sumar. Auk þess hefur hann í vet- ur flutt fyrirlestra um endurbygg- ingu og viðhald gamalla húsa á námsstefnum um það efni á Akur- eyri og í Reykjavík á vegum Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins og Byggingaþjónustunnar. Viðhorfið til varðveizlu gamalla húsa og viðhald hefur mjög breytzt á undanförnum áratug. Reykjavíkurborg hefur verið þar mjög í fararbroddi. Almennt er talað um að snúningspunktur í viðhorfuum hafi orðið á megin- landi Evrópu um 1970, en þá hættu menn almennt að rífa gömlu húsin til þess eins að láta þau víkja fyrir öðrum nýjum. En þegar á árinu 1968 var lokið við- gerðum utan og innan og endur- byggingu á húsinu Höfða. Hús Reykjavíkurborgar, sem síðan voru tekin til viðgerðar og varð- veizlu, höfðu raunar flest verið keypt til niðurrifs. Reykjavík í fararbroddi Reykjavíkurborg hafði keypt Höfða af Ingólfi Espólín 1957, sagði Leifur þegar við fórum að spyrja hann út í það, en það var fyrsta gamla húsið sem hann kom að. Það hafði verið flutt tilbúið frá Noregi 1909 af franska konsúlnum Brillouin og merkir menn búið í þessari glæsilegu villu, svo sem Einar Benediktsson skáld, Páll Einarsson dómari og borgarstjóri, Turninn á Iðnaðarmannahúsinu er nú koparsleginn og kórónan ofan á honum, sem er eins og hún upphaflega var, er einnig úr kopar. Matthías Einarsson læknir og brezkir ræðismenn. Það var mjög illa farið eftir að borgin eignaðist það. Hafði staðið autt og rúður í því brotnar, þegar Gústaf E. Pálsson borgarverkfræðingur tók á eigin spýtur að gera því til góða, svo að teiknistofan Höfði, sem vann fyrir borgina, gæti komizt þar inn. Hann ræddi málið við borgarstjóra, sem þá var Geir Hallgrímsson, og hann fékk sam- þykkt samhljóða í borgarstjórn að gera húsið upp sem risnuhús borg- arinnar. Þá var farið í fullan gang og fenginn faglegur ráðgjafi, Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. Það var ákaflega vel staðið að þessari viðgerð og mikill áhugi þeirra sem að stóðu. Geir Hall- grímsson borgarstjóri, Páll Líndal borgarlögmaður og Gústaf E. Pálsson borgarverkfræðingur hittust reglulega á staðnum og fylgdust með endurbyggingunni. Hún var gerð af fullri reisn og mjög faglega. Þetta hafði verið glæsilegt einbýlishús, byggt í svonefndum jungend-stíl, en það byggingartímabil stóð frá 1900—1920. Því má bæta við um- mæli Leifs, að þessi aðgerð stuðl- aði að því að losna út úr þeirri samþykkt að byggja ráðhús í Tjörninni. Og þá hættu menn end- anlega að tala um það. — Og ekki var látið þar staðar numið. Hvaða hús voru næst? — Það er rétt, endurbygging og viðgerð á gömlu húsunum í eigu borgarinnar fór fram nær við- stöðulaust allan áratuginn. Hvert húsið tók við af öðru. Þegar Höfði var frá, var tekið fyrir húsið á Frí- kirkjuvegi 3, sem Sigurður Thor- oddsen verkfræðingur, faðir Gunnars, byggði 1905. Járnvarið timburhús á háum kjallara og tek- ur mjög mið af norskum innflutt- um húsum í útliti. Dæmigert ís- lenzkt hús. Það var gert upp á ár-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.