Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 Bara venjulegur íslendingur og latur að skrifa Viðtal við Jóhann Pétursson, verkfræðing Jóhann Pétursson, kominn í frí frá Egyptalandi í vetrarveórió á tslandi. Jóhann Pétursson, rafmagnsverk- fræðingur, var hér á ferðinni. Skrapp hingað að þessu sinni frá Kgypta- landi, þar sem hann er ráðunautur við byggingu nýrra jarðgasstöðva og fær hálfs mánaðar frí á tveggja mán- aða fresti. Þetta leyfi hafði hann not- að til að koma til heimahaganna og hitta gamla vini og ættingja. Annars fluttist Jóhann til Bandaríkjanna fyrir 21 ári og hefur lengst af búið í llouston í Texas. Vinnur að verk- fræðistörfum við efnaverksmiðjur og olíustöðvar. Þegar Jóhann leit inn á ritstjórn Mbl. til að heilsa upp á Ólaf K. Magnússon Ijósmyndara og tala við hann um báta og siglingar, aðal- áhugamál beggja, notuðum við tæki- færið til að spjalla við hann. Eftir að Jóhann hafði lokið námi í rafmagnsverkfræði í Kaup- mannahöfn 1954, starfaði hann um skeið hjá rafmagnseftirlitinu á íslandi. En hélt svo vestur. Af hverju? — Það er ekki gott að segja af hverju maður fer og af hverju maður kemur, svaraði Jó- hann. Hef líklega verið að leita að einhverju. — Houston er góður staður að búa á, bætir hann við. Þar er mik- ið um að vera. Olíuiðnaðartæknin hefur þróast mest á þremur stöð- um, í Texas, Oklahoma og Louisi- ana, og Houston er stærsta tækni- borg heims fyrir olíuiðnaðinn. Þótt sá iðnaður hafi heldur dreg- ist saman í olíukreppunni, þá hef- ur Houston haldið sínum hlut. Sjálfur starfa ég hjá einu af stærstu fyrirtækjunum þarna, Brown Root Inc., sem líka er verk- takafyrirtæki víða um heim. Og var því til dæmis í Noregi og í Skotlandi á árunum 1977 og 1979. Á báðum þessum stöðum stjórn- uðum við byggingu á olíupöllum. Og í Egyptalandi erum við að ljúka byggingu á stöðvum til að safna jarðgasi og koma þeim í gagnið. Egyptar hafa mikið jarð- gas, sem þeir hafa hingað til brennt. En nú á að nýta það í verksmiðjum í Cairo og við Sues- skurðinn. Það á eftir að breyta miklu hjá þeim. Gas er svo mikil undirstaða fyrir efnaiðnað, áburð- arframleiðslu og brennslu í ýms- um iðnaði. Og Egyptar þurfa til dæmis að flytja svo mikið inn af tilbúnum áburði. — Hvernig er að vera í Egypta- landi? — Við erum að vinna í Austur- Sahara-eyðimörkinni við svonefndan Sues-flóa sem gengur inn úr Rauðahafinu. Ég er búinn að vera þarna síðan í april í fyrra. Þarna er ekkert nema eyðimörkin, nokkur smáþorp á víð og dreif, og ekkert við að vera nema starfið við mannvirkin. — Það er líklega dálítill munur á veðráttunni á þessum þremur stöðum, vetrarveðrinu á íslandi núna, eyðimerkurhitanum í Eg- yptalandi og staðviðrunum heima hjá þér í Houston. Hvernig er þar? — Já þetta eru mjög ólíkir staðir. En maður þarf að hafa einhverja tilbreytingu. í Houston er eilíft sumarveður. Veðráttan mjög góð. Á sumrin er hitinn í júlí og ágúst 35—40 stig, um 5 gráðum lægri en inni í landinu, í Dallas til dæmis. Það er gott að vera þarna við sjó- inn og Texas er allt þakið vötnum. Mikil fiskirækt í ám og vötnum. Ódýrt að veiða þar á stöng. Veiði- leyfin fyrir árið um 4 dollara og 15 cent, og féð notað til að fylgjast með fiskistofnunum í þessum vötnum og vinna að fiskirækt, ef með þarf. Þetta er því frábær staður fyrir þá sem unna útivist. — Stundar þú útivist í tóm- stundunum? — Aðallega siglingar. Ég á 43ja feta bát og sigli mikið á Galvest- on-flóa og Mexíkó-flóa. Báturinn er mirin sumarbústaður. Ég er í honum flestar helgar. Geymi bát- inn í Kíma, sem er útborg frá Houston og býð með mér einhverj- um í siglingu um helgar. Þetta er mjög skemmtilegt sport. Siglinga- klúbbar skipuleggja hópferðir og yfirleitt er notalegt að ferðast á vatni í hitunum. Svo er líka hægt að renna fyrir fisk úr bátnum. Börnin mín hafa búið í Houston til skamms tíma, en þau sigla ekki lengur með mér nema þegar þau koma í heimsókn. Þau fluttu of langt í burtu sl. sumar. Dóttirin er lögfræðingur og býr nú með manni sínum í Philadelphiu og sonurinn er vélaverkfræðingur og er við stjórnunarstörf hjá fyrir- tækinu Gordon Canadian Trust í New York. — Maður heyrir um þessa miklu hvirfilvinda í Mexíkó-flóa og lægðirnar okkar eru þaðan ætt- aðar. Getur ekki orðið slæmt í sjó- inn á litlum skútum? — Það koma fárviðri. Ég hefi aldrei lent í hvirfilvindum, þótt ég hafi stundum beðið eftir að veðrið færi hjá. Veðurfréttir eru mjög góðar þarna, sendar út gegn um útvarp á klukkutímafresti allan sólarhringinn. Og þar koma að- varanir, ef eitthvað er að veðri. — Hittirðu íslendinga í Houst- on? — Við höfum efnt til þorra- blóta undanfarin ár og þangað koma venjulega um 70 manns. Um helmingurinn íslendingar og hinn helmingurinn Bandaríkjamenn. Venjulega eru íslenzkir stúdentar í háskólanum i Austin í Texas, og maður hittir þá á þorrablótunum. Annars eru þetta íslendingar, sem fluttir eru heiman frá íslandi, eða börn þeirra. Við höfum þann hátt á að hver leggur eitthvað til af íslenzkum mat. Ýmist býr fólk hann til sjálft eða fær eitthvað sent að heiman. Með þessu móti er hægt að fá unga fólkið til að koma. Þátttökugjaldið yrði alltof dýrt, ef ætti að panta mat frá íslandi. Hvort ég missi af þorrablótinu í ár? Ætli það verði nokkurt þorra- blót núna fyrst ég er ekki heima. — Þú heldur alltaf samband við ísland? — Ég veit ekki hvort hægt er að kalla það að halda sambandi. Ég er bara venjulegur {slendingur og latur að skrifa. Ég á hér systkini og kem stundum á stúdentsafmæl- um til að hitta skólasystkinin. Hefi raunar líka farið til Dan- merkur til að hitta skólabræðurna úr verkfræðideild Hafnarháskóla á hátíðlegum stundum. Það eru nú orðin fjögur ár síðan ég kom síð- ast til íslands. Oftar að maður hitti fslendinga, sem koma til Houston, eins og hann ólaf K. Magnússon og fjölskyldu hans, þegar hann var að sækja þangað bátinn sinn. — E.Pá, Undir stýri á bátnum sínum í Mexíkóflóa. Til hægri er Anna Lóa Ólafsdóttir. I.jósm.: ÓI.K.Mag. Bestubílakaupin ídag! Mazda929 Hardtop Limited Innifalinn búnaður: Veltistýri • Rafdrifnar_ rúður og hurðarlæsingar • Vatns- sprautur á aðalljós • „Cruise control" • Mælaborð með snertirofum • Útispeglar beggja vegna • Aðvörunartölva • Quarts klukka • Stokkur milli framsæta með geymsluhólfi • Opnun á bensínloki og farangursgeymslu innan frá • Halo- genframljós • Litað gler í rúðum • Innfelld rúllubelti á fram og aftursætum • Hæðarstilling á ökumannssæti og fjölmargt fleira. VERÐ AÐEINS KR 248.500 gengisskr. 16.2.'83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Bestubílakaupin ídag! MAZDA 929 Limited 4 dyra meðöllu Innifalinn búnaður: Sjálfskipting - Vökvastýri - Álfelgur - Raf- knúin sóllúga - Rafknúnar rúður - Rafknúnar hurðarlæsingar - Veltistýri - Luxusinnrétting og fjölmargt fleira VERÐ MEÐ OLLU ÞESSU ADEINS KR. 276.500 gengisskr. 16.2.’83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.