Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
61
í Árnessýslu, en á Haukadalsá
og þverám hennar er jafnan
nokkuð af straumönd. Svo er
einnig á Hólaá í Laugardál, þar
er yfirleitt talsvert af straum-
öndum, auk þess sem þær verpa
einnig við hinar straumhörðu
bergvatnsár sem til Laugarvatns
renna. Á Brúará er yfirleitt víða
talsvert af straumöndum og Sog-
ið gekk einu sinni næst Laxá í
S-Þing. sem straumandaá. Eftir
virkjunarframkvæmdirnar og
allt það rask sem þeim fylgdi
hefur það gerbreyst. Þó er enn
slæðingur af straumöndum á
Soginu, auk þess sem fuglar á
leið til Öxarár og lækja í Grafn-
ingnum leita upp með ánni.
Finnur getur þess að upplýs-
ingar þessar séu vart tæmandi,
víða annars staðar kunni að
votta fyrir smásambýli. Finnur
getur þess i grein sinni, að mest
sé hér á landi af straumönd efst
á ám, þar sem þær falla úr vötn-
um sem hafa neðanjarðarað-
rennsli af þurrum svæðum. Við
slík skilyrði dafnar gróskumikill
botngróður og dýralíf. Þéttbýl-
iskjarnar staumanda geta einnig
verið efst á dragám þar sem þær
falla úr stöðuvötnum ef á annað
borð dafnar gróskumikið líf í
vatninu. En til slíkra vatna falla
jafnan dragár með miklu ofan-
jarðarrennsli og því er gróður-
og dýralíf slíkra vatna ekki eins
fjölskrúðugt og fyrst nefndu
vatnanna. Hér á landi er því
mest af straumöndum á hinu
unga og þurra jarðeldasvæði í
Þingeyjarsýslum, á Miðhálend-
inu, og svo á Suður- og Suðvest-
urlandi. Strjáll varpfugl er hún
hins vegar á hinum fornu bas-
altsvæðum Vest- og Austfjarða.
Efst á Laxá telur Finnur að um
100 pör straumanda hafi orpið
árlega um 1940. Mjög mikið er
þar enn um straumönd, en talið
er að henni hafi fækkað dálítið,
eða að hún hafi fært sig til vegna
ágangs manna og minka. Stofn-
inn er lítill og straumandaregg
hafa verið eftirsótt hjá söfnur-
um. Mikið var tekið af eggjum
straumanda áður fyrr, en það
minnkaði mjög eftir að tegundin
var friðlýst. Enn eru þó brögð
að því eins og fréttir herma að
aðilar taki mikið magn af eggj-
um straumanda til útflutnings.
Straumöndin er út af fyrir sig
ekki eina tegundin sem fær slíka
meðferð bíræfinna eggjasafnara,
húsöndin, gulöndin, hrafnsöndin
og aðrar sjaldgæfar eða merki-
legar andartegundir verða einn-
ig fyrir barðinu á söfnurum.
Stærð straumandarstofnsins
íslenska í tölum er ókunn. í
fyrrgreindri grein Finns Guð-
mundssonar í Náttúrufræðingn-
um, sem út kom árið 1971, getur
hann þess að fjöldi varppara
skipti ekki hundruðum, heldur
þúsundum. Hve mörg pör yrpu
hér árlega væri hins vegar allt
annar handleggur. Hann ætlaði
þó að sú tala færi vart yfir 5.000
varppör á ári.
Litadýrðin á
sinn uppruna
Þá hefur verið drepið á eitt og
annað varðandi útlit, lifnaðar-
hætti og útbreiðslu þessa merki-
lega fugls hér á landi. Ýmislegt
sem snýr að straumöndinni er
hins vegar ekki einungis komið
úr vísindaritum og byggt á at-
hugunum fróðra manna. Þjóð-
trúin á í pokahorninu skýringu á
óvenjulegri fegurð straumandar-
blikans. I þessum greinarflokk-
um um íslenska fugla hafa slíkar
sagnir oftlega verið sóttar í rit
Björns J. Blöndal frá Stafholts-
ey, en bækur hans eru hreinustu
gullnámur fyrir þá sem unna ís-
lenskri náttúru. Og sagan um
hvernig straumandarblikanum
áskotnaðist skrúði sinn er skráð
í bók Björns, „Daggardropar".
Hér kemur sagan:
Á meðan jörðin var enn ung og
áður en dýrin höfðu breiðst um
alla jörðina eins og nú, var ljós-
álfur einn á ferð og var hann í
mikilvægum erindagjörðum.
Hann kom að straumhörðu fljóti
og komst fyrir engan mun yfir.
Hann fann lengi vel engan sem
gat hjálpað utan straumandar-
kollu sem lá á eggjum. En þetta
var um lágnættið og straumand-
arkonan svaf öruggum og vær-
um svefni, enda lágnættið
friðartími fuglanna. Refurinn og
uglan, sem ein höfðu þá rétt til
veiða um nóttina, voru ekki kom-
in svona langt norður er þetta
gerðist. Ljósálfurinn ofurlitli
átti ekki annarra kosta völ en að
ónáöa straumandarkonuna,
verkefni hans var brýnt og hann
gat hvergi annað snúið sér.
Hann snerti því höfuð straum-
andarinnar með fingrum sínum
og vakti hana af blundinum.
Hann sagði svo við hana: „Móðir
góð, fyrirgefðu, að ég raska næt-
urró þinni. Faðir okkar beggja
sendi mig í langa ferð, og ég átti
að flýta mér. Getur þú hjálpað
mér yfir þessa straumhörðu og
breiðu á?“
Straumöndin tók ljósálfinum
vel og kallaði á bónda sinn sem
svaf á steini úti á fljótinu. Með-
an blikinn synti að bakkanum
sagði straumandarkonan ljósálf-
inum ekkert vera sjálfsagðara
en að flytja hann yfir, það væri
eitt af hlutverkum straumandar-
innar, auk þess sem hún sagði að
bóndi sinn væri straumsækinn
og „þætti mest gaman að svamla
þar, sem mestur straumur er“.
Síðan lögðu blikinn og ljósálfur-
inn af stað og kollan bauð þeim
góða ferð.
En ferðin var miður góð, þar
sem straumurinn var stríðastur,
réðist að þeim hin gullita og
baneitraða vatnagedda. Beit
hinn illi fiskur straumöndina
illa og brann hamur hennar svo
af eitrinu að ekki var sjón að sjá
hana. Hins vegar slapp hún við
illan leik úr geddukjaftinum og
skilaði ljósálfinum yfir á hinn
bakkann. Ljósálfurinn slapp
óskrámaður, en sagði við blikann
er á land kom: „Hörmulega ert
þú leikinn, bróðir, en ég get bætt
úr því. Skalt þú verða miklu fag-
urbúnari en áður var. Mun það
og fylgja, að fjaðurhamur þinn
og konu þinnar skal vera vörn
við öllu illu.“ Ljósálfurinn sneið
svo pjötlu úr híalíni og lagði yfir
blikann. Síðan er straumand-
arsteggurinn einn litprúðasti
fugl í norðurheimi og þótt víðar
væri leitað.
Mábióöabérsæti
Viö kynnum m.a. frönsku sófasettin frá
ro
á húsgagnasýningunni
í dag kl. 2—5.
flV
ILJI
Bláskógar
Armúla 8, sími 86080.
Vorum að
taka upp
THOMSON
ísskápa
á kynningarverdi
330 lítra
ABS klæöning aö innan.
Tvær dyr.
Tvö hitastig.
Frystir 75 I.
Fjórar stillanlegar hillur.
Sjálfvirk afþíöing.
Verð kr.
12.870.-
greiðslukjör