Morgunblaðið

Date
  • previous monthFebruary 1983next month
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 20.02.1983, Page 20

Morgunblaðið - 20.02.1983, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 Tvær franskar þyrlur lánað- ar til íslands í einn mánuð UM MIÐJAN þennan mánuö barst íslenskum stjórnvöldum boö frá frönsk- um yfírvöldum um aö sendar yröu tvær þyrlur af gerðinni Puma 330 ásamt II manna áhöfn til allt aö mánaöardvalar á íslandi. Boöi franskra yfirvalda var tekiö af samgönguráðherra og fól hann flug- málastjórn aó annast móttöku þyrlanna og skipulagningu dvalar þeirra á íslandi, og skyldi þaö gert í samráói og samvinnu við Landhelgisgæslu rfkisins, landlæknisembættið, Slysavarnafólag íslands, Rauöa kross íslands og Álmannavarnir ríkisins. Á blaðamannafundi á fimmtu- daginn sagði Pétur Einarsson hjá flugmálastjórn að boði Frakkanna fylgdu engin skilyrði um kaup á þyrlunum. Þá sagði Pétur að ís- lenska ríkið borgaði uppihald frönsku áhafnarinnar hérlendis og eldsneyti þyrlanna, en þó ekki hærri upphæð en 300.000 kr. Ákveðið hefur verið í samráði við frönsku aðilana að þyrlurnar verði hluti af flugkosti þeim sem Landhelgisgæslan stjórnar frá degi til dags og verði þannig til reiðu ásamt þyrlukosti Landhelg- isgæslunnar vegna sjúkra- eða neyðarflugs. Vegna þess hefur verið ákveðið að varðstjórar í flugumferðarþjónustu flugmála- stjórnar taki á móti beiðnum um sjúkra- eða björgunarflug með þyrlum allan sólarhringinn í síma 91-17438 á meðan frönsku þyrl- urnar verða hér. Slysavarnafélag íslands mun samt sem áður starf- rækja neyðarsíma sinn, 91-27111, eins og verið hefur. Ennfremur hefur verið ákveðið að farið verði kynningar- og þjálf- unarflug um landið, þyrluflug sýnt á ýmsum stöðum og björgun- aræfingar haldnar á öðrum. Fyrir liggur áætlun um þannig flug til allra landshluta á næstu vikum. Æfingar þessar hafa verið skipu- lagðar af Slysavarnafélagi ís- lands, Rauða krossi íslands og Al- mannavörnum ríkisins. Vegna þessara æfinga og kynningarflugs verður haft samband við alla aðila á viðkomandi stöðum sem björg- unarmál annast. Um borð í frönsku þyrlunum verður alltaf að minnsta kosti einn þyrluflugmaður Landhelgis- gæslunnar á hverjum tíma. Pétur Einarsson sagði að til- gangurinn með að fá frönsku þyrl- urnar hingað til lands væri sá að kanna og jafnframt sýna hvers megnugur fullkominn þyrlufloti sé í höndum íslendinga. Hingað til hefði skort fjármagn til að gera slíka tilraun, en vegna þessa rausnarlega boðs franskra yfir- valda sé nú hægt að skipuleggja þyrluþjónustu hér á landi í einn mánuð sem jafnast á við það áreiðanlegasta sem þekkist. Frönsku þyrlurnar Þórhallur Karlsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni lýsti frönsku þyrlunum svo: „Þetta eru að ýmsu leyti viða- meiri þyrlur en TF-RÁN. Þær hafa ekki sömu drægni og Sik- orsky-þyrla Landhelgisgæslunnar og eru hægfleygari. Puma-þyrl- urnar eru fyrstu þyrlurnar sem búnar eru afísingarbúnaði í þyrl- uspöðum, og í loftinntaki hreyfl- anna, og er önnur þeirra sem hingað er komin með upphitaða spaða. Hún er jafnframt með mik- inn radar í trjónunni. Puma er fyrsta þyrlan utan Sovétríkjanna sem er gerð fyrir flug við ísing- arskilyrði. Þyrlurnar eru knúnar tveimur 1575 hestafla hreyflum. Þyrlurnar eyða 600—700 lítrum af eldsneyti á klukkustund. Framleiðsla Puma-þyrlanna hófst árið 1968, en frumeintakið flaug í apríl 1965. Hámarksfar- flughraði þeirra er 146 hnútar og hámarkshraði 158 hnútar. Miðað við venjulegt farflug draga þær 309 sjómílur. Flugstjóri annarrar þyrlunnar tjáði Mbl. að hingað hefðu þyrl- urnar komið í fyrradag frá flug- stöð breska flughersins í Kinloss í Skotlandi, en þar var gist eftir beint flug frá Frakklandi. Flugið til íslands tók 6 klukkustundir og var flogið í 5000 feta hæð í kröft- ugum hliðarvindi en millilent í Færeyjum til eldsneytistöku. Frönsku herþyrlurnar tvær á leið inn í skýli Landhelgisgæslunnar. MorpiBblaAié/ RAX. Fylgdarflugvél frönsku þyrlanna er af geröinni Dassault-Breguet Atlantic NG. Framleiösla þessarar flugvélategundar er nýhafin, en þær eru einkum notaöar til strandgæzhi og annars eftirlitsfhigs. Morp»t>ia»i4/ RAX. LOMDON, vikuferðir. KANARIEYJAR, sólarferðir. GYLMIR Verð frá kr. 6.040,- fyrir flug og gistingu á hótel Aerogolf. Þessar ferðir bjóðast fram til 1. apríl n.k. I 1 VIKG? Verð frá kr. 17.022,- fyrir flug og gistingu. Síðasta brottför 20. apríl n.k. Verð frá kr. 10.625.- fyrir flug og gistingu. Síðasta brottför 27. mars n.k. I 3 VIKGR? Verð frá kr. 8.308.- fyrir flug, gistingu og morgunverð. Þessar ferðir bjóðast fram til 30. apríl n.k. Ath. Nú er útsölutíminn framundan. KAUPMANNAHÖFN, vikuferðir. Verð frá kr. 8.877,- fyrir flug, gistingu og morgunverð. Þessar ferðir bjóðast fram til 30. apríl n.k. Þú ræður ferðinni FERÐASKRIFSTOFA FIB A nýjum stað: Borgartúni 33 Sími 29999 - við aðstoðum. í. STGÐI TIL.AÐ SKREPPA (IR LANDIA NÆSTGNNI I 1/2 viKa? LGXEMBORG, helgarferðir. I 2 VIKCIR? AUSTGRRIKl, skíðaferðir. FIBFIB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 42. tölublað (20.02.1983)
https://timarit.is/issue/119037

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

42. tölublað (20.02.1983)

Actions: