Morgunblaðið - 20.02.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 Tvær franskar þyrlur lánað- ar til íslands í einn mánuð UM MIÐJAN þennan mánuö barst íslenskum stjórnvöldum boö frá frönsk- um yfírvöldum um aö sendar yröu tvær þyrlur af gerðinni Puma 330 ásamt II manna áhöfn til allt aö mánaöardvalar á íslandi. Boöi franskra yfirvalda var tekiö af samgönguráðherra og fól hann flug- málastjórn aó annast móttöku þyrlanna og skipulagningu dvalar þeirra á íslandi, og skyldi þaö gert í samráói og samvinnu við Landhelgisgæslu rfkisins, landlæknisembættið, Slysavarnafólag íslands, Rauöa kross íslands og Álmannavarnir ríkisins. Á blaðamannafundi á fimmtu- daginn sagði Pétur Einarsson hjá flugmálastjórn að boði Frakkanna fylgdu engin skilyrði um kaup á þyrlunum. Þá sagði Pétur að ís- lenska ríkið borgaði uppihald frönsku áhafnarinnar hérlendis og eldsneyti þyrlanna, en þó ekki hærri upphæð en 300.000 kr. Ákveðið hefur verið í samráði við frönsku aðilana að þyrlurnar verði hluti af flugkosti þeim sem Landhelgisgæslan stjórnar frá degi til dags og verði þannig til reiðu ásamt þyrlukosti Landhelg- isgæslunnar vegna sjúkra- eða neyðarflugs. Vegna þess hefur verið ákveðið að varðstjórar í flugumferðarþjónustu flugmála- stjórnar taki á móti beiðnum um sjúkra- eða björgunarflug með þyrlum allan sólarhringinn í síma 91-17438 á meðan frönsku þyrl- urnar verða hér. Slysavarnafélag íslands mun samt sem áður starf- rækja neyðarsíma sinn, 91-27111, eins og verið hefur. Ennfremur hefur verið ákveðið að farið verði kynningar- og þjálf- unarflug um landið, þyrluflug sýnt á ýmsum stöðum og björgun- aræfingar haldnar á öðrum. Fyrir liggur áætlun um þannig flug til allra landshluta á næstu vikum. Æfingar þessar hafa verið skipu- lagðar af Slysavarnafélagi ís- lands, Rauða krossi íslands og Al- mannavörnum ríkisins. Vegna þessara æfinga og kynningarflugs verður haft samband við alla aðila á viðkomandi stöðum sem björg- unarmál annast. Um borð í frönsku þyrlunum verður alltaf að minnsta kosti einn þyrluflugmaður Landhelgis- gæslunnar á hverjum tíma. Pétur Einarsson sagði að til- gangurinn með að fá frönsku þyrl- urnar hingað til lands væri sá að kanna og jafnframt sýna hvers megnugur fullkominn þyrlufloti sé í höndum íslendinga. Hingað til hefði skort fjármagn til að gera slíka tilraun, en vegna þessa rausnarlega boðs franskra yfir- valda sé nú hægt að skipuleggja þyrluþjónustu hér á landi í einn mánuð sem jafnast á við það áreiðanlegasta sem þekkist. Frönsku þyrlurnar Þórhallur Karlsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni lýsti frönsku þyrlunum svo: „Þetta eru að ýmsu leyti viða- meiri þyrlur en TF-RÁN. Þær hafa ekki sömu drægni og Sik- orsky-þyrla Landhelgisgæslunnar og eru hægfleygari. Puma-þyrl- urnar eru fyrstu þyrlurnar sem búnar eru afísingarbúnaði í þyrl- uspöðum, og í loftinntaki hreyfl- anna, og er önnur þeirra sem hingað er komin með upphitaða spaða. Hún er jafnframt með mik- inn radar í trjónunni. Puma er fyrsta þyrlan utan Sovétríkjanna sem er gerð fyrir flug við ísing- arskilyrði. Þyrlurnar eru knúnar tveimur 1575 hestafla hreyflum. Þyrlurnar eyða 600—700 lítrum af eldsneyti á klukkustund. Framleiðsla Puma-þyrlanna hófst árið 1968, en frumeintakið flaug í apríl 1965. Hámarksfar- flughraði þeirra er 146 hnútar og hámarkshraði 158 hnútar. Miðað við venjulegt farflug draga þær 309 sjómílur. Flugstjóri annarrar þyrlunnar tjáði Mbl. að hingað hefðu þyrl- urnar komið í fyrradag frá flug- stöð breska flughersins í Kinloss í Skotlandi, en þar var gist eftir beint flug frá Frakklandi. Flugið til íslands tók 6 klukkustundir og var flogið í 5000 feta hæð í kröft- ugum hliðarvindi en millilent í Færeyjum til eldsneytistöku. Frönsku herþyrlurnar tvær á leið inn í skýli Landhelgisgæslunnar. MorpiBblaAié/ RAX. Fylgdarflugvél frönsku þyrlanna er af geröinni Dassault-Breguet Atlantic NG. Framleiösla þessarar flugvélategundar er nýhafin, en þær eru einkum notaöar til strandgæzhi og annars eftirlitsfhigs. Morp»t>ia»i4/ RAX. LOMDON, vikuferðir. KANARIEYJAR, sólarferðir. GYLMIR Verð frá kr. 6.040,- fyrir flug og gistingu á hótel Aerogolf. Þessar ferðir bjóðast fram til 1. apríl n.k. I 1 VIKG? Verð frá kr. 17.022,- fyrir flug og gistingu. Síðasta brottför 20. apríl n.k. Verð frá kr. 10.625.- fyrir flug og gistingu. Síðasta brottför 27. mars n.k. I 3 VIKGR? Verð frá kr. 8.308.- fyrir flug, gistingu og morgunverð. Þessar ferðir bjóðast fram til 30. apríl n.k. Ath. Nú er útsölutíminn framundan. KAUPMANNAHÖFN, vikuferðir. Verð frá kr. 8.877,- fyrir flug, gistingu og morgunverð. Þessar ferðir bjóðast fram til 30. apríl n.k. Þú ræður ferðinni FERÐASKRIFSTOFA FIB A nýjum stað: Borgartúni 33 Sími 29999 - við aðstoðum. í. STGÐI TIL.AÐ SKREPPA (IR LANDIA NÆSTGNNI I 1/2 viKa? LGXEMBORG, helgarferðir. I 2 VIKCIR? AUSTGRRIKl, skíðaferðir. FIBFIB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.