Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 23. febrúar - Bls. 33-56 Aldrei erfiðara? Á STUNDUM hefur verið talað um hús- byggingar sem þjóðaríþrótt íslendinga. Hvort það er rétt skal ósagt látið, en víst er, að þeir eru fjölmargir, sem eyða kröft- um sínum beztu ár ævinnar í að koma sér upp þaki yfir höfuðið; íbúð í sambýli eða eigin húsi. Sumir byggja oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, en aðrir láta eitt skipti duga. „Það er aldrei erfiðara að byggja en ein- mitt núna," hefur verið viðkvæðið. Ekki aðeins núna, heldur einnig og ekki síður fyrir 30 árum eða 50 og skyldi ekki hver sá sem staðið hefur í slíkum framkvæmdum oft hafa blótað þó svo að hann minnist nú stundanna frá byggingartímanum með jákvæðum huga. Það er og verður trúlega alltaf átak að eignast þak yfir höfuðið. Á síðustu árum hefur veruleg breyting orðið á lánakjörum, fjármagnið kostar orðið meira en áður, sagt er að banka- stjórar séu fastheldnari á krónurnar en áður og nú á tímum verðtryggingar er sjálfsagt „erfiðara að byggja en nokkru sinni“. Eigi að síður finnst mikið af dug- legu bjartsýnisfólki, sem stendur í þessum stórræðum. Til að heyra viðhorf þess fólks ræddi Morgunbiaðið við nokkra húsbyggj- endur á dögunum og fyrsta viðtalið fer hér á eftir. í kjölfarið fylgja á næstu dögum viðtöl um húsbyggjendur í Borgarnesi, Bolungarvík, Dalvík, Eskifirði, Vest- mannaeyjum og í Reykjavík og nágrenni. Hjónin Asdís Blöndai og Anton Antonsson Egilsstaðir „/>jóóarnauósyn krefst gjörbreyttrar stefnu“ Rætt við hjónin Ásdísi Blöndal og Anton Antonsson KgilsstöAum í febrúar 1983. Að Laugavöllum 19 á Egils- stöðum eru hjónin Ásdís Blön- dal og Anton Antonsson að byggja. I»au hjón fluttu til Eg- ilsstaða 1978 frá Frakklandi ásamt 3ja ára syni, en Anton er franskur að ætt og uppruna. Tveimur árum seinna, eða haustið 1980, sóttu þau um lóð á Egilsstöðum og hófu þegar framkvæmdir. Húsið er nú fok- helt með útihurð og glerjum; einlyft timburhús á steyptum grunni með kjallara, að grunn- fleti 116 fermetrar. „Þegar við hófum framkvæmdir við húsið töldum við okkur eiga fyrir sökklum og uppsteyptum kjallaranum, en það fór nú á ann- an veg. Þetta kostaði helmingi meira en við höfðum áætlað þegar allt kom til alls, enda grunnurinn erfiður, 4 m dýpi niður á fast og reisa varð sökklana á súlum," sagði Anton, er tíðindamaður Morgunblaðsins hitti þau hjón þar sem þau voru að leggja á ráðin um frekari framkvæmdir við nýbygg- inguna. Það er mikið byggt á Egilsstöð- um, enda hefur íbúatalan nær tvö- faldast á tíu árum. Árið 1981 voru 62 íbúðir í smíðum á Egilsstöðum — sem ekki var flutt inn í, auk allra hinna „hálfköruðu" — og vart hafa þær verið færri á síðasta ári, en tölur um það liggja enn ekki fyrir. — Eruð þið dæmigerðir hús- byggjendur hér um slóðir? „Það held ég varla, og þó,“ segir Ásdís, „eða minnsta kosti ekki hvað tekur til eigin vinnu við bygginguna. í þeim efnum erum við sjálfsagt undantekningin frá reglunni. Trésmiðja Fljótsdals- héraðs hefur unnið þetta að mestu fyrir okkur — og við þá eingöngu unnið sem handlangarar þegar við höfum haft frí úr okkar vinnu. Við vinnum bæði fullan vinnudag utan heimilisins; Anton að ferðamálum hjá Ferðamiðstöð Austurlands og ég sem fóstra og kennari auk þess hefur Anton kennt frönsku á vet- urna.“ — Hvernig hafið þið svo fjár- magnað húsbygginguna? „Við áttum fyrir sökklinum og teiningunum, sem gerðar voru samkvæmt okkar óskum, þetta er sem sé ekki staðlað einingahús. Síðan höfum við velt þessu á skammtímalánum, víxlum og vaxtaaukalánum. Við höfum lík- lega allgóð laun miðað við það sem gengur og gerist, en eigum þó fullt í fangi með að standa undir af- borgunum og vöxtum af þessum skammtímalánum, enda tekur skatturinn sitt af laununum." „Já, og nú reynist auk þess æ erfiðara að fá skammtímalán í bönkunum nema þá til skamms tíma,“ bætir Anton við. „Þau feng- ust til mun lengri tíma fyrir tveimur árum þegar við vorum að byrja að byggja og voru hlut- fallslega hærri þá. Nú hafa banka- stjórarnir upp á lítið annað að bjóða en samúðina, sem dugar skammt til húsbygginga." — Hversu mikið fjármagn haf- ið þið lagt í bygginguna á þessu stigi? „Líklega kringum 680 þús. kr. og 300 þús. kr. þarf til viðbótar hið minnsta til þess að gera hluta hússins íbúðarhæfan," segir Ant- on. — Hvenær náið þið þeim áfanga? „Vonandi sem fyrst, en sem stendur liggja allar framkvæmdir niðri hjá okkur vegna fjárskorts. Framhaldið veltur því fyrst og fremst á lánamöguleikum okkar." — Hafið þið ekki fengið nein langtímalán? „Jú, við fengum fyrsta hluta húsnæðismálastjórnarláns út- borgaðan, 60 þús. kr., fyrir réttum 5 mánuðum, sem fór beint til að greiða niður skammtímalán sem við tókum til að steypa kjallara- gólfið, en það kostaði 80 þús. kr. ásamt skólplögnum og aðkeyrðum sandi. Það er afskaplega bagalegt, hvernig útborgun húsnæðismála- stjórnarlánanna er háttað. Þau eru greidd út í þrennu lagi á 1 Vfe Bjartsúnisfólk í byggingabasli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.