Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Líðinn tími og þessi öld Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Helgi Hálfdanarson: ERLEND UÓÐ frá liönum tímum. Myndskreyting og kápa: Jón Reyk- dal. Mál og menning 1982 Löngum hefur verið litið á Helga Hálfdanarson sem arftaka Magnúsar Ásgeirssonar. Það má að ýmsu leyti til sanns vegar færa. Helgi leitar oft fanga á sömu slóð- um og Magnús og hefur meira að segja þýtt ljóð sem Magnús var áður búinn að þýða. í Erlend ljóð frá liðnum tímum eru birt ljóð úr þýðingasöfnum Helga: Handan um höf (1953), Á hnotskógi (1955) og Undir haust- fjöllum (1960). Áuk þess eru í Er- lendum ljóðum ýmsar þýðingar sem hvergi hafa birst áður og ljóð sem aðeins hafa birst í tímaritum. Þýðingar Helga á ljóðum frá Kína og Japan hafa áður verið prentað- ar í bókunum Kínversk ljóð frá liðnum öldum (1973) og Japðnsk ljóð frá liðnum öldum (1976). f Athugasemdum segir Helgi Hálfdanarson: „Svo sem þegar má ráða af titilblaði, er hér einkum um að ræða kveðskap löngu geng- inna kynslóða, fáein kvæði frá þessari öld breyta þar litlu.“ Segja má að Helgi Hálfdanar- son sé yfirleitt fastheldnari og íhaldssamari í kvæðavali en Magnús Ásgeirsson var. Forn kveðskapur og klassík freista Helga, en engu að síður hefur hann þýtt margt eftir nútíma- skáld, „fáein kvæði" lýsir hógværð hans. Meðal athyglisverðra þýð- inga eftir Helga á nútímaskáldum vil ég nefna nokkra höfunda: Jo- hannes Edfelt frá Svíþjóð, Dan- ann Ole Sarvig, Þjóðverjann Arno Holz, T.S. Eliot hinn enska og Bandaríkjamanninn Archibald MacLeish. Hér mætti að sjálf- sögðu bæta við nokkrum skemmti- legum Poundþýðingum og ýmsu fleiru. Það sem mér þykir einna mest um vert af þýðingum Helga eru þýðingar hans úr þýsku. I Erlend- um Ijóðum birtist glæsilegt úrval þýskrar ljóðlistar frá Schiller til Hesse, en aðrir höfundar eru Goethe, Hölderlin, Platen, Heine, Mohr, Mörike, Storm, Keller, Mey- er, Nietzsche, Falke, Holz, George, Baum, Hofmannsthal, Rilke og Bethge. Helgi glímir hiklaust við nokkur fremstu ljóð þýskrar tungu og árangurinn er að mínu mati góð- ur. Ég nefni Kvöldljóð vegfaranda eftir Goethe, Brot eftir Hölderlin, Hygg að því, sál mín eftir Mörike, Sólin hnígur eftir Nietzsche, Ljóð eftir Rilke og Þá hvílum við sam- an eftir Hesse. Friedrich Hölderlin (1770- —1843) verður kannski ekki talinn til nútímaskálda, en fáir hafa haft meira gildi fyrir þróun þýsks skáldskapar og reyndar ná áhrif hans langt út fyrir Þýskaland. Brot hans lýsir þeim óróa og er búið því myndmáli sem átti eftir að setja svip á nútímaljóðlist: Nákfir og naumskilinn er Guó. Kn í hættunnar sporum hjálpin grær. Krnir í bjargskuggum búa og óttalaust fetar Alpanna son yfír hengiflug um létta lyftibrú. I .S. Eliot Friedrich Nietzsche l»ví, er umhverfis gnæfa gnúpar tímans, og góðvinir búa í nánd, örmagna á einstigs fjöllum, svo gef saklaust vatn, ó vængjum bú oss, tryggum hug yfir að stíga og aftur hverfa. Menn gera sér grein fyrir mik- illeik Nietzsches sem skálds þegar þeir lesa þessar línur úr Sólin hnígur í þýðingu Helga: /KðsU einvera! aldrei var ég svo umvafinn öruggri sæld, signdur svo vermandi sól. — (>lóir ísinn ei enn á mínum tindum? Sem létt silfur-sfli svífur minn nökkvi á djúpið ... Eða hlýtur lesandinn ekki að fagna því að Riike skuli túlkaður jafn afhurða vel og í Ljóð: í KUpltkandi hringa um það sem ég þekki og það sem ég skynja líf mitt rann; sá síðasti lokast að líkindum ekki, en loks skal þó reyna við hann. Kg fer hringinn um (>uð, um hinn háforna turn, hringinn hnita ég árþúsund löng. Kr ég örn? — eða stormur af strönd? mér er spurn eða stefið í voldugum söng? T.S. Eliot þýðir Helgi með mis- jöfnum árangri. Ég gleðst yfir því að hann skuli hafa tekið með þýð- ingu sína á Holir menn, en hún birtist áður í Helgafelli 1953. Upp- hafið er svona: l Við erum holir menn Hamtroðnir menn llallreistir saman Hausleður fyllt hálmi. Ó! Skrælnuð röddin, þó Að við sífrum saman Kr hvískrandi merkingarlaus Kinsog gola í þurrt gras Kða rottu-fætur um brotið glas í þurrum kjallara. í Holum mönnum orti Eliot um hið innantóma líf samtímans og hvernig heimurinn endaði „ekki með gný heldur snökti". Aðrar þýðingar eftir Eliot sem ekki hafa birst áður í bók eru Morgunn við gluggann, örninn svífur og For- leikir. Örninn svífur endar á þess- ari minnisstæðu ljóðlínu: „Ber oss fjær Guði og nær Duftinu." Meistaralegar eru margar þýð- ingar á verkum fornskálda, til dæmis nýlegar þýðingar á Horati- usi. Og það er meira en þakkarvert að eiga jafn góða þýðingu á Vor systir sólin eftir Frans frá Assísi, að ekki sé talað um grísku skáldin: Saffó, Anakreon, Æskílos og Sófó- Rainer Maria Rilke kles. Omar Kajam og Hafis, persnesku skáldin, hefur Helgi þýtt einna best allra þýðenda. Erlend ljóð frá liðnum tímum er auðug bók. Sum ljóðin í henni eru að vísu ekki merk að dómi undir- ritaðs lesanda, en ég kýs að láta þau liggja milli hluta. Svo er einn- ig um þýðingaraðferðir sem um- deilanlegar eru. Sumum skáldum veldur Helgi ekki. íslensk hefð sligar til dæmis þýðingarnar á Federico García Lorca. Það er ekki nóg að vera hagur á mál þegar skáld á borð við García Lorca eru annars vegar. En í Tataraljóði er Helgi nær einföldu ljóðmáli skáldsins en í öðrum þýðingum sínum á honum. Móðurmálskunnátta Helga Hálfdanarsonar er aðdáunarverð, en stundum er eins og sjálfan skáldskaparneistann skorti. Þýð- ingar hans verða þá fyrst og fremst vísbendingar, hvatning til manna að kynna sér frumkvæðin. Tilgangur ljóðaþýðinga er ekki síst í þessu fólginn. Ekki er sanngjarnt að krefjast þess að þýðingar séu jafngóðar eða betri frumkvæðum. Þær eru kannski fyrst og fremst lofsverð menning- arstarfsemi. Má muna tímana tvenna Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson The Who It’s Hard Polydor WHOD 5066 Frumbernska hlómsveitarinn- ar Who var sú að Roger Daltry (f. 1. 3. 44), Pete Townshend (f. 19. 5. 45) og John Entwistle (f. 10. 9. 44) voru félagar í hljóm- sveit sem kallaði sig „The De- tours". Lítið fór fyrir henni en síðar bættist Keith Moon (f. 23. 8. 46) í hópinn. Fljótlega fengu þeir umboðs- manninn Peter Meaden til liðs við sig og breytti hann nafni hljómsveitarinnar í „The High Numbers". Hann klæddi þá einn- ig í föt „mod“ — tískunnar (mod var einhverskonar frjálsræðis- stefna sem fram kom á 6. ára- tugnum og urðu Bítlarnir aðal- fulltrúar hennar) og sendi þá í upptöku. Hann endurskrifaði lögin „Got Live If You Want It“ og „It’s The Face“ (eftir Slim Harpo) fyrir þá en þrátt fyrir þetta missti platan marks og Meaden hvarf af sjónarsviðinu. Hljómsveitin spilaði eins og algengt var með nýjar sveitir á litlum krám og þeim til gleði fór áhorfendum fjölgandi. Fljótlega kom nýr umboðsmaður til sög- unnar sem breytti nafni flokks- ins í „The Who“. „Mod“-fötum klæddust þeir áfram og fljótlega urðu þeir fulltrúar hennar í út- hverfum London. Plötusamning- ur lét standa á sér en hjá Amer- ican Decca tóku þeir upp eina litla plötu fyrir tilstilli Shel Talmy sem síðar stjórnaði upp- tökum á sólóplötu Townshend „Can’t Explain". Platan náði engum vinsældum fyrr en hljómsveitin og áhangendur komu fram í þættinum „Ready Steady Go“ en hann hjálpaði Who mikið í frumbernsku henn- ar. (Hljómsveitin launaði þætt- inum síðan aðstoðina með því að kalla eina plötuna „Ready Steady Who“). Þar með var Who fullsköpuð og lagið „Anyway, Anyhow, Anywhere" komst á topp 10 í Bretlandi og hjálpaði mikið við að festa krassandi þungtrokk og gítarsóló í sessi. Segja má að það hafi verið vöru- merki Who í upphafi og fram eftir ferli hennar. „My Gener- ation“ var þó hið dæmigerða Who-lag í upphafi. í dag er það almennt talið hafa beint poppi 6. áratugarins inn á rokkbrautina. Áhrif Who urðu fljótt mikil og í dag er hún í hópi risanna. Eins og risum er vísa, fer mikið fyrir þeim á hljómleikum og státar Who af heimshávaðameti. Sam- kvæmt heimsmetabók Guinness þá mældist hljóðstyrkur á hljómleikum þeirra á Charlton Atheletic knattspyrnuvellinum 31. maí 1976 120 desibel í 50 metra fjarlægð, beint frá svið- inu. Heildar aflið var 76.000 wött sem kom frá 80 800-watta og 20 600-watta Crown mögnurum. (Til að halda sama hljóðstyrk í 51 metra fjarlægð þarf að tvö- falda heldar afl magnaranna). Um verk Who í gegnum árin mætti margt skrifa en það verð- ur ekki gert hér. Hinsvegar var síðasta ár all merkilegt fyrir hljómsveitina. Út kom þeirra nýjasta hljómplata og nokkru fyrr sendi Pete Townshend frá sér frábæra sólóplötu. Vegna plötu Townshends beið ég mjög spenntur eftir væntanlegri Who plötu — „It’s Hard“. En eftir áð hafa fallið gersamlega fyrir Pete þá olli Who platan mér von- brigðum. Að minnsta kosti til að byrja með. Henni svipaði mjög til plötu Pete (eða öfugt) nema það var eins og á hljómsveitar- plötuna hefðu verið valin lög sem ekki voru nógu góð fyrir sóló Pete. (Hann semur öll lögin á sólóplötunni og megnið af „It’s Hard“). Tónlistin hefur mikið færst frá þungarokkinu og er í dag rokk — poppað. Með þolin- mæði vann platan á og þegar fram líður verður hún áhuga- verð. Allt sem á henni er gert er gott að söngnum undanskildum. Hann á ekki lengur við þá tónlist sem spiluð er og Pete sýndi það og sannaði á síðustu sólóplötu að hann á að sjá um sönginn. Ef- laust finnst gömlum aðdáendum lítið til þessarar plötu koma þar sem fátt er um gamla takta. En miðað við ný útkomnar plötur fylgir hún betri helmingnum. í stuttu máli: Tónlist Who fylgir nútímanum án þess að missa sjálfstæði sitt. Og í henni má jafnvel finna óm framtíðar- innar, eða hvað er að gerast í laginu „Eminence Front"? FM/AM Musica Nova Tónlist Egill Friðleifsson Kjarvalsstaðir 19. febr. ’83. Flytjendur: Joseph Ognibene horn, Josef Fung gíUr, Guðný Guð- mundsdóttir fiðla, Nina Flyer selló, blásarakvintett. Efnisskrá: Verk eftir Sigurd Berge, Leo Brouwer, Noa Guy, Snorra S. Birgisson, Benjamin Britten, Áskel Másson og Jón Nordal. Þá er Góa gengin í garð. Myrkrið flýr fyrir hækkandi sól, og bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Varla man ég eftir annarri eins tónleikahrynu og á liðnum Þorra. Konsertum virðist fjölga í réttu hlutfalli við vax- andi verðbólgu. Nú er svo komið að vonlaust er að eltast við allt sem á boðstólum er, og mega tónlistarunnendur muna tímana tvenna. Musica Nova efndi til tónleika að Kjarvalsstöðum á Þorraþræl og kenndi þar ýmissa grasa að vanda. Undir fjörlegum, litrík- um en æði sundurleitum mynd- verkum ungra listamanna, sem sýnt hafa þar að undanförnu, heyrðum við ný og nýleg tónverk úr ýmsum áttum. Joseph Ognib- ene reið á vaðið og blés í hornið sitt „Horn lokk“ eftir Sigurd Berge, laglegt lítið verk þar sem margvísleg blæbrigði hornsins voru notuð af smekkvísi. Josef Fung er ungur gítarleikari ætt- aður frá Hong Kong, en hefur starfað hérlendis um nokkur ár, aðallega við kennslu. Hann flutti okkur „Elogio de la dansa" eftir Hollendinginn Leo Brouwer. Það var sérstakur fengur að kynnast þessu verki. Samtímatónverk fyrir gítar eru sjaldheyrð hér, en þetta verk Brouwers sýnir okkur nýjar hliðar á gítamum. „Elog- io“ er skemmtilegt verk með óvæntum tiltektum, sem Josef gerði góð skil, en hann lék einnig „Næturljóð um John Dowland" eftir Benjamin Britten. Guðný Guðmundsdóttir og Nina Flyer léku „G’oni" fyrir fiðlu og sello, sem Noa Guy hafði samið sérstaklega fyrir þær. Sterkustu einkenni verksins er mikil notkun (ofnotkun?) á „glissando". Blásarakvintett skipaður þeim Lárusi Sveinssyni trompet, Jóni Sigurðssyni trompet, Joseph Ognibene horn, William Gregory básúnu og Bjarna Guðmundssyni túbu, frumfluttu bráðskemmtilegan kvintett eftir Snorra S. Birgis- son. Verkið skiptist í sex stutta þætti. Það kom nokkuð á óvart hversu hefðbundin hljómasam- bönd Snorri notar í þessu verki, sem hljómaði vel í flutningi þeirra félag. Auk áðurtalinna verka heyrðum við einnig „Teikn“ fyrir einleiksfiðlu eftir Áskel Másson er Guðný Guð- mundsdóttir flutti af skör- ungsskap. Höfundur segir m.a. þetta um verk sitt. „Teikn er náskylt fyrri einleiksverkum m.a. Blik og Hrím þ.e. byggt á tvenns konar mótívum, rytmísk- um og tónrænum annars vegar og hins vegar lengri línum og stefjum." Af þessu öllu má sjá, að félag- ið Musica Nova er trútt tilgangi sínum að kynna okkur vitræna samtímatónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.