Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 41 Sérframboð sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum — eftir Hafstein Vilhjálmsson EINS og almenningi er nú kunnugt, hefur verið ákveðið að hrinda í fram- kvæmd sérframboði sjálfstæðis- manna hér á Vestfjörðum. Ákvörðun um sérframboð var tekin á fundi í Félagsheimilinu í Hnífsdal þ. 15. febr. sl., var sá fundur í fram- haldi af fundi sem haldinn var 27. jan. sl. á Hótel ísafjörður. Á fundinum í Hnífsdal var kynnt niðurstaða athugana sem fyrri fund- urinn hafði falið fundarboðendum að framkvæma, varðandi sérfram- boð og skoðanakönnun því fylgj- andi. Eftir líflegar og opinskáar um- ræður var gengið til atkvæðagreiðslu og var þar samþykkt með 33 atkvæð- um gegn 14 að efna til sérframboðs, 7 tóku ekki afstöðu. Við sem þar samþykktum að hrinda í framkvæmd þessu fram- boði vitum öll að þetta varð að gerast í nauðvörn fyrir rétti okkar, við liðum ekki lengur þá lítilsvirðingu sem fámennur hópur manna sýnir fjöldanum. Sérfram- boð sjálfstæðismanna á Vestfjörð- um er afleiðing af valdbeitingu kjördæmisráðs sem afneitar enn einu sinni, að viðhafa prófkjör við komandi kosningar. Með forkast- anlegum starfsaðferðum er slík ákvörðun afgreidd í kjördæmis- ráði, án þess að leyfa umræðu um málið áður . Að þessir menn geti talist til boðbera lýðræðis og ein- staklingsfrelsis, getur hver og einn dæmt um fyrir sig. Með sér- framboði sjálfstæðismanna á Vestfjörðum er ekki verið að ráð- ast að einstökum persónum, nema ef veita mætti þeim sem ráða gerðum kjördæmisráðs ráðningu í verki, því ekki virðast þeir skilja töluð orð. Ekki er heldur verið að hampa persónum til kjörs, það verður vilji þeirra sem tjá sig í væntanlegri skoðanakönnun sem ræður uppröðun listans. Við vitum hvern skaða það mundi valda flokknum ef ekkert yrði aðhafst. Þær öldur reiði og gremju sem risið hafa um allt kjördæmið, frá hinum almenna kjósanda, hörðustu flokks- mönnum, jafnvel mönnum sem standa í eldlínuni fyrir flokkinn í sveitarstjórnarmálum, berast yf- irlýsingar um að kjósa ekki fram kominn lista. Haft er á orði, að sitja heima, skila auðu eða jafnvel að kjósa Vilmund. Þegar svo er komið er ekki hægt að sitja auðum höndum. Með sérframboði nú verðum við að ná til allra sem vilja veita flokknum stuðning og treysta á að augu manna í miðstjórn flokksins opnist fyrir nauðsyn þess að sér- framboðið verði í nafni Sjálfstæð- isflokksins. Það yrði flokknum til styrktar og mundi efla pólitíska samhygð fólksins og styrkja tengsl flokksins og kjósenda. Það mundi auka tiltrú kjósenda, og ekki síst þeirra sem yngri eru, á Sjálfstæðisflokknum, ef hann sýndi í verki, að hann tæki tillit til kjósenda og hefði að leiðarljósi Hafstein Vilhjálmsson lýðræði og sjálfsforræði. Með sér- framboði nú, að undangenginni skoðanakönnun, viljum við ná fram rétti okkar kjósenda til að hafa áhrif og um leið að bjarga því sem forgörðum er að fara, þ.e.a.s. fylgi flokksins. Við þá sem segja að sérframboð sé einungis til að sundra sjálf- stæðismönnum hér á Vestfjörðum vil ég segja: það er ekki hægt að sundra því sem þegar er búið að sprengja í loft upp, einungis hægt að taka til starfa við að tína sam- an brotin og byggja upp að nýju, og það ætlum við að gera nú með starfi okkar. Þegar þetta er ritað, er að mínu mati allt það sem heyrst hefur frá forustu flokksins og kjördæmisráði okkur í hag, þær yfirlýsingar sem frá þeim hafa komið sýna ljóslega að verið er að verja lélegan málstað. Sem stuðningsmaður sérfram- boðs sjálfstæðismanna á Vest- fjörðum vil ég hvetja alla Vest- firðinga, sem aðhyllast hugsjónir Sjálfstæðisflokksins, að leggja þessu framboði lið, við verðum að sýna hvers við erum megnug sem íbúar strjálbýls byggðarlags, til þess þurfum við áræði, kjark og festu, og sýnum með því að við líðum ekki að vera fótum troðin. Framundan er mikið starf sem vinna þarf á stuttum tíma. Þegar er hafinn undirbúningur, og er nú unnið að því að fá til starfa trún- aðarmenn sem víðast um kjör- dæmið, sem munu annast fram- kvæmd skoðanakönnunar um hina dreifðu byggð. Sérframboð sjálfstæðismanna á Vestfjörðum hefur ekki enn fengið aðsetur, en hefur póstbox á Isa- firði no. 269. Ísafírði, 20 febrúar 1983, Hafsteinn Vilhjálmsson, Hlíðarvegi 28, ísafirði. Velkominn í kjallarann, Bragi — eftir Gísla Bald- vinsson, kennara Þessari kveðju er Braga Jósepssonar, þess að undirritaður rökræða við hann á heldur vegna þess að fræðsluráðsmaðurinn betur aðstæður í skóla. beint til dr. ekki vegna ætli sér að lágu plani, brýnt er að kynni sér Hólabrekku- Samskipti og hvatir Dr. Bragi segir í upphafi grein- ar sinnar að hann finni afskaplega litla hvöt hjá sér að standa í skriflegum orðaskiptum við skóla- stjórann þar sem hann hitti hann nær vikulega og auk þess hafi þeir nægan tíma til að ræða málin. Ég læt það liggja milli hluta hve mik- inn tíma þeir hafa til slíkra orða- skipta, en æski þess, þar sem ég hitti ekki dr. Braga svo oft, og er auk þess frekar tímabundinn að eiga nokkur skrifleg orðaskipti við hann um húsnæðismál skólans. Auk þess skora ég á hann að gefa sér tíma til að ræða við kennara og annað starfslið skólans um hans lausnir á húsnæðismáiunum. Bráðabirgðalausnir dr. Braga Dr. Bragi hittir naglann á höf- uðið er hann segir að færanlegar kennslustofur séu bráðabirgða- lausn. Auk þess gefur hann ís- lenskum arkitektum lélega ein- kunn fyrir hönnun slíkra mann- virkja. Það er rétt að færanlegar kennslustofur eru ekki endingar- góðar, þær endast u.þ.b. 15 ár. Þær kosta nú um eina milljón í hönnun og smíði eða sem samsvarar 3—4 herb. íbúð. Hagkvæmni þeirra felst í því að það má flytja þær milli skóla. Afgreiðslufrestur á slíkum stofum er frá hálfu upp i eitt ár. Allar þessar staðreyndir hlýtur dr. Bragi að vita auk þess að húsnæðisþrengsli skólans verð- ur að leysa fyrir næsta vetur. Tímabundið vandamál Dr. Bragi telur vandamálið vera tímabundið og leysast á nokkrum árum. Hæpið verður að telja ára- tug nokkur ár en stærsti árgang- Gunnar Halldórsson við afgreiðslu á Ijósmyndastofu sinni, en að hans sögn eru barna- og fjölskyldumyndatökur stærstur hluti starfa á Ijós- myndastofum. Fyrsta ljósmynda- stofan í Garðabæ OPNUÐ hefur verið Ijósmynda- stofa í Garðabæ og er hún sú fyrsta þar í bæ. Eigandi stofunnar er Gunnar Halldórsson Ijósmynd- ari og er stofan í Iðnbúð 4. Gunnar annast allar venju- legar ljósmyndatökur. Hann leggur aðaláhersluna á lit- myndatökur. Þá tekur hann að sér myndatökur í heimahúsum, ef um er beðið. Ljósmyndastofa Garðabæjar, en það er heiti stof- unnar, var opnuð 1. febrúar sl. Gísli Baldvinsson urinn eru sex ára börnin. Auk þess má reikna með einni og hálfri stofu á nemendur 7.-9. bekkjar. I þeim áfanga sem um er deilt er gert ráð fyrir sérkennslustofum og síðast en ekki síst litlum leik- fimisal. 1 efnafræðistofunni þar sem ég kenni eru tveir gluggar efst í lofti, sem í vetur hefur ekki verið hægt að opna almennilega vegna fannfergis. Þess vegna er fræðsluráðsmaðurinn hjartanlega velkominn í kennslustund þegar 30 nemendur bræða brennistein eða önnur slík efni. Kjarni málsins er sá, að mikill hluti kjallara fyrsta áfanga skól- ans er notaður sem kennslurými. Á teikningum heitir þetta geymsla og var aldrei ætlað fyrir kennslu- stofur. Dr. Braga er vonandi kunnugt „Kennarar í Hóla- brekkuskóla hafa ítrek- að beðið um bættan að- búnaö í skólanum og þá sérstaklega vegna loft- ræstingar og hljóðein- angrunar í títtnefndum kjallara. Þó nokkrar úr- bætur hafa fengist, verður að telja þær bráðabirgðalausnir.“ um herferð Kennarasambands Is- iands um bættan aðbúnað nem- enda og kennara á síðasta ári. Kennarar í Hólabrekkuskóla hafa ítrekað beðið um bættan aðbúnað í skólanum og þá sérstaklega vegna loftræstingar og hljóðein- angrunar í títtnefndum kjallara. Þó nokkrar úrbætur hafi fengist, verður að telja þær bráðabirgða- lausnir. Um þetta er fræðsluráðs- manninum fullkunnugt, enda vafalaust lesið þau bréf sem borist hafa ráðinu frá skólanum. Hvad er hentugt skólahúsnæði? Dr. Bragi segir að III. áfanginn sé ekki hentugt húsnæði. Ég held að við hönnun þessa áfanga hafi í fyrsta skipti verið haft samráð við það starfslið sem þar á að starfa. Stakkurinn er að vísu þröngt skor- inn vegna úrelts skólanorms (reglugerð um stærð skólamann- virkja) en viðunandi lausn fékkst þó. Hentugt skólahúsnæði getur verið mjög staðbundin skilgrein- ing. Þó stefnur í skólamálum breytist er oft hægt með litlum tilkostnaði að aðlaga skólahús- næðið breyttum háttum. Eða telur dr. Bragi að Austurbæjarskólinn sé orðinn úreltur? Annars er vel að umræður um skólahúsnæði séu í gangi. Arkitektar eins og Skúli Norðdahl hafa sýnt því áhuga og itarlega var fjallað um málefnið í Heimili og skóla á sl. ári. Skipulag hverfisins Við sitjum uppi með þá stað- reynd að Hólahverfið er fjölmennt og lítill sveigjanleiki að stofna skólasel á öðrum stað í hverfinu. Dr. Bragi nefnir þarna hugmynd sem hann eignar sér og skólastjór- anum, þ.e. að flytja yngstu börnin annað. Með slíkri notkun jafnað- armerkis fengi dr. Bragi ekki hátt í stærðfræðitíma hjá mér, jafnvel þó hann telji sig vera jafnaðar- mann. Sigurjón Fjeldsted hefur ekki mér vitanlega flutt neina formlega tillögu um slíkt og það ekki rætt innan veggja skólans. Þó kann að vera að slíkar lausnir hafi verið ræddar í fræðsluráði og þá sem „redding" í horn. Dr. Braga ætti að vera það ljóst að kennarar una því ekki enda- laust að vandamálin séu leyst með bráðabirgðalausnum. Einnig er honum kunnugt um hve foreldra- félög eru sterkur þrýstihópur. Þess vegna er honum boðið svona snemma á starfstímabili þessarar borgarstjórnar svo hann lendi ekki í vandræðum næst þegar prófkjör nálgast. Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febrúar 1983. Stuöningsmenn Rannveigar Tryggvadóttur hafa opnaö kosningaskrifstofu í Aöalstræti 4, Reykjavík, uppi (gengiö inn frá Fischer- sundi). Skrifstofan veröur opin kl. 17—20 virka daga og kl. 13—19 um helgar. Símar 16396 og 17366.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.