Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983
49
fclk í
fréttum
David Bowie fær hlutverk Abraham
Lincolns.
24 tíma
ópera
+ David Bowie ásamt fjölda ann-
arra tónlistarmanna er nú sem óóast
að undirbúa 24 tíma óperu, sem á að
flytja í tengslum við opnun Ólympíu-
leikana í Los Angeles á na sta ári.
Óperan verður í fimm hlutum
og flutt samtímis í jafnmörgum
löndum. Bowie á að fara með hlut-
verk Abraham Lincolns og eru það
Japanir, sem standa að þeim hluta
óperunnar. Meðal annarra tónlist-
armanna eru Philip Class og
Jessye Norman en höfuðpaurinn
er hinn velþekkti Robert Wilson.
Stenmark og Ulvhagen.
Skattarnir neyða
Stenmark í hjónaband
-t- Ingemar Stenmark er í giftingarhugleiðingum og er festarmaer hans
flugfreyjan Ann Ulvhagen. Giftingin hefur haft nokkuð langan og
erfíöan aðdraganda og er haft eftir nábúa þeirra, að Stenmark og Ann
rífist stöðugt svo undir taki í húsinu.
Hvar giftingarathöfnin fer fram eða hvenær hefur ekki verið
látið uppi en hjónaleysin búa nú í Mónakó. Ingemar segist gera það
vegna skattkúgunarinnar í Svíþjóð en það er hins vegar ekki nóg að
búa bara í Mónakó til að fara vel út úr sköttunum. Menn verða líka
að hafa atvinnu þar eða það, sem jafngildir því í augum Mónakó-
búa: Að vera giftur og eiga börn og buru.
-I- Tuttugu danskir froskkafarar brugðu i leik á öskudaginn en í stað
þess að slá kött úr tunnu, slóu þeir sfld úr tunnu. Atburðurinn átti sér
stað við Friðrikshólm og fylgdust margt manna með leiknum. Kalt var
í veðri þennan dag og mátti heyra tannaglamrið frá áhorfendum en
kafararnir létu sér hvergi bregða.
COSPER
Slæmar fréttir, það er komin stórbygging á staðinn þar sem þú
grófst peningana.
„Óskemmti-
legur maður“
+ Eins og við sögðum frá fyrir nokkr-
um dögum eru þau nú skilin, Dave
Allen og kona hans, en Dave hefur
lcngi þénað vel á því að vera skemmti-
legur, á skjánum a.m.k.
Konan hans fyrrverandi hefur þó
sína skoðun á því: „Hann er ömur-
legur. Hann hélt, að svarið við öllum
erfiðleikum væru peningar," lét hún
hafa eftir sér nýlega og hún ætti að
vita hvað hún syngur eftir 19 ára
hjónaband.
UTSALA
Karlmannaföt frá kr. 1.175,00, terylenebuxur frá kr. 200,00,
flauelsbuxur frá kr. 235,00, flauelsbuxur kvenna kr. 265,00,
gallabuxur karlmanna frá kr. 245,00, gallabuxur kvensniö kr.
235,00, frakkar kr. 475,00, úlpur frá kr. 350,00, trimmgallar kr.
310,00, peysur frá kr. 95,00 o.m.fl. ódýrt.
Andrés herradeild,
Skólavörðustíg 22, sími 18250.
Prófkjör Sjálfstæöisflokksins
í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febrúar 1983
Stuðningsmenn
Ólafs G. Einarssonar
hafa opnað skrifstofu aö Skeiöarási 3,
Garöabæ (húsi Rafboða hf.).
Skrifstofan verður opin kl. 17—22
virka daga og kl. 13—19 um helgar.
Sími 54555
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi 26.-27.
febrúar 1983.
Kjósum
KRISTJÖNU
MILLU
THORSTEINSSON
— Fjölgum konum á þingi.
Muniö kosningaskrifstofuna
Haukanesi 28, sími 41530.
Komið í kosningakaffi.
Stuðningsmenn
Megrunarnámskeið
Nýtt námskeið hefst 28. febrúar. Námskeiöið veitir alhliða
fræðslu um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræöi, sem
getur samrýmst vel skipulögöu, venjulegu heimilismataræöi.
NÁMSKEIÐIÐ ER FYRIR ÞA:
• Sem vilja grennast og koma í veg fyrir aö vandamáliö endur-
taki sig.
• Sem vilja foröast offitu og þaö sem henni fylgir.
• Sem vilja fræöast um hollar lífsvenjur og vel samsett matar-
æði.
NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR MEDAL ANNARS UM
EFTIRFARANDI ATRIDI:
• Grundvallaratriði næringarfræöi.
• Fæöuval, gerð matseöla, uppskriftir.
• Þætti sem hafa áhrif á fæðuval, matarvenjur og matarlyst.
• Leiðir til aö meta eigið mataræði og lífsvenjur.
Upplýsingar og innritun í síma 74204 í dag og næstu daga.
Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræöingur.
Bladburðarfólk
óskast!
Úthverfi Hjallavegur