Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 43
Reykjaneskjördæmi:
Sameinist um sterk-
an framboðslista
— eftir Ingvar Jó-
hannsson, Njarðvík
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi fer fram
helgina 26. og 27. febrúar nk. Af
því tilefni vil ég senda frá mér
nokkrar hugleiðingar til Reyknes-
inga.
Ég tel mér heiður að því að hafa
átt þess kost að þjóna þessu kjör-
dæmi sem varaþingmaður tvö
kjörtímabil og nokkra setu á al-
þingi.
Á því tímabili kynntist ég þörf-
um kjördæmisins og hef síðan
gert mér æ betur ljóst, hvað má
gera til úrbóta og þjóna því fólki
best sem á Reykjanesi býr.
Mín skoðun er sú að þingmenn
„MeÖ sterkum lista
skapast möguleikar
fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í kjördæminu til að
fá 3 þingmenn kjör-
dæmakosna og einn
uppbótarþingmann...“
Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu
með Matthías Á. Mathiesen í
broddi fylkingar hafi staðið dygg-
an vörð um hagsmuni þess.
Ég get þó ekki látið hjá líða að
vekja athygli Reyknesinga á því,
að í prófkjörinu sem fer í hönd,
eiga þeir þess kost að velja sér
afburðagóðan mann í eitt af efri
sætum á lista sjálfstæðismanna.
Þessi maður er Albert K. Sanders
bæjarstjóri í Njarðvík.
Álbert hefur að mínu mati allt
til að bera sem góðan þingmann
má prýða. Allt frá 16 ára aldri
hefur Albert haft afskipti af
stjórnmálum. Hann hefur gegnt
flestum trúnaðarstörfum innan
Sjálfstæðisflokksins, verið for-
maður í félagi ungra sjálfstæð-
ismanna, í félagi sjálfstæð-
ismanna, formaður fulltrúaráðs
Gullbringusýslu og fulltrúaráðs-
ins í Njarðvík, varaformaður í
kjördæmisráði og setið í flokks-
ráði Sjálfstæðisflokksins. Hann
hefur stjórnað kosningabaráttu á
ísafirði, Vestfjörðum, í Keflavík
fyrir Suðurnes og í Njarðvík.
Reynsla hans af atvinnulífinu er
Albert K. Sanders
mjög víðtæk, hann starfaði í 10 ár
við togaraútgerð og fiskverkun á
ísafirði, tók við rekstri útgerðar
og fiskvinnslu á erfiðum tíma hér
á Suðurnesjum og skilaði því
verki, eins og öðru, með miklum
ágætum. Hann starfaði árum
saman á Keflavíkurflugvelli og
öðlaðist þá og síðar mikla þekk-
ingu á öllu sem snertir Keflavík-
urflugvöll og samskipti okkar ís-
lendinga við varnarliðið. Síðast-
liðin 9 ár hefur hann verið bæjar-
stjóri í Njarðvík og einn af
fremstu mönnum í sveitarstjórn-
um á Suðurnesjum að vinna að
hagsmunamálum fólksins á svæð-
inu.
Það lýsir kannski best hæfileik-
um Alberts, að eftir að hafa starf-
að sem bæjarstjóri meirihluta
sjálfstæðismanna í Njarðvík 1974
til 1978 og sjálfstæðismenn misstu
meirihluta sinn og vinstri menn
fóru með meirihluta, að pólitískir
andstæðingar Alberts réðu hann
áfram sem bæjarstjóra.
Albert er málsnjall og rökfast-
ur, sumir segja jafnvel frekur, en
gengur þó aldrei lengra en hann
telur sig komast og tekur þá frek-
ar krókinn en kelduna, en það eru
einmitt hæfileikar stjórnmála-
mannsins.
Það er trú mín, að með því að
setja Albert í öruggt sæti, geti
framboðslisti Sjálfstæðisflokksins
orðið öflugri en ella.
Með sterkum lista skapast
möguleikar fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í kjördæminu til að fá 3 þing-
menn kjördæmakosna og 1 upp-
bótarþingmann eða samtals 4
þingmenn.
Það hefur skeð fyrr og getur
gerst aftur. Styðjum Albert K.
Sanders í öruggt sæti.
Mýlisskaði nýyrði fyr-
ir multiple sclerosis
Hljómborgarinn - fær-
anlegur plötuspilari
TÆKNIN lætur ekki að sér hæða. Nú
er kominn á markaðinn ferðaplötuspil-
ari, sem hægt er að nota á hinum ólík-
legustu stöðum. Það eina sem hann
þarf er traust undirstaða. Þessi fær-
anlegi plötuspilari er með innbyggðum
magnara fyrir heyrnartól og gengur
fyrir rafhlöðum.
Plöturnar eru settar inn í spilar-
ann ekki ólíkt og hamborgari í
brauð og því hefur spilaranum verið
gefið nafnið Sound Burger, eða
Hljómborgarinn. Framleiðandi er
Audio-Technica í Japan. í Hljóm-
borgaranum er vönduð demantsnál,
enda er Audio-Technica stærsti
framleiðandi tónhausa og nála í
heiminum. Verslunin Sterfó í
Reykjavík, sem hefur umboð fyrir
Audio-Technica á Islandi, hefur
fengið spilarann til landsins og
kostar hann með heyrnartólum
4.850 kr.
— eftir Maríu H.
Þorsteinsdóttur
Það ber að þakka alla athygli sem
þessi sjúkdómur fær, því um hann er
lítið rætt og ritað hér á landi, og sem
formaður þess félags sem ætlar að
stuðla að fræðslu og vera á annan hátt
sjúklingum með Multiple Sclerosis til
stuðnings geri ég það hérmeð.
Ekki verður farið mörgum orðum
um innihald greinarinnar nema tek-
ið fram, að orsök að sjúkdómnum er
enn óþekkt. Rannsóknir hafa mjög
eflst á síðustu árum og beinist aðal-
krafturinn að því að finna hugsan-
lega orsök. Athyglin beinist einkum
að ónæmiskerfinu og ónæmissvörun-
um eins og kom fram í greininni, en
einnig er talið hugsanlegt að veirur
eigi þátt í orsök sjúkdómsins. í þessu
sambandi er einnig verið að reyna
ýmis lyf fyrir þá sem þegar hafa
fengið einkenni í þeirri von að geta
stöðvað gang sjúkdómsins, og eru að
sjálfsögðu bundnar vonir við skjótar
framfarir í þeim efnum.
Það sem ég vildi aðallega ræða
hér, var nafn sjúkdómsins. Eins og
komið hefur fram, er enska heitið
Multiple Sclerosis. Sclerosa þýðir
herðing á vef. Þegar sjúklingur veik-
María H. Þorstcinsdóttir
ist, verður skaði á slíðri sem er utan
um taugaþræðina, sem veldur breyt-
ingu eins og við bólgu eða sár, en
síðan verður örmyndun á slíðrinu
þegar „kastið" gengur til baka. Þessi
örvefur kallast sclerosa. Multiple
heitir það vegna þess að þessir skað-
ar geta komið hvar sem er í mið-
taugakerfinu (heila og mænu) og eru
dreifðir og margvíslegir.
Um mestallan heim hefur þetta
Meðfylgjandi grein er
skrifuð í tilefni greinar í
Mbl. 9. febrúar sl. undir
nafninu „Nýjung í með-
ferð mænusiggs.“
nafn festst og langoftast er þá notuð
skammstöfunin MS. Sums staðar
hefur þó verið notað latneska heitið
Sclerosis Disseminata og á frönsku
heitir sjúkdómurinn Sclérose en
plague. I Danmörku er talað um
dissemineret sclerose eða einfald-
lega Sclerosen.
Hér á landi er erfitt að nota erlend
heiti og sjálfsagt að reyna að komast
hjá því ef unnt er. Gerð var tilraun
til að gefa þessum sjúkdómi íslenskt
heiti. Ekki er mér kunnugt um hver
er höfundur að heitinu mænusigg
eða heila- og mænusigg, en líklegt er
að viðk. hafi reynt að finna nafn þar
sem hægt var að nota skammstöfun-
ina MS (hefði eins getað verið mið-
taugasigg, þar eð átt er við bæði
heila og mænu).
Langt er frá því að þetta íslenska
heiti hafi náð vinsældum, þótt marg-
ir, t.d. læknar, noti það í skorti á
nokkru betra.
Bæði er að nafnið gefur ekki rétta
lýsingu á hinni sjúklegu breytingu
sem verður á taugaslíðrinu, og einn-
ig hafa allflestir ákveðna hugmynd
um hvað sigg er og af hverju það
myndast — og hver getur þá ímynd-
að sér að hafa sigg á heilanum?
Við að starfa í félaginu hef ég orð-
ið þess vör, að fólk með þennan
sjúkdóm hefur andstyggð á þessu ís-
lenska heiti, og nokkrir brugðust
m.a. við þegar umtöluð grein birtist
með þessu nafni.
Félagið heitir MS-félag Islands og
talað er um sjúkdóminn MS. Nor-
ræna sambandið heitir Nordiska MS
Rádet o.s.frv. Við í félaginu viljum
forðast nafnið heila- og mænusigg.
(Komið hefur fyrir að nafnið hefur
misskilist og talað um mænusig, og
ekki veldur það minni ruglingi.)
Leitað er hugmynda um nýtt ís-
lenskt nafn. Þar eð æskilegast væri
að geta notað skammstöfunina MS
áfram (þrátt fyrir mjólkursamsöl-
una!) hefur mér dottið í hug að nota
íslenska nafnið á taugaslíðurefninu,
myelin, sem er mýli, fyrir M, og síð-
an skaða, eða sjúkdóm, fyrir S. Mýl-
isskaði er það sem skeður við sjúk-
dóminn Multiple Sclerosis.
Ég held að ég tali fyrir munn allra
félagsmanna þegar ég biðst undan
því að „siggið" sé notað áfram. Þetta
er nógu flókinn og erfiður sjúkdóm-
ur að hafa þótt fólk þurfi ekki þar að
auki að standa í að útskýra hvernig
það fái sigg á heilann eða mænuna.
Að lokum bendi ég þeim sem
áhuga hafa á að setja sig i samband
við félagið, á að það heitir sem sagt
MS-félag Islands og hefur pósthólf
1043.
eðlilegt viðhald að ræða á tækni-
búnaði sjúkrahúsanna myndast
gjá milli þess, sem er læknisfræði-
lega framkvæmanlegt og hins,
sem talið er pólitískt fjárhagslega
æskilegt, og í þá gjá getum við öll
dottið. Það leiðir af sjálfu sér, að
harkalega framfylgdri niður-
skurðarstefnu hlýtur að fylgja
aukið vonleysi sjúklinganna, sam-
tímis því, sem lækningahlutverkið
breytist í hlutverk huggarans.
Sú þróun, sem á sér stað innan
læknavísindanna, kallar af og til á
nauðsyn þess, að tekinn sé í notk-
un algjörlega nýr tækjabúnaður
(t.d. á síðustu árum hin svonefndu
tölvusneiðmyndatæki). Þess er
enginn kostur að nefna neina
skynsamlega árlega upphæð, sem
kynni að geta mætt slíkum fjár-
festingarþörfum. Þær koma oftast
í stórum stökkum. Hins vegar er
tiltölulega einfalt að ákveða þann
ramma, sem leyfir eðlilegar
endurnýjanir og afskriftir úreltra
tækja. Meðalforsvaranleg ævi
lækninga- og rannsóknatækja á
sjúkrahúsum er líklega um 10 ár,
heldur styttri þegar um flókin og
margbrotin tæki er að ræða og
heldur lengri e.t.v. fyrir einfaldari
tækjabúnað.
Forsendurnar fyrir því að halda
læknisfræðitækjabúnaði sjúkra-
húsa nokkurn veginn í horfinu eru
þær, að um 10% af nýkaupaverði
tækjabúnaðar á hverjum tíma séu
„Sé ekki um endurnýj-
anir eða eðlilegt viðhald
að ræða á tækjabúnaði
sjúkrahúsanna myndast
gjá milli þess, sem er
læknisfræðilega fram-
kvæmanlegt og hins,
sem talið er pólitfskt
fjárhagslega æskilegt,
og í þá gjá getum við öll
dottið.“
lögð fram til endurnýjunar og þá
vitanlega með þeim leiðréttingum,
sem þarf að gera vegna verðbólgu,
gengisbreytinga og annarra verð-
hækkana. Ofan á þetta bætist
daglegur viðhaldskostnaður.
Þessi kostnaður er mjög mis-
munandi eftir löndum, en tiltölu-
lega ódýr hérlendis einkum miðað
við þá ágætu tækniþekkingu eigin
starfsmanna sem sjúkrahúsin hér
geta hagnýtt sér núorðið. Miðað
við okkar aðstæður má áætla
þennan viðhaldskostnað um 5% af
heildarbrúttórekstrargj öldum
nútímalega tæknivædds sjúkra-
húss.
Það er ljóst að þegar sverfur að
fjárhagslega verður að auka nýt-
ingu þess tækjabúnaðar, sem fyrir
hendi er og einnig hagræðingu
með einföldun vinnutilhögunar,
þar sem því verður við komið.
Auk slíkrar hagræðingar má
e.t.v. auka virknina þannig að
rannsókna- og meðferðarferlar
verði í mörgum tilvikum meira
staðlaðir en nú er, og ákvarðanir
um rannsóknir og meðferð með
því móti oft gerðar markvissari.
Ef ofangreindar aðgerðir nægja
ekki til að bæta reksturinn, verður
að grípa til forgangsröðunar verk-
efna. Innan heilbrigðiskerfisins og
í rekstri sérhæfðra sjúkrahúsa
myndi slík forgangsröðunarstefna
í raun tákna, að nauðsynlegt yrði
að skipta hiálparþurfi sjúklingum
í 2 hópa. I fyrsta hópnum yrðu
þeir sem hægt væri að sinna á
fullnægjandi hátt, en í öðrum
hópnum yrðu sjúklingar, sem yrðu
meira og minna útundan rann-
sóknum og meðferð. Síðari hópur-
inn yrði sjálfsagt okkur öllum
talsvert áhyggjuefni. Hverjir eiga
að fylla hann? Á það að vera
gamla fólkið eða hinir alvarlegu
veiku, sem hafa litlar lífslíkur, eða
á að nota einhverja aðra aðferð til
forgangsröðunar? Ef til slíks
kæmi, stæðu bæði læknar og aðrir
þjóðfélagsþegnar andspænis al-
varlegum siðfræðilegum vanda-
málum, því að krafan um for-
gangsröðun fæli í sér, að jafnrétti
þegnanna væri varpað fyrir borð,
sömu þegna, sem eftir getu og
bestu samvisku hafa tekið þátt í
að byggja upp velferðarkerfið
okkar. Hvor tapar, þú eða ég?
Það kann að virðast að ekki sé
verið að draga úr umhyggju okkar
fyrir samborgurum okkar meðan
við aðeins látum sparnaðinn bitna
á dauðum hlutum, eins og vélum
og slíku. Þetta er ekki alveg rétt,
því að í dag eru forsendurnar fyrir
þeirri meðferð og hjúkrun, sem við
getum besta veitt, þær að meta og
nýta með kostgæfni þá tæknilegu
aðstöðu til meðferðar og hjúkrun-
ar, sem fyrir hendi er og oftar en
ekki verður þessu markmiði ekki
náð nema með nýtingu flókins
tæknibúnaðar.
Nútímabóndi veit, að nýtilegur
vélakostur er algjör forsenda fyrir
búrekstri hans. Okkur er öllum
ljóst, að án vélknúinna samgöngu-
tækja myndi þjóðfélag okkar
stöðvast á fáum sólarhringum.
Enginn gengur þess dulinn í þessu
fiskveiðiþjóðfélagi, að vel tækni-
væddur fiskveiðafloti er algjör
forsenda fyrir búsetu í þessu
Iandi. Sams konar sjónarmið
hljóta að blasa við varðandi
tæknibúnað og rekstur sjúkrahús-
anna, og sú algenga afstaða okkar
Islendinga að vona, að allt reddist
samt, er í þessu tilviki hið sama og
að skjóta sér undan þeirri ábyrgð,
sem við höfum tekist á hendur,
hvort heldur er pólitískt, stjórn-
unarlega eða læknisfræðilega.
3. febrúar 1983,