Morgunblaðið - 23.02.1983, Page 2

Morgunblaðið - 23.02.1983, Page 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRtJAR 1983 Rætt við * hjónin As- dísi Blöndal og Anton Antonsson ári. Við fengum 180 þús. kr. lán, sem var umtalsverð fjárhæð við úthlutun, en verðbólgan mun verða búin að rýra þá upphæð verulega þegar hún verður öll komin í okkar hendur seinni hluta þessa árs. Á meðan verið er að greiða húsnæðismálastjórnarlánið út verða húsbyggjendur að fleyta sér áfram á vaxtaaukalánum, en engar verðbætur koma á seinni út- borganir húsnæðismálastjórnar- lánsins svo að vaxtaaukalánin hafa yfirleitt étið húsnæðismála- stjórnarlánin upp og vel það þegar upp er staðið að lokum." „Annars kann illa aö fara Tíðindamaður spurði Anton þá hvað honum sýnist helst til ráða til að bæta hag húsbyggjenda. „I Frakklandi er þessum málum þannig háttað, að geti maður sýnt fram á sparnað í 4 ár, sem nemur allt að 20% byggingarkostnaðar húsnæðis, fær maður umyrðalaust 80% að láni frá ríki og bankakerf- inu til 20—30 ára. Ungt fólk í Frakklandi kaupir gjarnan gömul hús og fær þá einnig gott lána- hlutfall til þeirra kaupa. Hér vantar fyrst og fremst hærri lán til lengri tíma. Skammtímalánin þurfa að vera til 4—5 ára hið stysta. En hvað um það, kerfinu hér verður að breyta." Við spurðum Asdísi þá hvort þau ættu ekki von á lífeyrissjóðs- láni. „Jú, það er nú lífsvon okkar. Líklega fær Anton lífeyrissjóðslán síðar á þessu ári og ég að ári. Úr því ættu fjármálin að fara að verða viðráðanleg og húsið að verða íbúðarhæft, enda þurfum við þá að losa þá leiguíbúð sem við búum nú í.“ Við spurðum Ásdísi um leið og við kvöddum þau hjón, hvort hún væri sammála bónda sínum um nauðsyn breytinga á þeirri lána- og húsnæðismálastefnu sem ríkti hér á landi. „Það er þjóðarnauðsyn að taka upp nýja stefnu í húsnæðis- og lánamálum. Núverandi kerfi fer illa með fóik; brýtur jafnvel niður fólk á besta aldri og á því ævi- skeiði sem hlífa skyldi. Fólk, sem er að byggja, þarf að vinna gífur- lega langan vinnudag og er jafn- framt oftast að stíga sín fyrstu reynsluspor í sambúð eða hjóna- bandi og sem foreldri, tími til tómstunda eða áhugamála verður nær enginn — og ofan á allt þetta bætist síðan byggingastressið. Hér verður að koma breyting til og það strax — annars kann að fara illa fyrir okkur íslendingum." — Olafur. „Undirbúningur hefur þegar kostað 6—700 þúsund krónur“ — segir skipuleggjandi stórrallsins í sumar, Jean Claude Bertrand AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið rætt og skrifað um rallkeppn- ina sem fyrirhugað er að halda hérlendis í lok ágúst nk. Franskur rallskipuleggjandi að nafni Jean ('laude Bertrand viðurkenndur af alþjóðlega Akstursíþróttasam- bandinu hefur í samvinnu við Landssamband íslenskra Aksturs- íþróttamanna unnið við undirbún- ing þessa ralls sem nefnist Rallye d’lslande, á undanfórnum mánuð- um. Nýlega sendi náttúruverndar- ráð frá sér mótmæli gegn rallinu, en á hinn bóginn skrifaði Ómar Ragnarsson grein meðmælta því. Morgunblaöið spjallaði á þriðju- daginn við Jean Bertrand, sem var staddur hérlendis vegna mála tengda skipulagningu rallsins, og spurði hann um framgang mála. Hefur þú áhyggjur af þeim mótmæium, sem fram hafa kom- ið á Rallye d’Islande? „Nei, þó þetta sé vandamál ennþá, þá trúi ég ekki öðru en að við komumst að samkomulagi við hlutaðeigandi aðila. Þetta virðist dálítið þungt í vöfum allt saman ... margir eru hræddir við rallið, en ég tal það mest- megnis stafa af þekkingarleysi um hvernig rallkeppni fer fram. Það háir mér mikið sem skipu- leggjanda að tala ekki íslensku. Eitt er það sem ég ekki skil í þessum málum, það er hvernig sumir eru á móti rallinu, en eru ekki á móti túrisma. Rallkeppni þessi getur ekki skemmt landið, ég og mínir starfsmenn höfum mikið eftirlit með því, en svo geta venjulegir túristar ekið um allt landið að vild, eftirlitslaust. Þess vegna skil ég ekki alveg mótmæli þau er fram hafa kom- ið. Sem dæmi má taka að sl. sumar er ég gerði langa land- kynningarmynd um ísland ók ég um 5000 km um landið, mikið á vegum yfir hálendið, ég varð aldrei var við gæslumenn eða nokkurs konar eftirlit. í rallinu verða 30—40 manns til eftirlits o.fl., á um 20 bifreiðum og að auki verður þyrla til eftirlits. Þar fyrir utan er fráleitt að aka utanvega, það er ekki til neins. Reglurnar kveða á um að menn aki eftir merktum fyrirfram ákveðnum vegum, því skyldu keppendur þá einhvers staðar aka utanvega, það mun sannar- lega ekki flýta för þeirra!" Hefur undirbúningsvinna og kynning á rallinu verið mikil? „Já ég hef þegar unnið í tæpa 9 mánuði að rallinu víðs vegar i Evrópu, þ.e. kynnt keppnina, samið reglur, bækling um landið og fólkið. í júlí nk. mun ég bjóða 10 erlendum blaðamönnum til landsins í hringferð um landið, til þess að kynna þeim keppnina. Í sjálfu rallinu býð ég tuttugu blaðamönnum og lána þeim bíla. Kostnaðinn borga ég sjálfur. Annars staðar þar sem ég hef skipulagt röll, hafa ferðaskrif- stofur gefið blaðamönnum far- miða, en það lítur út fyrir að ég verði að kaupa far fyrir þá ... þetta mun kosta mikla peninga. Ég mun Iiklega tapa töluverðu fé í rallinu." Hve mikill er kostnaðurinn orðinn til þessa hjá þér við und- irbúningsvinnu og slíkt tengt rallinu? „Til þessa hef ég eytt 30—35 þúsund dollurum (600—700 þús. ísl. kr.) en í heildina mun rallið Hér má sjá gamansama mynd af móttökum íslendinga á rallkeppendum, en hana má finna í mjög vönduöum kynningarbæklingi um land og þjóð. Þessum bæklingi dreifir Bertrand um allan heim. kosta í kringum 100 þúsund doll- ara. Sem dæmi um undirbúning og kynningu á Rallye d’Islande má taka það að ég sendi 2500 ökumönnum bréf með upplýsing- um um rallið. 350 fyrirspurnir komu til baka, þar sem menn báðu um meiri upplýsingar og reglur keppninnar. Ég hélt fyrir stuttu stóran blaðamannafund í Lyon í Frakklandi og árangur hans ætti að birtast í blöðum víðs vegar um heim næstu daga. f lok mars mun ég halda ráð- stefnu í Lyon með 80 blaða- mönnum, sýna þeim m.a. land- kynningarmyndina. Slíkt hið sama geri ég í Sviss tveim dög- um síðar og í Belgíu held ég stór- an fund. f apríl fer ég til Ítalíu og held þar fundi á tveim stöð- um, í Napolí og Genóva. í dag er ég á leiðinni til Bandaríkjanna og mun væntanlega kynna rallið í Los Angeles á næstu dögum.“ Hvað býst þú við mörgum keppendum í fyrsta rallið? „Ég á von á a.m.k. fimmtíu bíl- um, mörgum frá Frakklandi og líklega um 15 mótorhjólum, há- mark í keppni er 15 þátttakend- ur. Það kemur í ljós hversu margir koma frá öðrum löndum eftir fundina, sem ég taldi upp að ofan. Farskip mun að nokkru sjá um flutning á þessu fólki, en allmargir munu fljúga hingað.“ Hver er kostnaður t.d'. franskra keppenda við að koma hingað með keppnisbil og aka rallið? „Líklega í kringum 10.000 doll- arar, það er dýrt að koma hingað, en þetta er líka einskon- ar sumarfrí og ævintýraferð fyrir fólkið. Keppnin verður ró- leg, það verður að leyfa fólki að kynnast íslenskum aðstæðum, en seinna þá vilja menn kannski frekar leggja meira á sig til að ná árangri." Hvernig verður keppninni sjálfri háttað í grófum dráttum? „Rallið fer fram á níu dögum og ein sérleið verður ekin dag hvern frá 80—236 km að lengd. Keppendur munu aka fyrri hluta dags í fullri keppni á sérleið, en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.