Morgunblaðið - 27.02.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 27.02.1983, Síða 3
51 — síóari grein um feðra sinna og sýndu sig að ræktarsemi, hlýðni og trú- mennsku í hvívetna. Hann áleit ekki til neins að fjalla um dýpstu rök tilverunnar, sem menn ekki vissu og gætu ekki vitað neitt um, og því ætti spekin aðallega að vera fólgin í mannviti og lífsvisku. Konfúsíus taldi höfuðdyggðirnar fimm, ástina eða ræktarsemina, ráðvendni og skyldurækni, vel- sæmi eða sómatilfinningu, þekk- ingu og mannvit og einlægni eða trúmennsku. Með því að Konfúsíus lagði slíka áherslu á hlýðni gagnvart þeim eldri og við lögin, féll kenning hans í góðan jarðveg hjá mátt- arstólpum þjóðfélagsins enda tóku þeir hana upp á sína arma og hef- ur hún orðið að leiðarljósi sam- landa hans um þúsundir ára. Kenningin hefur að vísu blandast talsvert af taóisma og búddisma en hún hefur í öllu falli stuðlað mjög að þeirri tilhneigingu til ríkiseiningar, sem einkennt hefur kínverskt samfélag eftir hans dag, en um leið hafa kenningar hans einnig orðið dragbítur á framfarir með þjóðinni og til eru Kínverjar í dag, sem segja að ekkert hafi skaðað kínverskt þjóðfélag meira en einmitt kenningar Konfúsíus- ar. Gótama Búddha Áður en fjallað verður um spek- inginn Gótama Búddha er rétt að geta lítilega Brahmatrúarinnar á Indlandi, sem vissulega réð alda- hvörfum þar í landi. Brahmatrú- armenn álitu, að vegurinn til lausnar lægi um heitin fimm: að granda engri veru, að reynast sannur og trúr, að taka ekki neitt sem aðrir ættu, ástunda hófsemi og gjafmildi, en þó einkum mein- læti, og reyna loks með einbeit- ingu hugans að hefja sig upp til hins æðsta, sem er, var og verður eilíflega, Brahma, alheimssálar- innar. Brahmatrúartímabilið verður best skilgreint með því að nefna það prestaöldina á Indlandi. Ber hún að vísu margt fagurt, en þó fleira ófagurt í skauti sér, enda gerðu prestarnir sig að ofjörlum goðanna og drottnuðu yfir alþýðu manna með fórnarathöfnum og bænalestri. En það kom að því að Indverjar eignuðust leiðtoga, sem vildi kenna þeim nýja siði, brjóta niður allar kreddur og vald prestanna. Þetta var Gótama, er seinna nefndist Búddha, hinn upplýsti. Eins og vænta má, er fæðing og ævi Búddha vafin miklum helgi- sagnaskrúða. Ekki vita menn gjörla um fæðingarár hans, en geta þess til, að hann hafi fæðst um 563 fyrir Krist, í borginni Kapílavastú við rætur Himalaja- fjalla. Hálffertugur að aldri hóf hann að boða kenningu sína eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína. Svo er sagt að Gótama hafi í bernsku verið hlíft við að sjá sorg og þjáningar. En þá rakst hann á gamlan mann, síðan alvarlega veikan mann, þá lík og loks á trú- aðan meinlætamann, sem var nær dauða en lífi. Varð það til þess að hann fór að hugsa um, hvers vegna þjáningar og böl væri til. Til þess að kanna orsök mann- legra þjáninga, elli og dauða píndi Gótama sig og kvaldi og reyndi að falla í dá með því að anda ekki. En allt kom fyrir ekki. Hann tók því upp stefnubreytingu og reyndi að ganga meðalveginn í hófsemi. Loks eftir sjö ára árangurslausa leit, settist hann udnir villifíkju- tré í Gaya og ákvað að sitja þar, uns hann öðlaðist sannleikann. I fjórar til sjö vikur sat hann þar, þangað til upplýsingar komu nótt eina og hann varð Búddha, hinn upplýsti. En hver var opinberun hans? í stuttu máli er kenningin þessi: Allar þjáningar stafa af löngunum og þess vegna öðlast eirðarlaus sál mannsins fyrst frið, þegar hann hættir að þrá eitthvað. Búddha dró saman skoðanir sín- ar í fjórar einfaldar setningar: 1) SJÁ NÆSTU SÍÐU MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 ,T ABTHOV- l‘sb%+ \epPaur JB B0tta>aod> ,sd(VkW< 'r Grensásvegi 13, Reykjavík, símar 91-83577 og 91-83430, Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.