Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 4

Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Þættir úr sögu trúarbragða Sá sem þekkir ekki nema eina trú, þekkir enga Stytta úr gulli af Gótama Búddha, hinum upplýsta. Allt líf er sársaukafullt. 2) Þján- ingar stafa af girnd eða löngun. 3) Þegar girnd eða löngun hverfur hverfa þjáningar. 4) Leiðin til þess að losna við þjáninguna liggur eft- ir hinum áttfalda vegi: réttrar skoðunar, rétts ásetnings, rétts tals, rétts verknaðar, rétts lífsvið- urværis, réttrar ástundunar, réttrar árverkni og réttrar ein- beitingu hugans. Búddha prédikaði ekki trú á neinn guð, og því hafa kenningar hans verið kallaðar guðlausar siðakenningar fremur en trú. Hugmyndir Búddha breiddust um tíma mjög út á Indlandi, en seinna hurfu þær að mestu þar, en urðu útbreiddar meðal annarra þjóða Austurlanda. Það sannaðist því á Bddha sem fleirum, að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Þess ber að geta, að þótt til sé ítarleg lýsing á ævi og dauða Búddha, hafa sumir efast um að hann hafi nokkru sinni verið til. Þá er þess einnig að geta, að Búddha færði orð sín aldrei í letur, heldur gengu þau í munnmælum mann fram af manni, öld efti öld, þangað til kenningar hans voru færðar í let- ur fullum fjórum öldum eftir hans dag. Zaraþústra Ef til vill hefur spekingurinn Zaraþústra, sem trú Forn-Persa er kennd við, aldrei verið til, en ef svo hefur verið er óvíst hvenær það var, líklegast þá á 6. öld fyrir Krist. Trú þessi er ákveðin tví- hyggja og þar var kennt, að tilver- an væri barátta milli hins góða og hins illa, — barátta á milli hins góða guðs Ahuramazda og hins illa anda Ahrimans. Mennirnir gátu því tekið þátt í þessari bar- áttu með breytni sinni. Allir sem unnu nytsamleg störf, hvort sem þau voru andleg eða líkamleg, studdu hið góða, en hinir þá hið illa, og það versta, sem menn gerðu var að ljúga. Þessi tví- hyggja, sem hver einasti maður tók þétt í, setti svip sinn á samfé- lagið. í trúarritum Persa, Avesta- ritunum, kemur fram hversu mikla trú þeir höfðu á höfuð- skepnunum, einkum eldi, en hann var heilagur og mátti ekki saurga hann á neinn hátt. Hugsunin um heimsendi og dóm yfir hverjum manni var ríkur þáttur í Zaraþústra-trúnni, og hefur haft áhrif á yngri trúar- brögð. Persar hugsuðu sér, að á leið sinni til undirheima kæmi sá dauði að brú einni. Þar væru gerð- ir upp reikningarnir eftir jarðvist- ina og menn gengu út á brúna. Þeim réttlátu er hún breið sem þjóðvegur, en þeim fordæmdu mjó sem rakhnífur. Þeir síðarnefndu steypast niður í víti, en þeir rétt- látu fara til paradísar, þar sem góðverkin birtast þeim í líki fag- urra kvenna. En sálin er aðeins komin til dvalar til bráðabirgða, því tilveran öll, bæði þessa heims og annars, stendur aðeins í um 12 þúsund ár. Að þeim tíma liðnum verða feikileg átök milli Ahura- mazda og Ahrimans, en þeir njóta hvor um sig stuðnings hluta mannanna. Átökunum lýkur með því, að eins konar frelsari kemur fram á sjónarsviðið og hann leiðir góðu öflin fram til sigurs. Eftir þessa atburði renna upp betri tím- ar og Ahuramazda ræður að eilífu yfir sinni paradís. Þetta var sú trú, sem Gyðingar kynntust á herleiðingaárunum í Babylon, er Kyros Persakonungur gaf þeim heimfararleyfi, og þeir tóku að trúa á upprisuna og annað líf. Gyðingdómur og kristin trú Ekki er ástæða til að fara hér mörgum orðum um Gyðingdóm og kristna trú enda er hin kristna lífsskoðun samofin daglegu lífi okkar og Biblían, sem hefur að geyma grundvallaratriði þessara trúarbragða, er til á svo að segja hverju heimili. En vegna sam- hengisins í þessari umfjöllun er þó rétt að geta hér nokkurra atriða. Saga Gyðinga er um margt akaflega merkileg og ekki síst vek- ur það furðu, að svo lítil þjóð skuli hafa getað orðið að slíkri bók- menntaþjóð, sem hún varð, og að hún skyldi geta af sér, beinlínis og óbeinlínis, þrjú helstu eingyð- istrúarbrögð veraldar, Gyðing- dóm, Kristindóm og Múham- eðstrú. Engin trúarbrögð eru jafii nátengd sögu sjálfrar þjóðarinnar og Gyðingdómurinn og er engu líkara en Gyðingar hafi átt að sanna trúna á sjálfum sér, í hinum helstu viðburðum sinnar eigin sögu. í fyrri grein var lítillega get- ið hvernig eingyðishugmyndin varð til hjá Israelsmönnum og hvernig trúin breytti um svip á þrengingartímum þjóðarinnar. Og það er fyrst og fremst þessi breyt- ing í trúmálum, sem gerir ísra- elsmenn merkilega í sögunni. En þessi framþróun, sem varð í trú Israelsmanna, tók langan tíma og kemur eins og stig af stigi, þegar einhverjir framsýnir hugsjóna- menn og spámenn störfuðu og höfðu áhrif. Gyðingar áttu jafnan fullt í fangi með að verja trú sína ekki síst eftir að aldalöng yfirstjórn Rómverja hófst í landi þeirra. Þeir lifðu þá enn kostgæfilegar eftir lögmálinu, til þess að fylling tím- ans kæmi sem fyrst, en hafi fæð- ing Krists táknað þá fyllingu tím- ans, skildu þeir ekki tímanna tákna og drápu því erfingjann að trú sinni, en náðu þó ekki arfinum. Víst er, að enginn einn maður hefur valdið jafnmiklum alda- hvörfum í heiminum á jafn- skömmum tíma sem Jesús frá Nazaret, höfundur kristinnar trú- ar og hins háleitasta siðgæðis. Og óneitanlega er það eitt af mestu undrum veraldarsögunnar, að hin þýða og milda rödd þessa far- andprédikara í útjaðri Rómaveld- is, Galíleu við Genesaretvatn í Landinu helga, skyldi að lokum sigra hina voldugu rómversku keisara og að „umboðsmaður Guðs á jörðu", páfinn í Róm, skyldi setj- ast í hið auða og óskipaða öndvegi þeirra, er Vest-rómverska ríkið var undir lok liðið. Þarna verður sú breyting á, að páfarnir fara nú að stjórna heiminum með orði sínu, eins og keisararnir höfðu stjórnað honum með sverðinu. Jesú frá Nazaret naut skammt við, en þó olli hann hinum mestu aldahvörfum sem orðið hafa í heiminum, þannig að allir atburð- ir eru miðaðir við fæðingu hans, þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvaða ár hann var borinn. Um upptök kristinnar trúar þykjumst við nú vita sitt af hverju, bæði úr bréfum Páls postula og úr guð- spjöllunum fjórum. En þó hafa jafnan verið í forsendum kristin- dómsins nokkrar eyður, sem reynst hefur nokkuð örðugt að fylla, og aðrar nýjar komið upp. Hér verður ekki rakin ævi eða starf Jesú enda er okkur sú saga vel kunn frá blautu barnsbeini og heimildir okkar, guðspjöllin, hafa vafið trúarhetju sína þeim helgi- sagnaskrúða, að engum er ætlandi að rita ævisögu Jesú Krists eftir nærfellt tvö þúsund ár og það því síður sem allt er á huldu um ævi hans fram til þrítugs, er hann beiðist skírnar af Jóhannesi og tekur að kenna og lækna. Af frásögn guðspjallanna má þó ráða, að Jesús muni þegar frá upp- hafi hafa haft óvenjuleg áhrif á þá, sem heyrðu hann og sáu, enda ber þeim saman um að kennivald hans hafi verið mikið. Áhrifin hafa þó ekki eingöngu stafað af kennivaldi hans, heldur og af kenningu hans og líknarstarfsemi. í rauninni felur kristin trú í sér tvo grundvallarþætti, annars veg- ar opinberun Guðs og hins vegar siðaboðskapinn. Hvað fyrra atrið- ið varðar hafa margir nútíma- menn átt erfitt með að sætta sig við sumar helgisögurnar, sem eiga að sanna tilvist Guðs, og má þar nefna meyfæðinguna og uppris- una. Hafa löngum staðið nokkrar deilur um þessi atriði og fleiri, í þeim þætti kristindómsins sem fjallar um opinberun Guðs, og verður ekki tekin afstaða til þeirra hérna. Hins vegar má minna á, að flestir hljóta að geta verið sam- mála um, að siðaboðskapurinn sé einhver sá fegursti og háleitasti sem enn hefur séð dagsins Ijós. Eitt af því sem er áberandi í kenningu Jesú er hversu fúslega hann breiddi öllu því faðminn, sem falslaust var, yfirlætislaust og saklaust og svo hitt hvernig hann ræðst gegn hræsninni, skinhelginni og öllu andlegu drembilæti. Það sem líklega hefur þó hænt fjöldann að honum var líknarstarfsemin og þessi fallegi boðskapur, að Guð væri faðir allra manna, en við börn hans og hver annars bræður. Boðskapur þessi var auk þess fluttur á svo fagran og aðlaðandi hátt, að hann hlaut að hrífa hug og hjarta hverrar óspilltrar sálar. Guðsríkið í kenn- ingum Jesú var friðarríki, sem einkenndist af kærleiksþeli og kærleiksverkum, í stuttu máli af því að elska náungann eins og sjálfan sig. Múhameð Jóhannes þriðji (561—574 e.Kr.) var páfi í Róm, þegar stofnandi Múhameðstrúarinnar fæddist. Hann var Kutam, sonur Abdallah, en áður en hann fékk köllun sína, var hann kallaður Múhameð, sem merkir „hinn lofsungni". Trúar- brögð hans eru venjulega kölluð nafni hans, en þeir, sem játa þau, kalla þau „Islam" sem þýðir „Auð- sveipni" eða alger undirgefni, því þau kenna, að eina skylda manns- ins sé undirgefni undir Guðs vilja. Múhameðstrúartímabilið hófst árið 622, ár flótta Múhameðs frá Mekka til Yathrib, sem þá breytti nafni sínu honum til heiðurs í Medinat al nabi „borg spámanns- ins“ og hefur borgin síðan verið nefnd Medina. Múhameð fæddist í Mekka árið 570 og var hann af Hashim-ættinni, sem sagðist vera komin af ísmael, syni Abrahams og Hagar, egypsku þjónustustúlku Söru, konu Abrahams. Lítið vita menn um æskuár Múhameðs, nema að hann var kaupmanna- Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.-27. febr. KRISTJANA MILLA Kjósum dugmikla hæfileikakonu á þing. Við minnum á að prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Skrifstofa Kristjönu Millu Thorsteinsson er að Haukanesi 28, Garðabæ, sími 41530. Stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.