Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
Samræðu-
list
Kristmann Guðmundsson skáld,
segir frá eftirfarandi atviki, sem
gerðist á sumarskóla Guðspekifé-
lagsins, í fjórða bindi ævisögu
sinnar „ísold hin gullna":
„ ... Alltaf var líka fjörugt yfir
borðum, en þar skorti helzt á
ánægju mína, að við Dadinah
þorðum aldrei að sitja saman. Þó
var hún alltaf einhversstaðar á
næstu grösum, og auðvitað glápti
ég stöðugt á hana, þótt ég reyndi
að láta sem minnst á því bera. Eitt
sinn sat hún við næsta borð ásamt
þrem fullorðnum konum, og var
ein þeirra ógift. Hjá þeim sat einn
ágætur skólabróðir okkar, sem öll-
um vildi vel, en var stundum
Seinheppinn í orðalagi. Sem hann
nú sat þarna hjá kvenfólkinu, kom
honum auðsjáanlega í hug, að það
myndi hans hlutverk að halda
uppi samræðum, og snéri sér þá
fyrst til þeirrar, sem elzt var
kvennanna, en það var hin ógifta
mær, og hóf máls á þessa leið:
„Hvernig stendur eiginlega á
því fröken, að þér hafið aldrei
gifzt?“
Dimmum roða sló á vanga
meyjarinnar, og henni varð svara-
fátt.
Þá hélt kavalerinn áfram: „Mað-
ur skyldi þó ætla, að svona rík
kaupmannsdóttir gæti gengið út.“
Mærin var niðurlút, en stundi
síðan upp: „Það stóð nú víst aldrei
til, að pabbi SELDI mig.“
Vini okkar mun hafa orðið ljóst,
að hann hefði hætt sér út á hálan
ís, og til að bæta fyrir brot sitt
snéri hann sér að frúnni, er við
hlið hans sat, og sagði með ljóm-
andi brosi: „Alltaf man ég eftir
yður sem yndislegri, ungri stúlku í
sundlaugunum — fyrir þrjátíu ár-
um.“
Okkur Dadinah varð litið hvort
á annað, en ég grúfði mig í flýti
yfir diskinn minn, en hún leit út
um gluggann.
Ekki fékk heiðurmaðurinn mikil
svör við þessu, og bar svipur hans
vott um, að viðbrögð kvenna væru
honum lítt skiljanleg. En ekki var
hann af baki dottinm, heldur snéri
sér ákveðinn á svip að þriðju kon-
unni, er þar sat, ræskti sig dug-
lega, og mátti sjá, að hann hugðist
rétta hlut sinn. En áður en honum
tækist að koma upp orði, var sætið
autt við þá hlið hans; vildi frúin
bersýnilega ekki eiga á hættu, að
samræðulist hans beindist að
henni, því að hún greip disk sinn
og varð á brott hið skjótasta ...
Geðspakur
Breið-
firðingur
f sjálfsævisögu sinni „Ævisögu
Breiðfirðings" segir Jón Kr. Lár-
usson þannig frá Friðriki Jónssyni
afa sínum:
„... Svo var hann geðspakur og
rólyndur, að ég man ekki til að ég
heyrði að Friðrik hefði sleppt ró-
lyndi sínu, nema einu sinni, og nú
skal frá því greint.
Eitt sinn voru komnir gestir, og
var einn mikið ölvaður. Þeir sátu
við kaffidrykkju í öðrum enda
baðstofunnar, en Friðrik sat í
vefstól sínum í hinum endanum.
Bar nú margt á góma hjá gestun-
um, og meðal annars, að afi væri
svo geðspakur, að enginn vissi til
að hann hefði reiðzt. Segir þá
maður sá, er var með víni: „Eg
skal nú vita, hvort ekki er hægt að
gera Friðrik reiðan." Fer hann svo
til afa yfir í hinn enda baðstof-
unnar og byrjað að glettast við
hann og stríða honum. Afi hélt
áfram að vefa og lét sem hann
heyrði það ekki, þangað til gestur-
inn tók hníf úr vasa sínum og skar
niður vefinn fyrir framan hend-
urnar á honum. Heyra þá gestirn-
ir hávaða mikinn frá vefstólnum
og gengu þangað — og þóttust
ekki síðar mega koma. Stóð þá
Friðrik á hálsi óeirðamannsins og
þótti þeim með ólíkindum, hve
skjótt þessi umskipti urðu. Var
þeim kunnugt um, að félagi þeirra
var hið mesta karlmenni og harð-
fengur, þegar því var að skipta.
Björguðu þeir manninum undan
Friðrik, sem sefaðist fljótt. Eng-
inn vissi til að hann hefði skipt
skapi fyrr eða síðar ...
Ég ætla nú að segja tvær smá-
sögur, sem lýsa vel rólyndi Frið-
riks afa míns.
Eitt sinn komu Suðureyingar
með fjárfarm frá Dröngum á
Skógarströnd og ætluðu fram í
Brokey. Þeir voru á skipi úr Brok-
ey, og voru þeir báðir með, Friðrik
og Sigurður Kristjánsson úr Rif-
girðingum. Skipið var þrauthlaðið
af fé og varð hvergi ausið. Friðrik
stýrði, en Sigurður hélt dragreipi.
Þegar þeir komu fram á víkina,
skall á þá sunnanrok og skóf sjó í
skipið og hleyptu þeir í ey, sem
heitir Suðurey og liggur suður af
Brokey, en fjarar í úr Brokey. Þeg-
ar þeir fóru að nálgast eyna, kall-
ar Friðrik til Sigurðar og segir:
„Lækkaðu ekki, Siggi minn, ég
held það fari nú bráðum að
sökkva." Lítið mun hafa vantað
til, að skipið sykki, þegar þeir
lentu í Suðurey, en allt fór þó vel.
í annað sinn kom hann innan úr
eyjum með nokkrar kindur. Var
Ingibjörg ráðskona hans með hon-
um. Straumur var tekinn að
harðna af útfalli sjávar og lenti
báturinn á skeri og hvolfdi honum
upp á skerið, en bæði kindurnar og
Friðrik og Ingibjörg gengu úr
bátnum á skerið. Ingibjörg sem
var örvita af hræðslu, hljóðaði há-
stöfum. Varð þá Friðrik að orði:
„Það er ekkert að, Ingibjörg mín,
við hvolfum bátnum upp aftur,
þegar fellur meira út.“ Hvolfdu
þau svo upp bátnum fyrir fjöruna,
létu kindurnar í hann og héldu
síðan heim, þegar linaði straumn-
um, og lentu heilu og höldnu í
Rifgirðingum með farm sinn. Mik-
il heppni fylgdi Friðrik á sjó
ævinlega...“
Brennivínið
og rottan
Jón bóndi á Seljum á Mýrum
keypti einu sinni sem oftar
brennivín hjá Þórði Bjarnasyni
frá Reykhólum, sem þá var kaup-
sýslumaður á Mýrum. Með því að
Jón var ílátslaus, þá seldi Þórður
honum leirbrúsa mikinn og stút-
víðan, sem hann fann úti í vöru-
geymsluhúsi sínu, og hellir
brennivíninu á brúsann.
Nokkru síðar fær Þórður bréf og
pakka frá Jóni.
Þórður opnar nú pakkann og
finnur í honum rytjur af rottu.
í bréfinu tjáir Jón Þórði, að
hann hafi fundið rotturæfilinn í
brúsanum. „Og óaði mér svo við
þessu," segir hann í bréfinu, „að ég
ætlaði varla að geta drukkið
brennivínið."
Bóndinn
með stál-
taugarnar
Eftirfarandi frásögn birtist í
bókinni „Látrabjarg" eftir Magn-
ús Gestsson: „Það var eitt sumar á
öðrum áratug þessarar aldar, að
bóndinn í Breiðavík, Sigurður
Guðmundsson, lagði af stað heim-
anað frá sér við fimmta mann til
fyglingar út á Látrabjarg. Voru
með í förinni vinnumenn bónda
tveir og unglingsmenn tveir að-
komandi. Annar aðkomumanna
var Kristján Júlíus Kristjánsson,
seinni bóndi í Efritungu, og var
hann sjónarvottur að atburði
þeim, er nú verður frá sagt.
Mennirnir lögðu af stað fyrri
hluta dags, og þeir komu á Látra-
háls er þar þokusuddi töluverður,
og þegar á bjargbrún kemur, er
sjóvott á. En ekki er talið ráðlegt
að fara í bjargið, þegar blautt er
um, því þá verður sleipt á gras-
svæði, og grót er lausara í bjarg-
inu þegar vott er. Þeir tjalda við
Saxagjá, og bóndi segir að þeir
skuli bíða átekta og sjá hvort ekki
stytti upp. Þegar stund er liðin
gerist bóndi óþolinmóður og segir
að þeir skuli nú fara á brúna fyrir
innan gjána og svipast að, hvort
ekki sé fugl í bjarginu, skammt
neðan brúnarinnar, sem gerlegt sé
að snara án þess að leggja sig í
hættu.
Leggja þeir nú af stað. Fer
bóndi fyrstur og ber tvær fugla-
stengur, en Kristján gengur í
humátt á eftir honum og ber vað-
inn uppgerðan á báðum öxlum.
Hinir þrír urðu eitthvað síðbúnari
af stað og voru spölkorn á eftir.
Þegar þeir Kristján eru komnir
nokkurn spöl inn brúnina, víkur
bóndi sér fram á hjalla, sem skag-
ar fram í bogmyndaðan odda.
Skiptir nú engum togum, að þegar
maðurinn stígur fram, svo fótur-
inn nemur svo sem feti frá brún-
inni, að hann steypist fram yfir
sig, svo að sér í iljar honum, þegar
hann hverfur fram af brúninni.
Kristján stingur við fótum, þar
sem hann er í fárra skrefa fjar-
lægð, og hans fyrsta hugsun er, að
ekki sé um að efast örlög manns-
ins, því þarna er 400 metra hæð í
fjörugrjótið undir bjarginu. Hann
snýr sér við til að svipast að félög-
um sínum, og eru þeir þá að koma
í ljós upp yfir næstu öldu á fjall-
inu. Hann bíður þeirra og segir
þeim, er þeir koma, hvað gerzt
hafði. Með stuðningi af vaðnum
fikra þeir sig nú fram á brúnina,
svo að sést framaf. Glaðnar nú
heldur yfir þeim við sjón þá, sem
mætir þeim. Sjö til átta metrum
neðan brúnarinnar er gróinn, hall-
andi gangur, tungumyndaður
fram eins og brúnin, og svo sem
mannslengd á breidd. Þarna ligg-
ur maðurinn á grúfu þannig, að
fæturnir eru fram af brúninni, en
höndunum hefur hann læst í
grassvörðinn ofan við höfuðið.
Heyra þeir að maðurinn stynur
þungan, og marka af því, að ekki
muni hann dauður vera. Stand-
berg er að mestu af brún niður á
ganginn. Leggja þeir nú vaðinn
fram af brúninni, og fer Kristján
fyrst niður og síðan annar á eftir
honum, en hinir tveir eru uppi og
gæta vaðsins. Setjast mennirnir
nú sitt hvoru megin bóndans og
hafa hendur á honum, svo að hann
fari ekki fram af, ef hann sleppir
handfestunni. Tala þeir nú til Sig-
urðar, en hann á svo erfitt með
andardrátt fyrst lengi, að hann
getur ekki gert sig skiljanlegan.
Þeir bíða nú góða stund og hægist
manninum svo að hann getur
svarað þeim. Segist hann hafa far-
ið sveiflu í fallinu og komið niður
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJA-
NESKJÖRDÆMI, 26.-27. FEBRÚAR 1983.
Skrifstofa fyigjsmanna
Gunnars G. Schram
er aö Hamraborg 6, Kópa-
vogi, 2. hæð.
Upplýsingar um kjörstaði,
aðstoð og upplýsingar um
prófkjörið.
Símar: 46944 og 46945.
Myndmenntakennarar — Skólastjórar
Þeir sem hafa leirbrennsluofna og áhuga á að steypa keramik. Við gefum næstu daga takmark- að magn af steypuleir og gipsmótum ásamt leiö- beiningum. Vinsamlegast hafiö samband við Orra Vigfússon í
VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Glit, sími 85411.
Ódýr vikuferð 18. maí — Gisting á lúxushótelinu Montpamasse Park
Verð kr. 11.480.-
í tvíbýli
Innifalið: Flug - Akstur -
Gisting - Morgunverður -
Skoðunarferð um París -
Skoðunarferð um Versali
- íslensk fararstjórn
ÚRVAL
við Austurvöll
Umboðsmenn um allt land