Morgunblaðið - 27.02.1983, Síða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
Hádegisjazz íBlómasalnum
Hótel Loftleiöir fara nú af staö með skemmtilega skammdegis
skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sambland af morgun- og
hádegisverði með léttri og lifandi tónlist.
„JA2Z FYRIR ÞÁ SEM EKKERT GAMAN HAFA AF JAZZ!“
Þeir sem koma og leika í sunnudagshádeginu að þessu sinni:
TRÍÓ - Friðriks Theódórssonar
Hressið upp á sunnudagstilveruna
með léttum jazz og Ijúffengum réttum í Blómasalnum.
Við byrjum kl. 12 á hádegi.
Verð kr. 220.-
Borðapantanir í símum 22321 og 22322.
Verið velkomin
HÚTEL LOFTLEIÐIR
í Kaupmannahöfn
FÆST
HBLADASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
NY FULLKOMIN
TÖLVU-BÚÐARVOG FRÁ
Auóveldar afgreiósluna með
Commander
Vigtar 15
kvæmni.
Sýnir kr. 0-999,90 pr/kg.
Heldur síöasta veröi inni (verð-
merking)
Snertitakkar auövelda þrif.
Innbyggöur prentari (tölvuprent-
un).
34 föst einingarverð (má auka í
64).
Allt letur á íslensku.
&
y:c> -
AVfRV f^
■ V
ÓIAÍUR eíSlASOM & CO. HF.
SUNDABORG 22 - SlMI 84800 - 104 REYKJAVÍK
A4
7 Cý^
lt-0 AVIRV ( <j'
SAMKEPPNtUMVEftKFRÆDw^s
Morgunblaðið/ Emilia
Þeir sem hlutu 1. verðlaun við verðlaunatillöguna. Taldir frá vinstri: Egill
Guðmundsson, arkitekt, Þórarinn Þórarinsson, arkitekt, og Björn Gústafs-
son, verkfræðingur.
Úrslit í samkeppni
um nýtt verkfræðihús
ÚRSLIT liggja nú fyrir í samkeppni
sem Verkfræðingafélag íslands
efndi til vegna byggingar verkfræð-
ingahúss og skipulags á lóð þess í
Kringlumýri, en skilafrestur í sam-
keppninni rann út 15. nóvember
1982. Voru verðlaun afhent og jafn-
framt opnuð sýning á verðlaunatil-
lögunum að Kjarvalsstöðum, mið-
vikudaginn 23. febrúar. Alls bárust
18 tillögur.
1. verðlaun hlaut tillaga nr. 2,
en að henni stóðu arkitektarnir
Egill Guðmundsson og Þórarinn
Þórarinsson. Um verkfræðilega
ráðgjöf sá Björn Gústafsson og
Guðmundur Jörundsson, model-
smiður, og Guðmundur Örn Ing-
ólfsson, ljósmyndari, aðstoðuðu. í
umsögn dómnefndar segir að höf-
undur fái 1. verðlaun vegna mjög
góðrar og starfrænnar plan-
lausnar og útlits, sem leyst er af
smekkvísi og öryggi. Einnig hefur
þeim tekist mæta vel að gera um-
hverfinu og skipulagi þess grein-
argóð skil. Var dómnefnd sam-
mála um að mæla með þessari til-
lögu sem grundvelli að byggingu
verkfræðingahúss.
2. verðlaun hlaut tillaga nr. 18.
Höfundar hennar eru arkitektarn-
ir Dagný Helgadóttir og Guðni
Pálsson. 3. verðlaun hlutu tvær
tillögur, tillaga nr. 7 og tillaga nr.
16. Höfundar tillögu nr. 7 eru
arkitektarnir Sigrún Sigurðar-
dóttir, Guðmundur Jónsson, Terje
Sörlie og Tom Wike. Samstarfs-
menn voru arkitektarnir Atle Rör-
vik, Baldur Svavarsson, Erik
Östrádal, Finn Are Söberg, Hal-
geir Kárstein, Jon Meland
Asmund Holt og verkfræðingur-
inn Oddvar Hegge. Höfundar til-
lögu nr. 16 eru arkitektarnir
Hróbjartur Hróbjartsson og Sig-
urður Björgúlfsson. Samstarfs-
menn þeirra voru: Geirharður
Þorsteinsson, arkitekt, Richard 0.
Briem, arkitekt, Sigríður Sig-
þórsdóttir, arkitekt, og Gréta
Pape, teiknari.
Þá ákvað dómnefnd að kaupa
tillögu nr. 12 og veita tillögum nr.
15 og nr. 3 viðurkenninguna at-
hyglisverð tillaga. Höfundar til-
lögu nr. 12 eru arkitektarnir Finn-
ur Björgvinsson, Hilmar Þór
Björnsson og Reynir Adamsson.
Höfundar tillögu nr. 15 voru arki-
tektarnir Árni Kjartansson, Björn
Marteinsson og Valdimar Harð-
arson. Aðstoðarmaður var Júlía
Andersen, innanhússarkitekt.
Höfundur tillögu nr. 3 var Albina
Thordarson, arkitekt. Aðstoðar-
maður Magnús Bjarnason verk-
fræðingur.
Sex meginatriði lagði dómnenfd
til grundvallar starfi sínu. Þau
voru: formun húss frá sjónarmiði
byggingarlistar, hvernig húsið
fellur að næsta nágrenni og um-
hverfinu í heild, aðkoma og teng-
ing við umferðarkerfi, hvernig
hinar ýmsu vistarverur gegna
hlutverki sínu, bæði einar sér og
sem þættir í notagildi hússins sem
heildar, kostnaðarsjónarmið og
áfangaskipti.
í dómnefnd áttu sæti: Bárður
Daníelsson, arkitekt og verkfræð-
ingur, formaður, Loftur Al. Þor-
steinsson, verkfræðingur, Þórður
Þ. Þorbjarnarson, verkfræðingur,
Ingimundur Sveinsson, arkitekt,
og Knútur Jeppesen, arkitekt.
Sýning á verðlaunatillögunum
stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum
og verður opin næstu daga.
NÝ danshljómsveit, Þrek, hefur tekið til starfa í Reykjavík.
Hljómsveitina skipa: (frá vinstri) Halldór Erlendsson, gítar-
leikari, Kristján Oskarsson, hljómborðsleikari, Þórður Boga-
son, söngvari, Gústaf Guðmundsson, ásláttarleikari og Þórður
Guðmundsson bassaleikari. Hljómsveitin Þrek sérhæfir sig í
fjörugri dansmúsík, lagavalið samanstendur af vinsælum
danslögum og frumsömdum stuðlögum.