Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
Franska stéttaþingíð
kemur saman 5. maí 1789.
Edward Gibbon,
skopmynd.
Byltingin og
bankastjórinn
Ef Jacques Necker, for-
sætisráðherra Loðvíks
XVI, hefði lýst yfir
stuðningi við frönsku
byltinguna, sem hann
átti þátt í að hrinda af stað, gæti
þróun sögunnar í byrjun nítjándu
aldar hafa orðið önnur.
Hann var vinsælasti maður
Frakklands. Sú ákvörðun konungs
að leysa hann frá störfum var ein
af átyilum uppreisnarinnar, sem
lauk með árásinni á Bastilluna.
Tíu dögum eftir þann atburð var
Necker kallaður heim frá Sviss,
þar sem hann hafði leitað hælis,
og honum var fagnað sem þjóð-
hetju þegar hann kom aftur til
Parísar.
En byltingin hafði gengið of
langt til þess að Necker gæti sætt
sig við hana, hún samræmdist
ekki hugsjónum hans, hafi hann
haft nokkrar hugsjónir. Hann hik-
aði við að taka afstöðu með al-
þýðunni og gegn konunginum, eða
að taka að sér sáttahlutverk, og
þar með fékk óvinur hans Mira-
beau tækifærið sem hann beið eft-
ir.
Necker einangraðist og þegar
hann afhenti lausnarbeiðni sína í
september, hryggur og fullur
óbeitar á þróuninni, létu þing-
fulltrúar engar tilfinningar í ljós.
Það sem meira var, hann varð að
flýja aftur til Sviss vegna reiði
sama fólksins og hafði hyllt hann
nokkrum mánuðum áðúr.
Necker hlýtur að teljast einhver
frægasti fjármálamaður sögunn-
ar. Hann fæddist fyrir tvö hundr-
uð og fimmtíu árum, 30. septem-
ber 1732, í Genf, þar sem faðir
hans var prófessor í lögum. Hann
hóf störf í banka í París og varð
yfirmaður hans.
Hann varð meðeigandi í Thel-
usson-fyrirtækinu og eftir tuttugu
ára kaupsýslustörf og spákaup-
mennsku varð hann stórauðugur.
Árið 1764 kvæntist hann Susanne
Curchod, fagurri dóttur mótmæl-
endaprests. Edward Gibbon, höf-
undur hins fræga rits um hnignun
og hrun Rómaveldis, var ástfang-
inn af prestsdótturinni.
Gibbon var þá ungur maður og
Susanne var í heimsókn í Laus-
anne þegar hann sá hana. „Allir
báru lof á orðheppni, fegurð og
þekkingu Mademoiselle Curchod,"
sagði hann. „Hún leyfði mér að
koma tvisvar eða þrisvar sinnum í
heimsókn á heimili föður hennar.
Ég dvaldist þarna í nokkra
ánægjulega daga í fjöllum Búrg-
undar og foreldrar hennar ýttu
undir samband okkar."
En faðir Gibbons lagðist gegn
þessu „einkennilega bandalagi" og
eftir nokkra togstreitu sætti Gibb-
on sig við örlög sín. „Ég andvarp-
aði sem elskhugi, ég hlýddi sem
sonur."
Skömmu síðar andaðist faðir
Susanne. Susanne fór til Genfar
og vann fyrir sér og móður sinni
með því að kenna ungum konum,
en mæðgurnar lifðu við sult og
seyru.
Gibbon tekur upp þráðinn aftur
í frásögn sinni þegar Necker, fjár-
málasnillingurinn, reyndi að reisa
við fjárhag Frakka. „Auðugur
bankastjóri í París var svo lán-
samur og skynsamur að finna og
eignast þennan ómetanlega fjár-
sjóð. Og í höfuðborg smekkvísi og
munaðar stóðst hún freistingar
auðs, á sama hátt og hún hafði
þraukað af harðræði örbirgðar-
innar. Snilldargáfa eiginmanns
hennar hafði lyft honum í mestu
Jacques Necker,
fjármálamaöurinn svissneski.
virðingarstöðu Evrópu. Made-
moiselle Curchod er nú eiginkona
M. Necker, forsætisráðherra
franska konungdæmisins."
Mademoiselle Curchod opnaði
salarkynni sín heimspekingum og
fjármálamönnum og hjálpaði
þannig manni sínum, sem var alls
ekki eins snjall og Gibbon hélt.
Hann var hins vegar hégóma-
gjarn og stærilátur og sumpart
vegna baktjaldamakks og sumpart
vegna þess orðs, sem fór af honum
sem fjármálamanni, var hann
skipaður yfirmaður fjármála 1776.
Ástæðan til þess að hann var
skipaður í þetta embætti virðist
hafa verið sú að hann hafði lagt
fram áætlun um endurreisn að-
þrengds efnahags Frakklands. Um
þessar mundir vantaði tilfinnan-
Laxeldi — hafbeit
Vil af persónulegum ástæöum selja hlutabréf í eldis-
og hafbeitarstöðinni Pólarlax hf. í Straumsvík. Eldi og
endurheimtur hafa gengiö framar vonum og mun
betur en áætlanir geröu ráö fyrir. Sleppt ’81 60.000
stk., ’82 200.000, áætlaö aö sleppa ’83 300.000.
Áhugaaöilar hafi samband í síma 40328.
Verslunin Asgeir
Grímsbæ
tilkynnir
Þar sem ég hef selt Þórhalli Steingrímssyni verslun mína í
Grímsbæ, mun ég hætta starfrækslu hennar frá og með 1.
mars 1983.
Þakka öllum viðskiptavinum mínum gott samstarf á liðnum
árum, og vona að jafngóð samskipti takist við hinn nýja eig-
anda.
Ásgeir Bjarnason
Batik námskeið
í Menningarmiöstöð Breiöholts, Gerðubergi 8.
Dag- og kvöldnámskeið byrjar mánudag 7/3 ki.
19—21.45. 40 tímar.
Þriðjudag 8/3 kl. 14—16.45. Alls 40 tímar.
Skráning þátttöku og aðrar upplýsingar veittar í síma
41938.
Kennari: Guðbjörg Jónsdóttir.
Enska í Englandi
Hvernig væri aö bregöa sér til Englands, njóta góös frís
og læra ensku um leið?
Námskeið á vegum Concorde International málaskóla
fara fram í Folkestone (áriö um kring) og í Cambridge og
Canterbury (júlí til sept.).
★ Sérþjálfaðir kennarar.
★ Litlir hópar.
★ 15, 25 eöa 30 klst. kennsla í viku.
★ Gisting hjá enskum fjölskyldum.
★ Skoöunarferöir og skemmtanir.
★ Tekiö á móti nemendum á flugvelli.
★ Leikaðstaða fyrir börnin meöan foreldrar eru í tímum.
★ Páskanámskeiö 3.—16. apríl.
Nánari upplýsingar veitir: Jeffrey Cosser s. 36016.
Söngkór stétt-
arfélaganna
stofnaður
ANNAÐ kvöld, mánudag 28. febrú-
ar, verður haldinn fundur í Lista-
safni ASÍ að Grensásvegi 16, þar
sem kynnt verður hugmynd um
stofnun söngkórs, þar sem gert er
ráð fyrir að þátttakendur verði eink-
um félagsmenn stéttarfélaganna í
Reykjavík og nágrenni.
í frétt frá MFA segir, að um
nokkurt skeið hafi verið um það
rætt á vegum Menningar- og
fræðslusambands alþýðu og Nem-
endasambands Félagsmálaskóla
alþýðu að stofna blandaðan kór,
þar sem félagsmönnum stéttarfé-
laganna verði gefinn kostur á að
æfa og læra söng. Tónskóli Sigur-
sveins hefur sýnt þessu sérstakan
áhuga og leggur því lið í formi
kórstjórnar, kennslu og fleira,
segir í fréttinni.
^^kriftar-
síminn er 830 33