Morgunblaðið - 27.02.1983, Qupperneq 24
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
Ríkisþinghúsbnininn 27. febrúar 1933.
Þinghúsið brennur
KVÖLDIÐ 27.fehrúar 1933 brann þýzka ríkisþinghúsbyggingin til kaldra kola. Skömmu síðar handtók lögregla
Hitlers hóp kommúnista, þar á meðal Hollending að nafni Marinus van der Lubbe. Hann var fundinn sekur um að hafa
kveikt i byggingunni einn síns liðs og tekinn af Íífí. Hitler notaði dóminn gegn honum fyrir átyllu til þess að hefja
hreinsun á kommúnistum og hún markaði upphaf víðtækrar útrýmingar pólitískra andstæðinga og Gyðinga. Þing-
húsbruninn var eitt umdeildasta mál í sögu Þriðja ríkisins og eitt umdeildasta mál þessarar aldar. Skiptar skoðanir
hafa verið um það meðal sagnfræðinga, þótt mörg ný gögn hafi komið fram í dagsljósið á liðnum árum.
Andstæðingar Hitlers héldu því
fram frá upphafi að nazistar
hefðu sjálfir borið ábyrgðina á
þinghúsbrunanum og yfirleitt
voru menn þeirrar skoðunar, þar á
meðal flestir virtir sagnfræðingar,
þangað til 1956. Þá ritaði Dr. Fritz
Tobias, yfirmaður öryggisþjónust-
unnar á Neðra Saxlandi, nokkrar
greinar í tímaritið „Der Spiegel",
þar sem hann greindi frá nýjum
gögnum, sem hann taldi sanna, að
van der Lubbe hefði í raun og veru
lagt sjálfur eld að byggingunni.
Tobias sendi seinna frá sér bók
um þinghúsbrunann og athygli
vakti, að tveir miklir sérfræðingar
Breta í málinu, A.J.P. Taylor og
prófessor Hugh Trevor-Roper,
lýstu yfir stuðningi við niðurstöð-
ur hans.
Þrettán árum síðar tilkynnti al-
þjóðleg nefnd, sem rannsakaði
brunann, að hún hefði komizt að
þeirri niðurstöðu að van der
Lubbe hefði ekki kveikt í ríkis-
þinghúsinu og bruninn hefði verið
samsæri nazista um að leggja
þýzka þingræðiskerfið að velli.
Nefndin hét því virðulega nafni
„Evrópunefndin til vísindalegrar
rannsóknar á ástæðum og afleið-
ingum síðari heimsstyrjaldarinn-
ar.“
Meðal þeirra sem áttu sæti í
nefndinni voru André Malraux,
fyrrverandi menningarmálaráð-
herra Frakka, Dr Horst Ehmke,
þáverandi dómsmálaráðherra
Vestur-Þjóðverja, Pierre Greg-
oire, forseti þingsins í Luxemborg,
og Dr Robert Kempner, annar
helzti sækjandi Bandaríkjamanna
í stríðsglæparéttarhöldunum í
Nurnberg.
Eitt vitnanna var Willy Brandt,
sem átti frumkvæðið að þvi að
nefndinni var komið á fót ásamt
Gregoire og Malraux. Hann vitn-
aði í sjónarvotta, sem skrifuðu
játningar til að friða samvizku
sína. Vitnin voru 40 talsins, sjö
þeirra mjög mikilvæg.
NÝJAR SANNANIR
Starf rannsóknarnefndarinnar
átti rætur að rekja til þess, að
tveimur árum áður hafði bróðir
van der Lubbe farið á stúfana og
höfðað mál til þess að fá hann
hreinsaðan af sök. Sá málarekstur
tók mörg ár og honum lauk ekki
fyrr en fyrir tveimur árum, þegar
van der Lubbe fékk uppreisn æru.
Þar með virtist málið úr sögunni,
en þó gætir enn vissra efasemda
hjá sumum.
Þær nýju sannanir, sem hafa
séð dagsins ljós, hafa leynzt í
skjölum, „sem allir gátu flett upp
í“, og komið fram í vitnisburði
sjónarvotta, sem „höfðu þagað til
að komast hjá vandræðum." í hópi
þeirra sem hafa borið vitni eru
„nazistaveiðarinn" Simon Wies-
enthal, pólski Gyðingurinn sem nú
býr í Vín og átti mestan þátt í
handtöku Adolfs Eichmanns,
Walter Hofer, forstöðumaður
sagnfræðistofnunar Bernarhá-
skóla í Sviss, og Dr Edouard Calic,
júgóslavneskur sagnfræðingur í
Luxemborg.
Útgáfa bókar Dr Tobiasar var
eitt af því sem losaði um málbein-
ið á vitnunum í Þýzkalandi og
leiddi til þess að þau sendu bréf og
settu fram öndverð sjónarmið.
Nokkur vitnanna fengu góðar
stöður í Þýzkalandi eftir stríðið,
en létu ekki til sín heyra fyrr en
hafizt var handa um að rannsaka
orsakir brunans. Framburður
vitnanna leiddi til þess að haft var
upp á þeim nýju skjalfestu sönn-
unum, sem finna mátti á söfnum
og hljótt hafði farið um. Vitað er
að margir þeir sem voru viðriðnir
málið voru seinna líflátnir.
NIÐURSTÖÐURNAR
Auk þess sem van der Lubbe var
lýstur saklaus eru megin niður-
stöður rannsóknanna á ríkis-
þinghúsbrunanum þessar:
Sveit sérþjálfaðra brúnstakka
úr stormsveitunum SA og svart-
stakka úr varnarsveitunum SS var
* byggingunni þegar eldurinn kom
upp, og hafði skipun um að magna
eldinn. Heinrich Himmler, yfir-
maður Gestapo, hafði ýfirumsjón
með skipulagningu brunans og
tæknilegum undirbúningi. Josef
Göbbels og Hermann Göring
ríkismarskálkur stjórnuðu að-
gerðinni og hún var sennilega
hugmynd Göbbels. Skipunin kom
frá „æðstu stöðum", líklega Hitler
sjálfum.
Framkvæmd íkveikjunnar var
þríþætt. Fyrst stráði hópur
svartstakka púðri og brennisteini
yfir þingsalinn til þess að eldurinn
breiddist út. Síðan völdu útsend-
arar nazista van der Lubbe til þess
að kveikja fyrsta eldinn svo að
hægt yrði að skelia skuldinni á
kommúnista. Loks fór hópur tíu
manna undir forystu Erwin Villa-
in ofursta inn í þinghúsið eftir
neðanjarðargöngum til að magna
eldinn.
Af öðrum niðurstöðum má
nefna, að van der Lubbe var sak-
felldur á grundvelli falsaðra
gagna, að nöfn helztu falsvitna
hafa komið fram, að mjög fá-
mennum hópi flokksstarfsmanna
var sagt frá áætluninni og að SS
sá um skipulagningu brunans,
undirbúning hans og vernd lög-
reglu.
LEYNIRÉTTARHÖLD
Eitt mikilvægasta vitnið, sem
Kíkisþinghúsið, byggt á árunum 1884—1894.
Ríkisþinghúsbruninn í Berlín fyrir